Vísir - 22.10.1981, Blaðsíða 17

Vísir - 22.10.1981, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 22. október 1981 T T’ 17 vísm viðsk’iptí”’~’í Danmörk: Bullandl lap á Berlingske - taka rekstrarián með tryggingu í tramtíðaraugiýsingum Mikið tap verður á danska útgáfufyrirtækinu Berlingske Hus i ár — annað árið í röð. Hingað til hefur Berlingske verið helsta blaðaútgáfufyrir- tæki i Danmörku. Gefur það út dagblöðin Berlingske Tidende og BT.# vikublöðin Billed-Bladet, Söndags-BT og Weekend- avisen. I fyrra lenti Berlingske hus i miklum vanda vegna verkfalla bókageröarmanna vegna nýrrar prenttækni. AB sögn veröur tapiö i ár svo mikiö. aö eigiö fé fyrir- tækisisins veröi allt uppuriö. Þegar hafa veriö tekin ný lán til rekstursins aö upphæö 20 milljón- ir danskra króna. Mikla athygli hefur vakiö aö tryggingar fyrir þvi láni eru inn- eignir hjá auglýsendum og fram- tiöarauglýsingatekjur. Segir verslunar- og viöskiptablaöiö Börsen aö meö þvi hafi lán- veitandinn Den Danske Bank brotiö allar bankaheföir varöandi lánatryggingar. Ekki kemur fram i ársreikning- um Berlingske Hus hver afkoma einstakra blaöa er. Þó er fullyrt, aö i þaö minnsta sé mikiö tap á móöurblaöinu Berlinske Tidende. Aöur en kom til vinnudeilunnar i fyrra var Berlingske Tidende ó- umdeilanlega stærsta blaö Dan- merkur aö upplagi. Eftir aö þaö fór aftur aö koma út eftir margra mánaöa tafir hefur ekki tekist aö ná sama upplagi R og aöal- samkeppnisaöilinn Politiken. Á siödegismarkaöinum hefur Berl- inske Hus einnig mátt sætta sig viö aö blaö þeirra BT er selt i töluvert minna upplagi en Ekstrabladet, sem er gefiö út af Politikens Hus. Stjórnendur Berlingske Hus telja ekki vonir til þess aö rekstur fyrirtækisins komist á réttan kjöl fyrr en tekist hefur aö tryggja aö ný prenttækni veröi tekin i notk- un. Ef svo veröi ekki, þá eigi Berlinske ekki möguleika á aö halda hlut sinum i dönskum blaöaheimi. : Iteesss. j i am" . r'' 3 Jh • *■ ■ Rekstrartækni sf. var stofnað í upphafi árs árið 1972 og er því tæplega tiu ara. Stofnendur og eigendur eru þeir Kristján Sigurgeirsson og Gisli Erlendsson rekstrartæknifræðingar, til vinstri á myndinni. Með þeim er Már Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri hins nýja útibús fyrirtækisins í Keflavik. Gísli og Kristján veita Rekstrartækni forstöðu ásamt Steinari Höskuldssyni. viðskiptafræðingi. I byrjun störfuðu þar tveir starfsmenn. Nú eru starfsmenn f jörutíu. Þar af sextán sérfræðingar á sviði rekstrar, viðskipta, verk- og kerfisfræða. London: Loka Piayboy spllavflum Dómstóll í London svipti i fyrri viku Palyboy og Clermont spilavítin þar starfsleyfi. Þau eru í eigu hlutafélaga playboy- kóngsins Hugh Hefner. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að starfsmenn og stjórnendur spilavít- anna hefðu brotið bresk lög um fjárhættuspil. Taliö er aö svipting starfsleyf- isins i London geti haft alvarleg fjárhagsleg áhrif á rekstur fyrir- tækja Hugh Hefner. Playboy- klúbbar hans i London og spila- vitin þar hafa undanfariö staöiö undir verulegum taprekstri á öör- um hlutum veldis hans. Upphaf þess er timaritiö Playboy. Einnig er taliö aö dómurinn 1 London geti haft óhagstæö áhrif fyrir Playboyveldiö i Atlantic City i New Jersey. Þar hefur fyrirtækiö timabundiö leyfi til aö reka spilaviti. Samningaviöræöur um frambúöarleyfi þar standa nú yfir. Dómstóllinn i London komst aö þeirri niöurstööu aö veittur heföi veriö ólöglegur gjaldfrestur til nokkurra fastra fjárhættuspilara. Námu þau lán allt aö jafnviröi einnar og hálfrar milliónar islenskra króna. Einnig aö föstum gestum.heföi sumum veriö heim- ilaö aö veöja áöur en þeir höfðu greitt fyrir spilapeninga sina. r Minni veröbðlga í suður Ameríu ✓ Veröbólgan i rikjum i Suöur- Ameriku hefur lengi veriö mikil i hlutfalli viö þróun vcrðlags á vesturlöndum. Nýlega birtist tafla yfir veröbólguþróun i Ameriku i timaritinu. Samkvæmt töflunni þá er veröbólga enn mikil i flestum rikjum Miö- og Suöur-Ameriku, cn þó sjást greinilega merki bata i þessum efnum. Má þar sérstaklega benda á Argentinu, þar sem veröbólga var rúmlega 100% i fyrra.cn er talin rúmlega 80% nú I ár. Verðbólga í Ameríkurikj- um árin 1980 og 1981 % 1981 %1980 Kanada 11,0 13,5 Bandarikin 11,5 10,1 Argentina 83,6 102,6 Brasiiia 88,4 81,8 Chile 26,0 35,9 Colombia 31,2 27,7 Jamaica 29,6 22,8 Mexikó 27,8 26,0 Nicaragua 67,5 — Panama 9,3 14,5 Perú 61,7 57,6 Trinidad 15,3 17,0 Uruguay 49,4 71,3 Vcnezuela 21,1 24,2 Veröbólgustigi, í Nicaragua árið 1980ersleppt og þá væntan- lega végna þess aö þár var þá mikiö upplausnarástand vegna byltingarinnar gegn Somoza einræðisherra og liöi hans. Ljóst er aö tölurnar fyrir verölagsþróun i ár eru byggöar á ágiskunum i töflunni hér aö of- an. Þær geta þvi eitthVað breyst siöar. Einnig er vitaö aö hagtöl- ur frá.þessum rikjulm eru mis- munandi áreiöanlegar. Þrátt fyrir þetta þá gefur taflan góöa mynd af þróuninni á milli ár- anna 1980 og 1981 ’umsfín:’ Ólafur Geirsson i_ y Rekstrartækni hl.: Nýlt úllbú I Kellavik Skipti á upplýsingum um rekstur á milli nokkurra frystihúsa á Höfuðborgar- svæðinu og á Suðurnesjum hafa vakið athygli. Er þarna um að ræða frysti- hús, sem notfært hafa sér þjónustu Rekstrartækni sf. en það fyrirtæki veitir þjónustu á sviði rekstrar ráðgjafar og tölvuþjón- ustu. Forráðamenn þeirra fyrirtækja, sem tekiö hafa þátt i þessum upp- lýsingaskiptum, hafa látiö i ljós ánægju meö árangurinn. A þenn- an hátt gefst þeim kostur á aö bera saman ýmsa þætti i rekstri sinum við tölur frá öörum sams- konar fyrirtækjum. Þó án þess aö nokkur trúnaöarmál berist jafn- framt út. Þannig geta þeir til dæmis séö hver nýting hráefnis er hjá þeirra fyrirtæki i samanburöi viö árangur annarra fyrirtækja. Eins er meö ýmsa kostnaöarliöi aöra eins og laun o.fl. Rekstrartækni sf., opnaði i byrjun þessa mánaöar nýja skrif- stofu aö Hafnargötu 37a i Kefla- vik. Meö þvi hyggst fyrirtækiö fiytja megniö af þeirri vinnu.sem þeir framkvæma fyrir Suöur- nesjafyrirtæki á heimaslóöir. Hingaö til hefur starfsemi Rekstrartækni sf. á Suöurnesjum einkum beinst að fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi. Hefur þáttur þess i þróun bónuskerfa viö launagreiöslur veriö þýðingarmikill á siöustu árum. Starfsemi Rekstrartækni sf. greinist i tvö aöalsviö: tækni og tölvusviö. Undir tæknisviöiö fell- ur meöal annars almenn rekstrarráögjöf, bónusvinnsla og framlegöarútreikningur yfir um sextán fiskvinnslufyrirtæki. Undir tölvusviö fellur þróun hug- búnaöar og tölvuvinnsla. Um eitt hundraö og sextiu fyrirtæki fá tölvuþjónustu hjá Rekstrartækni sf. |* \r 'pB LlöiBÍ Wjftfíi f 'ImSm Greiðslufrestur til fastagesta Playboy-spilavftisins í London getur orðið fyrirtækjum Hugh Hefner dýr- keyptur. Gæti þetta jafnvel orðið til þess.að áfram- haldandi heimildir til reksturs spilavítis í Atlantic City i New Jersey fengjust ekki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.