Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1981næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Vísir - 21.09.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 21.09.1981, Blaðsíða 8
8 VISIB Mánudagur 21. september 1981 útgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aöstoðarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson. Auglýsingastjóri: Pail Stetansson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammen- Dreifingarstjóri: Siqurður R. Pétursson drup, Arni Sigfússon, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Ritstjórn: Sfðumúli 14, sfmi 86611, 7 Ifnur. Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi- Auglýsingar og skrifstofur: Síðunriúla 8, símar86611 og82260. marsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaöamaður á Akureyri: Gísli Afgreiösla: Stakkholti 2—4, sími 86611. Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur Ö. Steinarsson. Ljósmynd-* Askriftarqjald kr. 85á mánuði innanlands ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. ogverð i lausasoluó krónureintakið. útiitsteiknun: Magnús Olafsson, Þröstur Haraldsson. Visir er prentaður i Blaðaprenti, Síðumúla 14. Safnvöröur: Eiríkur Jónsson. Ohagkvæm fiskveiöistefna Þótt nauðsynlegt sé að efla fjölbreytni í íslensku atvinnulífi og leita nýrra leiða í atvinnuupp- byggingu, er það engu að síður staðreynd, að afkoma þjóðar- innar byggist á fiskveiðum og fiskvinnslu og mun gera um langa framtíð. Það hlýtur því að vera öllum áhyggjuefni, þegar Ijóst er, að bæði veiðar og vinnsla eru rekin með miklum halla. Einkum er það þó rekstur frystihúsa og skuttogara, sem stendur mjög höllum fæti um þessar mundir. Víða er ástandið svo alvarlegt, að í algjört þrot stefnir hjá fjölda fyrirtækja um allt land. Ástæðan fyrir þessu er marg- þætt, en fyrst og fremst er við sama gamla vandann að etja ár eftir ár: innlendur kostnaður eykst langt umf ram tekjur okkar af sölu sjávarafurða á erlendum mörkuðum. Það gengur sem sagt illa að flytja verðbólguna út. Margt af þessu er erfitt að ráða við eins og sívaxandi hækkanir á olíuverði. Á hinn bóg- inn hefur því verið alltof lítill gaumur gefinn, hvaða áhrif stjórnun fiskveiða hefur á af- komu sjávarútvegsins. Þó er löngu vitað, að við getum með góðu móti veitt allan þann afla, sem nú berst á land, með miklu færri skipum. ( stað þess að stefna að því að fækka skipunum, hefur afkasta- geta íslenska fiskiskipaflotans aukist eða fyrirsjáanlegt er að hún aukist með góðum atbeina núverandi sjávarútvegsráð- herra. Afleiðing of mikils fiskiskipa- flota er sú, að skuttogurunum er beint á óarðbærar veiðar, svo sem karfaveiðar, sem greiddar eru niður með af rakstri af þorsk- veiðum. Togarar mega aðeins veiða þorsk á ákveðnum tímum ársins og þá er keppst við að moka upp sem mestu, burtséð frá því, hvort vinnslan í landi hafi undan. í þessum hamagangi hefur þess ekki verið gætt sem skyldi að vanda meðferð aflans, og oft hefur hann þurft að bíða lengur eftir vinnslu en góðu hóf i gegnir. Þá hafa verkalýðsf élög og stjórnvöld sett ýmsar hömlur á vinnutíma fiskvinnslufólks, sem leitt hafa til þess, að verðmæti hafa farið til spillis. Allt þetta kemur niður á gæðunum og minnkar verðmæti afurðanna. Málsmetandi menn innan fiskvinnslunnar hafa látið í Ijós þungar áhyggjur vegna hrakandi gæða. Þetta er þeim mun alvarlegra sem fyrsta flokks gæði hafa verið aðal-tromp okkar í harðri sam- keppni á eriendum mörkuðum. Það er því ekki seinna vænna að snúa sér að því skipulega að fækka skipunum. Með því kemur meira í hlut hvers og eins, sem eftir verður, auk þess sem til- kostnaður við veiðarnar minnkar. Það er ekki endalaust hægt að taka hag einstakra byggðarlaga fram yfir þjóðar- hag við skipakaup. Sjávarútvegsráðherra hefur lýst því yfir, að ákvarðanir um skipakaup eigi að taka alfarið í ráðuneytinu. En það gengur ekki lengur, að sjávarútvegurinn þurfi að búa við það að sitja uppi með fiskiskip úr einhverskonar félagsmálapökkum, sem rýra aðeins kjör þeirra, sem fyrir eru í greininni. Það gengur ekki heldur, að stjórnun f iskveiða og skipakaup séu háð úthlutunar- gleði einstakra ráðherra, einkum þegar hún nær ekki lengra en rétt út fyrir raðir f lokksbræðra. A meðan athygli manna beindist aö kosningunum í Nor- egi hafa ymsir hlutir veriö aö gerast í Finnlandi, sem tföind- um þættu sæta, ef ekki skyggöi annað á. Viö samningu fjárlagafrum- varpsins fyrir áriö 1982 hefur soðið upp úr stjórnmálakötl- unum og vakna spurningar um, hversu mikiö lengur samstarfs- flokkarnir i rikisstjórninni finnsku fái haldiö stjórnarskút- unni á floti, svo oft sem þeir hafa oröiö aö þétta lekann. Finnar leggja mikiö upp úr rökfestu og brjóstvitinu i sinum stjórnmálum og stefnunni i efnahagsmálunum. Er ekki ör- grannt um, aö nágrannar þeirra i velferöarrikjum Sviþjóöar, Noregs og Danmerkur öfundi Finna af þvi, hvernig þeir hafa staöiö aö sinum málum. Hriktir í stjórnarsamstarfinu En siðustu vikurnar hafa harðar oröahnippingar gengiö milli stjörnmálamanna úr flokkunum fjórum, sem aö stjórninni standa, vegna samn- inga fjárlagafrumvarpsins. Þykja þær sýna, aö sprungur hafi myndast i samstarfið, svo að varlega megi treysta undir- stööum 31. rikisstjórnar Finna. (frá þvi í lok siöari heimsstyrj- aldar). Stjömarsamsteypan erbrædd saman Ur sóslaldemókrötum, miðflokknum, kommúnistum og fulltrúum sænskrar alþýöu og lýtur forystu Naumo Koivisto, forsætisráöherra. Hún hefur enst mikið lengur en margir hugöu, þegar hún var mynduð 1979. Þómáttiheita góöur friöur á stjórnarheimilinu allar götur fram undir si'ðasta vor, þegar upp hófust kjarasamningavið- ratóur við iaunþegasamtökin. Kœnmúnistar hótuðu þá að I segja sig úr stjórninni vegna I ágreinings um félagsmála- Finnska stjórnin lafir á blápræði - og erfðaprlnsarnlr larnlr að ókyrrast í veikindum Kekkonens Koivisto forsætisráöherra, Kekkonen forseti og Karjaleinen, fyrrum forsætisráöherra... þrir helstu pól- arnir I finnskum stjórnmálum. pakka. Sá ágreiningur var samt jafnaður. Núna á dögunum dró aftur til ófriðar, þegar miðflokkurinn krafðist þess að 64,5 miiljóna marka glufa i fjárlagafrum- varpinu fyrir næsta ár yrði brú- uð meö þvi að hækka veltuskatt- inn, sem er eins konar sölu- skattur. Hafnaöi miöflokkurinn málamiölunartillögu Koivistos og sósíaldemókrata um að orkuskatturinn skyldi hækkaður i staðinn og atvinnurekendur látnir greiða mára til barnalif- eyris. Hófst mikiö þvarg, sem stóöi'heila viku, svo aö horföi til ■ samstarfsslita. Hver tekur við af Kekkonen? En þá komu upp veikindi Urho Kekkonens forseta og sli'k eru áhrif hans I finnskum stjórnmálum, að menn treyst- ust ekki til annars en semja i flýti vopnahlé, þegar lands- faðirinn var ekkilengur til um- sjónar. Hinn 81 árs gamli for- seti, sem gegnt hefur þvi embætti I meir en aldarfjórö- ung, varö aö leggja frá sér öll skyldustörf og taka sér mánaðarlanga hvíld aö kröfu læknanna. — Auk þess aö vera nær einráður um utanrikis- stefnu Finnlands, þykir Kekkonen vera hryggurinn i innanlandsmálunum um ieiö. Eða þannig hefur það veriö i gegnum ööina, þótt minna hafi verið um ihlutanir hans I innan- landsmálum upp á siökastið, sem vekur menn að nýju til um- hugsunarum, hversu lengihans verði notiö viö stjórnvölinn, eða hvermuni veröa arftakihans.— Þar eru einkum tveir nefndir. Annar er Koivisto en hinn Ahti Karjalainen, fyrrum utanrikis- ráöherra og forsætisráðherra. Sjá menn nú fram á, aö þykkna muni hér eftir i deiglu þessara tveggja keppinauta og reiptogþeirra um forsetastólinn einkenna stjómmálin i Finn- landi hér eftir fram til næstu forsetakosninga, sem aö réttu eiga að veröa 1984. — Tókst Koi- visto aö standa af sér ólagið hér á dögunum og tryggja stööu sina aftursem forsætisráðherra enn um hrið, en stjórnarrof hefði veriö honum persdnulega áfall um þessar mundir, sem hann fer einnig meö forsetaum- boð Kekkonens iveikindum þess siðarnefnda. Þó er ljóst, aö þar var ein- vörðungu um vopnahlé að ræða og óli'klegt, að sú málamiðlun leiði af sér að deilan verði gra fin | að fullu og gleymd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 213. Tölublað (21.09.1981)
https://timarit.is/issue/253126

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

213. Tölublað (21.09.1981)

Aðgerðir: