Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2001, Page 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. JANÚAR 2001 11
þetta læddi hún eftirfarandi orðum út úr sér,
kankvís á svip: „Hún var víst fyrir löngu búin að
kveðja hann.“
Um miðjan júlí tókum við félagarnir þrír okk-
ur far með áætlunarbíl frá Flórens til Rómar.
Leiðin lá fram með ströndinni, þar sem við nut-
um heillandi útsýnis af hafinu á aðra hönd og
fjöllunum á hina, enda þótt færi í alla staði ljóm-
andi vel um okkur, þá virtist ferðin aldrei ætla
að taka enda, sökum þess hve víða var áð. Ein-
hverjum okkar var því að orði að þótt allar leiðir
væru sagðar liggja til Rómar, þá bæri ekki á
öðru en við hefðum valið þá lengstu.
Í höfuðborginni fengum við inni á notalegu
gistiheimili, Pensione Rifiorente, á ákaflega
góðum stað, nánar tiltekið á Via Veneto, aðal-
götu heimsborgarinnar og meira að segja við
hliðina á Hótel Excelsior, einu dýrasta og glæsi-
legasta gistihúsi landsins, sem tíðum hýsir nafn-
togað fólk af konungsættum eða úr heimi lista
og bókmennta eins og t.d. Oriana Fallaci, svo
einhver sé nefnd.
Ég ætla mér ekki þá dul að reyna að lýsa
Rómaborg fyrir lesendum mínum svo nokkur
mynd verði á, til þess er hún öll alltof stórbrotið
og mikilfenglegt listaverk. Ég ætla samt sem áð-
ur að leyfa mér að segja að borgin eilífa sé op-
inberun eða vitrun, sem engin mannleg sál,
hversu næm sem hún kann annars að vera, get-
ur meðtekið á skömmum tíma. Thorvaldsen taldi
t.d. tuttugu ár tæplega nægan tíma til þess eins
og frægt er orðið: „Sjá Róm og dey“ eru því orð
að sönnu. Vatikansafnið eitt og sér verður t.d.
ekki grandskoðað né gerð viðhlítandi skil nema
á heilum mánuði. Um skoðunarferðir okkar
félaga er það að segja að þær voru jafnvel enn
betur skipulagðar í Róm en í Flórens, en þar
sem maður lifir ekki á listinni einni saman, þá
kom það stöku sinnum fyrir að við slettum úr
klaufunum eins og til að mynda í ævintýralega
kveðjuhófinu, sem haldið var Guðmundi Dan-
íelssyni til heiðurs eftir að hann hafði haft um
það bil tíu daga viðdvöl í borginni.
Skömmu eftir að Guðmundur Daníelssonvar horfinn á braut, komu tveir gamlirog góðir vinir okkar til Rómaborgar, þarsem voru þau Örlygur Sigurðsson list-
málari og kona hans Unnur Eiríksdóttir. Þau
fengu gistingu á gistiheimili frú Dinesen, sem
hýst hefur fjöldann allan af Norðurlandabúum,
þeirra á meðal Halldór Kiljan Laxness, ef mig
misminnir ekki. Þetta voru hinir mestu fagn-
aðarfundir eins og gefur að skilja. Það má í raun-
inni einkennilegt eða lygilegt heita hvað leiðir
okkar Örlygs hafa víða legið saman. Við ólumst
báðir upp á Akureyri, þar sem við gengum í
sama framhaldsskóla. Eftir stúdentspróf vorum
við fyrst samvistum í Bandaríkjunum, nánar til-
tekið í Los Angeles í Kaliforníu, síðan í Frakk-
landi og loksins á Ítalíu.
Það er ekki ofmælt að tilviljanir geti verið
með ýmsu furðulegu móti. Einhverju sinni þeg-
ar við fjögur vorum að spóka okkur í góða veðr-
inu á Via Veneto, rákumst við á mann, sem við
síst af öllu bjuggumst við að sjá þar. Það var
nefnilega enginn annar en Hálfdán Bjarnason,
sjálfur ræðismaðurinn okkar í Genúa. Hann
heilsaði okkur svo fagnandi, að það var engu lík-
ara en hann hefði hitt sína elstu og bestu vini eða
gripið guð í fótinn eins og Skaftfellingar hefðu
getað orðað það. Hann lagði sig augsýnilega í
líma að stjana við okkur á allra handa máta.
Hans fyrsta verk var að bjóða okkur í mat á
Alessandro, frægasta, fínasta og dýrasta veit-
ingastað í Róm. Af viðtökum yfirþjónsins á
staðnum mátti undireins ráða að ræðismaðurinn
okkar var þarna tíður og velkominn gestur. Eft-
ir að okkur hafði verið vísað til sætis á besta stað
í salnum, var matseðillinn grandskoðaður og
réttirnir pantaðir mest eftir ábendingum og
smekk ræðismannsins. Af tali gestgjafans og yf-
irþjónsins, sem tók næstum því hálftíma mátti
ráða að hér voru eldklárir náungar, sem höfðu
gott nef fyrir vínum. Í beinu framhaldi af þessu
má geta þess að Unnur, kona Örlygs, borðaði
fyrsta réttinn, sem var „tagliatelli“ (eða núðlur)
af fatinu sem hann hafði verið matbúinn á af yf-
irkokkinum eftir öllum matlistarinnar kúnstum.
Þar var víst talið að bragðið væri best. Seint um
kvöldið að snæðingi loknum hófst mikill þeys-
ingur í leigubílum fram og aftur um alla Róma-
borg með viðkomu á um það bil tuttugu næt-
urklúbbum, að vísu mjög stuttri á hverjum stað.
Ekki var annað að merkja en að ræðismaðurinn
kæmi starfsfólkinu flestu býsna kunnuglega fyr-
ir sjónir.
Mörgum áratugum síðar, þegar ég hittihann enn einu sinni af tilviljun íAusturstræti og minntist meðal ann-arra orða á þetta höfðinglega mat-
arboð hans á Alessandro, varð honum að orði:
„Bauð ég ykkur virkilega á Alessandro?“ Það
var í raun og sanni engu líkara en hann sæi nú
eftir öllu saman. Var þetta sami maðurinn, sem
Örlygur hafði sagt, að væri stórveitull, örveitull
og síveitull eins og húnvetnskir forfeður þeirra
beggja? Jú, vissulega var hann það þrátt fyrir
þessa furðulegu eftirþanka og eitt er víst að ég
mun aldrei gleyma honum né rausnaskap hans.
Þegar þau hjón, Örlygur og Unnur, heyrðu að
við Thor höfðum ráðgert að bregða okkur til
Kaprí ákváðu þau að slást í förina með okkur. Á
leiðinni þangað vorum við nætursakir á hóteli í
hafnarborginni Napoli. Það væri í sjálfu sér ekki
frásagnarvert nema vegna heldur leiðinlegs at-
viks sem gerðist á gistihúsinu. Nýleg og rándýr
dragt sem Unnur hafði keypt í París var horfin
með öllu og fannst hvergi þótt leitað væri dyrum
og dyngjum. Starfsfólkinu í gestamóttökunni
var ekki aðeins tilkynnt um hvarfið heldur var
líka hótelstjórinn kvaddur til, en í staðinn fyrir
að fá viðhlítandi úrlausn sinna mála, fékk Unnur
aðeins undarlega loðin svör. Starfsliðinu virtist
vera fyrirmunað með öllu að skilja hvernig slíkt
og annað eins gæti gerst á þeirra góða gistihúsi.
Ekki var samt laust við að einhver tvískinnung-
ur skini út úr svip þeirra og viðbrögðum. Við
vorum öll saman staðráðin í því að gefast ekki
upp fyrr en í fulla hnefana. Við hótuðum öllu illu,
að kæra t.d. ekki aðeins stuldinn til lögreglunnar
heldur tilkynna hann líka til útlendingaeftirlits-
ins og utanríkisráðuneytisins o.s.frv. Við vorum
svo ákveðin og harðfylgin að hótelstjórinn sá
þann kost vænstan að gera eitthvað raunhæft í
málinu, enda kom í ljós eftir lygilega stutta
rannsókn og eftirgrennslan að herbergisþerna
nokkur hafði gerst fingralöng í meira lagi og átti
því ekki þegar hér var komið annarra kosta völ
en að skila Unni feng sínum.
Daginn eftir tókum við okkur far með lest til
Sorrento. Það var ekkert sérstakt til tíðinda fyrr
en við stóðum á bryggjusporðinum og biðum
ásamt fleiri ferðamönnum eftir ferjunni, sem
átti að flytja okkur til Kaprí. Við vorum ekki bú-
in að vera þarna ýkjalengi þegar gamall, kump-
ánlegur og skælbrosadi spiladósasali vatt sér að
okkur og vildi alveg ólmur pranga inn á okkur
einni dós og í því augnamiði opnaði hann eina,
sem lék alþekkt ítalskt lag, Funicolo-Funicoli,
einskonar húsgang ef svo má að orði kveða og til
þegar Dante hittir Beatrice. Í baksýn er Arno-áin sem rennur gegnum borgina. Eitt frægasta listaverk í Flórens eru lágmyndir Ghibertis á dyrum Skírnhússins.
Þær eru alls tíu, þessi sýnir fórn Ísaks.
Dæmigert íbúðarhverfi í Flórens.