Vísir - 13.10.1981, Síða 27
ÞriOjudagur 13. október 1981
SERSTÆDIR TONLEIKAR
Sænskur ásláttarsnill-
ingur frumflytur m.a. 3
verk eftir Áskel Másson.
Sérstæðir tónleikar verða á
Kjarvalsstöðum á miðvikudaginn
kemur. Þar mun koma fram 24
ára gamall Svii, Roger Carlson,
sem þekktur er orðinn fyrir
meistaralega kunnáttu á áslátt-
arhljóðfæri. A tónleikunum verða
flutt sex verk og fjögur þeirra
frumflutt. Manuela Wiesler, Jós-
ef Magnússon, Reynir Sigurðsson
og meðlimir úr kór Tónlistaskól-
ans iReykjavikundir stjórn Mar-
teins H. Friðrikssonar taka þátt i
tónleikunum auk Carlssonar.
Fyrsta tækifærið
hérlendis
A tónleikunum mun Roger
Carlsson leika á ýmis ásláttar-
hljóðfæri, sem ekki hafa sést hér-
lendis áður og gefst þvi fyrsta
tækifærið til að heyra leikið á þau
nú. Koma Carlssonar mun einnig
vera áhugafólki um tónlist mikill
viðburður, þvi hann hefur, þrátt
fyrir ungan aldur, getið sér góðs
orðstirs fyrir kunnáttu sina eins
og áður var getið.
Carlsson lærði fyrst við tónlist-
arskólann i heimabæ sinum, Bor-
ás i Sviþjóð, siðar i Gautaborg.
Kennarar hans i Sviþjóð voru
m.a. Jan Rydback, Bo Halm-
strand og Sture Olsson. Að loknu
náminu heima fyrir hélt Carlsson
tilLondon, þar sem hann lærði við
Royal Academy of Music og Nati-
onal Center for Orchestral
Studies.
A meðan Carlsson varvið nám,
lék hann margoftsem einleikari á
kammer- og sinfóniutónleikum.
Siðan hefur hann gert einleiks-
dagskrá fyrir sænska, pólska og
austur-þýska útvarpið og leikið
með hljómsveitum ýmissa út-
varpsstöðva annars staðar i Evr-
ópu. Hann starfar um þessar
mundir jöfnum höndum við sin-
fóniuhljómsveitir i' Gautaborg,
Helsingfors og Þrándheimi og
hefur að auki stofnað sina eigin
slagverkshljómsveit, sem hann
stýrir.
Tónskáldin
skrifa
Mörg tónskáld hafa samið verk
sérstaklega handa Roger Carls-
son. Má nefna Sven-Eric Johan-
son, Zoltan Gaal og Sture Olsson
meðal þeirra. Askell Másson hef-
ur og samið sérstaklega fyrir
Carlson og verða raunar flutt
fjögur verk eftir Askel á tónleik-
unum á miðvikudaginn. Þá vinna
þeir Par Lindgren, William
Holmes Bouton og Michael Roz-
weig að verkum fyrir Carlsson.
Fjögur verk
frumflutt nú
A tónleikunum á Kjarvalsstöð-
um á miðvikudagskvöld verða
flutt sex verk eins og áður sagði
og eru fjögur þeirra frumflutn-
ingur. Höfundarnir eru Askell
Másson, Zoltan Gáal og Sture
Olsson. Meðal hljóðfæra sem
Roger Carlsson mun leika á eru
roto-tom trommur og maribu og
munu margir ekki eiga annars
úrkosta en koma á Kjarvalsstaði
þetta kvöld til að komast að þvi
hvernig þau hljóðfæri hljóma. Að-
eins verður um þessa einu tón-
leika að ræða. á meðan á stuttri
dvöl Rogers Carlssonar stendur
hér að þessu sinni.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30.
Ms
Myndiu var tekiu á æfingu.
(Ljósm.Friðþjófur)
27
SAMTÖK ÁHUGAFÓLKS
C^XL^LU UM ÁFENGISVANDAMÁLIÐ
AðalfundurSÁÁ
Verður haldinn fimmtudaginn 15.
október n.k. kl. 20.00 í Siðumúla
3-5.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Ávarp: Svavar Gestsson, heil-
brigðis- og félagsmálaráðherra.
Stjórnin.
Magnús E. Baldvinsson
Laugavegi8 — Sími 22804
ÞOKULUDRAR N0RRÆNUNNAR
Arið 1930 ákvað Bandaríkja-
stjórn að senda tslendingum að
gjöf styttu af Leifi Eirikssyni,
sem fékk viðurnefnið heppni
eftir að hann fann Vlnland hið
góða (Amerlku). Banda-
rlkjamenn létu fylgja áritun:
Son og Iceland. Discoverer of
America. Siöan er liðið fimmtlu
og eitt ár.án þess að mikið hafi
borið á þvi, að Leifur heppni,
sonur tslands, hafi fundið
Amcriku. Þó hafa verið gefnar
út tilskipanir frá Washington
um ákveðna fánadaga I Banda-
rikjunum, sem tileinkaðir hafa
verið hinum „norræna” manni,
Leifi Eirikssyni, og virðist, hvað
ættfærslu snertir, hafa orðið
skyndileg gleymska á gjörðum
Hooverstjórnarinnar árið 1930,
þvi að eigi var Leifur þá talinn
norænn maður, heldur sonur
tslands.
Nú hefur enn einu sinni verið
nefndur dagur og stund til að
minnast Leifs Eiríkssonar i
Bandarikjunum. Það var á
föstudag. Sama orðalag fylgdi
þeirri tilskipun eins og I fyrri
skiptin. Leifur Eiriksson skyldi
vera norrænn maður, en ekki
sonur tslands, eins og er þó
skjalfest af Bandarikjamönnum
á styttu þeirri, sem stendur á
Skólavörðuholti. Norrænn mað-
ur er einskouar millistig á
milii þess að vera Skandinavi
almennt, íslendingur, Finni eða
Dani, eins og skilningur er lagð-
ur i það orð núna á tima mikillar
norrænnar samvinnu. Sam-
kvæmt þeirri kenningu ætti t.d.
Snorri Sturluson að vera nor-
rænn maður, en ekki sonur
tslands, hvenær sem útlend-
ingar vildu eitthvað gera með
hann. Og þá mun hann jafn-
framt hafa skrifaö norrænar
bókmenntir. Auövitað er þetta
vitleysa, og höfð f rámmi til þess
eins að gera Norðmönnum og
öðrum Skandinövum hátt undir
höfði, og hærra en þeir eiga
nokkurn rétt á.
Leifur Eiriksson var islenskur
maður samkvæmt skilningi
okkar tima og samkvæmt skiln-
ingi Bandarikjamanna, sem
sendu okkur styttuna af syni
tslands. Þeirri staðfestingu fær
ekkert breytt, jafnvel þótt öflug
skandinavisk samtök i Banda-
rikjunum og félagsskapurinn
„Synir Noregs” þar I landi vilji
láta umtalsverða menningar-
arfleifð islendinga falla sér til
góða, hvenær sem til hennar
þarf að gripa, undir dulnefninu
„norrænn maöur, norrænar
bókmenntir”. Landlægur aum-
ingjaskapur tslendinga I sam-
skiptum við frekjuliðið á hinum
Norðurlöndunum, svo og af-
skiptaleysi utanrikisráðuneytis-
ins um þessa hluti, sem vill Hk-
lega heldur hafa mál Leifs i
flimtingum, bendir aðeins til
þess að fööurlandið hefur orðiö
eftir i ferðatöskunum og
kokteilboöunum.
Ekki er við öðru að búast en
opinberir stjórnarerindrekar
Bandarikjanna hér á landi muni
fúslega votta Leifi Eirikssyni
virðingu sina með einum eða
öðrum hætti og verða þannig til
að auövelda að koma landkönn-
uðinum úr klóm norrænunnar
og til sins heima, ef eftir væri
leitað. En til þess eru islenskir
ráðamenn of sljóir, og kannski
heldur ekki heppileg rikisstjórn
við völd til að halda uppi slikum
minnum. Bandaríkjamenn eru
sem sagt ekki I tlsku núna.
Engu að siður eru hin gömlu
tengsl okkar viö Norður-Amer-
Iku óvéfengjanleg. Þar fæddist
fyrsta hvlta barnið, sem siðar
var Snorri Þorfinnsson,' bóndi
að Glaumbæ i Skagafirði. Þess
er auðvitað aldrei getið af þeim
þokulúðrum norrænunnar, sem
helst halda merki Leifs
Eiríkssonar á lofti i Ameriku.
Fæðing Snorra gengur þó næst á
eftir landafundinum sjálfum, en
eins og mál horfa nú við, er
óþarfi að halda þeim atburði að
Sonum Noregs, þvl þeir mundu
óðara vera búnir að falsa sög-
una og koma sér upp Glaumbæ i
Noregi.
Svarthöföi