Vísir - 22.10.1981, Blaðsíða 19

Vísir - 22.10.1981, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 22. október 1981 VISIR 19 NORÐLENDINGAR SKEMMTA SÉR Atthagakvöldin á Hótel Loftleiðum halda áfram og á föstudags- og laugardagskvöldið i sið- ustu viku komu Norðlendingar saman, sér tii skemmtunar. Menn snæddu fram eftir kvöldi, og skemmti- atriði dundu yfir hvert á fætur öðru. Gamanvisur voru fluttar af Birgi Marinóssyni og konu hans, leynigestur kvöldsins, Halldór Blöndal alþingis- maður, lét móðan mása, og Ingimar Eydal, hinn góðkunni stjórnaði skemmtuninni með glæsi- brag. Mikiö f jölmenni var á Norðlendingamótinu á Hótel Loftleiðum um síðustu helgi og skemmtu menn sér konunglega. óli Valdimarsson hjá Kjötiðnaðarstöð KEA sá um að matreitt væri á réttan hátt fyrir Norðlendingana, og þótti Ingimar sérstök ástæða til þess að þakka hon- um þann þáttinn. Annars sá Ingimar sjálfur um melt- ingarmússík, meðan á borðhaldi stóð. Leynigesturinn, Halldór Blöndal fékk sér snúning og þótti takast vel til jafnt á dansgólfinu, sem í vísnaflutningi. k Að n mái m síc V Örfáir franskir til í tuskið á mánudögum Aöeins 1% franskra karlmanna treysta sér til ástarleikja á mánudögum, samkvæmt könnun sem gerð var i Paris á síðasta ári. Frakkar eru þekktir fyrir að skemmta sér vel um helgar og var það talin helsta skýringin á ,,áhuga- A L leysi" franskra karlmanna á mánudögum. Æ Norðlendingar eiga sinn stóra þátt í að ullariðnaður hefur skapaðaf sér ágætan klæðnað, en sýningardöm- ur sáu umaðkoma þeim boðskaptil skila.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.