Vísir - 22.10.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 22.10.1981, Blaðsíða 16
FREEPORTKLÚBBURINN Fundur í Bústaðakirkju í kvöld kl. 20.30 Gestir fundarins: Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn Gísli Árni frá Æskulýösráði Jón Freyr Þórarinsson skólastjóri Matthildur Guðmundsdóttir kennari Ómar Ægisson fræðslufulltrúi Freeportfélagar fjölmennið Stjórnin auglýsendur athugið! Vegna aukins álags á auglýsingadeild eru auglýsendur beðnir að panta auglýsingar og skila handritum eða filmum í í síðasta lagi fyrir kl. 14.00 fimmtudaga. Ath. Smáauglýsingadeild tekur á móti smáauglýsingum til kl. 22.00 á föstudögum til birtingar í Helgarblaði. auglýsingadeild sími 86611 □□DDDDDDDDDDaDDDDOOBOODDDDDDDODDDDDOQDDDODDD D D □ □ D D □ O D □ □ D D D D D O D D D D □ □ D D D D Glæsivagninn þinn á allt gott skilið • Bóniö og þvoið sjálf i björtu og rúmgóðu hús- næði. • ' Einnig er hægtað skilja bilinn eftir og við önn- umst bónið og þvottinn. • Sjálfsþjónusta til viðgerða. D D D D D D D D D D D D D D D D D D □ O D D D D D D □ D D D D D D D D D D D Opið alla daga frá kl.9-22. Sunnudaga frá kl. 10-18. Bílaþjónustan Laugavegi 168 (Brautarholtsmegin) Sími 25125 BQDDDaaaaDDDODaaaaODDDDDQODOOaDDDDDBDaaDDaDD D □ I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I fe I W^'orOur'f 1,.» hjá '&ð&SC* 's'* St!ín tyrir J •* _>«<•--v«-ður 1 teknir ur h 'agIarnir I Wt>ar hann Nokkrar fyrirsagnir „Iþróttafrétta” undanfarinna daga. Fffiaiæti I frétta stað Ofsaddur skrifar: Er nú ekki senn komið nóg af fiflalátum ykkar blaðamanna með þessa ofdekruðu vesalinea sem þið standið i' stööugri aug- lýsingaherferð fyrir á iþrótta- siðum dagblaðanna? Þessi fréttaflutningur ykkar af drengstaulunum er farinn að minna á fáránleika dýrkunar Kana á stórstirnum i skemmtanaiðnaðinum. Að undanförnu hafa fá tölublöð komiö ut af Visi, án þess að „fréttir” væru sagðar af að ein- hver drengjanna hefði meitt sig, farið til tannlæknis eða jafnvel sæti við simann og biði eftir að einhver hringdi i hann. Verður kannski næst að farið verði að „rapportera” hvað greyin átu i tilteknar máltiðir og hvenær þeir ganga þarfa sinna á náð- hús? Má ég ekki fara þess á leit við ykkur- að þið minnkið rýmið, sem þið notið undir „iþrótta- fréttir” ef þið hafið engar iþróttafréttir að segja. Ég tel nefnilega að þessi markvissa persónudýrkun hafi siður en svo góð áhrif. Hinsvegar skal ég ekki agnú- ast úti fréttaflutning af iþrótt- unum sjálfum, enda þótt ég telji margt annað meira fréttaefni liggja óhreyft. En i allrar hamingju bænum hættið þessum bjánaskap, þið megið vera vissir um að hann skapar blaðinu ekki virðingu. Nákvæmar og skilmerkilegar fréttir Svar ritstjóra: iþróttasiða Visis flytur mestar og bestar fréttir af iþróttaviðburðum og þeim at- burðum, sem gerast á þvi sviði. Það er að þakka duglegum og velvakandi iþróttafréttaritur- um. Eflaust finnst sumum þeim sem ekki fylgjast með iþróttum, aðfrásagnir af iþróttamönnum, gengi þeirra og gerðum, séu fullmikill sparðatiningur. Við þvi er fátt að segja, en varla getur ritstjóri eða iþróttaunn- endur amast við þvi, ef fréttir eru nákvæmar og skilmerki- legar. n i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i I i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i BÆNDUR. BRUDL OG BINDIVÉLAR Kona í Eyjafirði skrifar Neytanda: Einu sinni enn er ég sest við að skrifa „neytandanum” þó að mér sé nú orðiö ljóst, að hann trúir aðeins þvi sem hann vill trúa um lifsjcjör bænda. Sjáðu nú til: min skrif miðuðust við það að svara spurningu þinni um bændurna þrjá og bindivél- arnar. Þú spurðir og ég svaraöi, eða reyndi þaö eftir bestu getu. 1. Nei, ég minntist ekki á, að þaö væri hagkvæmara að taka inn laust hey, vegna þess -og taktu nú eftir — það kom þinni spurningu ekki við. Mér fannst mln persónu- lega skoöun aukaatriði og hún kemur ekki fram, nema þar sem ég segiaö mér falli betur viö laust hey en bagga. Ég hef nefnilega aldrei verið talsmaður bindivéla- væöingar, en talsmaöur bænda vil ég gjarnan vera. Lika þeirra.sem binda allt sitt hey. Ég get vel skilið afstöðu þeirra, þótt min skoðun falli ef til vill ekki saman við þeirra skoðun á slikri hey- verkun. Mér finnst hagkvæmara og betra að taka inn laust hey, enda þótt ég hafi ekki minnst á þaö fyrr. Ef ég heföi skrifað allt sem mig langaði I síðasta bréfi, hefði það getaö fyllt heila opnu. En gáðu að þvi, að sá, sem á heyhleösluvagn á þess kost aö kaupa sér heymatara og sjálf- virkt dreifikerfi I hlööuna, og þar meö veröur hann aö kaupa sterk- ari blásara. Þetta er ef til vill ekki nauösynlegt, en hefur reynst mjög vel, þar sem þaö sparar mikla vinnu og krafta. Gallinn er bara sá aö þetta kostar allt um 130 þúsund krónur, og nú skalt þú meta hvort er dýrara. Annars held ég aö viö ættum aö taka þessar bindivélar útaf dag- skrá, þaö hljóta allir aö vera orönir hundleiöir á þessu. Ég hef lika á tilfinningunni aö ég sé aö ausa vatni I botnlausa tunnu. 2. Þá er þaö bruölvandamáliö. Ég hef kannski ekki oröaö hana nógu skýrt, setninguna þar sem minnst er á Flóridaferöir, eöa er þar kannski þinn þráláti misskiln- ingur ennþá aö verki? Nóg um þaö, en ef ég mætti endurtaka hana örlitiö nákvæmar, þá er hún hugsuö þannig: Er bændum of gott aö fá sér bil fyrir sinn tekju- afgangt ef þeir eiga einhvern) meöan hinir — og taktu nú eftir — meöan hinir, sem ekki eru bændur, nota sinn tekjuafgang t.d. til aö fara i sólarlandaferö eöa skipta um Ibúö. Sárafáir bændur geta hagnýtt sér slikar feröir, vegna þess aö þeir komast helst aldrei i fri. Þvi siöur.aö þeir geti skipt um Ibúö eftir hendinni, þar sem ekki er um úrval ibúöa aö ræöa til sveita. Þetta hélt ég að þú vissir, sem segist eiga vinafylgi aö fagna I sveitum landsins. Og þaö máttu vita.aö bændafólk er ekki I meiri- hluta i Floridaferöum, en ég tók þetta dæmi af þvi að mér er sagt aö þriggja vikna dvöl á Flórida kostaöi álika og ein bindivél. Hvort af þessu -tvennu þykir þér meira bruöl? 3. Og bilabruölið hjá bændum! Þaö er von þér blöskri. En mér blöskrar ekki þó aö nokkrir full- orðnir einstaklingar á sama heimili eigi hver sinn bil. Þeir hafa unniö höröum höndum árum eöa áratugum saman og þaö væri reyndar skrýtiö ef þeir gætu ekki átt bil, þegar 17 ára unglingar eru komnir á eigin bil, jafnskjótt og bilprófi lýkur. En ég get sagt þér annað dæmi, sem er algengara. Þaö er fjögra manna sveitaheimili, sem státar af fjórum bilum. Flott, ekki satt? En lltum nú betur á þann bilaflota. Elstur er Ford vörubill, kominn yfir tvitugt. Naéstur er Willys-jeppi á fermingaraldri, þá nýlegur Lada, i eigu sonarins og siöan nýr Mazda, sá fyrsti sem bóndi þessi getur keypt nýjan. Mér þykir hæpiö aö menn þurfi aö gerast grænir af öfund af slikum bilakosti, þó að strangt tekiö sé einn bill á mann. 4. En veistu hvaö? Ég veit um fjögra manna fjölskyldu á Reykjavikursvæðinu, sem á fjóra bila, En þaö er auðvitaö allt annaö mál. En þar sem þú, neytandi góöur, ert svo sannfæröur um aö lif bænda sé einn peningadans á rós- um, viltu þá svara spurningu fyrir mig: Hvers vegna fer fólki sifellt fækkandi I sveitum? Mér skilst.aö allir vilji græöa. Af hverju koma ekki allir þeir sem veina á hærra kaup og yfir- fylla sveitirnar — og eyöibýlin lika? Aö lokum, vegna oröa þinna um aö ég reyni að gera litiö úr viö- mælanda minum: Ég kann ekki aöra skýringu á þvi en þá, aö ég svara venjulega I sömu tónteg- und og á mig er yrt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.