Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2001, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2001, Page 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. JANÚAR 2001 I M aður stóð á járnbraut- arbrú í norðanverðu Alabamaríki og leit niður í straumhart vatnið sex metrum neðar. Hendurnar á honum voru fyrir aft- an bak, bundnar sam- an á úlnliðunum með snæri. Reiptaug var þétt undin um hálsinn á honum. Hún var áföst traustum bita uppi yfir höfðinu á hon- um og slakinn náði honum niður að hnjám. Nokkur laus borð, lögð yfir þvertrén sem héldu uppi járnbrautarteinunum, mynduðu pall fyrir hann og böðla hans —tvo óbreytta hermenn úr Sambandshernum undir stjórn liðþjálfa, sem í borgaralegu samfélagi kann að hafa verið aðstoðarlögreglustjóri. Skammt frá á sama bráðabirgðapallinum var vopnaður liðsforingi í einkennisbúningi sem gaf tign hans til kynna: Hann var höfuðs- maður. Varðmenn stóðu við sinn hvorn enda brúarinnar með riffla í svokallaðri stuðn- ingsstöðu, það er að segja, upprétta framan við vinstri öxlina og hamarinn hvílandi á framhandlegg lögðum þvert yfir bringuna —formleg og óeðlileg stelling sem þvingar fram þráðbeina líkamsstöðu. Það virtist ekki vera í verkahring þessara tveggja manna að vita hvað á seyði var á brúnni miðri; þeir bara tálmuðu umferð, hvor við sinn enda, um gönguplankana sem lágu yfir hana. Handan við annan varðmanninn var engan að sjá; járnbrautin lá beint inn í skóg um það bil hundrað metra, sveigði þá og var úr augsýn. Vafalaust var útvarðarstöð eitthvað lengra burtu. Hinn bakki árinnar var opið svæði — aflíðandi brekka og við brún henn- ar víggirðing úr lóðréttum trjábolum með raufum fyrir riffla og einu skarði; gegnum það stóð kjaftur fallbyssu úr látúni, sem beint var að brúnni. Í miðri brekkunni milli brúarinnar og virkisins voru áhorfendurnir — eitt undirfylki fótgönguliða í „fylking- arstöðu“, með skeftisenda rifflanna á jörð- inni, hlaupin hallandi lítillega aftur að hægri öxl, og hendur krosslagðar um skeftið. Einn lautinant stóð hægra megin við fylkinguna; sverðsoddur hans nam við jörð, og hann hvíldi vinstri höndina á hinni hægri. Að und- anskildum mönnunum fjórum á miðri brúnni hreyfði sig enginn. Undirfylkið sneri að brúnni og starði sem steinrunnið, grafkyrrt. Varðmennirnir sem gættu árbakkanna hefðu eins vel getað verið styttur sem prýddu brúna. Höfuðsmaðurinn stóð með krosslagða arma og fylgdist þögull með því sem und- irmenn hans aðhöfðust en gaf þeim engin merki. Dauðinn er höfðingi sem jafnvel þeim sem þekkja hann best ber að taka á móti með formlegri tjáningu virðingar þegar hann tilkynnir komu sína fyrirfram. Samkvæmt hirðsiðum hersins eru þögn og festa merki lotningar. Maðurinn sem þarna skyldi hengja var um það bil hálffertugur að sjá. Hann var óbreyttur borgari, ef dæma mátti af klæðn- aði hans, sem var eins og gerist meðal plant- ekrueigenda. Andlitsdrættirnir voru við- kunnanlegir — beint nef, staðfestulegur munnsvipur, breitt enni, og frá því var sítt, dökkt hárið greitt beint aftur bak við eyrun allt niður að kraganum á vel sniðnum síð- jakka. Hann var með yfirskegg og oddmjótt hökuskegg en skegglaus í vöngum; augun voru stór og dökkgrá og stöfuðu góð- mennsku sem vart hefði mátt búast við af manni sem var með hálsinn í snörunni. Þetta var augsýnilega enginn óheflaður launmorð- ingi. Frjálsleg herlögin innihalda ákvæði um hengingu margs konar persóna, og herra- menn eru þar ekki undanskildir. Undirbúningnum var lokið, og óbreyttu hermennirnir tveir stigu til hliðar og drógu burt borðin sem þeir höfðu staðið á. Lið- þjálfinn sneri sér að höfuðsmanninum, heils- Myndlýsing/Árni Elfar ATBURÐUR Á UGLULÆKJARBRÚ Þegar Farquhar féll eins og steinn í gegnum brúna missti hann meðvitund og var sem hann væri þegar dauður. Úr þessu ástandi vaknaði hann – óratíma síð- ar, fannst honum – við sársauka, sem stafaði af snöggum þrýstingi á hálsinn á honum, og því næst til- finningu þess að hann væri að kafna. S M Á S A G A E F T I R A M B R O S E B I E R C E

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.