Vísir - 29.08.1981, Side 16

Vísir - 29.08.1981, Side 16
VÍSIR Laugardagur 29. ágiist 1981 tslendingasögurnar best geymdar á bók Ekki er Siguröur Orn þó hættur að fást við teiknimyndir? „Nei, siður en svo. Þetta er mitt aðaldhugasviö, teiknimynda- geröin. Hins vegar finnst mér allt ilagi að taka smáhvild eftirfimm ára töm. Annars er draumurinn sá að geta gert stuttar teikni- myndir, 5-7 miniitna langar, sem væru frekar almenns eölis. Ég held að gömlu bókmenntimar og Islendingasögurnar séu ekki hentugt efni til aö gera teikni- myndir eftir Sem slikar gætu þær varla orðið útflutningsvara, og markaöurinn hér er of litill til að standa undir markvissri gerö teiknimynda eftir Islendingasög- unum.Þæreru þannig, þráttfyrir allt, best geymdar á bók eins og áður”. Er yfir höfuð traustur markað- urfyrir teiknimyndir hér á landi? Hvort sem þær eru geröar eftir þekktum, islenskum verkum eða eru almenns eðlis? Hægur hungurdauði „Það held ég ekki. Ég held að lang heillavænlegast yröi að stila gerð slikra mynda uppá sýningar á kvikmyndahátiðum og kynning- um á borð við þá sem hér var: Vinnustofa Sigurðar Arnar Brynjóifssonar er i gömlu timburhúsi i miðbæ Reykjavjkur: hún ber sannariega keim af þvi að þar er unnið, og oft mikið. Teikniborðin eru tvö, en þyrftu að vera fleiri, segir Sigurður, þar eru hillur sem geyma aragrúa af möppum, teikningum, skissum og ýmsu fleiru, sem mynd- listarmaður hiýtur að hafa i sinu nán- asta umhverfi. Sjálfur segir Sigurður að i möppunum sé að finna hug- myndir á hugmyndir ofan, krot á smásneplum, sem verða seinna kannski bókarkápa, auglýsing, plakat, myndlistarverk, teiknimynd, ádeiiuteikning i háðskum dúr — hið siðasttalda er sérgrein Sigurðar. Og í vinnustofunni er hæginda- stóll, gamall og lúinn. Hann ber þess merki, áklæðið er snjáð og það er auðséð á „stælnum”, aö hann er ekki gerður samkvæmt nýjustu tisku. Engu að siöur virð- ist hann góöur til sins brúks: Siguröur segist nefnilega hugsa i þessum hægindastól. Ösjálfrátt koma i huga manns hinar mein- fyndnu skopteikningar Sigurðar, þar sem hann skoðar samtið sina óvægnum augum heggur á báða bóga meö húmor og háöi þannig að sá sem á horfir hlær með, gjarnan dálitið illkvittnislega. Og stöllinn á vinnustofu Siguröar verður merkilegri fyrir bragðið, það ber greinilega góöan árangur að hugsa i honum. Vinn i skorpum Sigurður snarar sér i stólinn góöa og ég tylli mér i annan móti honum og spyr hann, hvernig vinnudeginum sé háttað hjá hon- um. „Ég er voðalegur tarnamaöur”, segir Siguröur, snöggur til svars. „Þaö koma ládeyður viö og við, eins og gerist og gengur, en þess i milli er ég aö allan sólarhringinn eða svo gott sem. Helstmeð mörg verkefni i takinu i einu og allt á siðustu stundu, þá liður mér vel”. Siguröur hugsar sig aöeins um og bætir siöan viö: „Pressan hefur virkilega örvandi áhrifá mig. Ég get t.d. sagt þér það, að mikinn hluta af þvi sem ég var meö á sýningunni okkar Braga fyrir þremur árum, vann ég á þremur vikum, auk alls annars undir- búnings, sýningarskrá og fleira. Það vill mér til happs, hvað ég kemst af með litinn svefn. Það á- lit ég reyndar vera mitt mesta happ i lifinu”, Sigurður hlær, en breytir svo um tón, snögglega. Þaö er önnur hlið á málinu: „Svefnvenjur minar bitna að visu á fjölskyldulifinu, þær eru ekki beint farsælar frá þeim sjónar- hóli. Ég er að kannski til 3-4 á næturnar og þarf siðan á fætur kl. 8 eða 9 á morgnana. Þaö er lýj- andi fyrir alla þá sem nálægt manni standa”. Listamenn og aðrir menn Fyrr en varir erum við farnir að ræða um afköstin, árangurinn og hvaö felist i þvi að vera mynd- iistarmaöur. Eða öllu heldur listamaður: Sigurður dregur enga dul á þá skoðun sina, að eng- inn munur sé á listamönnum, reyndar enginn munur á lista- mönnum og öðrum mönnum: „listamaöurinn vinnur annað starf, en það er lika allt og sumt, þegar búið er aö greina kjarnann frá hisminu”, segir hann. En þaö voru afköstin og árang- urinn, sem við ætluðum aö ræða. ,,Já,afköstin, skal ég segja þér, hafa ekki verið svo litil, frá þvi ég lauk námi. Þetta hefur verið alveg voðaleg vinna, þegar allt kemur til alls. En það er sama mótsögnin, sem allt strandar á: Mig langar til aö vinna fyrir sjálf- an mig, teikna og mála, en neyö- istaftur á móti til að brauöstrita i auglýsingum og þviumliku. Gall- inn við teiknivinnuna er bara sá, að hún gri'pur mann, nær svo, miklum tökum á manni. Það væri allt i lagi, ef engu öðru væri til að dreifa, ef ekki væri allt þetta streð i auglýsingabransanum.” Glataði snillingnrinn Liöur Sigurði Erni þá illa viö auglýsingagerðina? Er hér á feröinni enn eitt dæmiö um lista- manninn, sem komst aldrei að innstu kviku eigin sálar vegna þess að vantaöi saltiö i grautinn? Siguröur hlær. „Biddu fyrir þér, nei. I rauninni liöur mér ægilega vel. Ég hef, svona þér að segja, óskaplega gaman af þvi aö lifa og vera til. Sko, ég er nefnilega biiinn aö reikna þetta út. Karlmenn i okkar þjóðfélagi lifa eitthvaö skemur en konurnar, þeir verða þetta 72 ,5 ára gamlir ef marka má skýrsl- umar. Og viö getum gert ráð fyrir þvi, aö hver einstaklingur sé um 30 ár að átta sig á sjálfum sér, kynnasteigin karakter, þroskast og þaö allt. Og hvað er þá eftir? Rétt um fjörutiu ár, þaö er allt og sumt. Það er langt siðan ég á- kvað.aö nota þessi40Ar min —'ef þau verða þá svo mörg — mjög vandlega til aö njóta þess sem notið verður. Hættulega góð krítik Og þrátt fyrir allt hef ég gaman af að vinna, og þaðmeira aö segja að auglýsingagérðinni. En hún getur aldrei orðið samskonar vinna og sú, sem maöur innir af hendi sjálfum sér til ánægju og gagns.” Eitthvaðhefur Sigurður Orn þó unnið fyrir sjálfan sigj ekki hefur auglýsingagerðin sett hann að öllu leyti i herfjötra? „Nei, nei, ég hef sko ekki á- hyggjuraf þvi. Ég hélt sýningu i Norræna HUsinu ásamt Braga, og fékk hættulega góða kritik út á hana.” Hættulega góða?? ,,Já. Það er alltaf hætta á þvi, að góð kritik skemmi mann. Verði til þess að maður áliti sig sénieða eitthvað svoleiðis. Það er vont,það eralveg nóg af mönnum sem þjá aöra með slikum kom plexum. O g þess veg na tek ég irauninni langmest markásjálf- um mér. Ég er sjálfur minn grimmasti kritiker, og ef eitthvað sleppur gegnum mina eigin gagn- rýni.þá litég svo á,að ég getilát- ið það frá mér fara án þess að ég þurfi að skammast min”. Bisa þáttur og Krimma En Sigurður Orn hefur ekki bara haldið þessa einu sýningu. Hann hefur tekiö þátt i fjöida samsýninga, bæði hér heima og erlendis, og ekki alls fyrir löngu var hann skipaöur i hóp meö bestu teiknurum á heimssýningu þeirra i Berlin árið 1977. Um þær mundir teiknaði hann Bisa og Krimma i Dagblaöið. „Bi'si og Krimmi, það var gaman að teikna þá kumpána og allt löggustöðið kringum þá. Og það er nú dálitil saga að segja frá upphafinu að þeim. Ég var heimavinnandi hús- móðir veturinn ’75-’76, og sinnti reyndar tilfallandi verkefnum lika. En eyöurnar voru margar i deginum, og I einni slikri fæddust þeir. Nú , ég teiknaði nokkrar seriur i rólegheitum og datt siðan I hug að athuga hvort þeir á Þjóð viljanum hefðu hug á aö kaupa þetta. Þá var Svavar ritstjóri, og hann hafði vissulega áhugann, en vantaði peninginn til að greiöa fyrir þetta. Bisi og Krimmi lágu þvi talsveröan tima á Þjóðviljan- um, og ég gerði litið meira imál- inu. Taldi dagana áður en vfir lauk Svo var það einhverju sinni, aö að viö Ragnar Lár vorum aö — Sigurður Örn Brynjólfsson, teiknari leysir frá skjóðunni i helgarviðtali spjaila saman. Hann var þá út- litsteiknari á Dagblaðinu, og hann sagðist skyldi sjá til þess, að það keypti og birti sögurnar. A endanum var svo gerður samningur við mig til árs um aö ég teiknaöi Bisa og Krimma dag- lega”. Hafði þá ekki ræst óskadraum- ur teiknarans: að geta teiknað eftir eigin hugarflugi, án þess að vera öörum háður en sjálfum sér? „Ekki varð það nú alveg þann- ig. Vinna af þessu tagi er aldrei greidd svo vel, að hægt sé að lifa af henni. Ef vel á að vera, ætti maður ekki að gera neitt annað en teikna svona myndasögur, ef þær eiga að birtast daglega i blaöi. Það var þvi oröið ansi lýjandi að þurfa alltaf að fá sniðugar hug- myndir.stanslaust, æofan i æ. Ég neita þvi ekki, aö ég var farinn aö telja dagana sem eftir voru áöur en yfir lauk.” Ensaknar ekki teiknarinn af- kvæmanna sinna? „Jú, dálitið geri ég það. Ég skoðaði um daginn alla seriuna frá upphafi til enda, og komst að þeirri niðurstöðu að hún væri á- gæL Fyrst mér finnst það sjálf- um, þá hlýtur einhverjum öðrum að finnast það iika. Eöa, ég a.m.k. vona það. Þaðgæti annars veriö gaman aö gefa þá Bisa og Krimma út á bók. Það er þó ekk- ert vist aö af þvi verði. Þaö verð- ur að koma i ljós.” Kappsmál að ljúka við Þrymma Sigurður hefur gert fleira en teikniseri ur. Teiknimyndin Þrymskviða, sem frumsýnd var um mitt sumar i fyrra, skrifast honum einnig til tekna. Og þaö væri nú ekki úr vegi, að fá að vita, hvaða augum skaparinn litur verk sitt, en hér var um aö ræða fyrstu islensku teiknimyndina, sem staðið getur undir þvinafni: en Sigurður haföi reyndar gert nokkrar stuttar teiknaðar myndir áður en kom að Þrymskviöu, eða Þrymma, eins og hann nefnir hana sjálfur. „Það má auðvitaö segja sem svo, að það hafi margt verið að Þrymma blessuðum. Verkið var unnið við frumstæð skilyröi, það var ekkinógu vel skipulagtog var sifellt að taka breytingum: eftir þvi sem á leið varö það okkur æ meira kappsmál aö einfaldlega ljúka gerð hennar. Ég var búinn að vinna að henni i fimm ár, og það kemur einfaldlega að þeim punkti, að kominn sé timi til aö hætta. Enég er engu að siðuránægöur með, að það skyldi takast að ljúka við hana. Það var mesti sigurinn, held ég þrátt fyrir allt”. Laugardagur 29. ágúst 1981 VÍSIR 77 Grafisku kvikmyndadögunum. Og þannig langar mig tii að vinna. En þaö er vita vonlaust að ætla sér aö treysta á sjónvarpið eða kvikmyndahúsin i þessu. Það myndi bara þýða hægan hungur- dauða. Ég hef engan áhuga á þvi, efsattskal segja”, segir Sigurður og strýkur sér gleiðbrosandi um magann. Þar er að myndast dá- litil „auökúla”. „Afleiöingar aug- lýsingateiknunarinnar”, heyrist mérSigurður segja, en hann fæst ekki til að endurtaka það, en seg- ist þó hafa grennst mikið aö undanförnu. Hann stingur upp á þviað viö fáum okkur hressingar- göngu um miðbæinn, og eftir skamma stund erum við á röltinu eftir Hafnarstræti og stefnum á Lækjartorg. Við skoðum i búðar- giugga annars hugar: nú ræðum við um þjóðareðlið. Tilefnið er útitafliö nýja á Lækjartorgi. Þjóðareðlið og komplexinn „Ég hef þaö á tilfinningunni, aö þessu fyrir okkur, og hann filó- sóferar áfram: „Þetta er það sem er fyndiö i tilverunni, en samt er það ekkert gamanmál. Húmor er I rauninni mjög alvarlegur hlutur, og það er vissara aö vera ekkert að spauga með hann. Þvi fyrr en varir getur maður lent i þvi að veröa hlægi- legur sjálfur”. Ég hef það á tilfinningunni, aö hér séum við að nálgast innsta kjarnan i list Sigurðar Arnar, og ég þori varla að draga andann af ótta viö aö trufla Sigurð. En það er engin hætta á þvi. Siguröur lætur ekki svo auðveldlega trufla sig, og hann er óragur við að ræöa um sjálfan sig og list sina. Vinn úr hugmyndinni með táknum En i áframhaldi af þvi sem hann segir, spyr ég hann um stil- brögð hans á teikniborðinu^ yfir- leitteru teikningar hans þess eðl- is.aðþar ráða litlu atriöin rikjum og notkun tákna skilja milli feigs burð sem veriö er að fjalla um. Að stilla saman tveimur táknum eða fleirum, þannig að útkoman verði óvænt fyrir þann sem horfir á.” Og það er þá ekki úr vegi að reyna að grafast fyrir um það, hvort Siguröur Orn eigi sér ekki fyrirmyndir, einhverja uppá- haldsmyndlistarmenn? „Fyrirmyndir? Það veit ég nú ekki. Sama hugmyndin getur auðvitaö fæðst hjá tveimur mönn- um samtimis, án þess að þeir viti hver af öörum. Það upplifði ég reyndar á grafisku kvikmynda- dögunum, sem hér voru fyrir stuttu. Dyrnar á baðkerinu Ég teiknaði einu sinni mynd af kóngi, sem þurfti ekki aö stiga sjálfur úr baökerinu, af þvi þjónninn hans var i þann mund að opna fyrir honum dyrnar!! Svo sé ég i einni grafisku kvikmynd- anna örstutt atriði: baðker með hurö. Mér fannst dálitið skrýtið aö sjá „mina” hugmynd i ó- markar muninn á listamanni og ekki listamanni? „Listamaður, já”, andvarpar Siguröur og gefur fyllilega i skyn að það sé skilgreiningaratriði, sem menn veröa seint sammála um. En bætir þó við: „Var það ekki Picasso, sem hélt þvi fram, að list væri 1% hæfileiki, 1% innblástur og 98% vinna? Það er ansi mikið til i þessu. Það getur verið hundleiðinlegt að vinna mynd eftir að hugmyndin liggur fyrir. Það er svo mikið púl. Það gerir enginn listaverk með þvi að kasta til þess höndunum. Það er hörkuvinna. Það leikur sér enginn að þvi. Það eru þó vissar undantekningar frá þessu, eins og t.d. naivistarnir”. Hvað er þá listamaður? Nú væri gaman að fá að heyra skilgreiningu Sigurðar á lista- manni. Ég þykist vita að hann lumi á einni slikri, og þegar ég ber það upp á hann, neitar hann nýlistamanna benda til mikillar hógværðar. Hvað er eiginlega ný- list? Er það ekki öll list sem er ný? Og hvað gerist, þegar sú nýlist, sem gerð er i dag, verður gömul? Sprettur þá allt i einu upp nýnýlist? Mér finnst þetta hugtak ekki búið til af mikilli framsýni. Og svo er það þáttur hins opinbera Samræöur okkar hafa nú fengið á sig annan og alvarlegri blæ en áöur, og ég nota tækifærið og spyr um álit hans á stöðu myndlistar- innar hér á landi, set mig i frétta- mannsstellingar og bið um skoö- anir á opinberum myndlistar- stofnunum. Tiltek Listasafn tslands, Myndlista- og Handiða- skóla islands. Það rifjast upp fyrir mér, að einhverju sinni var Siguröi vikið ifr starfi deildar- stjóra auglýsingadeildar MHI íyrirvaralaust rétt áður en kennsla átti að hel'jast um haust- ið. Ég ber það upp á hann. Og þá hló marbendill. „Þetta byrjaði allt á þvi, að ég fann upp aðferð til að breyta vatni I vin” heitir þessi mynd Siguröar Arnar Brynjólfssonar — SÖB. Þessi mynd er hluti af myndaröð er nefnist „Prestarnir gera þaö líka”, en þær eru aliar i eigu Listasafns Kópa- vogs. „Dagur I lifi kóngs” nefnist myndröð, sem SÖB hefur gert, og er i eigu listamannsins. Myndin hér er úr þeirri röð. útitaflið sé haft svona iburðar- mikið bara til að við komumst i heimsmetabókina. Annars staðar hefði veriö látið nægja að skipta um nokkrar hellur i stétt og búið. En heimsmetabókin og afrekin sem má finna i henni eru að verða komplex hjá okkur. Þetta er einhverskonar æði, sem er or- sök að þessu öllu saman. Taktu reiðhjólin sem dæmi. Fyrir rtokkrum árum var ó^int að hjóla. Það var virkilega lasi, en nú er enginn maöur meö mönnum nemahann eigi tiu gira hjói með bognu stýri. Og videobrjálæöiö — það er nákvæmlega sama sagan. Við gleypum hvað sem er gagn- rýnislaust og stefnulaust”. Hann vill rigna Sigurður staðnæmist og tyllir sér niður á brún útitaflsins. Viö viröum þaö fyrir okkur þegjandi dágóða stund. Loks spyr Sigurður uppúreinsmanns hljóði, hvort þetta verði nokkurn timann almenningstafl. Hvort tafi- mennirnir verði ekki bara teknir út á tyllidögum fyrir einhverja fáa útvalda. Ég segi, aö það megi þá altént gera eitthvað annað á svæöinu — þarna sé t.d. ákjósanleg aðstaða fyrir útileikhús. Siguröur horfir á mie. Lengi. „Rignir i mörgum leikritum?” Þaö er þögn I langan tima. Svo sprettur Sigurður á fætur. „Þaö erþetta, sem ég á við. Við gerum allt sem okkur dettur i hug, hver geöveikin tekur við af annarri, en aldrei dettur neinum i hug að taka mið af þeim aöstæö- um, sem viö búum við. Landinu, veðráttunni, hverju sem er. Hvemig er t.d. hægt að vera með útileikhús hér, þegar getur rignt hvenær sem er?” Húmor er alvarlegt mál Sigurður þagnar, við veltum ogófeigs —það erekki fyrr en bú- ið er aö rýna góða stund i mynd- ina, að það verður ljóst hvað Sigurður er aö segja. Eins og sjá má dæmi um i myndskreytingum hans með viðtalinu. Fyrir mér eru táknin mikilvæg- ust, og ég reyni að nota þau eftir mættiimyndum minum,ekkisist iþeim.sem ég teikna beinlinis til að hæðast að einhverju. Þannig finnst mér myndin öðlast meira gildi, heldur en ef ég léti mér nægja að teikna „karikatúra”, skopmyndir af mönnum. Hún veröur ekki eins bundin staö og stund, einmitt vegna táknsins.” Já, vel á minnst tákn: Siguröur Om er iðinn viö aö finna ýmsar leiöir til að nota tslandiö góða i myndum sinum, einmitt sem tákn. ísland er gert fyrir teiknara „Það er nú ekki undarlegt. Ef þú skoðar landabréf af tslandi, þá sérðu aö það er eins og skapað handa teiknara að vinna úr. Þaö er með haus, lappir, hendur og skott. Hvað þarftu meira? Island er eitt fárra landa i Evrópu sem er gætt þessum eig- inleika. Og ég er viss um, aö þjóðir Mið-Evrópu hafa ekki jafnrika tilfinningu fyrir útlinum lands sins og viö. Að maður tali nú ekki um Afriku, eða fylki Bandarikjanna, þar sem landa- mærin eru bara reglustikudregin strik. En þetta væri auðvitað ekki hægt, ef ekki nyti við þessarar sérstöku landshíuta. Reykjanes- ið, Snæfellsnesið, Vestfirðir og Langanes. þetta eru nauðsynlegir hlutar af landinu frá grafiskum sjónarhól séð. Og sem tákn er landið afskap- lega dýrmætt. Með þvi að nota það er svo auðvelt að vinna útfrá hugmyndinni á bak við þann at- kunnunglegum og iramandi búningi. En auðvitað á ég mér uppá- haldsmyndlistarmenn. Ég hef t.d.mikiðdálætiá Paul Klee,sem er Svisslendingur og hefur þann sérstæða eiginleika að geta teiknað linu, sem er fyndin i sjálfri sér. Það er merkilegur eiginleiki”. Ég fell i þá freisni að leggja ljóta spurningu fyrir Sigurö: Hefur hann nokkru sinni stælt aðra myndlistarmenn? Að skapa sér eigin stil „Já, það held ég að allir geri að meira eöa minna leyti. Meö viss- um formerkjum þó. Ég byrja að teikna 12 ára gamall, og stældi þá grimmt Don Martin, Sergio Ara- gones og fleiri MAD-teiknara. Gömlu skólabækurnar eru yfir- fullar af slikum figúrum. Svo vex maöur frá þessu, þroskast og verður smám saman herra yfir þvi sem maður er að gera á pappirnum. Þetta er i rauninni spurning um að skapa sér sjálfstæöan stil, að gera eitthvaðsem er manns eigiö. Þegar allt kemur til alls, þá er það ekki annað sem eftir mann er, þegar þessu lifi lýkur en börn- in manns og svo verkin. Ætli framhaldslifiö sé ekki einfaldlega i þvi fólgið”, spyr Sigurður og brosir dálitið undirfurðulega og ræðir siðan ekki meir um þaö sem er handan þessa heims og hugs- unar. Listhæfileiki, innbiástur og vinna Og Siguröur heldur áfram aö tala um stilinn: „Samt er maður alltaf að þróa stilinn, hann verður alltaf til, hægtog bitandi, gegnum vinnuna. Efmaðurleggur vinnuna frá sér, hættir maður að þróast um leið”. Það er kannski þetta, sem þvi ekki, en horíir meö óræðan svip á andlitinu út i buskann dá- góða stund. Hugsar málið. Svo svarar hann, hratt, hiklaust. Hefur greinilega velt þessu vand- lega fyrir sér. „Listamaöur þarf aö tileinka sér vinnuhörku, og hann þarf að vera vel á sig kominn, likamlega og andlega. Það eru átök að búa til listaverk, kostar langan tima og langa vinnuspretti i einu. Og iistamaður verður að hafa til aö bera viðsýni, hann þarf að geta horft til allra átta fordómalaust. Og hann veröur ekki verri lista- maöur, þótt hann sé hógvær, og þá meina ég að hann megi alveg vera laus við þann hroka, sem margir listamenn þjást af og ger- ir að verkum að þeir bara geta ekki talaö við venjulegt fólk nema á einhverju framandi máli. Og siöast en ekki sist þarf listamaö- urinn að hafa ómældan skammt af sjálfsgagnrýni: ekki hlaupa með málverk og myndir á sýningu, bara af þvi þau hafa náð einhverjum tilteknum fjölda og geta fyllt einn sal með sæmilegu móti. Þaö er engum til góös”. Kaffihús og brennivins- búllur En er þetta ekki allt sjálfsagt? Segja ekki allir listamenn eitt- hvað þessu likt? „Ég er nú ekki svo viss um það. Ansi margir virðast halda, aö iistaverk veröi tii á kaffihúsum og brennivinsbúllum. Það er bara sárgrætilegur misskilningur. Og ekki finnst mér nafngift þeirra Texti: Jakob S. Jónsson. „Ég vil ekki ræða um Lista- safnið og enn siður MHI,” segir Sigurður, og bætir við: „Þrátt fyrir allt finnst mér gaman að lifa, vinna og vera til. Það er óþarfi að spilla þeirri gleöi”. Kemur öðrum i opna skjöidu Það er fariö að dimma, þegar við kveðjumst. Það er greinilega að nálgast haustið, og innan tiðar fer Siguröur Orn að búa sig undir auglýsingargeröartörn vetrarins. „Stofan tekur minn tima sem stendur”, segir hann. Stofan, sem Siguröur vinnur á, er auglýsingastofa SGS, en auk hans starfa þar Geirþrúöur Kristjánsdóttir og Jens Kristján Guö. „Þaö er i rauninni ekki vit i öðru en að taka starfiö á stofunni dálitið alvarlega. Þess vegna er það nú, að ég er ekki að vinna að neinu fyrir sjálfan mig einmitt núna”, segir Siguröur. Svo brosir hann breitt, kankvis á svip, gott ef ekki er sjálfsgagn- rýnisglampi iaugunum: „Annars eraldrei aö vita nema ég komi nú allt i einu meö stóra sýningu, fyrirvaralaust. Það gengur þann- ig i henni veröld, ef maöur vinnur á annað borð i skorpum”. Hann þagnar og horfir hugsi út i bláinn. Kannski er hann aö velta sýningunni fyrir sér. Að það væri ef til vill ekki svo vitlaust... Enginn veit á hverju er von. Sigurður er nefnilega húmoristi, og það er undraverður eiginleiki og dásamlegur, sem kemur öðr- um ávallt i opna skjöldu. Myndir: Gunnar V. Andrésson.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.