Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2001, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. JANÚAR 2001
T
ÓMAS Guðmundsson er Reykja-
víkurskáldið. Skáldið sem fann
sér efnivið til ljóðrænnar tjáning-
ar í borginni, þessari sódómu sem
fá skáld höfðu sér látið til hugar
koma að byggi yfir fegurð sem tjá
mætti í ljóðrænum hendingum í
bundnu máli. Þessa hlið skáldsins
þekkja allir þeir sem á annað borð kæra sig um
að þekkja nokkuð til íslenskra bókmennta. Og
margir sem aldrei hafa lesið ljóð Tómasar vita
af þessu orðspori hans. Og Reykjavíkurborg
hefur heiðrað þetta skáld sitt með því að kenna
við hann ein virtustu bókmenntaverðlaun
landsins: Bókmenntaverðlaun Tómasar Guð-
mundsonar. Heildarsafn rita hans hefur verið
gefið út í tíu bindum (Almenna bókafélagið
1981) og heildarsafn ljóða hans hefur komið út
í sérútgáfu (Almenna bókafélagið 1989) sem
hefur verið enduprentuð fjórum sinnum. Efn-
isrík úttekt Kristjáns Karlssonar: „Um ljóða-
gerð Tómasar Guðmundssonar“ hefur verið
endurprentuð víða. Staða Tómasar Guð-
mundssonar í íslenskri bókmenntasögu virðist
því trygg og er þá ónefndur allur sá fjöldi söng-
laga sem gerður hefur verið við ljóð hans og
margir kunna að raula utanbókar – jafnvel án
þess að kunna skil á höfundi textans. Kannski
lifa ljóð Tómasar bestu lífi meðal þjóðarinnar í
þessum lögum.
En það eru fleiri hliðar á skáldinu Tómasi
Guðmundssyni, hliðar sem færri þekkja. Það
eru aðeins fyrstu þrjú bindin í ritsafni hans
sem hafa að geyma ljóð hans; í hinum bind-
unum sjö er að finna greinar um ýmisleg efni;
myndir, minningar, æviþætti og aldafarslýs-
ingar sem bera snjöllum penna og hugmynda-
ríkum huga glöggt vitni.
Silfurniður Sogsins
Reykjavík hefur gjarnan verið nefnd borgin
við sundin blá og héldu því margir að titillinn á
fyrstu ljóðabók Tómasar, Við sundin blá
(1925), vísaði til höfuðborgarinnar. Svo mun þó
ekki vera heldur var Tómas hér að vísa til
Sogsins, elfunnar sem rann um æskuslóðir
hans á Efri-Brú í Grímsnesi. Til þeirrar elfu
vísaði hann síðan aftur í titli næstsíðustu ljóða-
bók sinnar, Fljótið helga (1950), og hann yrkir
um þessa „æskuveröld“ sína bæði í upphafs- og
lokakvæðum þeirrar bókar.
Í upphafskvæðinu „Kvöldljóði um draum“,
sem er í fjórum hlutum, alls tólf erindi, yrkir
Tómas af stakri snilld um stefnumót þroskaðs
skálds við sitt eigið bernska sjálf. Hann hverf-
ur á vit bernskuslóðanna, lýsir áhrifum stór-
brotinnar náttúru á viðkvæma barnslund. Þar
leikur elfan aðalhlutverk í mótun barnssálar-
innar:
Og lítill drengur heldur heim á leið –
en hægt hann fer og lítur oft til baka.
Í sál hans hrynur ennþá eflan breið
og urriðar í lygnum hjartans vaka.
Og frá þeim söng hann sofnar kvöldin löng
svo sæll af því hann veit, að allar nætur
mun fljótið halda áfram sínum söng
í sál hans þangað til hann rís á fætur.
Já, enn ég man þann söng, þann silfurnið,
sem sorg og þrá er ljóði mínu ofinn.
Hvert blik, sem skynjun drengsins dvelur við,
hver draumur hans í blóði mínu er sofinn.
Og enginn veit hve sárt er húmið hneig
ég hefi einatt litla drengsins saknað,
og stundum hef ég, gripinn feigðargeig,
við grátstaf hans í brjósti mínu vaknað.
Í samtalsbók Matthíasar Johannessen við
Tómas, Svo kvað Tómas (1960), er að finna eft-
irfarandi orð skáldsins, þar sem hann tjáir það
sama og í erindunum hér að ofan – og á jafn
ógleymanlegan máta:
„Ja, það er rétt að ég er Árnesingur og upp
alinn í Grímsnesi, en ég hef í reyndinni aðeins
talið Sogið og nánasta umhverfi þess til átt-
haga minna. Þar undi ég öllum stundum, sem
ég mátti, þegar ég var drengur, og ég varð
ákaflega samrýndur þessu undarlega fljóti.
Mér er jafnvel ekki grunlaust um, að það hafi
átt verulegan þátt í því, hvernig líf mitt hefur
ráðizt. Þegar fjarlægur árniður fylgir ungum
dreng inn í svefninn, skeður eitthvað undur-
samlegt hið innra með honum, og þá þarf hann
sterk bein til að vera ekki orðinn skáld, þegar
hann vaknar.“
Í grein sinni um Tómas í Bókmenntaþáttum
(1985) kemst Matthías Johannesson svo að
orði að „Sogið [hafi] streymt inn í skáldæð
hans og [fylgt] honum æ síðan. En þótt silfur-
niðurinn hyrfi aldrei úr æðum drengsins varð
hann þó sjálfur að hverfa úr Grímsnesinu og
halda til höfuðborgarinnar til þess að ganga í
menntaskóla og síðar háskóla þar sem hann
lagði stund á lögfræði. Skyldi hinn unga Ár-
nesing þá hafa grunað að hann væri til þess
kallaður að verða höfuðskáld borgarinnar?
Sofandi borg
Fyrsta ljóðið í fyrstu ljóðabók Tómasar ber
sama titil og bókin: „Við sundin blá“. Þar siglir
ljóðmælandinn á fleyi sínu um sundin blá, einn
að næturlagi um vor. „Til hvíldar er heimurinn
genginn / og hljómarnir þysmiklu fallnir í dá. /
Um sofanda varir fer viðkvæmt bros / meðan
vornóttin gengur hjá.“ Það er innra líf ljóð-
mælandans sem ort er um í þessu ljóði líkt og í
flestum öðrum ljóðum þessarar fyrstu bókar
skáldsins. Ef við ímyndum okkur (þótt við vit-
um betur!) að skáldið sé hér siglandi fleyi sínu
úti á bláum sundum Faxaflóans gætum við
ályktað sem svo, að það hætti sér ekki enn sem
komið er inn í hringiðu borgarlífsins, kjósi
heldur að sveima um utan borgarmarkanna.
Enda talaði Halldór Laxness um að í verkinu
mætti sjá „sveimhygli“ og „jafnvel lénstíma-
fyrnsku“ í hugmyndavali.
Kristján Karlsson bendir hins vegar á, í áð-
urnefndri grein sinni um ljóðagerð Tómasar,
að Við sundin blá sé „í raun og veru […] eins og
eitt kvæði, ein stemning“ og þarf að lesast í
heild til að njóta sín. Hann telur að bókin sé
„söngur um huglæga, algilda fegurð ástarinn-
ar.“ Þessi næmi skilningur Kristjáns á heildar-
hugsun bókarinnar opnar lesendum nýja leið
að heimi hennar.
Það er varla hægt að segja að höfuðborgin
vakni til lífsins í þessum fyrstu ljóðum Tóm-
asar, nema kannski í „Stúdentasöng“ þar sem:
„Allt vaknar er vorar að, / sem veröldin fegurst
ól“ og ort er um vonina um bjarta framtíð sem
býr í sálum æskunnar. Það var ekki fyrr en í
næstu bók skáldsins að Reykjavík lifnaði svo
um munaði.
Marga perluna er engu að síður að finna í
Við sundin blá, til að mynda ljóðið „Ég leitaði
blárra blóma“ sem þeir Gylfi Þ. Gíslason og
Hörður Torfason hafa gert ódauðlegt í lögum
sínum, hvor á sinn hátt.
Borgin vaknar
Hafi Halldór Laxness ekki verið ýkja hrifinn
af þessari fyrstu bók vinar síns og talið á henni
nokkurn „fornleifabrag“, kveður við annan og
jákvæðari tón í umsögn hans um næstu bók,
Fögru veröld (1933): „Áður var það riddari,
skógur og höll. Nú eru það húsin í bænum,
Vatnsmýrin, Austurstræti, – hann skynjar
ljóðið í sínu eigin umhverfi…,“ segir Laxness í
ritdómi sínum.
Það er óþarfi að fjölyrða hér um þá borg sem
rís svo lifandi upp af síðum Fögru veraldar – sú
saga er flestum kunn. En vert er að hafa í huga
það hugrekki sem felst í því að lýsa borginni
„heitri af vori og sól með syngjandi stræti og
glóandi götum“ og grasinu sem „vex á Arn-
arhól“ á tíma sem flestir litu á sem mikla
eymdartíma í lífi þjóðarinnar og dapurlegar
hugmyndir áttu frekar upp á pallborðið. Enda
segir Tómas í samtalsbókinni við Matthías að
fólk hafi tekið bókinni „með ótrúlegum fögn-
uði“ enda sé „ungt fólk samt við sig á hverju
sem gengur og […] hafi þrátt fyrir allt litið til-
veruna björtum augum.“
En það eru ekki bara borgarljóðin sem setja
svip sinn á þessa bók sem gerði Tómas að „höf-
uðskáldi og þjóðskáldi.“ Hafi Tómast ort um
„huglæga, algilda fegurð ástarinnar“ í fyrstu
bókinni þá gerir hann það ekki síður í Fögru
veröld. Hann yrkir um það þegar „lítið hjarta“
gengur „í fyrsta sinn úr skorðum“ og um ástina
„sem brann í sálu minni.“ Og hann yrkir um
sorgina: „Hún er konan, sem kyrrlátust fer / og
kemur þá minnst þig varir“ – sem reyndar er
eitt af áleitnustu yrkisefnum hans, þegar
grannt er skoðað. Og þá eru ónefndar ýmsar af
sígildustu perlum Tómasar sem finna má í
þessari bók hans, svo sem „Fjallgöngu“ og
„Hótel Jörð“. Fyrrnefnda ljóðið er eitt albesta
dæmið um það hvernig form ljóðs, hrynjandi
og efniviður geta fallið í eina órjúfanlega heild
þegar snillingur heldur á penna.
Gaman og alvara
Með þriðju ljóðabók Tómasar, Stjörnur
vorsins (1940) bætast enn nýjar víddir í ljóðlist
Tómasar. Kristján Karlsson hefur bent á að í
ljóðum Tómasar hafi íslensk borgarmenning
eignast sjálfstæða rödd í íslenskri ljóðagerð;
hann hafi með skáldskap sínum endurnýjað ís-
lenskt skáldamál í takt við þann tíma sem hann
lifði og hrærðist í. Hann bendir einnig á að af
einstökum bókum Tómasar þá beri Stjörnur
vorsins „samfelldust auðkenni talaðs máls.“
Og í samræmi við það þá eru yrkisefni bók-
arinnar flest unnin úr „hversdagslegum at-
burðum og fyrirbærum.“
Einnig kveður við nýjan tón í þeim fjölda
gamankvæða sem Tómas birtir í þessari þriðju
bók sinni, má til dæmis nefna kvæðið „Þegar
ég praktíseraði“ þar sem Tómas hendir gaman
af sinni stuttu starfsævi í lögfræðingastétt. Því
lýkur á þessu erindi:
„FEGURÐARDÝRKANDI
ÁN SAMNÍNGA“
„Þeir sem ritað hafa um ljóðlist Tómasar
Guðmundssonar hafa flestir lagt áherslu á þá
miklu endurnýjun ljóðmálsins sem skáldskapur hans
býr yfir og þarf enginn að velkjast í vafa um réttmæti
þeirrar áherslu.“
Morgunblaðið/Ólafur K. MagnússonTómas Guðmundsson
E F T I R S O F F Í U A U Ð I B I R G I S D Ó T T U R
TÓMAS GUÐMUNDSSON (1901–1983) – ALDARMINNING
„Fagra veröld er ekki einungis eitt hið
frumlegasta og fegursta ljóðasafn, sem hér
hefur komið út á þessari öld, heldur mark-
ar það nýtt spor í menningu Reykjavík-
urbæjar. Tómas Guðmundsson hefur feng-
ið alla menntun sína og þroska hér í
Reykjavík, hann hefur haft skarpskyggni
og djörfung til þess að leita yrkisefna
sinna í hversdagslegu lífi og umhverfi
þessa bæjar, sem svo fáir kunna að elska
og oftar heyrist lastaður en lofaður, og
hann hefur numið þar nýtt land fyrir ís-
lenzkar bókmenntir. Þessi litla bók hefur
farið sigurför um landið og fólk hefur litið
upp og spurt undrandi: Getur Reykjavík
átt svona mikið af fegurð og nýjum yrk-
isefnum? …“
(Úr greinargerð sem send var bæjar-
stjórn Reykjavíkur árið 1934 með áskorun
um að veita Tómasi Guðmundssyni fjár-
stuðning. Undirritað af Alexander Jóhann-
essyni, Einari Ólafi Sveinssyni, Kristjáni
Albertssyni, Ólafi Lárussyni, Vilmundi
Jónssyni, Árna Pálssyni, Jóni Sigurðssyni
frá Kaldaðarnesi, Magnúsi Jónssyni, Sig-
urði Nordal og Theódóru Thoroddsen.)
Nýtt spor í menningu
Reykjavíkurborgar