Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2001, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2001, Síða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. JANÚAR 2001 Þ AÐ ER óhætt að segja að Þórunn Sigurðardóttir hafi verið pottur- inn og pannan í menningarlífi þjóðarinnar undanfarin ár. Hún tók við starfi stjórnarformanns Listahátíðar sumarið 1996 og stjórnaði Listahátíð 1998. Sú há- tíð þótti takast vel og sérstak- lega var til þess tekið hversu vel var haldið á fjármálum hátíðarinnar, svo vel að í fyrsta sinn um árabil skilaði hátíðin einhverju til baka af því sem upphaflega var lagt til hennar af ríki og borg. Þórunn tók í kjölfarið við sem stjórn- andi Reykjavíkur Menningarborgar Evrópu árið 2000 og skipulagði þá dagskrá eins og her- foringi á undraskömmum tíma eða rétt rúmu ári. Aðrar menningarborgir ársins 2000 höfðu þá verið á kafi í undirbúningi allt frá árinu 1995 og fannst tíminn alls ekki nægur. Nóg um það. Tvær listahátíðir í takinu Þórunn er nú komin aftur í stól stjórnanda Listahátíðar í Reykjavík, reynslunni ríkari og með nýtt skipurit Listahátíðar upp á vasann þar sem hún er nú ráðinn listrænn stjórnandi til fjögurra ára og hefur því næstu tvær listahátíðir í takinu, bæði árið 2002 og 2004. „Þetta er breyting frá því sem áður tíðkaðist þegar skipt var um stjórnarformann og jafnvel framkvæmdastjóra á 2ja ára fresti og ávallt þurfti að vinna allt frá byrjun við undirbúning hverrar hátíðar. Yfir því verklagi var iðulega kvartað og tímabært að stokka upp stjórnskip- an hátíðarinnar. Undirbúningur að þeim breytingum hófst reyndar þegar ég var stjórn- arformaður listahátíðar 98 og voru síðan end- anlega útfærðar af nefnd sem skipuð var sér- staklega í það verkefni,“ segir Þórunn. Ekki er þó víst að hinn almenni listahátíð- argestur verði svo ýkja var við breytingarnar, þær lúta að innra skipulagi en síður að dagskrá eða skipulagi hátíðarinnar sjálfrar. En þó Þór- unn sé þegar sest í stól stjórnanda Listahátíð- ar þá er enn ýmsu ólokið varðandi Menning- arborgina. Skýrslugerð og uppgjör eru í vinnslu og þeirri vinnu verður ekki að fullu lok- ið fyrr en undir vorið en þá verður líka und- irbúningur Listahátíðar 2002 komin í fullan gang. „Ég miða við að geta kynnt dagskrá há- tíðarinnar fyrir fulltrúaráðinu fyrir næsta haust og að dagskráin verði kynnt almenningi fyrir áramót. Þetta er mikilvægt í mínum huga því fólk vill geta skipulagt sinn tíma með góð- um fyrirvara og við stefnum að því að öll miða- sala Listahátíðar 2002 verði aðgengileg á Net- inu og fólk geti fest sér miða og greitt þá með löngum fyrirvara.“ Sjálfstæði stjórnarinnar mikilvægast Varðandi skipulag dagskrár Menningarárs- ins virðast flestir sammála um að þar hafi tek- ist vel til. Fátt hafi farið úrskeiðis og þó menn geti endalaust deilt um gildi einstakra atriða þá er ljóst að Menningarárið var stór áfangi í menningarlífi þjóðarinnar sem steig með því stórt skref til framtíðar. Þórunn segir að eitt hið mikilvægasta og jafnframt skynsamleg- asta sem stjórnvöld hafi gert við undirbúning Menningarársins hafi verið að veita stjórn Menningarborgarinnar fullt sjálfstæði til verka og setja ekki yfir hana pólitískt ráð sem fyrst og fremst gætti eigin hagsmuna en hefði síður hin listrænu og menningarlegu sjónar- mið að leiðarljósi. „Sumar hinna menningar- borganna 9 voru ekki svona lánsamar og lentu í miklum hremmingum vegna pólitískra vær- inga og misstu fyrir vikið sjónar á hinum raun- verulegu markmiðum með menningarborg- inni.“ Þórunn er þó fyrst allra til að undirstrika mikilvægi þess að hafa gott fólk með sér og segir að hin skilvirka en litla yfirbygging Menningarborgarinnar hafi tekist vegna þess að þar hafi valist gott fólk til starfa. „Þar var valinn maður í hverju rúmi og ég gekk svo frá málum að yfirbygging og skriffinnska á skrif- stofunni yrði eins lítil á Menningarárinu og hægt var. Allir voru ráðnir upp á ákveðin laun, en síðan var engin yfirvinna reiknuð heldur unnum við bara það sem þurfti að vinna og þegar þess þurfti. Fyrir vikið þurfti ekki að eyða tíma eða peningum í flókinn launa- útreikning og starfsmanna- hald.“ Þeir sem unnu með Þórunni voru Svanhildur Konráðsdóttir kynningar- stjóri, María E. Ingvadóttir fjármálastjóri, Sigrún Valbergsdóttir framkvæmdastjóri er- lendra viðburða, Skúli Helgason fram- kvæmdastjóri innlendra viðburða og Heiðrún Harðardóttir skrifstofustjóri. Það vakti athygli að fjárhagur Menningar- borgarinnar skyldi standa svo vel í lok ársins að hægt væri að stofna svonefndan Menning- arborgarsjóð fyrir „afganginn“. Þórunn segir að auðvitað hafi þessi rekstrarafgangur ekki komið þeim á óvart. „Við skipulögðum fjárhag Menningarborgarinnar með þetta í huga. Þetta var annars vegar hugsað sem fjármagn sem nýst gæti í framhaldi af árinu, eins og nú er búið að ákveða, en einnig litum við á þetta sem varasjóð sem gæti komið sér vel ef ein- hver verkefni hefðu farið úr böndum.“ Ekki viljað hafa meiri peninga Þórunn lýsir fjármálastefnunni á þann hátt að þau hafi gert mjög ákveðnar kröfur um frá- gang kostnaðaráætlana við hvert verkefni og gert samstarfsaðilum ljóst að engin frávik yrðu liðin frá upphaflegum áætlunum. „Varð- andi samstarfsverkefni við hinar menningar- borgirnar var lykilatriði að ganga frá öllum at- riðum varðandi fjármál og kostnað fyrirfram þannig að ekkert kæmi á óvart. Reynsla mín er sú að ef ekki hefur verið samið um alla hluti fyrirfram þá fær maður allt slíkt í hausinn síð- ar og verður að borga.“ Það kemur reyndar mjög á óvart þegar Þórunn segir að hún hefði ekki viljað hafa meiri peninga en Menning- arborgin hafði til ráðstöfunar. „Mér fannst þetta mjög eðlileg upphæð miðað við okkar forsendur. Ég held ekki að okkur hefði tekist að gera neitt meira úr dagskránni þó við hefð- um haft meiri peninga og þá hefðu þær raddir orðið sterkari sem töluðu um fjáraustur í menningarmálin. Ég leyfi mér að fullyrða að öllum þeim peningum sem Menningarborgin hafði til ráðstöfunar hafi verið vel varið, megn- ið af þeim fór til verkefna og í sköpunina sjálfa og þannig nýttust þeir mjög vel.“ Stefnan sem Þórunn og hennar fólk tóku varðandi fram- kvæmd Menningarborgarinnar vakti athygli erlendu menningarborganna en þar var skipu- lag með ýmsum hætti. „Við fórum svipaða leið og Finnarnir (Helsinki) og ákváðum að fram- leiða sem minnst af viðburðunum sjálf. Fá heldur aðra til þess og virkja þá í samstarfi við okkur og leggja fé í áhugaverðar hugmyndir og verkefni. Hin leiðin hefði líka verið hreint brjálæði þar sem þá hefðum við verið komin í beina samkeppni við listastofnanir um athygli og áhorfendur og jafnvel hætt við að Sam- keppnisstofnun hefði verið beitt á okkur. Við vorum þó framleiðendur að nokkrum stórum viðburðum, t.d. Baldri eftir Jón Leifs og Rödd- um Evrópu sem var samvinnuverkefni allra menningarborganna en undir okkar stjórn. Bæði þessi verkefni tókust að mínu mati mjög vel og voru þess eðlis að engir aðrir hefðu farið út í slíkt.“ Árið 2000 var viðburðaríkt á fleiri sviðum menningar og lista en Menningarborgarinnar eingöngu. Þá var haldin Listahátíð í Reykja- vík, landafundanefnd stóð að viðamiklum kynningum bæði hér heima og erlendis og Kristnihátíð var haldin á Þingvöllum. Sumum varð á orði þegar mest gekk á fyrri hluta sum- Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ferfætta borgin var lokapunktur  Óvæntra bólfélaga þar sem samruni ólíkra listgreina var markmiðið. Skáldanótt eftir Hallgrím Helgason var samvinnuverkefni Menningarborgarinnar og Leikfélags Reykjavíkur. Morgunblaðið/Jim Smart „Kúnstin er að taka réttar ákvarðanir á réttum tíma,“ segir Þórunn Sigurð- ardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík. „MENNING OG LISTIR ERU HLUTI AF LÍFINU“ Þó Menningarárið sé að baki, slær Þórunn Sigurðardóttir hvergi af. Hún er sest í stól listræns stjórnanda Listahátíðar í Reykjavík og þegar tekin til óspilltra málanna við undirbúning hátíðarinnar vorið 2002. HÁVAR SIGURJÓNSSON heimsótti hana á skrifstofuna við Skólastræti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.