Vísir - 13.10.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 13.10.1981, Blaðsíða 12
Áskoranir um uppskriftir Frá Sólveigu til Sigrúnar, frá Sigrúnu til Sigriöar, koll af kolli eöa frá manni til manns gengur áskorunin. Sigriöur Jóhanns- dóttir, áskorandi dagsins I dag, hefur valiö aö gefa okkur upp- skriftir af fjórum gómsætum tertum. Sigriöur hefur ánægju af kökubakstri og skemmti- legast finnst henni að baka fyrir veislur og þaö stórar fjölskyldu- veislur. „Astæöan er efiaust sú, aö þá er tilefnið æviniega gleöi- augnablik I lifinu. Min gleöi er m .a.aö kakan min gefi til kynna hversu hamingjusöm ég er”, sagöi Sigriður viö blaöamann Vísis. Anna Long tekur viö áskorun- inni frá Sigriði Jóhannsdóttur næstkomandi þriöjudag. —ÞG Hlaupterta 3 egg 120 g sykur 100 g kartöflumjöl •2 msk, hveiti 3/4 tsk, lyftiduft 1 msk vatn Egg og sykur, þeytt vel saman, þurrefnin sigtuð og sett úti ásamt vatninu. Bakað i meðalstóru springformi við 175 gr. hita i 20 minútur. Sett á rist og látið kólna. 1 pakki sitrónuhlaup 1 pakki appelsinuhlaup 1 heildós ananasbitar 2 tsk. rifinn sitrónubörkur Hlauppakkarnirleystir upp 12 bollum af heitu vatni og ananas- safanum. Tertubotninn brytjaður úti, en hann leysist upp i vökvanum, siðar öllu hrært saman. Sett i hringlagaform með gati i miðj- unni, en fyrst skal skola formið að innan meö köldu vatni. Kakan er losuð varlega úr form- inu eftir 4-6 klukkustundir. Mjög fallegt að bera hana fram á glæru fati og setja vinberja- klasa i miðjuna. Sælgætisterta 4 egg lOOg púðursykur 100 g saxaðar möndlur 100 g súkkulaði 1 msk. hveiti 1/2 tsk.lyftiduft Eggin stifþeytt með sykrin- um, þurrefnunum blandað út i. Bakað i tveimur litlum lagköku- mótum við 200 gc hita i 10 minútur. Kakan kæld og karmellubráö sett á milli og of- an á. Karameliubráð 1 dl rjómi 125 g sykur 2 msk sýróp 30 gr smjör 1 tsk. vanilludropar Allt sett i pott og soðið þar til lögurinn þykknar. Kælt og látið siðan á kökuna. Sviaterta 3 eggjarauður 1 dl sykur 5 msk mjólk 1 1/2 dl (125 g) brætt smjör 1 1/2 dl hveiti 2 tsk lyftiduft Eggjarauður og sykur þeytt saman, þurrefnin sigtuð og sett saman við siðan smjörið og mólkin. Mareng 3 eggjahvitur 2 dl sykur 1 tsk, vanilludropar 1/2 pakki möndluflögur Deigið sett á bökunarpappir á plötu og marenginn þar ofan á, stungið 1175 gr. heitan ofninn og bakað i 1/2 klukkustund. Uppskriftinni er skipt og bök- uð tvisvar sinnum. Tertulögin lögð saman með brytjuðu súkkulaöi, perum (1 heildós) og 1/2 litra þeyttum rjóma. Svia- terta þessi er áætluð fyrir 20 manns. Veisluterta Botn: 1/2 bolli sykur 3 egg 10-12 döðlur 50 g súkkulaði 1 tsk.ger rúmlega 1/4 bolli hveiti Egg og sykur þeytt saman, þurrefnin sigtuð og brytjað súkkulaði og döðlur sett úti. Uppskrift þessi dugar i tvo meðalstóra botna. Tertan er ávallt þriggja laga með upphækkun i miðju og þá notaðir litlir botnar. Fjöldi botna fer eftir stærð, 15 botnar fara i 60-80 manna tertu, en þá sleppi ég döðlum og súkkulaði i helmingi botnanna. Milli laga nota ég marin jarðarber, sitrónufromage, þeyttan rjóma, brenndan sykur, möndlur og marsipan. Sitrónufromage: 3 egg 90 g sykur 2 sitrónur 6-7 matarlimsblöð 1/2 1 rjómi Matarlimið lagt i bleyti. Rjóminn þeyttur, sitrónurnar kreistar og börkurinn raspaður niður. Egg og sykur þeytt saman. Matarlimið sett úti svolitið af safanum og blandað saman við egg. Sykur og rjóminn hrærður úti. Látið standa i skál i 6 klukkustundir. Tertuna útbý ég á 50-60 cm kringlóttum tertu- diski, sem á er settur hvitur plastdúkur. Tertubotnarnir lagðir ofan á diskinn og skornir til, þannig að þeir mynda eina heild. Mörðum jarðarberjum og þeyttum rjóma smurt á, siðan lag af botnum, þvi næst sitrónu- fromaginn smurður ofan á. Þá koma botnar aftur og þar ofan á þeyttur rjómi með brenndum sykri, möndlum og marsipan. Siðan lokast tertan með botn- um. A miðju er sett þriggja laga litil terta, byggö upp á sama hátt. Ég frysti siðan tertuna á disk- inum þar til 4-6 klukkutímum áður en hún er borin fram. Skreyting tertunnar fer eftir tilefni, hvort um er að ræða brúðkaup, fermingu, skirn eða afmæli. Ég útbý ávallt marsipanblóm, hjörtu og stafi, þegar timi er til og geymi i lok- uðu plastboxi. Veislutertan er sprautuð með þeyttum rjóma allan hringinn og ennfremur upphækkunin, siöan skreytt með marsipan- blómum, sem mynda blómvönd eða blómunum dreift um tert- una. Askorandi minn er frú Anna Long. Hún er einn þeirra vina, sem gera lifið bjartara i kring- um okkur. Uppskriftir hennar munu sýna, að hún er snillingur i mat- reiðslu fiskrétta. Sigríður Jóhannsdöltir skorar á Önnu Long Sigrlöur Jóhannsdóttir hellir upp á könnuna fyrir aldraða I eldhúsi Safnaðarheimiiis Langholtskirkju. (Visism. EÞS) Gömsætar tertur Umsjón Þórunn Gestsdóttir. HÚSRÁD Glugga, sem ekki eru opnaðir að staðaldri, getur verið erfitt að opna, þegar þarf að þvo þá eða annað. Úr þessu má bæta með þvi að smyrja rifurnar i körm- unum með bóni, kerta- vaxi eða litlausum skóáburði. — O— Þegar sagað er i kross- við, hættir köntunum hinum megin á kross- viðsplötunni að tætast upp. Þetta er hægt að forðast, ef límdar eru breiðar pappirsræmur undir plötuna, áður en fariðeraðsaga. — O — Þegar sólarnir á smábamaskónum eru famir að verða hálir, er ráð að ýfa þá með sand- pappír. — O — Ágætt ráð fyrir þá sem þurfa að þurrka stóran þvott á fáum snúrum: Það tekur minna pláss að hengja flikurnar á milli snúranna heldur en á snúrnumar eins og venjulegast er gert. — O — Málmhnappar vilja oft bletta ljósar flikur, sem þeir eru festir á eða núast við. Lakkið þvi hnappana með glæru naglalakki, áður en þeir valda skemmdum. — O — Grænsápa og gamall nylonsokkur eru aldeilis frábær „hjálpargögn” á stálvaskinn sem misst hefur allan gljáa. Prófið að hafa þetta tvennt við höndina næst þegar stál- vaskurinn verður þveg- inn. — O — Gúmmihönskum hættir við að slitna á fingur- broddunum. Snúið þvi fingrunum á hönskunum við og limið heftiplástur innan á þá! Hanskamir endast beturþannig. — O — Ef þið eigið gott snið, sem þið hafið hug á að nota oftar en einu sinni, er heillaráð að klippa það út i þunnt plast, þá endist það vel og lengi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.