Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2001, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. JANÚAR 2001 15
aði honum á hermannavísu og tók sér stöðu
beint fyrir aftan hann, en sá steig frá eitt
skref. Eftir þessar stöðubreytingar stóðu
hinn dæmdi og liðþjálfinn sinn á hvorum
enda sama borðsins, sem lá yfir þrjú þver-
trjánna á brúnni. Sá endi sem óbreytti borg-
arinn stóð á náði hér um bil, en akki alveg,
að fjórða þvertrénu. Þessu borði hafði þungi
höfuðsmannsins haldið frá því að sporðreis-
ast; nú hélt þungi liðþjálfans því á sama
hátt. Þegar hinn fyrrnefndi gæfi merki
mundi hinn síðarnefndi stíga til hliðar, borð-
ið mundi sporðreisast, og hinn dæmdi falla
niður á milli þvertrjánna. Tilhögunin var að
hans áliti einföld og hagleg. Andlitið á hon-
um hafði ekki verið hulið, né heldur var
bundið fyrir augun á honum. Hann leit and-
artak á óstöðuga fótfestu sína, en lét svo
augun reika að iðandi vatni árinnar, sem
streymdi fram fyrir neðan fæturna á honum.
Dansandi drumbur rekatrés dró að sér at-
hygli hans og hann fylgdist með honum nið-
ur strenginn. En hvað hann virtist seinn í
ferðum! Þetta var silaleg á! Hann lokaði
augunum til þess að beina síðustu hugsunum
sínum að konu sinni og börnum. Vatnið,
gyllt ársólinni, dalalæðan undir bökkunum
nokkru neðar við ána, vígið, hermennirnir,
rekadrumburinn — allt þetta hafði raskað
einbeitingu hans, og nú varð hann sér með-
vitandi um nýja truflun. Gegnum hugsunina
um ástvini hans sló hljóði sem hann gat
hvorki hunsað né skilið: hvellt, greinilegt
málmsláttarhljóð eins og hamarshögg járn-
smiðs á steðja; það var sami gjallandinn.
Hann velti því fyrir sér hvað það gæti verið
og hvort það væri ómælanlega fjarlægt eða
á næstu grösum — það var eins og það væri
hvort tveggja í senn. Endurtekning þess var
regluleg en jafnhæg og líkhringing. Hann
beið hvers slags af óþreyju og — án þess
hann vissi hvers vegna — kvíða. Þagnarbilin
urðu æ lengri, tafirnar óþolandi. Eftir því
sem þau heyrðust sjaldnar urðu hljóðin
hærri og hvellari. Þau særðu hann í eyrum
eins og hnífsstungur; hann óttaðist að hann
mundi æpa. Það sem hann heyrði var tifið í
úrinu hans.
Hann lauk upp augunum og sá aftur vatn-
ið fyrir neðan. „Ef ég bara gæti losað á mér
hendurnar,“ hugsaði hann, „gæti ég smeygt
af mér snörunni og stokkið í ána. Ef ég kaf-
aði gæti ég forðast byssukúlurnar, og með
því að synda af þrótti náð bakkanum, stokk-
ið inn í skóginn, og flúið heim. Heimili mitt,
guði sé lof, er ennþá ekki á þeirra yf-
irráðasvæði; konan mín og börnin eru enn
langt frá fremstu víglínu þeirra.“ Og sem
þessar hugsanir, sem hér verður að klæða
orðum, leiftruðu inn í heila hins dæmda
fremur en urðu þar til kinkaði höfuðsmað-
urinn til liðþjálfans. Liðþjálfinn steig til hlið-
ar.
II
Peyton Farquhar var efnaður plant-ekrueigandi af gamalli og mikilsmet-inni Alabamaætt. Þar sem hann varþrælaeigandi, og eins og aðrir þræla-
eigendur stjórnmálamaður, var hann auðvit-
að skilnaðarsinni í öndverðu og heitur stuðn-
ingsmaður Suðurríkjanna.
Drambsemisástæður, sem ekki er nauðsyn-
legt að tíunda hér, höfðu varnað honum
þjónustu í þeim glæsilega her sem lagt hafði
í hörmulega herför og endað með falli Cor-
inthu. Honum höfðu gramist þær vansæm-
andi hömlur sem lagðar voru á hann og
hann langaði að fá útrás fyrir þrótt sinn, lifa
ævintýralegu lífi hermannsins og fá tækifæri
til að vinna sér heiður. Það tækifæri, fannst
honum, mundi bjóðast sér eins og það býðst
öllum á stríðstímum. Á meðan gerði hann
það sem hann gat. Engin þjónusta var of lít-
ilfjörleg fyrir hann að inna af hendi til að-
stoðar Suðurríkjunum, engin glæfraför of
hættuleg fyrir hann að takast á hendur ef
hún var í samræmi við skapgerð óbreytts
borgara sem í hjarta sínu var hermaður og í
góðri trú, án allt of margra skilyrða, játaðist
að minnsta kosti að nokkru leyti undir það
blátt áfram þorparalega dómsorð að engar
reglur gildi í ástum og stríði.
Kvöld eitt þegar Farquhar og kona hans
sátu á grófum bekk nálægt heimreiðinni á
eignarjörð hans reið gráklæddur hermaður
upp að hliðinu og bað um vatn að drekka.
Frú Farquhar fannst sér heiður ger að fá að
þjóna honum með sínum eigin hvítu hönd-
um. Meðan hún var að sækja vatnið talaði
maður hennar við rykstokkinn reiðmanninn
og innti tíðinda frá vígstöðvunum.
„Norðanmennirnir eru að gera við járn-
brautina,“ sagði maðurinn, „og eru að búa
sig undir aðra sókn. Þeir eru komnir að
Uglulækjarbrúnni og eru búnir að laga hana
og hafa gert sér virki á norðurbakkanum.
Yfirmaður þess hefur gefið út tilskipun, sem
hangir uppi alls staðar, þess efnis að hver sá
óbreyttur borgari sem staðinn er að því að
skipta sér af járnbrautinni eða brúm, jarð-
göngum og lestum henni viðkomandi verði
tafarlaust hengdur. Ég sá tilskipunina.“
„Hvað er langt að Uglulækjarbrúnni?“
spurði Farquhar.
„Svona um 50 kílómetrar.“ „Er engin her-
eining hérna megin við ána?“ „Ekki nema
ein varðstöð innan við kílómetra frá bakk-
anum og stakur varðmaður við þennan enda
brúarinnar.“ „Gerum ráð fyrir að einhver —
segjum óbreyttur borgari, sem þekkir til
henginga — kæmist óséður fram hjá varð-
stöðinni og gæti kannski yfirbugað varð-
manninn,“ sagði Farquhar brosandi, „hverju
gæti hann áorkað?“ Hermaðurinn hugsaði
sig um. „Ég var þar fyrir mánuði,“ sagði
hann. „Ég tók eftir því að flóðið í vetur leið
hafði hrúgað heilmiklu af rekaviði upp að
stöplunum, sem eru úr timbri, á þessum
enda brúarinnar. Hann er nú orðinn þurr og
mundi fuðra upp.“ Húsmóðirin var komin
með vatnið, og hermaðurinn drakk það.
Hann þakkaði henni með virktum, hneigði
sig fyrir manni hennar, og reið á brott.
Klukkustundu síðar, eftir að dimmt var orð-
ið, fór hann aftur hjá plantekrunni og
stefndi norður, þaðan sem hann hafði komið.
Hann var njósnari úr Sambandshernum.
III
Þegar Farquhar féll eins og steinngegnum brúna missti hann meðvitundog var sem hann væri þegar dauður.Úr þessu ástandi vaknaði hann —
óratíma síðar, fannst honum — við sársauka,
sem stafaði af snöggum þrýstingi á hálsinn á
honum, og því næst tilfinningu þess að hann
væri að kafna. Hann fann skerandi sárar
kvalir fara um sig, allt frá hálsi og niður í
gegnum hverja taug líkams og lima. Þessi
sársauki virtist kvíslast sem leiftur um skýrt
markaðar línur með yfirmáta hröðum slætti,
eins og taktfastur eldstraumur, og jók hon-
um hita sem brátt gerðist óbærilegur. Í
höfðinu var hann sér ekki meðvitandi um
neitt nema fyllingu — þrengsli. Engar hugs-
anir fylgdu þessum tilfinningum. Hinn vits-
munalegi þáttur eðlis hans var þegar þurrk-
aður út; hann gat aðeins fundið til, og
tilfinningin var kvalræði. Hann gat greint
hreyfingu. Umlukinn geislandi skýi, sem
hann var nú aðeins þess eldlegi kjarni án
efnislegs inntaks, slöngvaðist hann í óskilj-
anlegum hengilsveiflum eins og gríðarstór
pendúll. Þá, allt í einu, af slíkri skyndingu
að honum ógnaði, skaust ljósið sem umlukti
hann uppávið með hljóði sem helst líktist
háu svampi; hræðilegur gnýr dundi í eyrum
hans, og allt varð kalt og dimmt. Hann end-
urheimti hugarorku sína, og hann vissi að
reiptaugin hafði slitnað og hann fallið í
vatnsstrenginn. Það var engin frekari kyrk-
ing; snaran um hálsinn á honum var þegar
að kæfa hann og varnaði vatninu að komast
í lungun á honum. Að deyja hengdur á ár-
botni! — honum fannst það fáránleg hug-
mynd. Hann opnaði augun í dimmunni og sá
fyrir ofan sig glætu ljóss, en hve langt hún
var í burtu, hve langt utan seilingar! Hann
var enn að sökkva, því að ljósglætan fór rén-
andi þar til vart grillti í hana. En svo tók
hún að aukast aftur og verða bjartari, og
hann vissi að hann væri að rísa upp að yf-
irborðinu — vissa sem hann tók með nokk-
urri tregðu, því að hann fann nú til mikilla
óþæginda. „Að vera hengdur og drukkna,“
hugsaði hann, „það er ekki svo slæmt; en ég
kæri mig ekki um að verða skotinn. Nei; ég
vil ekki verða skotinn: það er ekki réttlátt.“
Hann var sér ekki meðvitandi um neina
áreynslu, en snarpur sársauki í úlnliðunum
gerði honum viðvart um að hann væri að
reyna að losa á sér hendurnar. Hann veitti
þessu bjástri athygli eins og slæpingi kynni
að fylgjast með leikni loddara án þess að
láta sig árangurinn miklu skipta. Glæsileg
viðleitni! — stórkostlegur, ofurmannlegur
kraftur! Ah, þetta var góður árangur! Bravó!
Snærið var burtu; handleggirnir á honum
skildust og flutu uppávið, og hann sá hend-
urnar á sér ógreinilega á báða vegu í birt-
unni sem var að aukast. Hann virti þær fyrir
sér með nýjum áhuga þar sem fyrst önnur
og síðan hin hamaðist á snörunni um hálsinn
á honum. Þær slitu hana burt og ýttu henni
grimmdarlega til hliðar, þar sem hún hlykkj-
aðist eins og vatnasnákur. „Settu hana aftur
á, settu hana aftur á!“ Hann hélt sig hrópa
þessa skipun til handanna á sér, því að losun
snörunnar hafði fylgt sárasti kvalastingur
sem hann hafði fram að því fundið til. Háls-
inn á honum var hræðilega sár; heilinn
brann sem í eldi; hjartað, sem bærst hafði
dauflega, tók snöggan kipp og ætlaði að
þröngva sér út um munninn á honum. Allur
líkami hans var haldinn og hrelldur óbæri-
legri angist! En óhlýðnar hendurnar á hon-
um hunsuðu skipunina. Þær börðu vatnið af
þrótti með skjótum tökum niðurávið og ýttu
honum upp á yfirborðið. Hann fann höfuðið
á sér koma úr kafinu; augun í honum blind-
uðust af sólarljósinu; brjóstið þandist út eins
og í krampa, og með slíkri kvöl að kórónaði
allar aðrar gleyptu lungun í sig loftið, sem
hann andaði frá sér aftur með háum skræk!
Skilningarvit hans voru nú fullkomlega
starfhæf. Þau voru meira að segja óeðlilega
skörp og athugul. Eitthvað í þessari ógn-
arlegu röskun líffærakerfisins hafði svo upp-
hafið þau og fágað, að þau veittu athygli
hlutum sem áður höfðu farið framhjá þeim.
Hann fann bylgjurnar á andliti sér og heyrði
hljóðið í þeim hverri fyrir sig, þegar þær
skullu á honum. Hann horfði á skóginn á ár-
bakkanum, sá einstök tré, lauf, og æðarnar á
hverju laufi — sá jafnvel skordýrin á þeim:
engispretturnar, skærlitar flugurnar, gráar
kóngulærnar sem strekktu vefinn sinn frá
einni tág til annarrar. Hann tók eftir regn-
bogalitum daggardropunum á milljónum
grasstráa. Suðið í rykmýinu sem sveimaði
yfir hringiðunum í ánni, vængjaþytur dreka-
flugnanna, sundtök vatnakóngulónna eins og
áratog sem knúð hafði bátinn þeirra — allt
þetta barst honum eins og tónlist. Fiskur
skaust hjá fyrir framan augun á honum, og
hann heyrði hvernig hann klauf vatnið.
Hann hafði komið úr kafinu svo að hann
sneri niður ána; á andartaki virtist hinn
sýnilegi heimur snúast hægt um nöf sem var
hann sjálfur, og hann sá brúna, virkið, her-
mennina á brúnni, höfuðsmanninn, liðþjálf-
ann, óbreyttu hermennina tvo, böðla sína. Þá
bar eins og skuggamynd við bláan himininn.
Þeir hrópuðu og böðuðu höndum og bentu á
hann. Höfuðsmaðurinn hafði gripið skamm-
byssuna sína en skaut ekki; hinir voru
óvopnaðir. Hreyfingar þeirra voru skrípa-
lega ýktar og hryllilegar, vöxturinn trölls-
legur.
Allt í einu heyrði hann hvellt hljóð, og
eitthvað small af skyndingu í vatnið aðeins
fáum þumlungum frá höfðinu á honum og
skvetti froðu framan í hann. Hann heyrði
annan hvell og sá annan varðmanninn með
riffilinn við öxlina og lítið, blátt reykský
stíga upp af hlaupinu. Maðurinn í vatninu sá
augað í manninum við brúna stara í sitt eig-
ið gegnum sigtið á rifflinum. Hann tók eftir
að það var grátt auga og minntist þess að
hafa lesið að grá augu væru skörpust og all-
ar frægar skyttur gráeygar. Þessi hafði
samt ekki hitt.
Hliðarstraumur hafði snúið Farquharhálfvegis við; hann hafði augun aft-ur á skóginum á bakkanum and-spænis virkinu. Nú heyrði hann
skýra háa rödd hljóma fyrir aftan sig með
eintóna kveðandi og berast yfir vatnið svo
greinilega að hún smó og kæfði öll önnur
hljóð, jafnvel öldugutlið í eyrum hans. Þótt
hann væri enginn hermaður hafði hann nógu
oft komið í herbúðir til að þekkja ugg-
vænlega merkingu þessa yfirvegaða, seimd-
regna, áblásna sönglanda; lautinantinn á
bakkanum var að taka þátt í morgunverk-
unum. Hve kuldalega og miskunnarlaust —
með hve jöfnu, rólegu hljómfalli, boðandi og
knýjandi fram kyrrð í liðinu — og með hve
nákvæmlega mældu millibili þessi grimmi-
legu orð féllu: „Standið rétt! . . . Axlið vopn!
. . . Tilbúnir! . . . Miðið! . . . Hleypið af!“
Farquhar stakk sér — eins djúpt og hann
gat. Vatnsniðurinn lét í eyrum hans eins og
Niagarafossarnir, en þó heyrði hann lágan
þrumudyninn frá skothríðinni, og þegar
hann reis aftur upp að yfirborðinu varð hann
var við glampandi málmagnir, sérkennilega
flatar, sem smásveifluðust hæglega nið-
urávið. Sumar þeirra snertu hann, bæði and-
lit og hendur, og féllu síðan áfram. Ein sat
föst milli kraga og háls; hún var óþægilega
heit og hann þreif hana burt.
Þegar hann kom upp á yfirborðið og
gleypti í sig andann sá hann að hann hafði
verið lengi í kafi; hann var sýnu neðar í ánni
— nær því að vera óhultur. Hermennirnir
voru næstum búnir að endurhlaða; málm-
krassarnir glömpuðu allir í einu í sólskininu
þegar þeir voru dregnir út úr hlaupunum,
snúið og stungið í slíðrin. Varðmennirnir
tveir hleyptu af á ný, sjálfstætt og án árang-
urs.
Flóttamaðurinn sá allt þetta yfrum öxlina
á sér; hann var nú á þróttmiklu sundi með
straumnum. Heilinn í honum starfaði jafn-
rösklega og armar hans og fætur; hann
hugsaði með ljóshraða.
„Liðsforinginn,“ ályktaði hann, „fer ekki
að gera sömu skyssuna aftur. Það er jafn-
auðvelt að skýla sér fyrir skothríð og ein-
stöku skoti. Hann er sennilega búinn að gefa
skipun um að skjóta að vild. Guð hjálpi mér.
Ég get ekki komist undan þeim öllum!“
Voðalegri gusu minna en tvo metra frá hon-
um fylgdi hár þytur með minnkandi styrk-
leika, sem virtist fara aftur gegnum loftið að
virkinu og dó út í sprengingu sem hrærði
ána niður að botni! Rísandi vatnsfaldur
sveigðist yfir hann, féll yfir hann, blindaði
hann, kæfði hann! Fallbyssan var farin að
taka þátt í leiknum. Þegar hann hristi á sér
höfuðið eftir uppnámið í vatninu við höggið
heyrði hann kúluna, sem fleyst hafði upp,
fara suðandi gegnum loftið fyrir framan sig,
og eftir andartak var hún farin að brjóta og
kvista greinar í skóginum hinum megin.
„Þetta gera þeir ekki aftur,“ hugsaði
hann; „næst verður hún hlaðin með þrúgu-
skotum. Ég verð að hafa augun á fallbyss-
unni; reykurinn getur sagt mér til — hvell-
urinn berst of seint; hann er seinni en
skotið. Þetta er góð byssa.“ Allt í einu fann
hann sig þeytast hring eftir hring — spinna
eins og spunakerlingu. Áin, bakkarnir, skóg-
arnir, brúin, sem nú var orðin fjarlæg, virkið
og mennirnir — allt var í óljósum hræri-
graut. Hlutirnir greindust aðeins sem litir;
hringlaga, lárétt strik af litum — það var
allt sem hann sá. Hann hafði borist inn í
hringiðu og var nú þeytt áfram hraðfara og
með snúningi sem kom honum til að sundla
og verða veikur. Eftir fáein andartök kast-
aðist hann upp á mölina við rætur vinstri
bakka árinnar — syðri bakkans — og bak
við eyrarodda sem huldi hann fyrir óvinum
hans. Þessi skyndilegi stans og skrámur á
annarri hendinni af mölinni hresstu hann, og
hann grét af ánægju. Hann boraði fingr-
unum niður í sandinn, jós honum yfir sig
báðum höndum og blessaði hann upphátt.
Sandurinn sýndist honum eins og demantar,
rúbínar, smaragðar; hann gat ekki hugsað
sér neitt svo fagurt að hann líktist því ekki.
Trén á bakkanum voru risastórar garð-
plöntur; hann tók eftir ákveðnu skipulagi í
niðurröðun þeirra, andaði að sér ilminum af
blómum þeirra. Undarlegt, rósbleikt ljós
skein gegnum bilin milli stofnanna, og vind-
urinn lék á hörpu sína í greinum þeirra.
Hann hafði enga löngun til að fullkomna
flótta sinn — var ánægður með að dvelja á
þessum seiðmagnaða stað þar til hann yrði
handtekinn á ný.
Hvinur og brestir af þrúguskoti meðal
greinanna hátt yfir höfði hans vöktu hann af
draumi sínum. Rugluð fallbyssuskyttan hafði
sent honum kveðjuskot af handahófi. Hann
spratt á fætur, þaut upp aflíðandi bakkann,
og hentist inn í skóginn.
Hann ferðaðist þann dag allan og tók
stefnu með mið af sólinni. Skógurinn virtist
aldrei ætla að enda; hann sá hvergi rof í
honum, ekki einu sinni slóð eftir skóg-
arhöggsmenn. Hann hafði ekki vitað að hann
ætti heima í svo ósnortnu héraði. Það var
eitthvað óhugnanlegt við þá opinberun.
Um náttmál var hann orðinn útkeyrður,
fótsár og hungraður, en hugsunin um konu
og börn knúði hann áfram. Að lokum fann
hann veg sem lá í það sem hann vissi að var
rétta áttin. Hann var jafnbreiður og beinn
og borgarstræti, og þó virtist sem enginn
hefði farið um hann. Engir akrar lágu að
honum, hvergi neinir mannabústaðir. Ekki
einu sinni hundgá gaf til kynna manna-
byggð. Svartir stofnar trjánna mynduðu
beinan vegg á báðar hendur og enduðu við
sjóndeildarhring í odda eins og teikning með
fjarvíddarlexíu. Yfir höfði hans, þegar hann
leit upp gegnum þessa skógargjá, skinu
stórar gullnar stjörnur, sem litu ókunn-
uglega út og klasað var í undarleg stjörnu-
merki. Hann var viss um að þeim væri skip-
að niður eftir einhvers konar reglu sem
hefði dulda og óheillavænlega merkingu.
Skógurinn til beggja handa var fullur af sér-
kennilegum hljóðum, og meðal þeirra heyrði
hann greinilega — einu sinni, tvisvar, og enn
aftur — hvíslingar á ókunnu tungumáli.
Hann hafði sársauka í hálsinum, ogþegar hann lyfti höndum og þreif-aði fann hann að hann var hræði-lega bólginn. Hann vissi að það
væri svartur hringur þar sem snaran hafði
marið hann. Augun í honum virtust þrútin;
hann gat ekki lengur lokað þeim. Tungan í
honum var bólgin af þorsta; hann svalaði
henni með því að reka hana út úr sér út í
kalt loftið. Hve mjúklega svörðurinn hafði
teppalagt þessa óförnu breiðgötu — hann
fann ekki lengur veginn undir fótum sér! Ef-
laust hafði hann sofnað á göngunni þrátt
fyrir þjáningar sínar, því að nú sér hann
annað svið — kannski var hann bara að ná
sér eftir óráð. Hann stendur við hliðið heima
hjá sér. Allt er eins og hann skildi við það
og allt bjart og fagurt í morgunsólinni.
Hann hlýtur að hafa verið á ferðinni alla
nóttina. Þegar hann ýtir opnu hliðinu og fet-
ar sig upp breiðan, hvítan gangstíginn sér
hann bregða fyrir kvenfatnaði; konan hans,
svo fersk og svöl og indæl, stígur niður af
veröndinni að koma til móts við hann. Fyrir
neðan þrepin stendur hún og bíður, brosandi
af ósegjanlegri gleði, óviðjafnanleg í þokka
sínum og virðuleik. Ó, hvað hún er falleg!
Hann stekkur fram með útbreidda arma.
Þegar hann er um það bil að faðma hana að
sér finnur hann deyfandi högg aftan á háls-
inn; blindandi hvítt ljós logar allt í kringum
hann með hljóði eins og af fallbyssuskoti —
síðan er allt myrkur og þögn! Peyton Far-
quhar var allur; hálsbrotinn skrokkurinn
sveiflaðist hóglega frá hlið til hliðar neðan
við plankana á Uglulækjarbrú.
Hallberg Hallmundsson þýddi.