Vísir - 24.10.1981, Síða 20

Vísir - 24.10.1981, Síða 20
Laugardagur 24. október 1981 VÍSIR hvað, hvar...? Megi ’ann ✓ _ aldrei þrifast Sólveig K. Jónsdóttir. akrlfar Laugarásbíó: Monty Python's Life of Brian Leikstjóri: Terry Jones Höfundar handrits: Graham Chap- man, John Cleese, Terry Gilliam, Eric Idle, Terry Jones og Michael Palin Aöalleikarar: Graham Chapman, Terry Gilliam, John Clees, Eric Idle, Terry Jones og Michael Palin. Bresk, árgerð 1979 Þaö er meö kvikmyndirnar eins og fréttirnar, góöar kvik- myndir koma aldrei of seint. en þær vondu einlægt of snemma. Þó Monty Python’s Life of Brian séoröin þriggja vetra gömul má segja.aö enn heföi mátt dragast um sinn.aö þessi mynd kæmi til landsins. Kvikmyndin segir frá sveinstaulanum Brian. sem fæöist I fjárhúsi á jólanótt. Móöir hans er leikin af karl- skepnu meö æriö svarta skegg- rót og iviö hása rödd. Brian þessi er vænsta skinn, en móöir ...Syningar F jal akattari ns á kvikmynd Schlö ndorff s, Blikktrom munni, áttu aö fara fram i september en af þvi gat ekki oröiö. Kvikmyndin er nú komin tillandsins og sýningar á henni verða i Tjarnarbiói laugardaginn 24. októberkl.Sog 7.30 og sunnudaginn 25 október kl. 5, 7.30 og 10. Hér er mikið listaverk á feröinni svo að kvik- myndaáhugamenn láta örlitla seinkun ekki á sig fá.. Nýja Bi'ósynir gamanmyndina 9 til 5 en hún greinir frá ástandinu á skrifstofu þar sem yfirmað- urinn er ekta gamaldags karl- rembusvin og kvenkyns undir- tillur hans eru hreint alveg að bugast vegna óréttlætis hans og yfirgangs. Tilviljanirnar snúast þeim i hag og meö atorkusemi tekst þeim aö sýna hvemig fyrirmyndar skrifstofa á aö vera. Þeir sem þekkja skrif- stofullfiö ættu að hafa lúmskt gaman af 9 til 5.Regnboginn hefur fhitt Cannonball Run í i Superman klappar unnustunni. einum af smærri sölum hússins, en þarna er á ferðinni dágóð gamanmynd sem lýsir heldur ruglingslegum kappakstri yfir þver Bandarikin. 1 aðalsal Regnbogans er svo Skatetown USA diskómynd sem h'klega er heldur sein á ferðinni þvi nú hallar undan fæti hjá diskótón- listinni... Superman II flýgur um tjald Háskólabiós og þykir þessi framhaldsmynd sist gefa fyrri myndinni nokkuö eftir. Að visu gekk á ýmsu við gerö Superman II, framleiðendur reyndu aö pretta leikarana og leikstjórann á ýmsa vegu, en það kemur hvergi niður á myndinni.... Gamla kempan Belmondoer enn uppá sittbesta og sýnirþaö i Tónabióii mynd- inni Lögga eöa bófi.lTónabió er annars enn verið aö sýna Hringadröttinssögu en sýningar veröa ekki margar úr þessu svo betra er að hafa hraöann á...... hans ráörikt skass. Þar sem hún sleppir hendinni af syninum taka önnur dusilmenni viö og fara illa meö sveininn. Monty Pyton’s Life of Brian einkennist ööru fremur af frjálslyndi og gamansemi.sem I minu ungdæmi voru kennd viö vonda mannasiöi. Vafalaust eru þeir til sem geta auöveldlega: hlegiö aö smámæltum málhölt- um, holdsveikum, blindum og krossfestum, en þess konar húmor segir öllu meira um þann sem hlær en þaö sem hlegið er aö. Alveg má þaö heita kostu- legt aö geta lagt þaö upp sem brandara f kvikmynd.aö holds- veikur maöur segist hafa veriö sviptur atvinnunni, betlinu, þegar hann var læknaöur, á meöan fólk þjáist enn af þessum sjúkdómi i vanþróuöum lönd- um. Eöa aö blindur maöur kann ekki fótum sinum forráö og fell- ur I gryfju, rétt si svona i tilefni af ári fatlaöra eöa hvaö? Fyrir utan þá meginósvinnu aö fjallaö er um fatlaöa eins og Hofundur Monty Python’s Life of Brian, hver mannvitsbrekkan um aöra þvera. Gáfumaöurinn meöpipuna fer með hlutverk Brians. þeir séu brandarar I manns- mynd,býður Monty Pyton’s Life of Brian upp á gamansemi.sem einkum gengur út á skit, t.d. þegar menn eru beönir aö fara ekki sendiferöir um skólpræsi borgar nema á lélegri sandölun- um. Aöalefni myndarinnar er þó liklega klúrir brandarar af þeirri gerö.er börn hafa yfir, af þvi aö þeim finnast ný orö skemmtileg. Ofangreindum tegundum fyndni er svo blandaö saman viö dágóöan skammt af misjafnlega snjöllum oröaleikj- um.sem flestir fara fyrir litiö þegar þeim hefur veriö snúiö á islensku. Monty Pyton’s Life of Brian er einkar aumleg opinberun for- dóma og fyrirlitningar höfund- anna á kynvillingum, konum, trú, fötluöum og sjúkum. Illt er, ef svo aumlegt apaspil fellur nokkrum manni vel i geö. —SKJ Tónlist Sunnudagur kl. 20. Dans á rósum eftir Steinunni Jóhannesdóttur. Ekki láta gagnrýnendur skipa ykkur fyrir verkum. Forvitnilegt leikrit til aö velta vöngum yfir. ; Á Litla sviöinu: Sunnudagur kl. 20.30: Ástarsaga aldarinnar eftir Mörtu Tíkkanen. A erindi. Utan Reykjavíkur: (rangsælis umhverfislandiö) Litli Leiklúbburinn tsafiröi: A morgun veröur gamanleikurinn Hale- lúja eftir Jónas Árnason frumsýndur i Hnifsdal undir leikstjórn Árn- hildar Jónsdóttur. Leikfélag Akureyrar: Jómfrú Ragnheiður eftir Guðmund Kamban var frumsýnd i gær. Næsta sýning er á sunnudag kl. 20.30. Leikstjóri Briet Héöinsdóttir og hún geröi lika leikgeröina. Nýtt leikrit, ný islensk tónlist, ný Kagnheiöur. Ms Kammermúsikklúbburinn hefur starfsáriö meö tónleikum i Bústaöakirkju á sunnudaginn kl. 20.30. Á efniskránni verk eftir Mozart, Þorkel Sigurbjörnsson, og Brahms. Laufey, Júliana, Helga og Nora spila. Guömundur Jónsson syngur létt islensk verk meö undirleik ólafs Vignis Albertssonar I Hliöarenda, annað kvöld og næsta sunnudagskvöld lika. (Þetta heföi e.t.v. átt aö fara undir mat). Fryðryk hefur lagt upp I tónleikaferð um landiö. Björgvin Gislason er meö. Þeir spila á Selfossi á mánudaginn. Fóstbræður halda skemmtikvöld i kvöld i Félagsstofnun stúdenta. Myndlist Vefnaöur iGalleriLangbrók. Guörún Gunnarsdóttiropnar þar sýningu i dag á myndvefi meö blönduöu efni. Jakob Hafstein opnar sýningu I dag i Asmundarsal, Freyjugötu 41. Op- ið 14—22. Siðustu forvöö: Þetta er siöasta sýningarhelgi íslenskrar grafikur I kjallara Norræna hússins. Driföu þig! Opiö 14—22. Annað: Kristján Daviðsson, yfirlitssýning á Listasafni Islands. Opiö 13.30—22 um helgar og 13.30—18 hvunndags. Asgerður Búadóttir sýnir vefnað I Listasafni ASÍ. Opiö daglega frá 14—22. Picasso, Chagall, Miro og fleiri snillingar geröu graflkmyndir sem veriö er aö sýna á Kjarvalsstööum. 1 forsölum hússins ersýning á 'handavinnu Heimilisiönaöarfélagsins. Ivan Török leiktjaldamálari sýnir I Galleri Djúpiö, Hafnarstræti. Arni Sæberg er meö ljósmyndasýningu i Pizzahúsinu, Grensásvegi. Opiö 11—23.30. Torfan:Sýning á ljósmyndum af ýmsum sýningum Alþýðuleikhússins. Kirkjumunir: Sigrún Jónsdóttir sýnir batik. Valdimar Einarssonfrá Húsvik er aö sýna vatnslita- og kritarmyndir á Mokka. Þjóðmin jasafnið: Þetta venjulega og svo er sýning á lækningatækjum lika. Höggmyndasafn Asmundar Jónssonarer opiö á þriöjudögum, fimmtu- dögum, og laugardögum, sem sagt I dag frá kl. 14-16. 'Asgrfmssáfn er opiö sunnudaga, þriöjudaga og fimmtudaga kl. 13.30—16. Listasafn Einars Jónssonar er opið á sunnudögum og miövikudögum frá ki. 13.30—16. Leiklist Alþýðuleikhúsið: 1 dag, laugardag kl. 20.30: Stjórnleysinginnsem fórst af slysförum eftir Dario Fo. Þráinn Karlsson flýgur suöur til aö vera meö og þaö borgar sig aö sjá leikritiö áöur en hann gefst upp á limminu, sem gæti oröið bráöum. A morgun, sunnudag kl. 15: Sterkari en súpermann. Leikrit um fötluö börn, gæti verið lærdómsrikt og krakkar hafa gaman af þvi. Breiðholtsleikhúsið sýnir i Félagsstofnun stúdenta Lisa I Vörulandikabarett frumsýndur á morgun kl. 20.30. Skemmtun eftir Þránd Thoroddsen og Gunnar Gunn- arsson, músik eftir Atla Heimi. Gæti oröiö gott. Leikfélag Reykjavikur: Laugardagur kl. 20.30: Jói eftir Kjartan Ragnarsson. „Sýning sem óhætt er aö mæla meö” sagði einhver. Sunnudagur: Ofvitinn eftir Kjartan og Þórberg. Ætti að vera skylda. Byrjar kl. 20.30. Skornir skammtar eftir Þórarinn Eldjárn og Jón Hjartarson, revia. Hún veröur sýnd i Austurbæjarbió i nótt kl. 23.30. Þjóðleikhúsið: I kvöld: Pekingóperan, kl. 20. Stórviöburöur. Sunnudagur kl. 15. Pekingóperan aftur.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.