Vísir - 21.09.1981, Side 20
'AWA’JWW.VVWW.WiWAlWWW.V.V.W.W.V.V.V/.WVAVJ^SW/AV
Mánudagur 21. september 1981
20
^V.VAV.V.VAVl------------------------ ^
Sýnishorn úr söluskrá' j
llonda Civic 5 dyra ek. 8 þús.............1981
Dodge Aspen Station ....
Volvo 244 GL sjálfsk. ek. 4 þús...........1981
Austin Mini 1100 Spesial..................1980
Subaru 4x4 station ......................1980
Datsun Sunny..............................1980
Lancer 1400 sjálfsk. ek. 11 þús...........1981
Galant Sapparo GLS sjálfsk.ek. 3 þús......1981
Toyota Cresida ek. 3. þús. 4 dyra.........1980
A.M.C. Cenceusek.32þús....................1979
Colt GL ek. 8 þús.........................1981
A.M.C. Concouts station ek. 4 þús.........1981
Peugoet 504 ek. 41 þús. topp bill.........1978
Ford Mustang s jálfsk. 6 cyl..............1980
Toyota Cresida 2 dyra 5 gira..............1978
RangeRover...............................1975
Subaru 1000.............................. 1979
Skoda Amigo 120L..........................1980
Lada Sport...............................1979
Range Rover
Mazda 323 ...............................1980
Mazda 626 2000...........................1979
I Daihatsu Charade .........................1979
Daihatsu Charmant........................1979
Höfum mikið af nýlegum bilum i okkar
bjarta og rúmgóða sýningarsal.
Bilaleigan Bilatorg leigir út nýlega fólks- og
station-bila einnig G.M.C. 12 manna
sendibila með eða án sæta.
Opið alla daga frá 9-7.
Lokað sunnudaga.
1981 95.000
1979 135.000
1981 175.000
1980 58.000
1980 110.000
1980 82.000
1981 105.000
1981 145.000
1980 128.000
1979 98.000
1981 80.000
1981 155.000
1978 78.000
1980 160.000
1978 88.000
1975 125.000
1979 65.000
1980 40.000
1979 65.000
1978 195.000
1980 80.000
1979 93.000
1979 60.000
1979 69.000
^statior
AV
wlAltiy Borgartúni 24
/Sími 13630 og 19514
/ Bilasala Bilaleiga
.■•WWWI
Hafnarfjörður —
Hafnarfjörður
Blaðburðafólk óskast í nokkur
hverfi í
HAFNARFIRÐI
Uppl. gefur umboðsmaður í
símum 76962 og 50641
ZZ7
Nauðungaruppboð
annaft og siöasta á eigninni Merkjateigur 3, Mosfells-
hreppi, þingl. cign Jáns Péturs Jónssonar, fer fram á
eigninni sjálfri fimmtudaginn 24. september 1981 kl. 15.00.
Sýslumaöurinn f Kjósarsýslu
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 44., 47. og 51. tbl. Lögbirtingablaösins
1981 á eigninni Arnartangi 54, Mosfellshreppi þingl. eign
Haraldar Sigurössonar, fer fram cftir kröfu Inga lngi-
mundarsonar hrl., og Gjaldheimtunnar f Reykjavfk, á
eigninni sjálfri fimmtudaginn 24. sept. 1981 kl.14.30.
Sýslumaöurinn f Kjósarsýslu
Nauðungaruppboð
annaö og siöasta á MB Knarrarnes KE-399 eign Gunn-
laugs Þorgilssonar fer fram viö bátinn sjálfan I Sandgerö-
ishöfn, aö kröfu Jóns Hjartarsonar hrl., fimmtudaginn 24.
september 1981 kl.14.30.
Sýslumaöurinn f Gullbringusýslu
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur veriö i Lögbirtingablaöinu á Hraö-
frystihúsi og öörum fasteignum Hraöfrystihúss Keflavik-
ur hf., aö Vatnnesvegi 2, Keflavik fer fram á eigninni
sjálfri aö kröfu innheimtumanns ríkissjóös, Vilhjálms
Þórhallssonar hrl., og Brunabótafélags tslands, fimmtu-
daginn 24. september 1981 kl.14.00.
Bæjarfógetinn i Keflavik.
vtsm
Þelr vllja láia mann skrfða
Lántaki hringdi:
Mesta niðurlæging, sem menn
i þessu landi veröa fyrir er að
neyðast til að tala við banka-
stjóra og biðja um lán. Þeir
setja sig alltaf i stöðu fátækra-
fuiitrúa og útdeila brauðinu af
örlæti hjarta sins og náð og
miskunn. Þeir hnýsast i einka-
hagi manna og telja sig þess
umkomna að meta hvort ráðs-
lagið sé gott eða vont.
Eg er fastur viðskiptavinur
eins bankanna hér i borg og hef
haft þar „hreint blað” i mörg
ár. Reyndar er það svo, að þegar
ég hef þurft á láni að halda hef
ég alltaf snúið mér til sama
bankastjórans, en hann er i frii
um þessar mundir. Þess vegna
talaði ég við annan, sem starfar
við sama banka.
Og eins og ég segi, það er
meirháttar niðurlæging aö
verða að standa andspænis
þessum mönnum, sem virðast
njóta þess að vinda virðinguna
af fórnardýrum sinum, af þeirri
ástæðu einni.að við biðjum um
viðskipti. Viðerum ekkiað biðja
um gjöf, við borgum þjónustuna
fullu verði. Og mér er sem ég
sæi framan i þessa sömu menn,
ef ég kæmi i hvert sinn sem ég
ætla að leggja inn á ávisana-
reíkninginn minn og krefði þá
sagna um fjárhagsstöðu
bankans og þeirra eigin hag.
Kostnaöurinn oröinn sexfaldur og svo fær enginn aö tefla, segir bréfritari.
úlitafiið:
Nú dámar mér ekki
Einn úr hópnum
hringdi:
Nú dámar mér ekki. Ég var
að lesa i Visi um útitaflið i mið-
borginni og ég verð að segja
eins og er, að mér finnst of langt
gengið, alltof langt.
Visisfréttin segir að kostnaður
sem átti að verða kr. 300 þúsund
krónur, sé nú orðinn nær sex-
faldur, og ekki öll kurl komin til
grafar. Eini ljósi punkturinn i
þvi máli er að búið er að eyða
tjarnarbryggjupeningunum i
þessa dellu, svo von er til að af
hinni verði ekki.
Og svo er hin hliðin á málinu.
Samkvæmt fréttinni er allt útlit
fyrir að ráðinn verði maður eða
tveir á launum viðað gæta skák-
mannanna. Hvað kemur það til
með að kosta útsvar margra
verkamanna i borginni? Og
fyrir hvað marga er þetta gert?
Tæpast verður það almennings-
iþrótt að sýna vegfarendum
skáksnilli sina og rogast með
þessa niðþungu taflmenn um
svæðið. Hvorutveggja er.að fáir
eru haldnir þeirri sýningarþörf,
vitleysan
mennn kjósa heldur að sitja i ró
heima hjá sér yfir taflinu, og
hitt að verði þetta að almenn-
ingsiþrótt, segir litið að hafa að-
eins eitt tafl fyrir alla borgar-
búa og gesti þeirra.
En það er vist varla timabært
að gera sér rellu útaf þvi hvort
barist verði um að komast að
taflinu. Fréttin segir nefnilega
frá þvi, að búið sé að loka tafl-
mennina inni, væntanlega til
þess að menn af götunni sé ekki
að káfa á þeim að ófyrirsynju.
Ja, fyrr má nú vera andsk....
vitleysan.
Húsnæðisvandræðin:
Flðklnn vandl - einfðld lausn
Ráðsnjall hringdi:
Mér datt i hug, vegna þeirra
miklu húsnæðisvandræða, sem
nú eru i Reykjavik, tiltölulega
einföld lausn, sem gæti hjáipað
mikið.
Það er sagt.að fjölmargir búi i
alltof stórum ibúðum, sem
nýtast þá aðeins að hluta. 1
annan stað eru margir ein-
hleypir, sem búa þröngt,
þrengra en þeir óska sjálfir, i
stökum herbergjum og ef til vill
með aðgangi að baði og kannski
eldhúsi.
Er ekki kjörið að einhver taki
sig til og byggi mikið af litlum i-
búðum, sem henta þessu fólki?
Það er augljóst mál, að það
vantar mikið af ibúðum, sem
henta einum til tveimur ibúum.
Ef nægilegt framboð verður af
þeim.losna margarstærri ibúð-
anna, sem nú eru vannýttar og
einnig gæti mikið af stökum
herbergjum losnað fyrir skóia-
fólkið.
1 framhaldi af þessari hug-
mynd hef ég fengið aðra um
sama efni. Hún er sú, að byggt
verði stórt sambýlishús með
smáibúðum þar sem séð verði
fyrir ýmsum þörfurn ibúanna á
félagslegan hátt. Þar á ég fyrst
og fremst við sameiginlegt
mötuneyti fyrir ibúana. Mikill
Heiisuræktin er mikils virði. Sameiginleg aðstaöa til heilsuræktar
er meöal þess.sem bréfritari telur æskilegt i fjölbýlishúsi.
fjöldi einstaklinga lifir á hálf-
gerðum skrinukosti meiri hluta
lifs sins, vegna þess að þeim
þykir tæpast taka þvi að vera að
elda fyrir sig einan. Auk þess
sem mörgum leiöist eldhús-
stússið.
Fleira getur verið sameigin-
legt i sliku húsi. Mér dettur i hug
aðeinhver takmarkaður fjöldi i-
búða hefði sameiginlega setu-
stofu, þar sem fólkið getur hist
og rabbað saman eða tekið i
spil. Sameiginlegur sjónvarps-
salur kemur til greina, aðstaða
til heilsuræktar, t.d. gufubað,
nuddstofa, jafnvel sundlaug og
fimleikasalur.
Ekkert af þessu þarf að koma
i veg fyrir, að ibúarnir eigi sitt
einkalif eftir sem áður, þeim
verði aðeins gefinn kostur á
meiri félagslegum samskiptum.
Ég er sannfærður um, að
enginn vandi væri að selja eða
leigja ibúðir i sliku sambýlis-
húsi og losa um leið hnúta, sem
margir hafa að óþörfu bundið
sér i óþarflega stóru, eða á
annan hátt óheppilegu húsnæði.