Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2001, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. JANÚAR 2001 7
ars að þetta væri hálfgerð ofrausn. Hvað segir
Þórunn um það? „Ég held að kostirnir við
þetta hafi verið ótvírætt fleiri en gallarnir. Við
áttum ágætt samstarf við Listahátíð í Reykja-
vík og það varð til þess að hægt var fá hingað
San Franscisco Ballettinn sem var gríðarlega
stórt og dýrt verkefni. Við áttum líka samstarf
við Listahátíð um fleiri verkefni. Hið sama má
segja um samstarfið við Landafundanefnd.
Þar áttum við gott samstarf þar sem listkynn-
ing af okkar hálfu fór fram í samstarfi við
kynningar og hátíðardagskrár á vegum landa-
fundanefndar í Bandaríkjunum og Kanada á
liðnu sumri. Afraksturinn af því lét ekki á sér
standa og frá því í sumar höfum við fengið allt
að eitt þúsund heimsóknir á dag á heimasíðu
okkar og langflestar frá Bandaríkjunum. Við
höfðum skrifstofur okkar í sama húsi og bæði
Landafundanefnd og Kristnihátíð og þetta
samstarf var mjög gagnlegt fyrir alla aðila.
Einnig komum við sterkt inn í dagskrá Menn-
ingarnæturinnar í Reykjavík og báðir aðilar
nutu góðs af því.“
Samstarf við sveitarfélögin í landinu
Hugsunin að baki Listahátíð í Reykjavík er
allt önnur en liggur að baki heilu Menningar-
ári og Þórunn lýsir því þannig að um sé að
ræða annars vegar samþjappaða dagskrá há-
gæða listviðburða þar sem atvinnumenn eru
eingöngu í sviðsljósinu, innlendir og erlendir.
„Hins vegar var Menningarárið hugsað sem
fljótandi röð viðburða sem skarast hver við
annan, á þá var ekki lagt sama listræna mat í
öllum tilfellum heldur var gert ráð fyrir að al-
menningur kæmi til þátttöku með ýmsum
hætti. Mér dettur ekki í hug að halda því fram
að allt á dagskrá Menningarborgarinnar hafi
höfðað til mín persónulega enda spegluðum við
áhuga mjög breiðs hóps. Sjálf lagði ég mikinn
metnað í að ná samstarfi við önnur sveitarfélög
í landinu um verkefni og tel að það hafi tekist
vel. Við lögðum megináherslu á viðburði utan
höfuðborgarsvæðisins í júlímánuði og það kom
vel út.“ Á það má benda að samstarf lista-
manna úr ýmsum listgreinum og samruni þess
sem áður var kallað dægurmenning við hinar
æðri listgreinar hafi einnig verið markmið og
einkenni dagskrár Menningarársins. „Við vild-
um þenja út hin viðurkenndu mörk og undir-
strika hversu fjölbreytt lista-og menningar-
starfsemin er orðin. Popptónlist, hönnun,
tíska, bókmenntir, nútímatónlist, margmiðlun
o.fl. o. fl. voru meðal stórra verkefna sem komu
fram á árinu. Þetta tilheyrir allt okkar sam-
tímamenningu.“ Þórunn hlær þegar hún segir
að eitt af yfirlýstum markmiðum hennar í upp-
hafi ársins hafi verið að tryggja að í lok ársins
væri þjóðin ekki búin að fá ógeð á orðinu
„menning“. „Ég gætti þess reyndar vandlega
að segja þetta hvergi opinberlega en ég held að
þetta hafi tekist hjá okkur. Þjóðin hefur ekki
fengið sig fullsadda af menningu og listum,
heldur vill hún meira og sífellt betri list. Eft-
irspurnin er meiri nú en í upphafi árs 2000.“ Í
framhaldi af þessu segir hún að róðurinn hafi
orðið léttari eftir því sem leið á árið, gagnstætt
því sem margir stjórnendur annarra menning-
arborga hafa sagt. „Í Kaupmannahöfn, sem
var menningarborg 98, voru allir búnir að fá
nóg þegar árið var hálfnað og seinni hluta árs-
ins var áhugi almennings horfinn.“ Þórunn
segist ekki geta lagt næga áherslu á mikilvægi
þess að skipuleggja svona langtímadagskrá
rétt. „En skipulagið má ekki vera þvingun á
listamennina og hið skapandi starf. Skipulagið
á að vera gatan sem gengið er eftir hindrana-
laust. Það veitir aðhald og beinir öllum í rétta
átt.“ Vafalaust er auðveldara að segja þetta en
að halda því til streitu í verki, ekki síst í hita
leiksins þegar mörg járn eru í eldinum sam-
tímis. „Við þurftum að læra margt á stuttum
tíma og gæta þess að gera ekki mistök því þau
hefðu orðið dýrkeypt.“ Erfiðasta málið á árinu
segir Þórunn hafa verið þegar Björk ákvað að
draga sig í hlé frá þátttöku í Röddum Evrópu.
„Það var hárrétt ákvörðun hjá henni en eft-
irleikurinn var erfiður fyrir okkur þar sem
samstarfsaðilar okkar höfðu bundið miklar og
nokkuð óraunsæjar vonir við þátttöku hennar.
Þetta kenndi mér hversu harður heimur þetta
er orðinn og hversu miklu umboðsmennirnir
ráða í hinum alþjóðlega heimi listanna. Vald
þeirra er mikið og eins gott fyrir alla aðila að
kynna sér nákvæmlega undir hvað er verið að
skrifa. En við komum vel út úr þessum slag
enda höfðum við allt okkar á þurru.“
Mikilvægast að þekkja eigið samfélag
Þórunn tekur nú til starfa á skrifstofu
Listahátíðar í Reykjavík brynjuð meiri
reynslu af stjórnun listahátíða og alþjóðlegu
samstarfi um menningarviðburði en nokkur
annar Íslendingur. Hún segir að þó reynslan
sé ómetanleg þá sé þó þekking á eigin sam-
félagi meira virði en nokkuð annað. „Við mig
töluðu stjórnarmenn grískrar borgar sem
verður Menningarborg Evrópu árið 2005 en
þeir komu hingað um daginn. Þeir vildu kanna
hvort ég hefði áhuga á starfinu af því að þeir
héldu að sambönd mín við aðila víða í Evrópu
væru svo mikilvæg. Ég sagði þeim að ráða ein-
hvern úr eigin röðum sem þekkti samfélagið
þeirra og fólkið sem byggi í borginni. Það væri
aðalatriðið.“
Verður Listahátíð í Reykjavík árið 2002 með
öðru sniði en fyrri hátíðir?
Þórunn hristir höfuðið. „Ég á ekki endilega
von á því að breytingarnar á sjálfri dagskrár-
samsetningunni verði mjög afgerandi. Ég er
hins vegar hallari undir þá skoðun að sá tími sé
liðinn að okkur sé mest nýnæmi að heimsókn-
um alþjóðlegra stjórstjarna á Listahátíð. Þetta
eru yfirleitt listamenn sem troða upp á ótal
listahátíðum um alla Evrópu á hverju ári. Ís-
lendingar eiga þess orðið kost að sjá þessa
listamenn erlendis. Það er hins vegar fengur
að því að fá hingað á Listahátíð listamenn og
hópa frá framandi menningarsvæðum og af-
burða listamenn sem vinna með íslenskum
listamönnum. Þar vil ég leggja áherslurnar
auk þess sem efla á frumkvæði að innlendri
listsköpun og gera hlut hennar sem stærstan á
Listahátíð. Ég vil einnig auka samstarf við
sveitarfélögin í landinu og horfi til hins nýja
Menningarborgarsjóðs með það í huga. Þar
ættu að gefast tækifæri til að efla samstarfið í
formi samstarfsverkefna sem styrkt yrðu úr
Menningarborgarsjóðnum.“
Að lokum spyr ég Þórunni hvort hún hafi
sjálf ekki fengið sig fullsadda af menningu og
listum á Menningarárinu.
„Þetta er ekki spurning um það. Menning og
listir eru hluti af lífinu. Maður fær aldrei nóg af
því. Þetta er mitt starf og mér finnst það mjög
skemmtilegt. En ég hef líka verið afar heppin.
Svo er þetta líka spurning um að tímasetja
hlutina rétt. Það er hægt að taka rétta ákvörð-
un á röngum tíma. Kúnstin við þetta allt saman
er taka réttar ákvarðanir á réttum tíma. Þá er
gaman og þá fær enginn nokkurn tíma nóg.“
Morgunblaðið/Þorkell
Finnski kórinn Öskurkarlarnir, Mieskuoro
Huutajat, á tónleikum í haust.
Morgunblaðið/Ómar
Menningarborg
og Menningarnótt tóku
höndum saman
með eftirminnilegum hætti.
Sýning á æviverki Ragnhildar Óskarsdóttur,
Rósku, var ein af athyglisverðum sýningum í
Nýlistasafninu á Menningarárinu. Ítalska útileikhúsið Studio Festi dró að sér þúsundir áhorfenda þann 9. desember.
Þá yrði líklega farin af mér feimni var titill leik-
innar heimildarmyndar sem Sjónvarpið, Út-
varpið og Menningarborgin stóðu að.
Ljósmynd/Jón Gunnar Grjetarsson
Stjórnendur Menningarborga Evrópu árið 2000 komu saman í Bologna í lok ársins.