Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2001, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2001, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. JANÚAR 2001 B JARNA voru afhent verslunar- húsin í Hafnarfirði, eins og áður segir, í apríl 1794. Samningur sá er Bjarni hafði gert við verslun- arnefndina hljóðaði á þann veg að hann skyldi fá húseignirnar og innanstokksmuni á sama verði og Muxoll hafði gefið fyrir þau fjórum árum áður. En sökum lélegs ástands þeirra var Bjarna einungis gert að greiða þriðj- ung þess verðs sem þau voru metin til, eða 2.474 rd. og átti hann að greiða árlega 10% af skuld- inni vaxtalaust. Ekki er hægt að segja að verslun Bjarna hafi farið vel af stað því að einu og hálfu ári eftir að Bjarni hóf verslun í Hafnarfirði eða í september 1795 rituðu 23 bændur kæruskjal til Ólafs Stephensens stiftamtmanns og kvörtuðu undan versluninni í Hafnarfirði. Kærðu bændurnir kaupmennina meðal annars fyrir okur og fyrir að selja skemmdar vörur, nota svikna vog og vöruskort. Bændurnir kvörtuðu einnig undan því að ekki væri hægt að fá greiðslu í peningum hjá kaupmönnunum og því þurftu þeir að taka út alls konar óþarfa munaðarvörur til að fá eitt- hvað út úr verslun sinni við þá. Komu bænd- urnir þeirri skoðun sinni á framfæri að besta leiðin út úr þessum ógöngum væri að gefa versl- unina algerlega frjálsa og stuðla þannig að heil- brigðri samkeppni. Ekki má þó dæma Bjarna algerlega eftir þessu, því til eru heimildir um að árið 1807 hafi hann lánað fátæku fólki nauðsynjavörur til að bjarga því frá hungursneyð. „… var Bjarni beztur kaupmaður þar syðra og þeir Flensborg- arinn í Hafnarfirði lengi síðan, því Reykjavík- urkaupmenn voru flestir vesælingar og komu með litla vöru, en eyddu skjótt mikilli.“ Sagði Jón Espólín um verslun Bjarna í Hafnarfirði og einnig má hér vísa í orð Bjarna sjálfs þegar hann sagði að „auð vildi hann safna, … en hann vildi líka að aðrir auðguðust og einkum að þeir björguðust.“ Aðalverslun Bjarna var alltaf í Hafnarfirði en árið 1797 hóf hann einnig að reka verslun í Reykjavík. Í upphafi var Sigurður Guðlaugsson, forstöðumaður þessarar Reykjavíkurverslunar Bjarna, en á eftir honum tók við versluninni Fil- ippus Gunnarsson, bróðursonur Rannveigar, konu Bjarna. Um svipað leyti og Bjarni fór að versla í Reykjavík hóf hann að reka verslun í Keflavík en minna er vitað um hana. Bjarni rak sjálfur verslun sína í Hafnarfirði og sigldi á milli landa. Hann bjó í Kaupmanna- höfn á veturna en í Hafnarfirði á sumrin. Á þessu tímabili var Bjarni með tvö skip í sigl- ingum á milli landa og var annað þeirra rúmlega 80 stórlesta skip, „De tvende Söstre“, sem hann keypti að öllum líkindum árið 1796. Útgerðin Á tíma konungsverslunarinnar síðari stund- aði konungur einnig þilskipaútgerð við Ísland og voru höfuðstöðvar hennar í Hafnarfirði. Þeg- ar konungsversluninni lauk, árið 1787 var Ís- lendingum boðið að kaupa skipin en vegna móðuharðindanna, sem þá voru nýyfirstaðin, var efnahagur landans bágur og ekkert varð úr kaupunum. Seinna komst sá siður á að kaupskip þau er komu til landsins á vorin fóru á veiðar þegar búið var að losa þau hér á landi og veiddu fram í lok júlímánaðar. Þilskipaútgerð hófst aftur í Hafnarfirði rétt fyrir aldamótin 1800, en þá keypti Bjarni Sívert- sen sér danskt þilskip og ætlaði að nota það til tilraunaveiða frá Hafnarfirði. Bjarni vissi að margar þjóðir höfðu verið við veiðar við Ísland og gengið vel. Því þarf ekki að undra að Bjarni hafi velt því fyrir sér hvers vegna Íslendingar gætu ekki hagnast á þessum veiðum eins og Bretar eða Hollendingar svo dæmi séu tekin. Sú fiskiskúta sem Bjarni átti um aldamótin var að öllum líkindum eina fiskiskútan á landinu á þeim tíma. Er reynsla komst á útgerð Bjarna sá hann að það yrði mun ábatasamara að stunda þessa útgerð á mörgum skipum. „Til að auka höndlun sína og kenna landsmönnum sínum siglingar á útlendum skipum, samt til þess að efla landsins bjargræðisveg – svo segir Sívertsen frá tók hann fyrir sig að fjölga fiskijöktum í Hafnar- firði.“ Á ferðum sínum til Kaupmannahafnar vandi Bjarni oft ferðir sínar í skipasmíðastöðvar til að fylgjast með hvernig skip voru smíðuð. Hann lærði af því sem hann sá og flutti þá vitneskju með sér til Íslands. Þessi saga er óneitanlega mjög lík sögunni af Pétri mikla, en hann lærði einnig skipasmíðar erlendis með heimsóknum í skipasmíðastöðvar og flutti kunnáttuna með sér heim. Árið 1803 hafði Bjarni lokið smíði fyrsta þil- skips síns. Þetta skip var fiskijakt og gaf Bjarni henni nafnið „Havnefjords Pröven“. Skipið var bæði ætlað til flutninga og fiskveiða og var 18 álnir og 21 þumlungur á lengd og breidd þess þar sem það var breiðast var 6 álnir og 7 þuml- ungar. Eins og nafn þess gefur til kynna var þessi smíði tilraun í augum Bjarna. Bjarni var það ánægður með þessa frumsmíð sína að þetta sama vor hélt hann til Kaup- mannahafnar og skýrði frá árangri sínum og fór fram á að fá bæði peningalán og land undir skipasmíðastöð í Hafnarfirði. Eins og fyrri ferð Bjarna gekk þessi mjög vel og fékk hann 6.000 rd. lán til þessa verkefnis. Bjarni fór fram á það við rentukammerið að fá að kaupa konungsjörð- ina Ófriðarstaði (nú Jófríðarstaði) án þess að til uppboðs kæmi. Þetta gekk eftir og fékk hann jörðina á 325 rd. og borgaði einn þriðja út en fékk tvo þriðju á skuldabréfi. Sumarið 1805 reisti Bjarni skipasmíðastöð sína á Ófriðarstöðum og byggði þá stórt segl- skip sem þótti bera af öðrum skipum. Það var bæði betra sjóskip en þau skip sem menn þekktu og einnig var það ekki eins mannfrekt og teinæringur en bar þó meira en þeir. Þetta skip var hugsað bæði sem fiskiskip og flutningaskip með ströndum landsins. Ekki er vitað með vissu hversu mörg þilskip voru smíðuð í skipasmíða- stöð Bjarna í Hafnarfirði en hún sannaði nauð- syn sína árið eftir, því þá kom póstskipið hingað til lands mikið laskað eftir óveður sem það hreppti á leið sinni til landsins. Var gert við skipið í skipasmíðastöð Bjarna og var það eini staðurinn hér á landi sem réð við það verkefni. Bjarni rak útgerð sína með miklum dugnaði og gekk hún vel. Hann varð þó fyrir nokkrum áföllum, svo sem skipstjónum en hann keypti eða smíðaði upp, í stað þeirra sem töpuðust. Ekki er vitað með vissu hversu mörg skip Bjarni gerði út frá Hafnarfirði en er eignir hans voru boðnar upp eftir andlát hans er sagt að þar séu Havnefjords Pröven, Flynderen og fleiri fiskiskip. Bjarni og Napóleons-stríðið Um haustið 1807 lét Bjarni úr höfn í Hafn- arfirði á skipi sínu „De tvende Söstre“. Sam- ferða honum var Magnús Stephensen konfer- enzráð og Westy Petræus kaupmaður í Reykjavík. Ferð þeirra var heitið til Kaup- mannahafnar, en ekki hafði þá sú frétt borist til landsins að stríð geisaði á milli Dana og Eng- lendinga. Skemmst er frá því að segja að 19. september hertóku Englendingar skip Bjarna, skammt undan Líðandisnesi og færðu það til hafnar í Leith í Skotlandi. Farið var með það eftir venjulegu ferli hertekinna skipa. Það var fært til næstu bresku hafnar þar sem skiptöku- embættismaður var með aðsetur, þar var áhöfn- in yfirheyrð og birgðirnar annaðhvort innsigl- aðar eða seldar. Máið var svo sent skiptökudómi þar sem örlög skipa voru ákveðin. Bjarni og aðr- ir þeir, sem með skipinu voru, voru kyrrsettir í Leith en þó var Magnúsi leyft að halda ferð sinni áfram til Kaupmannahafnar. Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hve mörg Íslands- för Englendingar hertóku á þessum tíma en samkvæmt æviminningum Bjarna í Sunnan- póstinum voru þau 15. Magnús Stephensen sá fyrir að ef skipin fengju ekki að flytja vistir til Íslands myndi ekk- ert annað en hungursneyð bíða þjóðarinnar. Til að reyna að koma í veg fyrir þetta sneri hann sér til Sir Josephs Banks, sem var breskur nátt- úrufræðingur og mikill Íslandsvinur eftir að hann heimsótti landið 1772. Banks var mikils- metinn maður í Englandi og var forseti Kon- unglegu bresku vísindaakademíunnar 1778– 1820 og hafði meðal annars unnið sér það til frægðar að fara umhverfis jörðina 1768–71 með J. Cook. Í bréfi sem Magnús skrifaði Banks sagði hann að það væri sama og að dæma þjóðina til hörmunga og hungursneyðar ef skipin fengju ekki að sigla áfram á milli landanna. Hann minnti á að þegar Englendingar hertóku Kaup- mannahöfn hétu þeir því að láta í friði eigur ein- stakra manna. Í því sambandi benti hann á að Íslandsverslunin væri ekki lengur einokunar- verslun og því væru skipin og farmarnir eign einstakra manna en ekki danska ríkisins. Sir Jo- seph Banks sendi þegar boð til baka þar sem hann kvaðst vilja gera allt sem í hans valdi stæði til að aðstoða í þessu máli. Hann vildi fá þá Bjarna Sívertsen og Westy Petræus til London þar sem þeir, allir þrír, gætu ráðgast um hvað til bragðs ætti að taka. Bjarni sagði sjálfur svo frá: „Síðan fengum við honum [Banks] okkar bón- arbréf til höndlunarráðsins um það, að Íslensk höndlunarskip yrðu frígefin, og að þau, meðan á stríðinu stæði, mættu fara á milli landa, því ann- ars mundi fólk á Íslandi ei géta lífi haldið.“ Í kjölfar þessa voru öll þau Íslandsför, sem á Íslandi áttu heima, látin laus í marsmánuði þetta sama ár. Þarna voru einungis fimm skip af fimmtán látin laus, því Englendingarnir slepptu einungis þeim skipum sem voru skráð á Íslandi en ekki þeim skipum sem voru skráð í Dan- mörku. Englendingarnir gátu ekki látið skip, sem tæknilega séð voru í eigu óvinaþjóðar, laus. Skipunum var sleppt með þeim skilyrðum að þau héldu beint til Kaupmannahafnar, tækju þar vörur og sigldu þaðan beinustu leið til Ís- lands. Þrátt fyrir að skip Bjarna væri látið laust ákvað hann að fara ekki, heldur reyna að fá hin skipin tíu einnig laus, því hann „vildi ekki hætta við hálfgjört“ eins og hann orðaði það sjálfur. Bjarni Sívertsen gerði sér grein fyrir því að fimm skip dugðu ekki til að koma öllum þeim vistum til Íslands sem þurfti, því ekki hafi veitt af þegar 40 skip sáu um siglingarnar. Bjarni segir svo sjálfur frá: „Ég innsendi því annað bónbréf og setti enskum fyrir sjónir: að þó nokkrir Íslands kaupmenn staðnæmist við og við í Kaupmannahöfn höfðu þeir samt höndlun og heimili á Íslandi, og Íslands borgarar væru þeir. Af velgjörðum stjórnarinnar við þessa eyju, næði ei sínum tilgangi nema öll Íslandsför yrðu laus gefin, þau sem tekin höfðu verið 1807, og það sama ár til Íslands farið.“ Bjarni og Banks lýstu því einnig fyrir Earl Bathurst sem var forseti viðskiptamálaráðu- neytisins að samkvæmt dönskum lögum þyrftu „VAR BJARNI BESTUR KAUPMAÐUR ÞAR SYÐRA...“ Bjarni riddari Sívertsen. Brjóstmynd eftir Ríkarð Jónsson í Hellisgerði í Hafnarfirði. Skatthol úr búi Bjarna Sívertsens. Í dagbók Hollands frá 1807 segir svo um heimsóknina til Bjarna: „Heimili Bjarna er langfegursta sem við höfum enn séð á Íslandi. Það er ekki nóg að segja að það sé fallegt, heldur er það beinlínis glæsilegt, bæði að húsgögnum og öðrum innra búnaði og umgengni.“ E F T I R B J Ö R N P É T U R S S O N BJARNI SÍVERTSEN – SÍÐARI HLUTI „Þetta er Hafnarfjörður. Helzti maðurinn þar á staðn- um er Bjarni Sívertsen, vel efnaður kaupmaður. […] Heimili Bjarna Sívertsens er hið langfegursta, sem við enn höfum séð á Íslandi,“ segir í dagbók Henry Hol- lands sem ferðaðist um Ísland árið 1910.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.