Vísir - 22.10.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 22.10.1981, Blaðsíða 2
vtsm Fimmtudagur 22. október 1981 SKEMMTILEGT OG KREFJANDI í SENN FÁST VIÐ SALFRÆÐINGINN ÁSTU Rætl vlö Sögu Jónsdótlur lelkkonu •■■■.. ;V%-- .*V *■ ■ . ■ ;' 2 ; Hvernig lýst þér á tölvu- væðinguna hér á landi? Jakob Jóhannsson, blikksmiður: Hef ekki hugmynd um það. Jón Helgi Þórarinsson, nemi: Mér . ist ágætlega á hana. Menn mega þó ekki rasa að neinu um ráð fram .auk þess em nauðsyn- legt er að hafa eftirlit með henni. Sigurbjörg Grétarsdóttir, sjúkra- liði: Bara, mér finnst þetta allt i lagi. Guðmundur Lýðsson, rafvirki: Mérlist mjög vel á hana. Það ætti að nýta tölvurnar meira en gert er i dag. Jón Gunnar Aðils, nemi: Ágæt- lega. HUn kemur góðu til leiðar. Asta heitir hún og er menntaður sálfræðingur, sjálfstæð mann- eskja, en stendur þó sjálf á brauðfótum tilfinningalega og á i erfiðleikum með samskipti sfn við karlmenn. Eitthvað á þessa leið lýsir einn af leiklistargagnrýnendum dag- blaðanna aðalpersónunni f nýju leikriti Steinunnar Jóhannes- dóttur, Dans á rósum, sem Þjóð- elikhúsið frumsýndi nýlega. Og sú, sem tiflkar þetta hlutverk heitir Saga Jónsddttir, Akureyr- ingur að uppruna og starfandi ieikari og leikstjóri undanfarin 16 ár. Saga er i viðtali dagsins að þessu sinni: ,,Við Asta eigum margt sam- eiginlegt, en erum um fleira þó ólikar. En það er skemmtilegt og krefjandi að fást við þetta hlut- verk og ég er mjög ánægð meö þær móttökur sem sýningin hefur fengiö. Við erum búin að æfa stift frá þvi snemma i vor og það hefur bæöi sina kosti og galla, en út- koman er aö mínu mati góö”, segir Saga. Hlutverk Astu verður að öllum likindum eina verkefnið,sem hún tekur aö sér fyrir Þjóðleikhúsið I vetur, en hún sinnir leiklistar- störfunum viðar. ,,Já, ég er að vinna með Garða- leikhúsinu, en það er leikfélag sem stofnað var hér í Garða- bænum í fyrra. Þar stýri ég léttum farsa, „Karlinn i kassanum”, sem i taka þátt um ellefu manns. Viö erum þessa dagana að koma okkur fyrir i nýju æfingahúsnæði, sem bærinn hefurséð okkur fyi’ir, en ennþá er ekki ákveðið hvar sýningarnar verða, þegar þær hefjast i janúar”. Það eru nú liðin þrjú ár siðan Saga flutti til Reykjavikur eftir að hafa búið alla sina ævi á Akureyri. Þar er hún mjög virk I leiklistarstarfi með Leikfélagi Akureyrar og ein þeirra sem f ast- ráðin var. þegar þar var stofnaö atvinnuleikhús. „Ég byrjaöi með Leikfélagi Akureyrar sextán ára gömul og lærði þar allt sem ég kann I dag um leikhús. Aö sjálfsögðu finnst mér ég hafa fariö einhvers á mis viö að stunda ekki leiklistarnám, en ég held.að sú reynsla sem fæst af þvi aö starfa i litlu leikhúsi eins og það var hér áður, sé ekki siður dýrmæt og lærdómsrik en hitt. Þaö er ööru visi að starfa I áhugamannaleikhúsi, en maður lifirbara ekki á áhuganum einum sam an”. Leikkonan Saga er gift leikar- anum og leikstjóranum Þöri Steingrimssyni, ættuðum norðan úr Hrútafiröi. Þau hafa bæði unnið mikið viö leikllistarnám- skeiö og uppsetningar úti um landið. E n meö þrjá friska stráka á aldrinum þriggja til fimmtán ára hlýtur þetta oft á tíöum að vera erfitt. „Óneitanlega gengur oft illa að komaþessu öllu saman og það er hreinlega ekki hægt til lengdar. Þess vegna munum við sennilega reyna aö draga eitthvað úr ferða- lögum um landið og langdvölum að heiman. Þórir er núna að vinna meö Leikfélagi Keflavikur, en alveg er óvist.hvort hann hefur tök á þvi að fara viðar i vetur”. Og synirnir, hafa þeir smitast af leiklistarbakteriunni? „Vist eru þeir ekki alveg lausir við hana,enda svo til óhjákvæmi- legt.þegar við lifum bæði og hrær- umst I þessu. Þeir tveir eldri tóku i fyrravetur þátt i sýningum a Óvitunum i Þjóöleikhúsinu og kannski halda þeir eitthvað áfram.” En að leikhúsinu slepptu.hvert skyldi áhuginn þá helst beinast? „Þegar ég á fri vil ég helst bara vera heima i rólegheitum og gripa þá i góða bdk. Annars hef ég alltaf haft m ikinn áhuga á söng og ætlaöi reyndar að skella mér út i söngnám núna, en hætti viö. Kannski ég taki það upp seinna”. Saknarðu Akureyrar? ,,JU, sjálfsagt að einhverju leyti, en fyrir mér er „heima” sá staður. sem maður býr með fjöl- skyldu sinniá,hefur nóg að starfa við og getur láti sér liða vel” segir Saga Jónsdóttir að lokum. sandkorn wm wmmmm m mm „Balflur á Dingi” „Baldur á þingi”, segir Þjóðviljinn á baksfðu i gær.enþarhefði auðvitaö áttaðstanda „Baldur enn á þingi". Þama er nefni- lega átt viö Baldur Óskarsson, samanber m>md meö fréttinni, sem hcfur það ýmist aö aðal- atvinnu eöa aukavinnu að sitja á þingi, þing eftir þing. Um helgina sat hann Verkamannasam- bandsþing, þdtt hann hafi sfðast þegar vitað var verið félagi I V.R. og sem slikur setið þing Lands- sambands versluna.- manna, aö sjálfsögöu. Þingfararsaga Baldurs kemstannars ekki fyrir I Sandkorni en af henni má marka aö Baldur hefur staðfastlega „gengið með þingmanninn i magan- um". Og nú er hann sem sagt kominn á alþingi með litlum staf, enda að- ciiis varamaöur ennþá. Kasper, Jesper og Jónalan Það vakti athygli hérna einn morguninn, þegar Geir Haligrimsson mætti i Morgunvöku útvarpsins, að hann kallaði þá Gunn- ar.Steingrím og Svavar nöfnunum Kasper, Jesper pg Jónatan, 1 þessari röð. Þar sem nokkuö er liðið siöan Kardimom mubær- innvarsýndur I Þjóðleik- (Bakarinn) húsinu, má rifja það upp, aðþeir Kasper, Jesper og Jónatan voru góðhjartað- ir ræningjar, sem gera mdtti aö betri mönnum >meö réttum aöferöum i fangelsinu. Þótt þeir nenntu ekki aö vinna og rændu sér ráöskonu, enduðu þeir þó allir I viröulegum embættum f bæjarfélaginu, Kasper sem slökk viliðsst jóri, Jesper sem sirkusstjdri og Jónatan sem bakari! Þetta eru sem sagt þeir Gunnar, Steingnmur og Svavar... en Geir sagði hins vegar ekkert um það, hvar þeir væru staddir á þroskabraut- inni. ^ Líf eftir pelta „Líl”? Þaö er viðar bágt i búi I útgáfubransanum en hjá „Nýju iandi”, sem útgef- endurnir telja sig þó raunar hafa skorið af lifi áöur en það varð sjálf- dautt. Siðasta tölublað af „Lifi”, skrautfjöörinni hjá Frjálsu framtaki hf., lá óútleyst á hafnar- bakkanum i sex vikur.Og nú er það spurningin: Er Iff eftir þetta „Lif”? Saga ðlals Thors A næstunni kemur út á vegum Almenna bdka- félagsins bók, scm-efa- laust mun vekja verulega athygli. Það er saga ólafs Thdrs, rituð af Matthiasi Johannessen ritstjóra. Hér er um viöamikiö verk að ræða. sem verður f tveimur bindum. Matthfas hefur um langt árabil viöað aö sér gögnum og uppiýsingum úr öllum áttum um Ólaf Thdrs, lif hans og starf. Má hiklaust telja, að ekki séu aörir til þess færari ólafur Tlhors aö skrifa sögu ólafs en cinmítt Matthlas Johannessen, enda hefur hann lagt sérstaka alúð viö þetta starf. Sandkorn hefur hlerað, aö í bókinni komi fram nýjar upplýsingar .um ýmis hitamál, sem hátt bar meðan Ólafur var I forystusveit islenskra stjdrnmálamanna, og er ekki að efa að þarna komí margt á óvart. Matthfas Johannssen. Skrauliegur dropl Dropatalið á baki Timans var venju fremur skrautlegt i gær. Hafði dropateljarinn komist f feitan gölt, og fannst „norrænir friðarbræður” ,,ekki ýkja vel að sér um islenska staðhætti, hvað þá þeir viti um þær hreyfingar, sem hér þrifast”. Og þvi væri „ekki að furða þd islensku friðarhreyfingarfdlki hafi gengið illa að fá fuUgilda viðurkenningu hjá skandinaviskum já-, bræðrum sinum.” Rúsinan i pylsuendan- um var svo kort „sem fylgdi tilkynningu um hmar ýmsu friðargöngur á N orðurlöndum” og dropateljarinn birti sem ástæðu þessarar gagn- merku yfirhalningar. Ekki veit ég hvort félagar norrænna friðar- hreyfinga hafa hlegið nægju sina eftir þessa á- drepu. En vissulega var hún þörf og timabær! Nema hvað, að þetta af- káralega kort á ekkert skylt við þessar friöar- hreyfingar, því hér er komið kort tengt norræn- um fjöldagöngudögum, sem eru liöur f þvf aö ýta almenningi út I trimmið! Slikurdagur varfyrsthér i vor, að frumkvæði Ferðafélagsins og Vfsis. Það virðist þvi vera nokkuð jafnt á komið, aö skandinavískir trimmar- ar séu álika glám- skyggnir á Islandskortið og fslenskir framsóknar- blaðamenn á tungumál Skandinava. Umsjón: Herbert Guðmunds

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.