Vísir - 29.08.1981, Page 8
8
Laugardagur 29. ágúst 1981
vísm
VÍSIR
útgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjdri: Ellert B. Schram.
Fréttastjdri: S*mundúr Guðvinsson. Aðstoóarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson.
Fréttastjdri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammen
drup, Arni Sigfússon, Friða Astvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna
Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena
Schram, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir.
Blaöamaðurá Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sig
mundur Ö. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés-
son. utlitsteiknun: Magnús Olaf$son, Þröstur Haraldsson, Safnvörður: Eiríkur
Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611, 7 linur.
Auglýsingar og skrif stofur: Siðumúla 8, simar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Askrif targjald kr. 80 á mánuði innanlands og verð i lausasölu
5 krónur eintakið.
Visir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14.
Eflum feröaþj ónustuna
Þótt enn sé margt erlendra
ferðamanna á landinu, er mesti
annatími ferðaþjónustu sumars-
ins liðinn. Flestir útlendingar
kjósa að koma hingað meðan nótt
er björt og í þessum atvinnuvegi
stendur aðalvertíðin því stutt.
Allt bendir til að nokkur aukn-
ing haf i orðið á komum erlendra
ferðamanna hingað til lands á
þessu sumri og því ber að fagna.
Við höf um góðar tekjur af ferða-
mönnum og þeir gera okkur
kleift að halda uppi mun tíðari
ferðum milli landshluta heldur
en ef (slendingar einir nýttu
samgöngutækin. Margir hafa
beina atvinnu af þjónustu við
ferðamenn og mikill f jöldi nýtur
góðs af komum þeirra með
ýmsum hætti.
Á þessu sumri hafa orðið tals-
verðar umræður um mikinn
ágang á fjölsótta ferðamanna-
staði í óbyggðum. Auðvitað
verður að fara að öllu með gát í
umgengni við viðkvæma náttúru
landsins og setja einhverjar
skorður við átroðningi þar sem
gróður er í hættu. Með góðri
skipulagningu má hins vegar
koma í veg fyrir að nokkurt tjón
hljótist af auknum straumi
ferðamanna og okkur er því
óhætt að halda áfram þeirri
viðleitni að fá fleiri til að sækja
okkur heim. Ekki veitir af að
renna fleiri stoðum undir at-
vinnulíf þjóðarinnar.
Það sem er einna mest
aðkallandi um þessar mundir á
sviði ferðamannaþjónustu er að
lengja ferðamannatímann. Fá
útlendinga til að koma fyrr á
vorin og seinna á haustin eða
jafnvel um hávetur. Til dæmis
væri ekki ólíklegt að margir út-
lendingar vildu fylgjast með
göngum og réttum á haustin.
Bætt aðstaða til skíðaiðkana gæti
auðveldað okkur að fá fleiri
ferðamenn hingað siðari hluta
vetrar og eflaust þætti mörgum
það ógleymanleg lífsreynsla að
dorga upp um vök á ísilögðu
vatni.
Við eigum marga ónýtta mögu-
leika á sviði ferðaþjónustu sem
sjálfsagt er að nota. En við fáum
ekki fleiri ferðamenn né auknar
tekjur nema kosta einhverju til.
Aðrar þjóðir verja gífurlegum
fjármunum til landkynningar á
erlendum vettvangi með ýmsum
hætti. Hér hefur fjármagn til
þessara hluta verið skorið mjög
við nögl, svo ekki sé fastar að
orði kveðið. Ferðamálaráð hefur
annast landkynningu eins og það
hefur haft bolmagn til, en skiln-
ingsleysi ríkisvaldsins heftir
mjög starfsemi ráðsins. Úr þessu
þarf að bæta. Flugleiðir vinna
geysimikið landkynningarstarf
ekki síður en Flugfélag Islands
og Loftleiðir gerðu áður. Þetta
vill gjarnan gleymast þegar rætt
er um erfiðan rekstur þessa fyr-
irtækis.
Langmestur hluti erlendra
ferðamanna kemur hingað í
áætlunarf lugi og bæði þess vegna
og ekki síður okkar sjálf ra vegna
þurfum við að geta haldið uppi
nægilega tíðum ferðum til og frá
landinu. Aðstoð rikisins við Flug-
leiðir á erfiðum timum er sjálf-
sagt mál og er raunar furðulegt
hvað það vefst fyrir fjármála-
ráðherra að fallast á slíka aðstoð
meðan fé er ausið úr opinberum
sjóðum í ýmsan atvinnurekstur
án þess að ástæða þyki til að fara
um það mörgum orðum. Vonandi
tekst Steingrfmi Hermannssyni
samgönguráðherra að tryggja
áf ramhaldandi stuðning við
Flugleiðir, enda virtist frá því
gengið á síðasta ári, að félagið
fengi slíkan stuðning næstu þrjú
árin. Er ekki að efa, að aðstoð
frá ríkinu við Flugleiðir skilar
sér margfalttil baka á beinan og
óbeinan hátt.
Bestu minningar minar um
kjötsúpur eru úr sveit. Úr ör-
æfasveit, sem ég kynntist áður
en Skeiðará var brúuð og hring-
leiðin um landið opnaðist. Þá
voruengirferðamenn isveitinni
og þessir fáu bilar, sem þar áttu
heima, hétu i höfuðið á eigend-
um sinum og einatt vissum við
auðvitað hvert ferðum þeirra
var heitið og hvers vegna. Þeg-
ar vélin kom að sunnan á þriðju-
dögum og föstudögum sást til
Steina þjótandi austur á Mýri á
morgnana til að sækja Timann
og póstinn, sem hann færði okk-
ur svo siðar um daginn. Færi
Steini austur aðra daga vikunn-
ar, var velt vöngum yfir ástæð-
unni, a.m.k. þangað til siminn
kom. Eftir þaö varö auðveldara
að fylgjast meö.
1 þessa daga höföu ekki frysti-
kistur, fremur en ferðamenn,
gert innreið sina i sveitir lands-
ins. Allur matur i öræfunum
var annað hvort súr, saltaður,
reyktur eða hertur. Einu sinni
fékk eg nýjan fisk, það var lýsa
sem hafðist upp úr fyrsta og sið-
asta tilraunaróðrinum af sönd-
unum. Mér þótti lýsa ekki góð á
bragðið. En svo seint i ágúst,
þegar búið var að slá hflna i súr-
hey og gryfjan orðin full, þá var
slátrað lambi. Og þá lifnaði yfir
Reykjavikurkrökkunum,
kannski meira en öðrum. Nýja
kjötið i súpu með nýuppteknu
grænmeti, það smakkaðist jafn-
■ vel betur en disætt kartöflu-
smælki með smjöri.
Hin kjötsúpuminningin er úr
Hreppunum. Sú súpa var e.t.v.
betri en öræfasúpan og hafði
mikið grænkál og var etin að
kvöldi réttardags og reiðtúra.
En þótt súrmeti og saltfiskur
einn saman i nokkra mánuði,
eða þá góðkátur réttardagur séu
besti forréttur á undan rjúkandi
kjötsúpu, þá er liklega ástæðan
fyrir þessum sælu súpuminn-
ingum fremur sú að kjötið var
nýtt, beint af skepnunni og
ófryst. Það rennur upp fyrir
MBIÍÍlPli
pPllpÍ
Hugsað í hring
mér núna, þegar fyrir einhverja
guðsmildi er hægt að kaupa kjöt
af nýslátruðu og bragðið af
steikinni flytur hugann austur i
öræfasveit fyrir mörgum árum
siðan...
Upphaflega komu þessar
vangaveltur kjötsúpu alls ekki
við, heldur slátrun. A þessu
sumri, sem nú er að kveðja,
varð ég fyrir þvi óláni að þurfa
aö horfa á hvalskurð. Tilviljun
réði þvi að allt i einu var ég á
áhorfendapalli, sérsmiðuðum
handa ferðafólki til að standa á
meðan mannbroddaðir stig-
vélastrákar húðflettu, blóðguðu
og ristu stærsta dýr jarðarinn-
ar. Ég stóð i miðjum hópi út-
Á laugardegi
lendinga, sem kvikmynduðu,
ljósmynduðu og teiknuðu jafn-
vel það sem fram fór niðri á
planinu. Fjölskyldufeður höfðu
börnin sin á háhesti, svo þau
misstu ekki af neinu. Allir stóðu
á öndinni og störðu með næsta
sjúklegri hrifningu á aðgerðina.
Já — ég lika! Þangað til ég
rankaöi við mér, hugsaði mig
um aftur og snáfaði burt.
Það kann að vera, að hvalur-
inn hafi verið drepinn á sárs-
aukafullan hátt. Kann- lika að
vera að svo hafi ekki verið. Og
kannski er veitt of mikið af hval
i heiminum. Og e.t.v. ekki. Ég
veit þaö ekki og tek ekki afstöðu
til þess. En ég tek afstöðu til
áhorfendapallanna. Mér er
óskiljanlegt það hugarfar, sém
liggur aö baki auglýstum rútu-
ferðum i hvalstöðina og sýning-
unni á hvalskurðinum. Min eig-
in sjúklega hrifning þau augna-
blik sem liðu áður en ég rankaði
við mér eru mér lika óskiljan-
leg. Hver djöfullinn veldur þvi
eiginlega, að hægt er að hafa
nautn af þessum hafsjó af flæð-
andi blóði, vellandi spiki og há-
rauðu holdi gapandi undan flug-
beittum hnifunum? Og hvurs-
lags andskotans hugarfar liggur
að baki þvi að selja, þó óbeint
sé, aögang að fullnægingu þeirr-
ar nautnar?
Einhvern veginn er það svo,
að kjötsúpur tengjast ekki slátr-
un lambanna i huga mér. Ein-
hver, liklega siðmenningarleg
hindrun skilur að matarlystina
og andstyggðina á drápi „litla
sæta lambsins”. Þó geri ég ráð
fyrir að slátrun hafi i eina tið
vakið tilhlökkun hjá hungruðum
hópi manna, örvað bragðkirtl-
ana og fyllt munninn vatni.
E.t.v. þýðir blóðþorsti hungur.
Hungur er nauðsynlegasta til-
finning okkar, án þeirrar eðlis-
hvatar værum við liklega dauð-
ans matur! Og það kann svo
sem vel að vera að blóðsýn sé
okkur jafn nauðsynleg! Það
skyldi þó aldrei vera? Þá hlýt ég
eiginlega að komast að þeirri
niðurstöðu að áhorfendapall-
arnir i Hvalfirði séu þjóðþrifa-
fýrirtæki. E.t.v. ættum við að
selja aðgang að sláturhúsunum
öllum, sem nú eru ab undirbúa
haustvertiðina og bera börnin
okkar á háhesti inn i skotklef-
ana?
Svona snúast hugsanatengslin
i hringi um sjálf sig, þar sem ég
sit og er að borða kjötsúpu af
nýslátruðu lambi með alls kon-
ar nýju grænmeti, sem jafnast
samtekki á vib sveitasúpurnar.
En i öræfunum fékk ég lika að
horfa á, þegar lambið var blóð-
gað.Samt er ég á móti þessum
andskotans áhorfendapöllum i
Hvalfirðinum og vildi óska að
hvalskurðurinn hætti að vera
eitt af þvi sem ferðamönnum er
sýnt á Islandi. Ms