Vísir - 24.10.1981, Blaðsíða 9
Laugardagur 24. október 1981
VtSIR
9
■ ■
Hvar endar þetta?
Sagt er aö ekki sé mikið hlust-
aö á Utvarpsumræöur frá al-
þingi. Þaö er vissulega rétt, aö
ekki er þaö upplifgandi til hlust-
unar aö heyra háttvirta alþing-
ismennina vaöa ýmist i ökkla
eða eyra i lofi og lasti eftir þvi
hvort þeir sitja i stjórn eöa
st jórnarandstööu. Fáfróður
kjósandinn veröur litlu nær eftir
slika umræðu, enda óliklegt að
nokkur hlýði á þaii ræ'öuhöíd af
alvöru i þeim tilgangi að átta sig
á réttu eða röngu i pólitikinni.
Fólk hefur þvi fyrirfram
dæmt eldhúsdaginn óalandi og
óferjandi og snýr sér að Roger
Moore og John Wayne á mynd-
segulbandinu. Þeir eru ofar á
vinsældarlistanum, hvaö sem
liöur öllum skoöanakönnunum
um vinsældir Gunnars Thor!
Ræður um ekki neitt
Fyrir okkur hina, sem höfum
pólitisku bakteriuna eða hlust-
um af skyldurækni eru þessar
skylmingar i sölum alþingis
mátulega þolandi og jafnvel
býsna skemmtilegar á köflum.
Eða er þaö ekki á stundum bros-
legt þegar stjórnmálamaður
tekur sjálfan sig svo hátiölega
aö flytja kortersræöu um ekki
neitt? Raöa saman oröum um
baráttuþrek verkalýössamtak-
anna, kaupmátt ráöstöfunar-
tekna, hjöðnun veröbólgu miöaö
viö þjóöarframleiöslu, rekstrar-
skilyröi undirstööuatvinnuveg-
anna og stööugleika og jafnvægi
i þjóöarbúskapnum.
Hinsvegar er ósanngjarnt aö
halda þvi fram aö allar ræöur
kvöldsins hafi veriö innihalds-
lausar. Margt kom þar fram,
sem hefur pólitiska þýöingu.
Sjálfstæöisráöherrarnir láta
engan bilbug á sér finna, og ekki
fer á milli mála, að þeir eru
harla ánægöir meö frammi-
stööu rikisstjórnarinnar. Þeir
sjá engar blikur á lofti, en flytja
áferöafallegar ræöur um
trausta efnahagsstjórn, fram-
farir og atvinnu.
Einn þeirra gekk jafnvel svo
hraustlega til verka aö vísa á
bug öllum áhyggjum af land-
flótta meö þeim rökum, að Ei-
rikur rauöi heföi einnig haft út-
þrá! Hún væri okkur i blóö bor-
in ævintýramennskan og út-
þráin og engin ástæöa til aö gera
veöur út af henni, frekar en
Grænlandsför Eiriks foröum
daga.
Erlend skuldasöfnun
Stjórnarandstæöingar geröu sitt
besta til aö sverta ástandið,
töldu fulla atvinnu lltiö afrek,
hér heföi ekkert atvinnuleysi
verið i hálfan annan áratug og
teldist heldur ekki til tiöinda á
þessu ári. Geir Hallgrimsson og
fleiri bentu á að auk mikillar
skattheimtu, sem geröi rikis-
sjóöi kleift aö skila afgangi,
væri þvi ráöi beitt I auknum
mæli, aö færa útgjöld yfir á
lánsfjáráætlun, og nú væri svo
komið aö greiöslubyröi erlendra
lána heföi aldrei verið meiri.
Tómas Arnason viöurkenndi
þessa hættu og upplýsti aö
Framsóknarflokkurinn heföi á-
hyggjur af þeirri þróun. Hann
tók meira að segja fram, aö ár-
angurinn i baráttunni gegn
verðbólgunni, væri fyrst og
fremst vegna aukinnar erlendr-
ar skuldasöfnunar. Þetta var ó-
vanaleg hreinskilni og virðing-
arverö. Tómas fær plús fyrir
slikan málflutning, ekki vegna
þess aö hann fái stjórnarand-
stööunni vopn I hendur, heldur
vegna þess aö hann viöurkennir
staðreyndir. Það er meira en
margur gerir.
Hinn talsmaöur Framsóknar-
flokksins, Steingrimur Her-
mannsson talaöi einnig, þannig
aö eftir var tekiö. Þaö má Stein-
grimur eiga aö hann segir hug
sinn, talar út úr pokahorninu,
hvort sem menn eru honum
sammála eöa ekki. Þannig var
hann opinskár I afstööu sinni til
Flugleiöa og fer ekki lengur á
milli mála, aö samgönguráö-
herra er I meira lagi óhress út i
þá Flugleiðamenn. Þaö kann aö
draga dilk á eftir sér.
ritstjórnar
pistill
Etlert B. Scturam
ritstiöri skritsr
Kaupa sér gott veður
Annaö sem kom fram I máli
Steingrlms og til tlöinda getur
talist, var aövörun hans gagn-
vart verkalýöshreyfingunni og
kaupkröfum hennar. Ráöherr-
ann vísaöi nánast á bug öllum
grunnkaupshækkunum. Segja
má, aö ummæli Steingrims hafi
veriö það eina sem heyröist frá
rikisstjórninni um kjarakröfur
launþegahreyfingarinnar. Þaö
sýnir auövitaö innihaldsleysi
þessarar umræðu, aö ræöumenn
foröuöust eins og heitan eldinn
aö minnast á þaö mál, sem
mestu ræöur um framvindu
efnahagsmálanna á næsta ári.
Svavar Gestsson var spurður af
Karvel Pálmasyni um afstöö-
una til þessara krafna en Svav-
ar kaus aö vikja sér undan þeim
spurningum meö aldeilis dæma-
lausri langlóku um „baráttu-
þrek verkalýöshreyfingarinn-
ar”. Var hann aö kaupa sér gott
veöur?
Fánýt mælistika
Eitt þaö athyglisveröasta sem
fram kom I umræöunni á
fimmtudagskvöldiö var um-
mæli fjölmargra þingmanna
varöandi myntbreytinguna. All-
ir þeir sem tjáðu sig þar aö lút-
andi voru sammála um, aö
myntbreytingin heföi gjörsam-
lega misheppnast. Mörg dæmi
voru nefnd þvl til sönnunar, og
þá bæöi af stjórnarsinnum sem
stjórnarandstæöingum. Þetta
kemur heim og saman viö til-
finningu og reynslu almennings,
allt hefur stórhækkaö I veröi, I
skjóli myntbreytingarinnar. Þvi
furöulegra er, aö vlsitalan skuli
ekki mæla framfærslukostnaö-
inn hærri en raun ber vitni.
Skýring er auðvitaö aö ein-
hverju leyti fólgin I þvi, aö vlsi-
töluvörum er haldiö niöri, meö-
an flóögáttir opnast I verölagi
að ööru leyti, og undirstrikar
þaö aöeins fánýti þessarar
mælistiku, sem ekkert segir
lengur til um útgjöld venjulegr-
ar fjölskyldu. Visitalan er enn
aö mæla framfærslu fjölskyld-
unnar sem bjó I Reykjavlk ein-
hvern tlman á sjötta áratugn-
um. Þetta er jafn fáránlegt, eins
og þaö aö segja fólki aö klæöa
sig samkvæmt tiskunni eftir
striö, eöa haga heimilishaldi I
samræmi viö búskaparhætti
fyrri kynslóða. Svo mikil og
snögg umskipti hafa orðiö I lifi
og lifsháttum tslendinga á
tveim áratugum, aö þar er um
aö ræöa tvö óllk samfélög.
Samviskuleysi
En ef vlsitalan hefur dagaö
uppi, þá má ekki slöur tala um
stöönun I karpinu um kjörin.
Þvillktog annaö eins! 011 þjóöin
er farin aö gera sér grein fyrir
hringsnúningi Alþýöubanda-
lagsins I kaupgjaldsmálum.
Slagoröiö „samningarnir I
gildi” er oröiö aö almennu at-
hlægi og satt aö segja þarf aödá-
unarvert samviskuleysi, aö
snúa svo rækilega viö blaöinu,
eins og Guömundur J. og kump-
ánar hafa gert. Þaö er auövitaö
þeirra mál, hversu langt hægt
er aö ganga I flokksþjónkun en
ekki er unnt aö imynda sér, aö
kjósendur, launþegar, beri
mikla viröingu fyrir stjórn-
málamönnum eöa verkalýös-
foringjum, sem snúast eins og
vindhanar I svo stórpólitlsku
máli.
Alþýöuflokkurinn tók einnig
þátt I kröfunni um „samningana
i gildi”, en haföi þá einurö og
þrek tii aö snúa viö blaöinu og
viöurkenna siöar aö kaupmátt-
ur er meira viröi en krónutölur.
Þegar Kjartan Jóhannsson
benti á og gagnrýndi umskipti
Alþðubandalagsins I ljósi hinnar
hófsömu kröfu ASÍ um 13%
kauphækkun á tveim árum,
svaraði Svavar Gestsson þeirri
gagnrýni meö upprifjun á skil-
yrðum Alþýöuflokksins, eftir
siöustu kosningar, þess efnis aö
kaupgjaldi yröi haldiö niöri.
Meö öörum oröum, hann
skammaðist yfir þeim tillögum
Alþýöuflokksins, sem voru efn-
islega á sömu lund og Alþýöu-
bandalagiö stóö aö um siöustu
áramót, og viröist fylgja nú.
Skilur einhver upp eöa niöur I
þessum rökræöum? Eru þetta
rökræöur ábyrgra stjórnmála-
leiötoga? Er nema von aö kjós-
endur hafi lltinn áhuga á ab
fylgjast meö eldhúsdagsumræö-
um frá alþingi viö sllkar aö-
stæöur?
Hvar endar þetta?
Þegar þetta er skrifaö, er enn
ekki vitaö um viðbrögö vinnu-
veitenda gagnvart kröfum ASI.
Þó hefur framkvæmdastjóri
VSl, fullyrt aö þegar allar kröf-
ur væru lagöar saman og reikn-
aöar út I beinum kauphækkun-
um væru þær nærri 40%. Samt
eru menn á þeirri skoðun aö
kröfurnar séu hófsamar! A
sama tima er gert ráö fyrir 1 til
2% auknum þjóöartekjum á
næsta ári. A sama tima er verib
aö taka milljóna tuga lán til aö
styrkja atvinnuvegina og halda
þeim gangandi. Hvar endar
þetta?
Ellert B. Schram