Vísir - 22.10.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 22.10.1981, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 22. október 1981/ 240. tbt. 71. árg. Vigdis Finnbogadóttir forseti islands og ólafur Noregskonungur ganga til veisl- unnar í gærkvöldi. Á hæla forsetans kemur Sonja krónprinsessa. (Vísism. GVA) NorOmenn störhrifnir af Vigdísi Ölafur Noregskonungur hélt Vigdisi Finnboga- dóttur forseta veislu i konungshöllinni i gær- kvöldi. Á borðum var norskt elgsdýrskjöt sem aðalréttur. Þjóðhöfðingjarnir héldu ræður i veisl- unni sem þótti takast með miklum ágætum. For- setanum hefur verið vel fagnað i Noregi og heim- sóknin vekur mikla athygli. Oslóborg mun bjóða Vigdisi Finnbogadóttur til hádegis- verðar i ráðhúsi borgarinnar i dag. 1 morgun skoðaði hún Vikingasafnið á Bygdö og Heine-Onstad listasafnið á Hövikodden en um þessar mundir sýna þar nokkrir islenskir listamenn. Meðan það fór fram átti ólafur Jóhannes- son utanrikisráðherra viöræður viö utanrikisráðherra Noregs. Siödegis verður móttaka fyrir tslendinga búsetta i Noregi á Grand Hotel en i kvöld heldur rikisstjórn Noregs veislu i Akershus-kastala til heiðurs forseta Islands. Sjá fréttir og myndir frá heimsókninni i opnu. ÖLVAflUR STAL BlL 0G GJÖREYfllLAGÐI Öiglaður utanbæjarmaöur, sem leiö átti um Grettisgötu I gær, varð skyndilega gripinn mikilli löngun til aö bregða sér i ökuferö ogtóktil þess traustataki bifreið, sem var i gangi fyrir utan bif- reiðaverkstæði. Hélt hann sem leið lá á móti umferðinni vestur Grettisgötu, en komst ekki langt. Greip hann þá til þess ráðs að bakka til baka niður á Snorrabraut og gaf siðan allt i botn, þar til hann kom að næsta horni. Þar náði hann ekki beygjunni og lenti utan i húsvegg, en hélt samt ótrauður áfram. Komst hann inn á Bergþórugötu, en endaði uppi á gangstétt og festi bifreiðina þar á milli ljósastaurs og rafmagnskassa. Er hún talin ónýt eftir útreið þessa. Heldur minnkaði kjarkur kappans, þviaðhann tók á rás og hljóp i felur, en fannst fljótlega falinnbak við þvottavél i kjallara nálægs húss. L Enn eftir aö ákveða verð á síld tii frystingar: ANNAÐHVORT UEGRA VERB EBA BATARNIR STÖBVAST” - segir Hjalti Einarsson framkvæmdastjóri SH Blikur eru á lofti um að síldveiðif lotinn stöðvist,þegar búið verður að veiða ríf- lega helming síldarkvótans.vegna ágreinings um verð á síid til frystingar. Samningar hafa aðeins verið gerðir um sölu á um 170 þúsund tunnum af saltsíld en það samsvarar um 23 þúsund tonnum af síld upp úr sjó. Hins vegar er leyfilegt að veiða um 43 þúsund tonn á þessari vertíð. Enn hefur ekki tekist sam- komulag um verð á sild til frystingar, og var verðákvöröun visaö til yfirnefndar Verölags- ráös á mánudaginn. Mikiö ber á milli seljenda og kaupenda og fyrr i haust lögðu kaupendur fram áætlanir, miðaö viö óbreytt verö á frystri sfld i Evrópumynt. Miöað við þær, þyrftihráefnisverðað lækka um 15% frá þvi, sem var á siðustu vertiö, en eins og kunnugt er, var ákveðin 30% hækkun á sildarveröi til söltunar. Á und- anförnum árum hefur sama verð veriö á sild til frystingar og söltunar. Litlar sem engar horfur eru nú á frekari söltun á saltsild og fullvist má telja, að sildarsöltun verði stöövuð strax og búið er að salta upp i samninga. „Það hefur ekkert veriö fryst !■ til útflutnings ennþá og þaö er gjörsamlega útilokað að kaupa á þvi verði, sem ákveðið var til söltunar”, sagði Hjalti Einars- son, framkvæmdastjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, i samtali við Visi. „Annaöhvort verður aö ákveöa lægra verö til frystingar eöa bátarnir stöövast, þegar búið er aö veiða upp i söltun”. Þá hafa frystihúsamenn i Vestmannaeyjum ákveðiö. sam- kvæmt heimildum Visis að taka ekki á móti neinni sild til frystingar aö svo stöddu. Nú er búið að salta i um það bil 60 þúsund tunnur og reiknaö er með þvi að fyllt verði upp i samninga eftir um það bil hálf- an mánuö. Búist er viö, aö um þrjú þúsund tonn af sild fari 1 beitu, en óvist er eins og málin standa nú, hvort þau 17 þúsund tonn, sem eftir standa af kvótanum, veröi veidd á þessari vertiö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.