Vísir - 13.10.1981, Síða 8

Vísir - 13.10.1981, Síða 8
!■» i ■■• r },» I i 8 Þriöjudagur 13. október 1981 Otgefandi: Reykjaprenth.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guövinsson. Aðstoðarfréttastjóri: Kjartan Stefán'sson. Auglýsíngastjóri: Páll Stetansson. 1 Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammen- Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson drup, Árni Sigfússon, Herbert Guömundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Ritstjórn: Siðumúli 14, simi 86611, 7 línur. Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi- Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8, simar 86611 og 82260. marsson, Sveinn Guöjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri: Gísli Afgreiðsla: Stakkholti 2—4, sími 86611. Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmynd- Áskriftargjald kr. 85 á mánuði innanlands ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. . og verð i lausasöluó krónur eintakiö. Utlitsteiknun: Magnúsölafsson, Þröstur Haraldsson. Visir er prentaður í Blaðaprenti, Síðumúla 14 Safnvörður: Eirikur.Jónsson. Atlaga aö atvinnurekstri traTTir .................... ...................— -----------—----- TftPIÐ k IÐNftÐftRDEILDSÍS. Áhðfnln 6 RauSanúpi fra Raufnrhöfn: EKKI FENGIÐ GREIDÐ LAUN í TVO MáNIIOI Þórarinn Þórarinsson, Tíma- ritstjóri, fær heldur betur á baukinn hjá Lárusi Jónssyni, alþingismanni, í Vísisgrein í gær. Þórarinn hefur á fjörutíu ára ferli sínum sem ritstjóri getið sér orð fyrir flokkshollustu . og blinda þjónkun við hvern þann málstað, sem kenndur er við Framsókn. Hann er ritstjóri flokksmálgagns, sem aldrei sér ástæðu til að véfengja eða draga í efa neitt það, sem frá flokknum kemur. Línunnier fylgt af dyggri þjónslund og svart er hvítt og hvítt svart, ef því er að skipta. Þar er jafnvel talað þvert gegn staðreyndum og kemur svo sem ekki á óvart. Strengjabrúður þurfa ekki að hugsa. Þær taka viðbragð, þegar kippt er í spotta. Nú er þetta fremur dapurlegt hlutverk, því að Þórarinn Þórar- insson er skynugur maður og geðfelldur, þegar hann sviptir af sér f lokkshamnum. En það gerist ekki í ritstjórnargreinum Tím- ans. Það hefur Lárus Jónsson sýnt fram á. f allt sumar hafa fréttasíður Tímans verið undirlagðar af f rá- sögnum af slæmri afkomu at- vinnufyrirtækjanna í landinu. Þar er ýmist sagt frá milljóna- tapi stórra iðnaðarfyrirtækja, svæsnum dæmum um taprekstur togara, eða greint frá því, að launafólk fái ekki greidd laun svo mánuðum skipti, vegna rekstrarerfiðleika atvinnurek- endanna. A sama tíma og þessar fréttir birtast í Tímanum, skrifar rit- stjórinn hinsvegar hugljúfa leiðara um „augljós batamerki" í efnahagslífi landsmanna. Lárus Jónsson veltir því fyrir sér, hvort verið geti, að ritstjór- inn lesi ekki sitteigið blað. Það er röng ályktun hjá Lárusi. Stað- reyndin er einfaldlega sú, að sannar frásagnir af atvinnuá- standinu henta ekki hinni opin- beru pólitík Framsóknar. Flokkslínan er sem sagt sú, að svart sé hvítt. Nú þarf auðvitað ekki fréttir Tímans, þótt ágætar séu, til að leiða menn í sannleikann um stöðu atvinnurekstrarins. Erfið- leikarnir blasa viðhvar sem er. í grein sinni rekur Lárus Jónsson ástæðurnar fyrir þeirri þróun. Hávaxtastefna, verðlagshöft og vitlaust gengi er uppskrift fyrir atvinnuleysi, segir Lárus. „Fyrsta skrefið er taprekstur og skuldasöf nun eins og nú er kom- ið á daginn". Það er gott og blessað, þegar ríkisstjórnin hælist um af hjaðnandi verðbólgu, en það er vafasamur ávinningur, ef sú þróun kemur undirstöðuatvinnu- vegunum í koll. „Útflutnings- fyrirtæki" segir Lárus, „sem orðið hefur fyrir 100% hækkun framleiðslukostnaðar frá þvf í janúar 1980, en fær einungis 65% tekjuhækkun á sama tíma, m.a. vegna rangrar gengisskráningar, býr augljóslega við verstu tegund af verðbólgu, sem til er, hvort sem hún er mæld 40,50 eða 60% yf ir árið á pappírnum. Slík dæmi eru því miður tekin úr veru- leikanum". Engum kemur í sjálfu sér á ó- vart, að vinstri stjórn beri hag at- vinnufyrirtækjanna fyrir borð. Alþýðubandalagið hlakkar sjálf- sagt yfir erfiðleikum atvinnu- rekstrarins og bíður þess með til- hlökkun, að einkaaðilar leggi upp laupana fyrir skuldahölum, verðlagshöftum og vaxtaokri. Hitt kemur á óvart, að þeir aðrir, sem aðild eiga að ríkisstjórninni, skuli ekki skilja þýðingu þess, ef atlagan að atvinnurekstrinum heppnast. Það er fádæma póli- tísk blinda að halda því fram, að ástandið í atvinnumálum sýni „augljós batamerki". Þórarinn Þórarinsson væri maður að meiri, ef hann hristi af sér f lokksklafana, drægi réttar á- lyktanir af fréttum síns eigin blaðs og stæði vörð um atvinnu- reksturinn í landinu. Jón Kristjánsson frá Egilsstöðum hefur sent blaðinu meðfylgjandi grein, þar sem hann tekur upp hanskann fyrir sam- vinnuhreyfinguna. Undanfarnar vikur hafa blossaö upp alda blaBaskrifa um samvinnuhreyfinguna i landinu. TilefniB var upphaflega tvö mál, rekstrarvandi IBnaBardeildar S.I.S. á Akurevri og kaup SjávarafurBadeildar S.Í'.S. á frystihúsinu Freyju á SuBur- eyri. MorgunblaöiB hefur fariB hamförum I þessu máli, og týnt upp margar gamlar lummur. Skrif þess risu hæst I hrútakofa- leiöaranum, en nóg um þaö. Vísir hefur lagt hér orö I belg, og fjallar m.a. um þessi mál i leiöara þann 12. september og I sérstökum pistli i sama blaöi, sem ritstjórinn Ellert Schram skrifar. Ellert segir réttilega aB kaup SIS á frystihúsi á Suöureyri og rekstrarvandi iBnaöarins á Akureyri séu óskyld mál. Þetta bendir til þess aö ekki sé meö öllu útilokaö aö eiga oröastaö viö hann, þrátt fyrir ýmsar öfgafullar staöhæfingar. Að „sölsa undir sig". Ellert segir i grein sinni: „Allt of lengi hefur veriö þagað yfir þeirri ósvlfnu en ráönu stefnu StS aö sölsa undir sig at- vinnustarfsemi og eignir um land allt”. Ég hef átt þess kost um 20 ára skeiö aö fylgjast meö sam- vinnustarfi i landinu, sem félagsmaöur i samvinnuhreyf- ingunni og starfsmaöur hjá Kaupfélagi Héraösbúa. Ég tel mig vera sæmilega kunnugan þvi hvernig samvinnufyrirtækin i landinu hafa byggt sig upp nú siöari árin. Þessi tilvitnuöu orö koma einkennilega fyrir og eru tæplega i takt viö raunveruleik- ann. Vaxandi umsvif samvinnu- manna á ýmsum sviöum stafa ekki af þvi aö þau hafi ásælst eignir annarra, eöa yfirleitt keypt nýjar eignir. Hins vegar hafa þau stækkaö viö sig, byggt stærri frystihús, stærri verslan- ir og byrjað meö nýja starfsemi. Hinu er ekki aö leyna aö þrýst- ingur er mjög mikill af hálfu einstaklinga sem eru aö hætta meö rekstur sinn, aö kaupfélög- in eöa önnur samvinnufélög kaupi eignir þeirra. Ótal dæmi mætti nefna þessu til sönnunar. Ég hef ekki trú á aö Ellert Schram vilji standa aö þvi aö banna einstaklingum aö selja samvinnufélögunum eignir eöa láta þau yfirtaka starfsemi sina. Samrýmist slikt frjálsu þjóöfélagi? Þvi má svo bæta viö aö slikar yfirtökur eru heldur fátiöar og vekja yfirleitt mikla athygli I blööum, ef þær eiga sér staö. Ég las fyrir nokkrum mánuö- um stutt viötal I Degi á Akureyri viö kaupmann sem haföi hætt rekstri og leigt kaupfélaginu verslun sina. Hann sagöist ekki nenna aö standa i þessu lengur. Hann kaus aö fara þess leiö, og þaö kom i hlut KEA aö halda áfram verslun á þessum staö. Hvers vegna seldi maöurinn ekki Hagkaup, eöa einhverjum öörum einstaklingi sem vildi taka upp merkiö? Fjármagnsfyrirgreiðslan „Almenningur hefur undrast þá fjármagnsfyrirgreiöslu sem Sambandiö og kaupfélögin virö- ast hafa aögang aö I gegnum banka og opinberar stofnanir”. Þannig hljóöar næsta tilvitnun I umrædda grein. Nýlega geröum viö athugun á þvi hjá Kaupfélagi Héraösbúa hver hlutur rekstrarlána til bænda væri miöaö viö afuröa- verö i haust. Þaö kom I ljós aö bóndinn hefur fengið kr. 62.40 I rekstrarlán á dilk, sem er um 10% af haustverði. Aburöar- verksmiöjan veitir greiðslufrest á helmingi áburðarins þar til ,afuröalán koma til útborgunar eftir sláturtiö, og þar meö er fyrirgreiöslan til rekstrar bú- anna upptalin. Kaupfélögin eru aöalviöskiptaaöilar bænda með rekstrarvörur og þaö segir sig sjálft aö þaö er erfitt aö láta þetta dæmi ganga upp. Þau veröa aö bjarga sér eins og best gengur, og lifa á slætti I bönkum og borga refsivexti á vexti ofan. Ég hef ekki séö rökstuöning fyrir þvi heldur að kaupfélögin eöa SIS hafi fengiö sérstaka fjármagnsfyrirgreiöslu til fjár- ' festingar. Staöhæfingar um sér- staka fjármagnsfyrirgreiðslu gegnum banka og opinberar stofnanir hljóma þvi likt og öfugmæli i eyrum þeirra sem til þekkja. „Gírugt og fégráðugt f jármálavald" „Oft á tiöum viröist Sam- vinnuhreyfingin hafa misst sjónar á tilgangi sinum, og hagar sér eins og harösviraö fjármálavald, girugt og fégráö- ugt. SIS, kaupfélögin og dóttur- fyrirtæki þeirra eru fyrir löngu oröinn varhugaveröur auÖ- hringur á islenskan mæli- kvaröa.” Þessi fullyrðing er bergmál af mörgum slikum, sem komiö hafa í Morgunblaöinu, Visi og viöar á liönum árum, ef málefni samvinnuhreyfingarinnar ber á góma. Við athugun stenst hún ekki. Kaupfélögin i landinu stunda alls konar áhættusaman rekstur I fámennum byggöar- lögum sem bjóöa ekki upp á mikil umsvif eöa fjármála- brask. Slikt er ekki eðli girugs og fégráöugs fjármálavalds. Sambandiö hefur komiö til hjálpar þegar slikur rekstur á I erfiöleikum. Slikt er ekki eftir kokkabókum auðhringa. I þeim lögmálum sem þar gilda er slik hjálparstarfsemi fáránleg. Auöhringar bera niöur þar sem best er til fanga, og hagnaðar- vonin er þeirra leiöarljós. Frjáls samkeppni Viöhorf einkarekstrarmanna til frjálsrar samkeppni er dálit- ið þversagnakennt á stundum. . Frjáls samkeppni er ágæt þegar einkaframtakiö hefur betur aö þeirra dómi. Ef samvinnumenn hafa betur, heitir það einokun og yfirgangur. HelsÞer á öllum þessum skrifum aö skilja að samkeppnisaöilar samvinnu- manna eigi aö ákveöa hvaö þeir eigi aö fást viö, og hver hlutur þeirra skuli vera og helst aö setja löggjöf um þaö efni. Þeim finnst hæfilegt aö samvinnu- hreyfingin hafi 25% af útflutn- - ingi sjávarafuröa, láta kyrrt liggja þó aö hún hafi 5% af smá- söluversluninni I Reykjavik, en þau hlutföll mega ekki raskast einkarekstrinum i óhag. Viö samvinnumenn teljum hins vegar aö samkeppni geti rikt milli fyrirtækja sem rekin eru meö ólik rekstrarform aö bakhjarli og slikt geti verið hvetjandi fyrir rekstur þeirra. Hins vegar er hin félagslega eign samvinnufyrirtækja sá bakhjarl sem gerir þaö aö verk- um aö þau hafa vissan stööug- leika i hugum fólksins, og þaö eiga einkarekstrarmenn hvaö erfiðast meö aö þola. Meö þökk fyrir birtinguna Jón Kristjánsson Egilsstööum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.