Vísir - 13.10.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 13.10.1981, Blaðsíða 9
Þri&judagur 13. október 1981 9 VÍSIR Höfundur þessarar greinar er Truong Nhu Taug einn af stofnend- um Þjóðfrelsishreyfing- ar S-Víetnam/ sem var það stjórnmálaafI/ er stóð að baki Viet Cong-skæruliðunum í baráttunni gegn herfor- ingjastjórninni í Saigon og Bandarikjamönnum i Vietnamstríðinu. Truong Nhu Taug varð# eftir fall Saigon 1975/ dómsmálaráðherra i fyrstu bráðabirgða- stjórninni/ sem við tók. En fljótlega rann upp fyrir honum, að þjóð hans var komin úr öskunni í eldinn. Hanoi-st jórnin stefndi að eyðilegginu lands hans og í ágúst 1979 bættist hann í hóp „báta- flóttafólksins", sem flúði fremur út í opinn dauða úthafsins á manndráps- fleytum, en búa áfram við óstjórnina. Hann komst til Indónesíu, og býr um þessar mundir í París, þar sem hann skrifar nú bók um reynslu sína og þjóðar sinnar af kommúnistum. Lygar Pham van Dong 1 viöhafnarvi&tölum, sem birst hafa i fjölmiðlum á Vest- urlöndum, hefur Pham Van Dong, forsætisráBherra Vietnam, reynt aö blekkja les- endur með fullyrðingum um, að undir sinni stjórn sé Vietnam ekki efnahagslega háö neinu öðru riki, og að bataflóttafólkið, sem i örvæntingu sinni hefur farið heljarslóðir til þess að flýja ósköðin, hafi ekki gert það af pólitiskum ástæðum, heldur til að elta gullið undir regnbog- anum. — Þetta eru allt saman lygar. Sem einn af stofnendum bylt- ingarsamtaka Þjóöfrelsishreyf- ingarinnar i Suður-Vietnam og fyrrum samherji Pham Van Dong tel ég mikilvægt að gera Vesturlandabúum skiljanlegt að Vietnamstjórnin hefur svikið byltinguna og brugðist öllu þvi, sem við börðumst fyrir. Auðtrúa ungmennl Vegna ástar minnar á ætt- jörðinni snéri ég 1960 baki við tryggri framtið og gekk I lið meö andspyrnunni gegn ein- ræöisstjórn herforingjanna i Saigon og vaxandi ihlutun USA i Vietnam. Þegar ég gekk i þjóöfrelsishreyfinguna trúði ég þvi, aö Ho Chi Minh, Pham Van Dong og kommúnistaflokkur Vietnam væru föðurlandsvinir, sem setja mundu þjóðarhags- muni ofar einkahagsmunum og hugsjónaágreiningi. Ég trúöi þvi, aö i bandalagi viö þá gætum við sameinaö okkar sundruöu þjóð og tekist á við það hrika- lega verkefni, sem biði okkar i endurreisninni. Ég trúði þvi, að friður, velmegun og frelsi biði vietnömsku þjóðarinnar, þegar striðið loks tæki enda. Nokkrum árum siðar varaði faðir minn mig við kommúnist- um: ,,AB launum fyrir störf þin munt þú hljóta miklu lakara hlutskipti, en þú nýtur I dag. En verra en það. Þeir munu svikja þig og ofsækja þig allt þitt lif. Ég hef sjálfur öölast mikla reynslu af sviksemi kommún- ista, þvi að ég slóst i lið meö þeim i baráttunni gegn þeim frönsku”. — En ég var svo auð- trúa þá og svaraði þvi: „Faöir minn. Reyndu nú að sætta þig við, að eitt barna þinna sex helgi sig baráttunni fyrir sjálfstæði og frelsi Vietnam” — það var i siðasta sinn, sem ég leit fööur minn augum. Augun opnast Orð hans ómuðu I huga mér, þar sem ég stóð sigurdaginn 15. mái 1979 á heiöurspalli i Saigon, sem skirð haföi verið upp, Ho Chi Minh-borg. Þott fólkiö veif- aöi fánum Alþýðulýðveldis Viet- nam (Norður) og bráðabirgða- * stjórnarinnar (Suður), sáust ekki aðrir dátar á hersýning- unni en i einkennisklæðum norð- anmanna. Og þar sem ég hlust- aði á ræöur forystumannanna rann það upp fyrir mér aö nú var Þjóðfrelsishreyfingin öll og bráðabirgðastjórnin búin að vera. Hanoistjórnin hafði hreinsað miskunnarlaust til. Markmið byltingarinnar, sem notið hafði aðdáunar og fylgi vietnömsku þjóðarinnar — og raunar fólks viða um heim — hafði sviksamlega verið snúið yfir I hefndaraögerðir og grimmilega tugtun. Suður-Vietnamar máttu þola ýmsar undirokunaraðgerðir. Hundruð þúsunda Saigonbúa voru sendir I „endurhæfinga- búöir” viðsvegar um land. Fjöldahandtökur gerðar innan raða menntamanna S-Vietnam og trúarleiötoga, sem andsnúnir voru leppstjorninni i Saigon. Milljónir borgarbúa voru fluttir nauðungarflutningum til „nýrra efnahagssvæða”, þar sem þús- undir þeirra hafa siöan dáið hægum dauðdaga. Hanoi-foringjarnir héldu áfram að „sameina” landið meö þvi aö losa sig við alla forystumenn Þjóðfrelsishreyf- ingarinnar, sem ekki fylgdu áætlunum þeirra. Fyrri félagar hreyfingarinnar, sem hlýddu i blindni sérhverjum fyrirmælum Hanoi, voru settir til embætta, þar sem flestir þeirra snéru baki við hagsmunum alþýöunn- ar til þess aö skara eld að eigin köku. Aðrir höfðu hljótt um sig af ótta viö refsingu. Spllltarl en Thieu Kommúnisar eru meistarar I blekkingum og vila engar for- tölur fyrir sér til þess að snúa þér á sveif með sér, þegar þeir eru utan stjórnar. Komnir til valda sýna þeir sitt rétta andlit: Harka, vanþakklæti, mann- fyrirlitning, grimmd, þröngsýni og sjálfselska. Mér læröist smám saman aö skilja refshátt kommúnista, þegar þeir veifa slagoröum eins og „sjálfstæöi og frelsi” til þess aö ná völdum og vinna heimsálitið á sitt band, en svikja siðan öll loforö. Þessir menn, kerfiskurfar á öllum stigum, hófu að berjast innbyröis um betri skrifstofur, betri heimili og bila. Þeir stálu blygðunarlaust. Jafnvel frá þeim, sem barist höfðu við hlið þeirra I andspyrnunni. Þeir eru spilltari en Thieu-stjórnin. Aldrei fyrr slik vesðld 1 dag er Vietnam sundrað samfélag. Vietnamskar fjöl- skyldur eru sundraðar, þjóðin er sundruð og jafnvel kommún- istaflokkurinn er alvarlega klof- inn inn á við. Fyrsta fimm ára áætlunin brást algjörlega. Þótt lifskjör i Vietnam séu meðal þeirra lægstu i heiminum, tók stjórnin 70% þjóöarteknanna til striðs- reksturs. Vietnam hefur her- numið Laos, ráðist inn I Kambo- diu og háð styrjöld viö Kina. Fyrir þá sök er þjóðin algerlega háð Sovétrikjunum um allt. Vietnam er oröin Kúba Sovét- manna i Suðaustur-Asiu. Dag- lega veita Rússar sem nemur 3 milljónum dollara I hernaöar- aðstoö til Vietnam. Þeir yfir- tóku allar fyrri herstöðvar Bandarikjanna i suðri og hafa þar með komiö sér þar upp mik- ilvægri aöstöðu. Og með þvi að fjötra sig þannig viö Moskvu, hefur Vietnam rofið tengslin viö Klnaæ Með þvi er jafnframt sjálfstæöi landsins stefnt i voða. Það þarf ekki að gera sér neinar grillur um, aö Vietnam geti þrifist ef þaö gerir Kina aö svörnum fjandmanni slnum. Vietnam I dag er land styrj- aldar og vesaldar. Allir, hvar i stétt, sem þeir eru, vilja helst af öllu losna úr landi og flýja harö- stjórnina. Aldrei fyrr I sögu VI- etnam hefur verið jafn almenn óánægja. Aldrei fyrr var til „bátaflóttabylgja”. Ekki einu sinni undir yfirráðum Japana, þegar hungursneyö lagði tvær milljónir manna I gröfina. Fiúði lii vitnistnirðar Ég gat ekki þagaö yfir þessu og horft aðgerðarlaus á þján- ingar þjóðar minnar. Nú var það móðir min, sem tók mig tali, og kvaö strangt að oröi: „Þú varst blekktur af kommún- istum. Þú berð að nokkru á- byrgð á núverandi ástandi. Þú verður að gera eitthvað. Eitt- hvað til bjargar fólkinu til að halda lifi I markmiðum þinum og hugsjónum”. — Og aö þessu sinni var ég sjóaðri. Ég hlustaði og ég ákvað að flýja, leggjast út. Eftir að ég sagði af mér em- * bætti dómsmálaráðherra, var mér boðið embætti aðstoöarráð- herra framleiðsluráðuneytis matvæla. En ég hafnaði þvi. Ég gat ekki lengur verið leppur og lagt glæpastjórn lið. Ég settist að á smábýli skammt frá Saig- on. Þaöan gæfist mér betri færi til þess að flýja land. — Mér var Ijóst, að ég varð að berjast gegn Hanoi-stjórninni, alveg eins og ég hafði orðið að berjast gegn Saigonstjórninni. Ég einsetti mér að segja heiminum allan sannleikann og skýra þá þvi hvernig bylting vietnömsku þjóðarinnar hafði verio svikin af kommúnistum og vonir allra sannra byltingarmanna, hvar sem þeir voru, gerðar að engu af Hanoi. Ég vildi gjarnan koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem studdu málstaö vi- etnömsku þjóðarinnar, og ég bið þá um aö halda áfram barátt- unni gegn þeirri ómannúölegu stjórn, sem nú situr, gegn drottnunarstefnu Rússa I Viet- nam, gegn innrás og Ihlutunum Vietnam i Laos og Kambodiu. Við veröum ávallt aö berjast fyrir frelsi og lýðræði. Ekki að- eins I ókommúnlskum lönd- um heldur einnig I kommúnista- löndunum. Og af öllum komm- únistarikjum held ég að Viet- nam sé i dag það ómannúðleg- asta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.