Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2001, Síða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. JANÚAR 2001
F
YRRI grein minni lauk ég með því
að segja frá kynnum okkar Thors
af Gerði Helgadóttur, en hún bjó í
götu í Flórens, sem ég gat ekki
með nokkru móti munað hvað hét,
en núna um daginn rifjaðist nafnið
alveg óvænt upp fyrir mér. Svona
duttlungum þarf minni manna tíð-
um að lúta. Auðsætt er að Gerður kunni að velja
sér götu við sitt hæfi, vegna þess að hún hét
nefnilega Via Degli Artisti (eða Listamanna-
brautin) og átti síðar eftir að hýsa aðra mynd-
listamenn eins og til að mynda Hörð Ágústsson,
Jóhannes Jóhannesson, Kjartan Guðjónsson og
Valtý Pétursson. Áður en við segjum alveg skilið
við Gerði, má til gamans geta þess að einhverju
sinni varð hjólreiðamanni svo mikið um að sjá
konu í karlmannsbuxum að hann hjólaði á síma-
staur og hálfrotaðist. Já, konur í síðbuxum voru
sjaldséðari en hvítir hrafnar í þá daga, ekki síst
á Ítalíu.
Í Flórens komumst við í kynni við Eggert
Stefánsson, Wagnersöngvarann víðförla. Ég
man ekki lengur hvernig það atvikaðist. Hann
var í einu orði sagt ákaflega aðsópsmikill og lit-
ríkur persónuleiki, sem átti í rauninni engan
sinn líka. Hann smaug jafnan lipurlega gegnum
lífið enda vann hann naumast nokkurn tíma
handarvik, þótt hann héldi að vísu tónleika endr-
um og eins og fengist lítisháttar við ritstörf.
Honum var einkar lagið að herja út styrki hvort
heldur var frá opinberum aðilum eða einstak-
lingum. Vegna þessa háttalags hans og ekki síst
vegna þess hversu heimsmannslegur eða aðal-
mannslegur hann var í fasi, þótti einum ónefnd-
um vini mínum að honum væri ef til vill best lýst
sem tiginbornum trúði og má það kannski til
sanns vegar færa. Til að fyrirbyggja allan mis-
skilning er rétt að geta þess þegar í stað að
náungi þessi kunni vel að meta Eggert, þrátt
fyrir þann smábrodd, sem er að finna í lýsingu
hans á honum.
Eggert Stefánsson var hinn ljúfasti í við-kynningu, vel málhress, þótt hann væriað vísu nokkuð flámæltur, en það virtistekki há honum á nokkurn hátt. Það var
engu líkara að þetta mállýti léði persónu hans al-
veg sérstakan blæ og væri eiginlega þannig óað-
skiljanlegur hluti af henni. Honum lá mjög hátt
rómur og talaði af miklum eldmóði. Enda þótt
hann væri fjarri því að vera umtalsillur, þá áttu
ekki allir upp á pallborðið hjá honum, síst af öllu
Akureyringar, sem hann kvað í einu orði sagt
vera andstyggilega. „Maður er búinn að slíta sér
út fyrir þetta pakk og svo koma þeir ekki einu
sinni á konsert hjá manni.“ Þegar ég sagði hon-
um að mér þætti miður að heyra hversu lélegan
smekk sambæingar mínir hefðu á sígildri söng-
list, dró hann nokkuð í land og kvað foreldra
mína vera algjörar undantekningar á þessu
sviði. Eggert gat verið manna háttvísastur þeg-
ar því var að skipta. Hvaða skoðun sem menn
kunna að hafa á ummælum hans um listasmekk
Akureyringa, þá hygg ég að það sé nokkuð orð-
um aukið að hann hafi lagt á sig mikið erfiði fyrir
þá frekar en aðra landsmenn eins og vikið var að
hér að framan.
Eggert Stefánsson var kvæntur ítalskri konu,
Lelia Cazzola af nafni. Þar sem eflaust má gera
ráð fyrir því, að fjöldi lesenda, einkum og sér í
lagi þeir af yngri kynslóðinni, muni ekki lengur
eftir þessum merka manni, þá gæti það ef til vill
verið forvitnilegt að vitna í viðtal, sem Cesar
Marchi átti við hann fyrir hönd útbreiddasta
vikurits á Ítalíu, Oggi, árið 1960 í tilefni af fram-
boði hans til forsetaembættisins, en hann hugð-
ist bjóða sig fram á sama tíma og Gunnar Thor-
oddsen og Kristján Eldjárn, en hætti svo við allt
saman, þegar til kastanna kom. Um fyrstu kynni
þeirra hjóna segir: „Dag nokkurn kynntist hann
ítalskri námsmey í London. Hann játaði henni
ást sína og bauð henni að lifa með sér hættulegu
ævintýralífi þeirra manna, sem unna skáldskap,
sönglist og ættjörð og hún tók boðinu.“
Á öðrum stað hefur eiginkona hans þetta að
segja um Ísland og ættgöfgi mannsins síns:
„Hún útlistar fyrir mér (þ.e. blaðamanninum),
hvers vegna Ísland, sem getur þó stært sig af því
að eiga elsta löggjafarþing í Norðurálfu og er
því mjög lýðræðissinnuð þjóð, hafi samt sem áð-
ur alltaf forseta með að minnsta kosti einn desi-
lítra af kóngablóði í æðum. „Í Reykjavík,“ segir
hún, „er ekki til sú fjölskylda sem ekki getur
rakið ætt sína til konunga eða konungborinna
manna. Maðurinn minn er t.d. kominn af Har-
aldi hárfagra í þrítugusta og sjötta ættlið, en það
var einmitt vegna ofríkis hans, sem margir smá-
kóngar flúðu frá Noregi til að leita að landi, þar
sem þeir gætu lifað í friði og frelsi.““
Um frægðarferil heimssöngvarans ermargt og merkilegt sagt í viðtalinu:„Eggert Stefánsson er fæddur íReykjavík og er sonur múrara. Fyrst í
stað helgaði hann sig sönglistinni. Þessi Wagn-
ertenór ferðaðist um hálfan heiminn við góðan
orðstír, en kom þó aðallega fram á tónleikum í
London, París og Varsjá. Í eitt skipti bauð for-
stjóri Metropolitanóperunnar honum kostakjör
til þess að fá hann til að vera um kyrrt í Banda-
ríkjunum og hann hefði getað grætt stórfé á því
ekki síst vegna þess að sextán ára dóttir for-
stjórans varð ástfangin af honum. En í Eggerti
bjó það farandeðli, sem hafnar vissunni, þegar
óvissan er annars vegar.“
Um sambandsslitin við Dani 1944 standa eft-
irfarandi orð: „1944, þegar sambandslögin við
Dani gengu úr gildi, skiptust Íslendingar í tvo
jafnstóra flokka. Annars vegar voru þeir sem
vildu fresta sambandsslitunum og hins vegar
þeir sem kröfðust algjörs sjálfstæðis þegar í
stað. Það var þá sem Eggert gaf út óð, sem
þrunginn var lýrískum eldmóði og krafti, Óðinn
til ársins 1944, sem byrjar á þessum orðum:
„Vertu hljóð og vertu kyrrlát, þú hamingjusama
þjóð. Velkominn gestur kom til þín í nótt, vel-
komnasti gesturinn, sem nokkurn tíma hefur
komið til Íslands. Ár aldanna, ár eilífðarinnar, ár
Íslands, hið eina sem kemur og aldrei fer. Árið,
sem komandi kynslóðir, svo lengi sem nokkurt
líf er á þessu landi, aldrei gleyma og alltaf minn-
ast, meðan hjarta nokkurs Íslendings slær.
Þetta ár, sem verður blessað og heilagt og eilíft,
svo lengi sem landið byggist. Ár örlaganna, sem
kemur með réttlætið til Íslands. Árið eina...““
Ljóðið var lesið upp í útvarpi, birt í dagblöð-
um og fest upp á húsveggi. Óðurinn er boðskap-
ur, stefnuyfirlýsing og gunnfáni. Nafn Eggerts
Stefánssonar er nefnt í sömu andrá og nafn
Memelis, Theodórs Körner og hundrað annarra
ættjarðarvina. Óðurinn vakti ekki aðeins al-
menna athygli og ánægju heldur er líka sá gíf-
urlegi sigur, sem „and“-danski flokkurinn vann
við þjóðaratkvæðagreiðsluna, mest honum að
þakka að Ísland lýsti yfir sjálfstæði sínu. Seinna
samþykkti Alþingi með samhljóða atkvæðum að
veita skáldinu styrk ævilangt sem áþreifanlegan
vott um þakklæti ættjarðarinnar.
Viðtalinu við Eggert lýkur með þeim orðum,
sem hér fara á eftir: „Skáldið segist taka við for-
setaembættinu aðeins með því skilyrði, að hann
fái yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða.
„Ég vil vera sameiningartákn fyrir ættjörð mína
en ekki baráttutákn.“ Dýrðleg orð, gullvæg
hugsun. Var það ekki Plató, sem vildi gera skáld
útlæg úr sínu fullkomna lýðveldi?“
Áður en við segjum alveg skilið við söngv-
arann og skáldið Eggert Stefánsson langar mig
til að minnast örfáum orðum á kvöldverðarboð,
sem mágkona hans, Donna Lucia, hélt okkur
þremenningunum, þ.e.a.s. okkur Thor og Guð-
mundi Daníelssyni til heiðurs skömmu eftir að
mágur hennar og systir höfðu snúið aftur heim á
leið til Schio á Norður-Ítalíu. Það er ekki að orð-
lengja það að gestgjafinn tók okkur með kostum
og kynjum og kynnti okkur m.a. fyrir fluggáf-
uðum prófessor í enskum bókmenntum, sem
hafði hlotið einróma lof fyrir þýðingar sínar á
sonnettum Shakespeares. Við áttum þarna ynd-
islega kvöldstund, þar sem mikið var rætt um
menn og ólíkustu málefni. Þegar talið barst að
Wagnersöngvaranum víðförla, þá gat ég þess
svona rétt meðal annarra orða að hann hefði fyr-
ir nokkrum mánuðum haldið einsöngstónleika,
einskonar lokatónleika um allt Ísland (meðal
annars á Akureyri), þar sem hann hefði í raun-
inni verið að kveðja sönggyðjuna (dire addio alla
musa del canto). Þegar mágkona hans heyrði
Á ÍTALÍU FYRIR
52 ÁRUM
Hér er meðal annars sagt frá kynnum í Flórens af
„alheimssöngvaranum“ Eggerti Stefánssyni sem
greinarhöfundi þótti aðsópsmikill og litríkur persónu-
leiki, sem smaug lipurlega gegnum lífið. Einnig
er sagt frá kvöldverðarboði sem mágkona söngvarans
hélt greinarhöfundi, Thor Vilhjálmssyni og
Guðmundi Daníelssyni.
Gamalt málverk sem sýnir
Stórsöngvarinn Eggert Stefánsson. Portrett eftir Gunnlaug Blöndal.
E F T I R H A L L D Ó R Þ O R S T E I N S S O N