Vísir


Vísir - 04.09.1981, Qupperneq 13

Vísir - 04.09.1981, Qupperneq 13
Föstudagur 4. september 1981 Slæmar horfur í byggingar- iðnaðinum á Akureyri: Útlit er fyrir atvinnu- leysi hjá byggingar- iðnaðarmönnum á Ak- ureyri i vetur, enda hef- ur orðið 45% samdráttur i nýbyggingum þar sl. tvö ár. 1 fyrravetur bar nokkuð á atvinnuleysi hjá byggingariðnaðar- mönnum á Akureyri, en á sliku hafði þá ekki bor- ið um áraraðir. Sjö húsasmiöum af sextán hjá Híbýli hf. var sagt upp um mánaðamótin, en uppsagnirnar koma til framkvæmda 1. desem- ber. „Þetta er fyrst og fremst öryggisráöstöfun frá okkar hendi. Eins og horfur eru i dag, þá er ekki tryggt aö við höfum verkefni fyrir þessa menn þegar liða fer á veturinn”, sagði Páll Alfreðsson, verkstjóri hjá Hibýli i samtali við Visi. Hann gat þess jafnframt, aö ekki þyrfti annað en framkvæmd- ir færu aftur i gang við iþrótta- húsið, þá þyrftu þessar uppsagnir ekki að koma til. Það er hins veg- ar óvist að frekari fjárveitingar fáist til verksins i ár. Arið 1979 voru byggðar nær 100 ibúðir til sölu á frjálsum markaði á Akureyri, en á sl. ári hafði þeim fækkaö i 46. í ár er litið sem ekk- ert byggt af slikum ibúðum. Hins VÍSIR Nær helmings samdrattur í nýhyggingum á 2 árum vegar eru tvö fjölbýlishús i bygg- ingu fyrir stjórn Verkamannabú- staða. Að sögn Tryggva Pálsson- ar, framkvæmdastjóra Smárans hf.,er samdráttur i nýbyggingum á Akureyri i ár 25% miðað við ár- ið i fyrra og 45% ef viðmiðunin er tekin við árið 1979. Þeim byggingaverktökum sem Visir ræddi við á Akureyri i gær, bar saman um að atvinnuástand- ið i vetur kæmi til með að ráðast af veðurfarinu i haust og fyrri- part vetrar, þvi enn væri eftir að steypa mikið upp. Takist það ekki vegna veöurs má búast við enn frekari uppsögnum og atvinnu- leysi meöal byggingariðnaðar- manna. G.S./Akureyri biðin borgaði sig! á rymingarsölunni okkar getur þú fengið hjónarúm verð frá kr. 2.700 raðskápa verð frá kr. 840.— verð frá kr. 736.— Húsgagnaverslun Guðmundar Smiðjuvegi 2 Sími 45100 MITSUBISHI MOTORS SAPPORO GALANT COLT LANCER MITSUBISHI

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.