Vísir - 22.10.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 22.10.1981, Blaðsíða 8
8 vtsm Fimmtudagur 22. október 1981 Fréttastjóri: Sæmundur Guövinsson. Aöstoöarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson. Auglýsingastjóri: Páll Stetansson. 1 Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammen- Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétu.rsson drup, Árni Sigfússon, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Ritstjórn: Siöumúli 14, sími 86611, 7 línur. Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi- Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8, simar 86611 og 82260. marsson, Sveinn Guöjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaöur á Akureyri: Gisli Afgreiösla: Stakkholti 2—4, simi 86611. Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmynd- Áskrif targ jald kr. 85 á mánuöi innanlands ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. . og verö í lausasölu 6 krónur eintakið. 'utlitsteiknun: Magnús Ölaf sson, Þröstur Haraldsson. Safnvörður: Eiríkur Jónsson. Vísir er prentaöur i Blaðaprenti, Siðumúla 14. Sameiginleg prófkjðr utgefandi: Reykjaprenth.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Þessa dagana eru stjórnmála- flokkarnir að hefja undirbúning vegna sveitastjórnarkosning- anna að vori. Fyrsta skref ið er að ákveða reglur, sem ráða vali framboðslista, og virðast flokk- arnir allir stefna að próf kosning- um i einu eða öðru formi. Athygl- in beinist einkum að borgar- stjórnarkosningunum í Reykja- vík, enda hafa úrslit beirra stór- pólitíska þýðingu. Slagurinn mun standa um það, hvort sjálfstæðis- mönnum tekst að endurheimta meirihlutann í borginni, eða hvort vinstri flokkarnir halda velli. Eitt af því, sem getur ráðið úrslitum, er val frambjóðenda. Nú liggur fyrir, að fjölmargir borgarfulltrúar munu ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Á það við um alla flokka. AAikil endur- nýjun í borgarstjórn er fyrirsjá- anleg, og ekki ólíklegt, að margir hyggi til framboðs í þeirra stað. Nú er það mál út af fyrir sig, að prófkosningar eru ekki væn- legar til að laða fólk til fram- boðs. Ýmsir merkir og mætir borgarar, sem fullt erindi eiga í borgarstjórn, tregðast við að kasta sér út í harðvítugan próf- kjörslag, nenna því hreinlega ekki. Þróunin hefur því verið sú, að fólk.sem starfað hefur innan flokkanna, en er lítið þekkt utan flokksraða, velst til framboðs. Þetta hefur sína kosti og galla, eins og annað í sambandi við prófkosningar. Eitt sem hefur orkað tvímælis og valdið deilum, er sú ákvörðun, hverjir hafi at- kvæðisrétt í prófkjöri. Ýmist hefur prófkjör verið bundið við flokksbundna menn, ellegar þau hafa verið opin öllum kjósend- um, sem styðja vilja viðkomandi f lokk. Fyrir liggur, að Alþýðubanda- lagið og Framsóknarflokkurinn munu halda sig við síðari kostinn. Sjálfstæðisf lokkurinn hefur viðhaft opin prófkjör, en hefur nýlega ákveðið að gefa þeim ein- um atkvæðisrétt, sem annað- hvort eru í flokknum eða skrifa undir inntökubeiðni. Alþýðu- f lokkurinn hef ur einnig haft opin próf kjör, en þar hafa runnið tvær grímur á menn og tillögur uppi um að þrengja prófkjörið. Þróunin er sem sagt sú að draga úr almennri þátttöku, ein- skorða ákvarðanir um framboð við flokksbundna menn. Þótt þessi tilhneiging sé skiljanleg, er jafn víst, að hún er ekki til þess fallin að opna stjórnmála- flokkana, hún laðar fólk ekki að til virkrar stjórnmálaþátttöku. Það er auðvitað miður, því að stjórnmál eru ekki einkamál stjórnmálaflokka eða manna. Þau koma öllum við. Fólk aðhyll- ist ákveðnar stjórnmálaskoðanir i samræmi við lífsviðhorf sín og vill gjarnan fylgja þeim, hafa áhrif á framboð og forystu, þótt það gangi ekki með flokksskir- teini upp á vasann. Flokkarnir eru fyrst og fremst flaggskip á- kveðinna hreyfinga og pólitískra strauma og það hlýtur að vera markmið þeirra að fá sem flesta til liðs við sig. Það eru atkvæðin, sem skipta máli, en ekki flokks- skírteinin. Þrengri reglur við prófkosn- ingar eru sagðar þjóna þeim til- gangi að útiloka annarra flokka fólk f rá því að taka þátt og ráða f ramboðsmálum viðkomandi flokks. Sú hræðsla virðist alls staðar ríkjandi. En við þessu er einföld lausn. Flokkarnir geta komið sér saman um sameiginlegan prófkjörsdag, sameiginlegan kjörstað. Hver kjósandi hefur aðeins möguleika til að taka þátt í prófkjöri eins flokks, og varla fer f lokksbundið fólk að þyrpast á kjörstað til að greiða atkvæði í prófkjöri eins flokks, ef það styður annan. Með þessu er unnt að opna próf kjörin, án þess að óttast annarleg eða ut- anaðkomandi afskipti. L0GBR0TIN. LYGIN 00 FAVISKAN Þaö er kannski að bera i bakkafullan lækinn að bæta hér við umræðuna um blessað videóið, þessa tiskubylgju, sem tröllriður nú stórum hluta is- lenskra heimila. Gamall fjöl- miðlahundur á þó erfitt með að halda sér alveg saman, þegar þessi furðulega umræða gengur alveg fram af honum. 1 minum augum er þessi um- ræða furöuleg fyrir margra hluta sakir. Skulu hér nefndir nokkrir þeirra. 1. Lögbrot eru framin purrkunarlaust fyrir allra aug- um, lögbrjótar hæla sér af. en löggæslu- og dómsvald bærir ekki á sér. 2. Lögbrjótum liðst að ljúga gagnrýnislaust i alþjóðaáheyrn og augsýn, án þess að árvökulir rannsóknarblaðamenn depli auga. 3. Þrátt fyrir talsverða um- ræðu og blaðaskrif um fram- tiðarfjölmiðlun, sem videó- byltingin hérlendis er aðeins angi af, viröist svo sem þeir menn. sem eiga að leiða þessi mál botni hvorki upp né niður og haldi að ekkert hafi breyst og við séum enn á fregnmiða- Og vikublaöatimanum i fjölmiðlun. Lögbrotin Það þarf vitanlega enga laga- prófessora til þess að segja fólki, sem á annað borð vill horfast i augu viö staðreyndir, aö hér séu lögbrot á ferðinni. Það eitt.að hér eru i gildi lög um höfundarrétt og við erum aðilar að alþjóðasamningi um þau mál, er nóg til þess að heilbrigð skyn- semi getur sagt hverjum og ein- um að lög séu brotin. Hinn er- lendi lögfræðingur, sem frétta- maður sjónvarps leitaði til, var heldur ekki i neinum vafa. Hins vegar eru viðbrögð fram- kvæmdavalds og löggjafarvalds við þessum lögbrotum dæmi- gerð fyrir þá fuglategund, sem þjóösagan segir að stingi ávallt höfðinu i sandinn, þegar á bját- ar, og þessir aðilar virðast hafa tekið sér til fyrirmyndar. Það virðist svo orðin regla hérlendis að einhverja sérstaka tegund af lögbrotum þurfi til að framkvæmdavaldi dómsmála þyki taka þvi að gera veður út af híutunum. „Minni háttar” lög má brjóta af þvi að það er svo mikiö „vesen” aö framfylgja þeim. Séu lög orðin úrelt þá finnst öllum i lagi að brjóta þau, i það minnsta kosti skárra en trufla löggjafarsamkunduna við þessa llka frjóu umræðu um efnahagsmál með þvi að ætlast til að hún breyti lögum. Allt leiðir þetta til þess að meiri hluti þjóðarinnar er orðinn gjörsamlega hirðulaus um lög og reglur, menn efast jafnvel um að það taki þvi að benda löggæslu á lögbrot, fyrir það uppskeri menn bæði óvild lögbrjótsins og framkvæmda- valdsins og þvi þá að vera að þvi? Lygin Alveg er það stórkostlegt að sjá menn halda þvi fram án þess að blikna eöa blána.að þeir séu einhverjir sakleysingjar, sem allt að þvi af fórnfýsi séu að þjónusta fólk enda þótt allir viti að þeir raki saman peningum á þjófnaði. Stórmennskan er ekki Magnús Bjarnf reösson lýsir hneykslan sinni á „kaplasjónvarpsviðundr- inu", og tómlæti löggjaf- ar- og dómsvaldsins við þeim lögbrotum, sem framin eru. Magnús er stóryrtur og segir: Alveg er það stórkostlegt að sjá menn halda því fram án þess að blikna eða blána að þeir séu einhverjir sakleysingjar sem allt að því af fórnfýsi séu að þjónusta fólk, enda þótt allir viti að þeir raki saman peningum á þjófnaði". meiri en svo.að þegar bent er á þjófnaðinn.þá er reynt að koma honum yfir á viðskiptavinina og segja, að þeir séu að misnota tækin, sem séu auðvitað ein- göngu ætluð til löglegra hluta! Skyldi viðskiptavinunum ekki finnast þetta stórkostleg þjón- usta ef höfundarréttarhafar er- lendis nenna að gera milljóna- kröfur fyrir þjófnaðinn og sá sem seldi þeim allt saman visai bara á blokkirnar þeirra til greiðslu?! Ég hefi áður bent á, að i raun er einokun Rikisútvarpsins að engu orðin með tilkomu videó- kerfanna, þótt löggjafi og fram- kvæmdavald skilji það auðvitað ekki. Dauðahaldi er haldið i löngu úrelt lög og gamla góða aðferðin með nefndaskipan er notuð til bess, að höfuðið megi sem allra lengst vera niðri i sandinum. Segja má.að þessi lok hinnar raunverulegu einok- unar Rikisútvarjisins séu hið eina góða. sem fylgir videó- byltingunni eins og hún gengur fyrir sig hérlendis — og er raun- ar all nokkuð. Vonandi verður það upphaf nýrri og betri tima i fjölmiðlun. En — það er eins og enginn taki eftir þvi að i stað rikiseinokunar i þrjár til fimm stundir á dag situr fólk uppi með nýja einokun i miklu lengri tima! Einokunaraðilinn er ekki lengur einn, þeir eru orðnir tveir og skipta einokuninni á milli sin! Það er ekki fyrirboði þess frelsis sem koma skal og mun koma hvað sem skilningsleysi opinberra aðila liður. Fáviskan Það er eins og forsvarsmenn þessara mála skilji hvorki upp né niður i þróun fjölmiðlunar, sem á næstu árum mun gjör- bylta heimsmyndinni, ef kjarn- orkustrið verður ekki fyrra til. Þetta kaplasjónvarpsviðundur sem flætt hefur yfir fjölbýlishús hérlendis. er timaskekkja i þeirri þróun, bóla sem fjár- glæframenn raka saman peningum á. Hvernig væri að frammámenn færu i ferð til út- landa til þess að kynna sér mál- in, eða bara læsu erlend blöð? A næstu árum mun það þykja sjálfsagður hlutur að hafa myndbandstæki (eða hliðstætt tæki) inni á hverju heimili. Er- lendis eru þegar allar verslanir fullar af efni fyrir slik tæki sem fólk kaupir eftir þörfum, eða þá það fær það lánað á söfnum, ,,bóka”söfnum framtiðarinnar. Prentlistin er að kveðja, skjá- tæknin að taka yfir. Fólk mun ekki una neinni einokun heldur hrista af sér alla slika fjötra néma lögregluriki komi til. Þessi þróun æpir á viðbrögð lög- gjafarvalds og framkvæmda- valds. Henni verður að stýra á skynsamlegan hátt, þannig að kostir frelsisins og hagsmunir heildarinnar njóti sin að jöfnu. Þessi mál ætti fyrir löngu að vera farið að ræða á löggjafar- samkundunni eftir að nefndir tæknimanna hefðu skilað þangað áliti, i stað þess að vera að fimbulfamba um ólöglegt kaplasjónvarp fjáraflamanna og einokun rikisstofnunar á fjöl- miðlun, þegar löngu er ljóst að hún getur ekki staðist i raun tækninnar vegna hvað svo sem menn kunna að vilja. Magnús Bjarnfreðsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.