Vísir - 29.08.1981, Qupperneq 9

Vísir - 29.08.1981, Qupperneq 9
Laugardagur 29. ágúst 1981 9 Komum taflinu undir þak á Hallærisplaninu Þaö er kannski aö bera i bakkafullan lækinn að minnast á útitafliö viö Lækjargötu þvi mikiö hefur veriö skrafað um þaö mannvirki. En nú á aö vigja tafliö i dag með pompi og pragt — ef veöur leyfir. Siöan er ætl- unin að efna þarna til skákmóta um næstu helgar — ef veöur leyfir. Þetta veltur nefnilega allt á veðrinu eins og fyrri dag- inn og þaö er aldrei hægt aö full- yrða neitt um hvernig veðrið veröur á morgun, hvaö þá eftir viku. Af þessum ástæöum fyrst og fremst er það tóm vitleysa aö eyða milljón nýkróna i Lækjar- götutafliö. Fólk fer ekki aö hima yfir tafli i roki og úrkomu eða kalsaveöri. Sú ákvöröun aö gera útitaflið sýnir, aö enn einu sinni hefur verið horft framhjá þeirri einföldu staöreynd, aö taka veröur tillit til hinnar óstööugu veðráttu sem hér rikir. Almenn- ingstafl sem þetta á hins vegar fullan rétt á sér, en það verður að vera undir þaki og á staö þar sem fleira er viö aö vera. Þak yfir Hallærisplanið Nokkru fyrir siöustu borgar- stjórnarkosningar kom fram stórgóð hugmynd frá Gesti Ólafssyniarkitektum aö byggja þak yfir Hallærisplaniö og næöi þaö alla leið aö Hafnarstræti, þaö er aö segja yfir endann á Austurstræti og Steindórsplan. Minnir mig fastlega að 'hug- myndin hafi veriö aö draga þak- ið, sem væri gegnsætt, frá, þeg- ar vel viðraði. Gert var ráö fyrir aö þarna yröi veitingasala, aö- staöa fyrir leikflokka og aðra skemmtikrafta og gjarnan tafl. Fleira var nefnt sem gæti rúm- ast á þessu yfirbyggða svæöi sem yröi opið almenningi á nóttu sem degi. Með þessari framkvæmd yröi komiö upp vin i miöbæ sem verður lifvana um leiö og versl- unum er lokað á daginn. Fólk gæti skroppiö á þetta yfir- byggöa svæöi fengið sér kaffi- sopa, keypt blöö til að glugga i, sýnt sig og séö aöra. Ungling- arnir sem hópast saman á Hall- ærisplaninu fram eftir nóttu um helgar fengju skjól og nætur- hrafnar gætu keypt sér eitthvað i gogginn. Aö sjálfsögöu yrði aö hafa þarna vörslu til aö stugga frá ófriðarseggjum. Þvi miöur fór þaö svo, aö borgaryfirvöld ákváðu að fresta þvi að taka afstööu til þessara hugmynda þar til eftir kosning- ar. Eftir aö úrslit þeirra lágu fyrir hefur málið ekki komiö aftur á dagskrá. Meö fullri virð- ingu fyrir útitaflinu viö Lækjar- götu og áformum um bryggju- gerö út i Tjörnina, þá er þar bara ekki um raunhæfar hug- myndir að ræða vegna óhagstæðs veðurfars. Óhætt er að fullyröa, aö fram- kvæmdir viö þak yfir endann á Austurstræti heföu kostaö litiö meira en útitafliö og allt um- stangiö i kringum þaö. Þótt unnt verði aö nota útitaflið þessa 20 góöviörisdaga sem koma á sumri, þá réttlætir þaö ekki gerö þess. Okkur vantar miklu frekar staö þar sem fólk getur komiö saman yfir veturinn. Ég er viss um, aö sá frambjóöandi viö næstu borgarstjórnarkosn- ingar, sem heitir þvi aö koma upp þessu þaki og tilheyrandi, er öruggur um aö ná kjöri. Fari svo, aö núverandi meirihluti haldi völdunum má benda Sig- urjóni og félögum á, aö svona yfirbyggöir samkomustaöir eru mjög vinsælir i Skandinaviu. Lýöræöi verkalýös Enn einu sinni hefur Vilmund- ur Gylfason hleypt mönnum upp og sjálfum sér um leiö. Ásakan- ir hans um skort á lýöræöi i verkalýðshreyfingunni hafa vakið athygli, enda er málflutn- ingur Vilmundar oft meö þeim hætti aö hann kallar á hörö viö- brögð. Eins og eölilegt má telj- ast efndi sjónvarpið til um- ræöuþáttar um þetta mál. Verkalýösforingjar heföu átt aö taka þessu tækifæri fegins hendi þvi auðvitað vilja þeir ekki liggja undir þungum ásökunum. Þaö var þvi einkennilegt aö heyra Eövarö Sigurösson gagn- rýna þaö, að efnt var til þessara umræöna. Þjóöviljinn snerist einnig öndveröur gegn umræö- um af þessu tagi og er furðulegt að þeir sem þykjast „eiga” verkalýöshreyfinguna skuli fara i fýlu þegar innri mál henn- ar eru tekin til meðferðar á op- inberum vettvangi. Þátturinn varð þvi miöur tóm endaleysa, en þó virtist þaö koma skýrt i ljós, aö verkalýös- hreyfingin er aö forminu til lýö- ræöislega uppbyggö. Hins vegar er lýöræöiö þar ekki virkt i raun sökum þess hve almennir félag- ar eru tregir til að taka þátt i umræðum og störfum hreyfing- arinnar. Menn eru „pikkaðir út” og beönir aö taka sæti i stjórn, eins og Guðmundur Sæ- mundsson lýsti þvi. Og það verður aö segjast Jóni Helga- syni, formanni Einingar á Ak- ureyri til hróss, aö hann valdi Guðmund þótt sá siöarnefndi heföi lýst þvi yfir, aö h?«in væri i mörgu andsnúinn stjorn félags- ins. Ætli þaö sé ekki algengara að forystumenn félagasamtaka „pikki út” einhverja jábræöur og bjóöi þeim setu i stjórn. Auövitað er áhugaleysi á fé- lagsstörfum ekkert bundiö viö verkalýösfélögin ein. Menn eru i fjölda félaga og láta sér nægja að greiða ársgjaldið. Hins vegar er alltaf til nóg af mönnum sem viija veröa formenn i stórum verkalýösfélögum til þess aö geta notaö félögin sem stökkpall inn á Alþingi eöa sveitarstjórn- ir. Þessi pólitiska barátta sem háö er á vettvangi stéttarfélaga verður auövitaö til þess aö sundra samtökum launafólks en ekki til að sameina þau. For- ingjarnir verða svo aö koma fram i fjölmiðlum öðru hverju og hvessa sig i garð vinnuveit- enda til þess að sýna umbjóð- endum sinum að þeir séu nú al- deilis menn til að sækja kjara- bætur i greipar harðsviraðra at- riistjórnar pistill Sæmundur Gu$vinsson fréttastjóri skrifar vinnurekenda. Þetta er bara skripaleikur, þvi engu skiptir um hvað er samið, það er sú rikisstjórn sem situr hverju sinni sem ræður lifskjörunum, eins og Magnús L. Sveinsson benti á. Þegar forseti ASt er jafn- framt félagi i Alþýöubandalag- inu og situr þar i verkalýðs- málaráöi, þá væri þaö beinlinis ósanngjarnt aö ætlast til þess aö hann kæmi fram viö rikisstjorn eigin flokks eins og hann myndi gera viö rikisstjórn Sjálfstæöis- flokksins, til dæmis. Meöan pólitikin tröllriöur verkalýös- hreyfingunni er litil von til þess aö almennir félagar kæri sig um að koma þar nálægt. Brennivin og hass Sifellt berast fregnir um aö menn séu gómaðir viö innflutn- ing á fikniefnum til landsins. Jafnframt ber meira á kröfum nokkurra einstaklinga sem halda þvi mjög á lofti, að hass sé ekki hættulegra heilsu fólks en brennivinið sem rikiö selur þegnum slnum og þvi beri aö leyfa frjálsa sölu á hassi og fleiri „veikari” fikniefnum. Aörir benda á, aö sterkari efni vilji fylgja i kjölfariö eftir aö byrjaö var á hassi og þar fyrir utan sé nóg að búa við brenni- vinsbölið þótt annaö álika eöa verra bætist ekki við. Upp á siðkastið hafa Norður- landaþjóöir veriö aö vakna upp viö þann vonda draum aö þeim ungmennum fer þar fjölgandi sem mist hafa heilsuna eöa lifiö af völdum fikniefnaneyslu. Hafa þær þvi gripið til haröari aö- geröa gegn þessu böli og jafnvel Danir segja nú hingaö og ekki lengra. Raunar ætla Danir aö gera gott betur, þvi þeir eiga sitt áfengisböl ekki siöur en viö, þótt þeir séu komnir mun skemmra i meðhöndlun áfengissjúkra. Forráöamenn dönsku brugg- húsanna og vinverksmiðja eru nú i öngum sinum út af laga- frumvarpi um bann viö áfengis- auglýsingum. Þaö er innanrfk- isráðherra Dana sem ber fram frumvarpiö og samkvæmt þvi veröur bannaö aö auglýsa sterkt öl og vin i kvikmyndahúsum, á útiskiltum, á strætisvögnum og við íþróttavelli. Einnig er lagt til að reglur um áfengisauglýs- ingar i dag- og vikublööum veröi hertar. Verði frumvarpið sam- þykkt koma ákvæöi þessi til framkvæmda strax á næsta ári. Svo einkennilega sem þaö hljómar þá eru knattspyrnufé- lög i Danmörku uggandi út af þessu frumvarpi þar sem þau hafa drjúgar tekjur af áfengis- auglýsingum. En þetta sýnir, aö Danir álita þaö ekki til bóta aö hvetja til áfengisneyslu. Umferðinog börnin Nú fara skólar senn aö byrja og þaö fer aö styttast i skamm- degiö. Börnin þurfa aö fara snemma á fætur og i skólann áð- ur en birtir. Ástæöa er til aö hvetja ökumenn til aö fara meö sértakri gát i námunda viö skól- ana þar sem mörg börn eru á ferli. Mörg börn hafa oröið fórn- arlömb umferöarslysa meö þeim afleiðingum aö þau hafa orðið örkumla fyrir lifstiö. Onn- ur hafa slasast til ólifis. En þaö er ekki nóg aö hvetja ökumenn til aö fara varlega, ábyrgöin hvilir ekki siöur á for- eldrunum. Sjálfsagt er aö fylgja börnum til skóla fyrstu dagana þegar þau eru aö hefja skóla- göngu I fyrsta sinn og benda þeim á þær hættur sem leynast á leiöinni. Lögreglan hefur unniö gott starf viö um- feröarfræöslu sem og Umferö- arráö og stjórnvöldum ber skylda til aö veita þaö fé sem þarf til að hægt veröi aö halda uppi öflugu varnarstarfi gegn slysum I umferöinni sem annars staöar. Vídeobyltingin í framhaldi af þessu er ásíæöa til aö taka undir orö kennara sem skrifaöi lesendabréf til VIs- is. Hann fór þess á leit viö for- eldra sem hafa aögang aö videotækjum, aö þeir gættu þess aö börnin fengju nógan svefn. 1 fjölbýlishúsum eru kvikmyndir oft sýndar I vldeo fram eftir öll- um nóttum og reynist þá erfitt aö koma börnum i rúmiö á hæfi- legum tima. ónógur svefn kem-> ur fljótt niður á námsgetunni. En vonandi verður þessi videobylting til þess aö eitthvaö raunhæft veröi gert til aö efla starfsemi Islenska sjónvarps- ins. Segja má aö sjónvarpinu hafi veriö komiö á fót til aö hamla gegn Keflavikursjón- varpinu, eöa alla vega hafi Keflavikursjónvarpið oröiö til aö flýta fyrir þvi aö viö fengum eigin sjónvarpsstöö. Þótt ekkert sé við þvi aö segja aö menn kaupi eöa leigi sér efni á myndböndum, þá er þaö miö- ur heppilegt ef meirihluti þess efnis sem börn horfa á I sjón- varpi er meö erlendu tali og án islensks texta. Þó ekki væri nema þess vegna er knýjandi að auka efni fyrir börn I islenska sjónvarpinu. Þeim peningum er vel variö. Sæmundur Guövinsson

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.