Vísir


Vísir - 10.09.1981, Qupperneq 19

Vísir - 10.09.1981, Qupperneq 19
Eiginmaóurinn breyttist i konu — en þau eru enn hjón Erfió barátta Leikkonan Charlene W Tilton, sem leikur F Lucy i Dallas hefur löngum átt i striöi viö aukakilóin. Nýlega geröi hun samning viö bandariska timaritiö ,,Glamour" um aö taka þátt i megrunarkur, sem blaöiö haföi samið, og átti hún aö missa 15 kiló á þremur manuóum En þegar upp L var staðið haföi Lucy I litla engum kiloum h tapaö heldur þvert a inoti ba>ti v>ö sig 5 kiioum Það eru ekki margir sem vita leyndarmál þeirra og flestir ná- grannarnir halda að Marie Ange og Marie Claude Geier séu sam- rýmdar systur sem búa og vinna saman. Þótt ótrúlegt kunni að virðast eru þær hjón, eða að minnsta kosti voru það hér i eina tið og hjúskaparsáttmálinn hefur enn ekki verið ógiltur þótt tals- verðar breytingar hafi orðið á högum þeirra frá þvi á brúð- kaupsdaginn. Þar til fyrir þremur árum hét Marie Ange Jacques, virtur augnlæknir i heimabæ sinum i SaintChamond i Frakklandi, sem var hamingjusamlega kvæntur starfsfélaga sinum Marie Claude. En þá lét hann gera á sér kyn- skiptiaðgerð sem breytti honum úr karlmanni i konu. „Það er ekkert óhreint, saurugt eða kynferðislegur öfugugga- háttur á bak við þetta”, — segir Marie Ange i viötali við timarit eitt nú nýverið. — „Við erum engin viðundur heldur tveir ein- staklingar sem elskum hvor annan þótt núverandi aðstæður séu óvenjulegar”. Að sögn þeirra hjóna mun kyn- lif þeirra hafa verið i lágmarki allt frá brúðkaupsdeginum enda var Jacques áhugalaus um allt slikt. — „Nðtteina heyrðiég hann tala upp úr svefni”, — segir Marie Claude. — „Mér til undrunar talaði hann með konu- rödd og i svefninum talaði hann um að hann héti Marie Ange en ekki Jacques. Ég vakti hann og þá brotnaði hann niður og sagði mér að allt sitt lif hefði hann barist viö aö valda hlutverki sinu sem karlmaður þótt honum fyndist hið innra með sér að hann væri kona. Hann bað mig fyrir- gefningar en ég sagöi honum að hann hefði ekkert aðhafst sem væri rangt, — segir Marie Claude. í nokkur ár á eftir lifði hann tvöföldu lifi. A daginn var hann læknirinn Jacques en á kvöldin, innan veggja heimilisins var hann Marie Ange, með hárkollu Umsjón: Svefnn Guðjónssop Jacques á háskólaárunum. og i kvenmannsfötum. Jacques spurði konu sina um möguleikana á kynskiptum en hún hafnaði þeirrihugmynd. Eftir þvi sem ár- in liðu varð hann daprari og niö- urdregnari þar til fyrir þremur árum, að hann viðurkenndi fyrir konu sinni að hann hygðist fremja Eftir aðgerðina gengur Jacques undir nafninu Marie Ange. sjálfsmorö. — „Ég geröi mér þá grein fyrir að þaö var ekki um annaö að ræða”, — segir Marie Claude og bætir þvi við, aö siöan hafi þær búið saman eins óg samrýmdar systur þótt á pappirunum sé „þær” enn hjón. SfMUlWE IMPIAN/ potífkv cg'fflHHHHf'e —Hafiöi ekki heyrt getið um indjánana frá HongKong?

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.