Vísir - 29.08.1981, Qupperneq 6

Vísir - 29.08.1981, Qupperneq 6
6 Laugardagur 29. ágúst 1981 eins og allir vita, og við seljum framleiösluna fyrir dollara. Viðskiptaþjóðir okkar verða að kaupa sina dollara á mun hærra verðinií en um áramótin þannig að þeir borga i raun ekkert minna nii en þa. Á samahátt fá- um við um það bil jafnmargar krónur nú og þá, fyrir sama magn, en verðbólgan okkar sér fyrir þvi' að við fáum miklu minna fyrir krónurnar. Allur kostnaður hefur þannig aukist og nú er ekki lengur nóg að fá sama krónuf jölda og við gátum verið vel sáttir við að fá um ára- mótin. Það gerir okkur erfiöara fyrir aö fá verðið hækkað, keppinaut- ar okkar, svo sem Norðmenn, Danir og Færeyingar selja sitt mjöl fyrir sinn eigin gjaldmiðil og eru býsna sáttir við verð, sem jafngildir sjö dollurum á próteineininguna. Jón Reynir sagði að horfurnar væru afskaplega slæmar. Fisk- mjölsnotkun í fóðurblöndur færi minnkandi i heiminum, mest vegna þess að það er dýrara en önnur fáanleg efni. Þar við bæt- ist að Pólverjar, sem hafa á undanförnum árum veriðmeðal okkar stærstu kaupenda i loðnu- mjöli, eigi nú i miklum efna- hagsvanda og þurfi mikinn greiðslufrest, sem geti leitt til þess að ekki náist samningar um að selja þeim muöl. ,,Afar slæmar horfur” segir Bræðslan En hvað er þá framundan? Þvi er erfitt að spá. 1 fyrsta lagi er ekki gottað segja hversu mikil framleiðslan verður i ár. Loðnustofninn fer minnkandi og fréttir siðustu daga segja okkur að ýmsar þjóöir sæki nú í stofn- inn, sem við veiðum úr og telj- um okkar. Enn er þvi ekki séð hvað mikið verður eftir handa okkur, þegar stofninn kemur inn i okkar landhelgi og við getum farið að verja hann fyrir ásókn annarra. í öðru lagi er alls óvist hvað við getum selt mikið, eða jafn- vel hvort við getum nokkuð selt. Og i þriðja lagi, á hvaða veröi. Jón Reynir sagöi að aðstæð- urnar gætu skapað verulega byrgöasöfnun mjöls. Hins vegar heföi ekki komið til tals meðal fiskmjölsframleiöenda að neita aö taka á móti loðnu, þótt illa horfði, bæði um verð og markað. Framleiðendurnir fá afurðalán til að standa straum af kaupum á hráefni og beinum vinnslukostnaði. Það gæti þó oröið gálgafrestur aðeins. Mjöl- framleiðendunum þykja horf- urnar vera afar slæmar. _sv Það fer alltaf s vo að lokum, að fiskverö er ákveðiö. Sjaldnast þó i ást ogeindrægni.enákvörð- un samt. Loðnuverðið var ákveðið á fimmtudaginn var, loksins 18 dögum eftir að það átti að taka gildi. Fróðir menn segja að það hafi aldrei gengið jafn erfiðlega að koma þvf saman. Þeir sem ákvörðunina tóku eru fulltrúar seljenda i yfir- nefnd Verölagsráðs sjávarút- vegsins, þeir Ingólfur Ingólfs- son fulltrúi sjómanna og Kristján Ragnarsson fulltrúi út- gerðarmanna, ásamt odda- manni frá Þjóðhagsstofnun, Bolla Þór Bollasyni. Ákvörðun sina byggðu þeir á að fyrir hverja próteineiningu i loönu- mjöli megi fá átta Bandarfkja- dali og 300 dali fyrir hvert lýsis- tonn. Fulltrúar kaupenda eru alls ekki á þvi máli aö þetta sé rétt viðmiöun og létu bóka aö ákveð- ið verö væri „algjörlega óraun- hæft.” Þeir telja afar hæpið að hærra verð en sjö dalir fáist fyrirpróteineininguna i mjölinu og 375 dalir fyrir tonniö af lýsi. Vinnslan fær ekki fyrir kostnaði Fulltrúar kaupendanna eru Jónas Jónsson og Guðmundur Kr. Jónsson. Þeirsegjal bókun- inni að eftirspurn sé nú sama og engin og markaðshorfur hafi ekki verið lakari i fjölda ára. Þeir átelja að hlutur veiðanna sé tekinn langt framyfir hlut vinnslunnar og segja að útgerð loönubátanna sé tryggð með þessu verði, en hins vegar fái vinnslan ekkert fyrir viðhaldi, rekstrar-og stofnfjárvöxtum né afskriftum. Þeir segja raunar að vanti þá litlu summu 80-100 milljónir króna á aö verksmiðj- urnar hafi fyrir fullum vinnslu- kostnaði á sumar- og haustver- tiö, meö þessu veröi. Verðið, sem var ákveðið er 450 krónur fyrir hvert tonn af loðnu veiddritil bræöslu, miðað við 16% fituinnihald og 15% fitu- fritt þurrefni. Siðan kemur verölækkun við breytingar til hvorrar áttarinnar sem er. Verðjöfnunarsjóðurinn, deild- in fyrir mjöl og lýsi, er tómur núna og það Ut af fyrir sig gerði erfiðara en áður að ná sam- komulagi. Nýjustu íregnir herma þó að lausn sé fundin á féleysi sjóðsins, en það kom ekki að gagni við verðákvörðun- ina, vegna þess að fregnir af lausninni munu ekki hafa borist til samningamanna. Það er raunar haft fyrir satt að ákvörð- un einsos sú. aö redda verðjöfn- Jón Reynir Magnússon, for- maður Félags islenskra fisk- mjölsframleiðenda. Visismynd- ir EÞS. Um siðustu áramót var hei msm arkaðsverð á mjöli mjög gott, eða um 9,10-9,20 Bandarikjadalir á próteinein- ingu. A sama tima var verð á lýsistonni um 475-480 dalir og þótti þá lélegt. Hæst hefur verð- ið á mjölinu farið i 10,20 dali, það var 1973, en um áramótin ’79-’80 fór það niður í um sjö dali. A árinu 1980hækkaði verðið siðanafturog varkomið yfir niu dali í október. Flókið og vandleyst dæmi Vísir ræddi við Jón Reyni MagnUsson formann félags isl. fiskmjölsf ramleiðenda og spuröi hann hvaða rök styddu áætlun þeirra um að þaö væri ofáætlað að verðið gæti orðið eins og oddamaðurinn geröi ráð fyrir i sinum útreikningum. Jón Reynir sagði aö i raun væri veröið sjö dalir ekki svo miklu lægra, frá hendi kaup- enda erlendis, en það sem þeir greiddu um áramótin. Málið er það að Bandarikjadalir hafa hækkað mjög i verði á árinu, Sigurjón Valdimarsson skrifar unarsjóðium peninga, sé tekin i skyndingu og siðan eru allar vélar kerfisins settar i gang til að reikna Ut hvernig skuli farið að þvi. Aætlunin liggur' síðan fullbUin eftir nokkra tima. Næstu dagar og vikur eru siðan notaöir til að sniða agnúana af. Oddamaður telur horf- urnar ekki afleitar Visir sneri sér til Bolla Þórs Bollasonar, oddamanns yfir- nefndarinnarog spurði hann um rök hans fyrir ákvörðuninni og þá einkum mismuninum á markaðsmati hans og fisk- mjölsframleiðenda. Bolli sagði að aðalrökin væru þau aö fyrirfram hefur verið sarnið um sölu á 8-9000 tonnum afmjöli.á mjög hagstæðu verði, eða rúma átta dali próteinein- inguna. 1 annan staö ætti þetta verð að gilda aðeins til septemberloka og honum þótti liklegt að framleiöslan þangaö til verði naumastmiklu meiri en upp i þá samninga. t annan stað sagði hann að þróunin hefði f lest ár orðiö sú að verð hafi hækkað, eftir þvi sem liður á haustið, og það hefði haft áhrif á ákvörðun hans. Hann ttík þó fram að þetta væri ekkert lögmál og allt eins gæti brugðiö út af þvi. Um markaöshorfurnar sagði Bolli Þór að nú væru litlar birgöir i landinu af mjöli, en hinu væri ekki að neita aö eftir- spurnin væri með minna möti. Hæpnar vonir Þar sem ákvöröun Bolla var Bolli Þór Bollason, oddamaður I yf irnefndinni. tekin á grundvelli fyrirfram geröra samninga, og taliö er hæpið að jafn gott verð fáist fyrir meira en það magn, sem þar er ákveöið, var Bolli spurð- ur hvort ekki mætti vænta enn erfiðari samninga um loðnu- verðiö, sem taka á við 1. október. Hann vildi litlu spá um það, en benti á að almennt fiskverð ætti einnig að endurákvaröast á sama tima og það gæti ef til vill auöveldað samkomulagið um loðnuverðið. Þaö kann einhverjum að finn- ast þaö hæpin undirbygging undir góðar vonir, einkum þar sem fiskverðsákvörðun hefur sífellt orðið erfiðari I seinni tið. Skemmster að minnastþess aö sföasta ákvörðun náðist ekki fyrr en hálfum öðrum mánuði siðar en hún áttiað vera til. Fari eins næst, verður ákvörðun um fiskverðið ekki tilbúið fyrr en um miðjan nóvember og setjist menn þá niður tilað ræða loðnu- verðiö i þrjár vikur kemur það ekki fyrr en í desember, eða rúmum tveim mánuðum eftir að núgildandi verð rennur út. Ákvöröun aldrei jafn erfiö og nú

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.