Vísir - 04.09.1981, Blaðsíða 4
4
:M>» w'fr'.t'’ * • . - -i ? ? 't 'i. ■ < •
Föstudagur 4. september 1981
Tilboð óskast
í eftirtaldar bifreiðar
í tjónsástandi
Lada 1500 station 1981
Lada 1600 1981 2 bílar
Mazda 929 L árg. '80
Lada Sport 78 og 79
Austin Allegro 77 og Mini 74
Lada 1200 75
Ford Escort 74
Toyota MK II 73
Volkswagen 1300 73
Datsun 100 A 75
Bifreiðarnar verða til sýnis að Melabraut
26/ Hafnarfirði/ laugardaginn 5. sept. frá
kl. 1-5.
Tilboðum sé skilað til aðalskrifstofu
Laugavegi 103 fyrir kl. 5, 7. sept. '81.
BRUNABÓTAFÉLAG ISLANDS
LAUNADEILD
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTISINS,
Sölvhólsgötu 7
Óskar að ráða starfsfólk
ti! ritarastarfa og
launaútreiknings
Laun samkv. launakjörum
rikiss tarfsmanna.
Umsóknir með upplýsingum um
menntun og fyrri störf óskast sendar
fyrir 10. þessa mánaðar.
vtsm
Sten Langenius, framkvæmdastjóri Volvo-vörubílaverksmiöjanna ISvIþjób, en I baksýn einn Whitebill
og einn Volvo.
Voivo færir út
kvíarnar í USA
Sænsku Volvo-verksmiðjurn-
ar keyptu á sinum tima White-
vörubilaverksmiðjurnar i
Bándarikjunum og nú um mán-
aðamótin hleyptu þeir af stokk-
unum nýju fyrirtæki á Banda-
rikjamarkaði, sem heitir Volvo-
White.
Selur það fyrirtæki bæði
Volvo- og White-vörubila, en
Volvo-bilarnir verða framleidd-
ir í Bandaríkjunum.
Á siðustu tiu árum hefur
Volvo tvöfaldað vörubilafram-
leiðslu sina og er einn stærsti
vörubilaframleiðandi heims i
dag, en einn stærsti vörubila-
markaðurinn er einmitt i
Bandarikjunum. bangað hófst
útflutningur á Volvo-vörubilum
árið 1975 (svo að teljandi væri).
Hefur sala Volvo i USA aukist
svo, að nauðsyn þótti orðið á
uppsetningu verksmiðja þar til
að spara flutningskostnað og
hafa sem fleslar gerðir á boð-
stólum.
Volvo-White rekur þrjár verk-
smiðjur (i Utah, Ohio og Vir-
giniu).
Njálsgötu 49 — Simi 15105
Nauðungaruppboð
annaö og slöasta á hluta I Kóngsbakka 8, talinni eign Jó-
hannesar ólafssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimt-
unnar i Reykjavlk, Ævars Guömundss. hdl., Grétars
Haraldss. hrl., Einars Viöar hrl., Borgarsjóös Rvlkur,
Siguröar H. Guöjónss. hdl, Hafþórs I. Jónss. hdl., Llfeyris-
sj. verslunarm. Landsbanka isl., Veödeildar Landsbank-
ans, Jóns Finnss. hrl., Jóns Magnúss. hdl. og Páls A.
Pálss. hld. á eigninni sjálfri mánudag 7. september 1981
kl. 14.45.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavik
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 28., 30. og 32. tbl. Lögbirtingablaös 1981 á
hluta I Möörufelli 3, þingl. eign Bjarna S. Bjarnasonar fer
fram eftir kröfu Magnúsar Þóröarsonar hdl. á eigninni
sjálfri mánudag 7. september 1981 kl. 15.45.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 28., 30. og 32. tbl. Lögbirtingablaös 1981 á
Torfufelli 19, þingl. eign öldu S. Glsladóttur fer fram eftir
kröfu Skúla J. Pálmasonar hrl. og Gjaldheimtunnar I*
Reykjavik á eigninni sjálfri mánudag 7. sept. 1981 kl.
16.30.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavlk.
Nauðungaruppboð
annaö og siöasta á hluta I Teigaseli 7, þingl. eign Sigur-
bjargar Kristjánsdóttur fer fram eftir kröfu Gjaldheimt-
unnar 1 Reykjavik á eigninni sjálfri mánudag 7.
september 1981.
Borgarfógetaembættiö i Reykjavik.
Hinckley (sá í miöiö meö gleraugun) I fylgd gæslumanna. Taliö er,
aö einhverjir vilji hann feigan fyrir tilræöiö viö Reagan.
HINCKLEY FÆR EKKI
M 6ANGA LAUS
Dómari hafnaði beiðni réttar-
gæslumanns Johns Hinckleys,
um að hann yrði látinn laus
gegn tryggingu, meðan beðið
verður eftir réttarhaldinu i máli
hans.
Sagðist dómarinn enga
ástæðu sjá til þess að sleppa
Hinckley úr gæslu. Sækjendur
segja, að lif hans sé i hættu, ef
hann njóti ekki öryggis fangels-
ismúranna.
Hinckley segist saklaus af
ákærum um að hafa gert tilraun
til þess að myrða Reagan for-
seta fyrir utan hótel i Washing-
ton 30. mars, i skotárás, þar
sem Reagan særbist og blaða-
fulltrúi hans James Brady.
Um þessar mundir gengur
hann undir geðrannsókn en
verjendur hans vilja byggja
vörnina og sýknukröfur sinar á
þvi, að Hinckley hafi ekki verið
ábyrgur gerða sinna, þegar
hann skaut á forsetann.
VERÐFALL A SYKRI
Likurnar á metuppskeru syk-
urs á þessu ári hafa lækkað
verðið á sykri á markaðnum i
London niður i það lægsta, sem
það hefur farið um tveggja ára
bil.
Sérfræðingar spá þvi, að upp-
skeran verði um 93 milljónir
smálesta, sem er tveim milljón-
um smálesta meira, en neyt-
endamarkaðurinn tekur við.
Þegar þessar spár komu fram i
skýrslum sykursölufyrirtækis-
ins „E.D. and F. Man”, féll syk-
urverðið niður i 172 sterlings-
pund tonnið, og hefur ekki verið
svo lágt siðan i nóvember 1979.
A þessum tima i fyrra kostaði
sykurtonnið i London 440 ster-
lingspund.
Rit-
skoða
bóka-
sýnlng-
una I
Moskvu
A alþjóðlegri bókasyningu i
Moskvu, sem haldin er þar ann-
að hvert ár, lögðu sovéskir emb-
ættismenn hald á sex bækur frá
vesturlöndum og gerðu upptæk-
ar.
Aður en sýningin, sem skal
standa i viku, var opnuð, fóru
tollverðir eftirlitsferð um sýn-
ingarbása bandariskra og vest-
ur-þýskra útgefenda.
„Saga gyðinganna”, eftir
Abba Eban, fyrrum utanrikis-
ráðherra Israels, og Arbók
bandariskra gyðinga, báðar
gefnar út af útgáfufélagi gyð-
inga i Bandarikjunum, voru
fjarlægðar.
Úr sameiginlegum sýningar-
bás margra bandariskra út-
gáfufyrirtækja var fjarlægð bók
um sovéska útlagann, Alexand-
er Solzhenitsyn. Ennfremur
önnur bók með úttekt á Evrópu-
kommúnisma og bandariskri
utanrikisstefnu.
Bókin, sem gerð var upptæk
hjá V-Þjóðverjunum, var sagn-
fræðirit, sem tollverðir sögðu
óleyfilega þvi að hún greindi frá
stjórnmála- og efnahagsstefnu
nasista.
Útgáfufélög frá Bretlandi,
Frakklandi, Italiu, Bandarikj-
unum og Vestur-Þýskalandi
eiga bækur þarna til sýningar. Á
sýningunni 1979 var tylft bóka
fjarlægð af yfirvöldum.