Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2001, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2001, Page 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. JANÚAR 2001 Lykilverk Harðar Ágústssonar um sögu ís- lenzkrar byggingarlistar frá 1750–1940 kom út fyrir tveimur árum og vakti verðskuldaða athygli. Þar byggði Hörður á margra áratuga rannsókn- arstafi sínu og þó að hann sé ekki beint unglamb lengur hefur hann fylgt bókinni eftir með öðru stórvirki, 415 blaðsíðna bók í sama broti og ber hún yfirskriftina: Íslensk byggingararfleifð II – Varðveisluannáll 1863–1990 – Verndunaróskir. Hörður hefur sjálfur hannað bókina af smekkvísi og fagmennsku. Aðeins eru fjórar litmyndir á kápusíðu, en annars eru allar myndir í bókinni svarthvítar, sem kemur ekki að sök. Bókin er fal- legur prentgripur og í alla staði eiguleg. Fyrir um aldarfjórðungi lagði Hörður mynd- listina á hilluna til þess að geta einbeitt sér að þessu rannsóknar- og ritverki. Er afraksturinn með ólíkindum og mætti ímynda sér að opinber stofnun hefði ekki gert betur. Megineinkenni á úttekt Harðar um byggingararfleifð okkar er vís- indaleg nákvæmni og kemur þar fyrir flokkun sem vísast er mörgum framandi. Jafnframt hefur Hörður vakið athygli á, að íslenzk byggingarlist er merkileg, en rótgróin minni- máttarkennd hefur komið í veg fyrir að við sæjum það. Listrænt gildi ræðst ekki af stærð húss og torfkirkja eins og Víðimýrarkirkja getur ver- ið merkara byggingarlista- verk en tífalt hærri steinkirkja í útlöndum. Árið 1863 markar tímamót Enda þótt fyrri bókin sé lykilverkið er sú síðari afar gagnleg viðbót, sem leiðir tvennt í ljós: Í fyrsta lagi að búið er að bjarga mörgum verðmætum húsum frá eyð- ingu og láta þau endurheimta svipmót sitt með endurgerv- ingu. Í annan stað leiðir bókin í ljós herfileg slys og vekur at- hygli á að prýðisgóð byggingarverk hafa verið eyðilögð. Ekki er það tilviljun að varðveizluannállinn er miðaður við árið 1863. Það ár markar tímamót vegna þess að þá var Forngripasafnið stofnað og átti Sigurður málari, sá mikli hugsjónamaður, mestan þátt í því. Áhugi hans beindist fljótt að merkum, gömlum húsum. Þessa sögu rekur Hörður skilmerkilega og nefnir að verndun forn- minja hafi að einhverju leyti verið tryggð með lögum frá 1907, en í greinargerð segir að til forn- leifa teljist „fornar kirkjur, bæjarhús, og önnur hús sem ekki eru framar notuð til þess sem upp- haflega var til ætlast“. Jafnframt var Matthías Þórðarson skipaður fornmenjavörður. Ljóst er, að hér var vakning sem hélst í hendur við ung- mennafélagsandann í aldarbyrjun og tímans tákn, að einmitt þá kemur upp sú hugmynd að varðveita beri Víðimýrarkirkju. Kirkjubóndinn hafði í hyggju að byggja nýtt guðshús, en prófast- urinn í Skagafirði, séra Árni Björnsson, var þá svo framsýnn að hann mæltist til þess að hin forna torfkirkja fengi að „standa órifin sem sýn- ishorn kirkna frá eldri tímum“. Raunar höfðu frægir erlendir gestir, Daniel Bruun og Johannes Klein, látið í ljós sömu skoðun. Daniel Bruun vann mikið rannsóknarstarf fyrir íslenzka húsagerðar- sögu á 14 sumrum, 1896–1923 og birti í bók sinni Fortidsminder og nutidshjem paa Island. Hörður nefnir sem dæmi um vakninguna snemma á öldinni grein rithöfundarins Jóns Trausta sem birtist í Lögréttu 1912: Menning sem er að hverfa. Leggur hann þar til að torfbæ- irnir verði ljósmyndaðir. Sama ár ritaði Brynj- ólfur Björnsson landlæknir grein í Sunnanfara að undirlagi Matthíasar þjóðminjavarðar um skál- ann á Keldum og mikilvægi þess að vernda hann. Skálinn hafði skemmst í jarðskjálftum sem urðu á Suðurlandi 1912. Það var líka tímans tákn, að höf- undi varð að ósk sinni. Síðan leið alllangur tími án þess að húsavernd væri opinberlega á dagskrá; vitað er þó að fyrsti íslenzki húsameistarinn, Rögnvaldur Ólafsson, hafði fullan skilning á málinu. Sigurður Guð- mundsson arkitekt minnti landsmenn árið 1935 á torfbæina í Morgunblaðsgrein, „sveitabæina gömlu sem nú eru að glatast. Þeir grotna niður hver af öðrum, án þess að nokkur maður hirði um að eignast af þeim uppdrætti eða lýsingar…“ Meðal annars sem Hörður tilgreinir úr þessari sögu og er áreiðanlega gleymt, er til dæmis að Héðinn Valdimarsson flutti mikilvæga tillögu til þingsályktunar 1937 um húsverndunarmál og átti hún stóran þátt í að skálanum á Keldum var bjargað frá glötun. Hörður nefnir og greinargerð Þjóðverjans Edwins Sachers frá 1938, en þar eru smáatriðateikningar og uppmælingar á innihús- um í Glaumbæ, Marbæli, Syðra-Skörðugili, Arn- arnesi og Stóra-Nýjabæ í Gullbringusýslu; einnig uppmæling á Saurbæjarkirkju í Eyfjafirði og Víðimýrarkirku. Fleiri komu að rannsóknar- vinnu, þeirra á meðal Jónas Rafnar læknir á Kristneshæli, sem teiknaði upp grunnmyndir allra bæja í Eyjafirði framan Akureyrar á 22 ár- um, alls 110 bæi. Þetta var ómetanlegt verk. Annar áhugamaður, Guðmundur Jósafatsson, bóndi og ráðunautur, rissaði upp grunnmyndir allra torfbæja í Bólstaðarhlíðarhreppi árið 1926 og dró jafnframt upp útlitsmyndir þeirra. Enn má nefna Stefán Jónsson arkitekt, sem mældi og teiknaði upp 22 bæi norðan- lands á árunum 1947–51. „Slík hús má ekki eyðileggja“ Hörður telur að verulegur skriður hafi komizt á hús- verndunarmál 1947 þegar sett voru lög að frumkvæði Jóns Sigurðssonar bónda og alþingismanns á Reynistað „um viðhald fornra mann- virkja og um byggðasöfn“. Þar er kveðið á um að rík- issjóður skuli bera kostnað af viðhaldi friðaðra húsa. Nú er það ugglaust gleymt, en stundum munaði litlu að illa færi. Til dæmis var rætt um það veturinn 1948 að leggja niður skólahald í húsi Menntaskólans í Reykjavík og jafnvel að rífa það. Gylfi Þ. Gíslason talaði þá í útvarp og skrifaði í Alþýðublaðið og færði rök fyrir varðveizlu Menntaskólans: „Slík hús má ekki eyðileggja,“ sagði hann. Gylfi deildi og harð- lega á „viðgerð Bessastaðakirkju“. Hann sagði: „Það er engin kirkja á Bessastöðum núna“ og lýsti því, að hin gamla og merka kirkja væri horf- in, því nær allt það sem verið hafði innan veggja hennar væri horfið. „Höggvið hefur verið á taug er tengir þessa kynslóð við þær sem á undan eru gengnar.“ Bessastaðakirkja hafði orðið hart úti af við- haldsleysi og þjóðskáldið á Bessastöðum, Grímur Thomsen, hafði ekki staðið sig þar sem skyldi. Séra Jens Pálsson vakti máls á meðferð kirkj- unnar 1896, sama ár og Grímur dó; segir að hún sé „afar illa á sig komin“ og telur Hörður að það sé elzta ritaða heimild hérlendis um að vernda þurfi hinn sjónræna menningararf. Séra Jens skrifaði m.a. svo: „…ég áleit hana mesta sögu- legan og þjóðlegan forngrip og dýrgrip allra kirkna landsins, annarra en Hólakirkju…“ Hugur fylgdi máli hjá séra Jens, því hann keypti Bessastaði til að bjarga kirkjunni og seldi hana Skúla Thoroddsen, sem lofaði að gera við kirkjuna. Sú viðgerð stóð yfir frá 1898–1900, en þau mistök voru gerð að bárujárnið skaraðist ekki nægilega og kirkjan skemmdist fljótlega af leka. Matthíasi þjóðminjaverði rann til rifja ástand kirkjunnar 1919; þá hafði hún látið mikið á sjá. Sá Matthías þann kost vænstan að snúa sér til þjóð- arinnar með fjársöfnun og birti „Bónarbréf“ í Morgunblaðinu. Þessu erindi var vel tekið og hófst viðgerðin 1921. Seinna voru þær breytingar gerðar á Bessa- staðakirkju sem Gylfi Þ. Gíslason var hneyksl- aður á. Þær höfðu ekki verið gerðar í samráði við þjóðminjavörð, heldur gegn mótmælum hans. Þótt ótrúlegt sé var það hinn merki listamaður og brautryðjandi, Guðjón Samúelsson, sem stjórnaði þessari „aðför“ að Bessastaðakirkju. Varði hann aðgerðir sínar tvisvar í Alþýðublaðsgreinum, en Hörður telur að þau rök eigi engan hljómgrunn lengur. Fór svo að nýskipaður þjóðminjavörður, Kristján Eldjárn, batt enda á „vandalisma“ og lét flytja brakið úr Bessastaðakirku á brott. En það voru ekki aðeins stjórnmálamenn, emb- ættismenn og arkitektar, sem stóð ekki á sama um meðferðina á menningararfinum. Maður var nefndur Jökull Pétursson og skrifaði hann grein í Lesbók Morgunblaðsins 1957 um „Gömlu húsin í Reykjavík“. Vegna meðferðar á húsinu Þingholtsstræti 9 segir hann: „Á það að viðgangast að þessi fáu, gömlu hús sem ennþá standa uppi verði af- skræmd með breytingum eða afmáð með öllu.“ Jökull skrifar eins og harður nútímaverndun- arsinni, bendir á þá lausn sem síðar fannst með Árbæjarsafni og segir: „Trúi ég ekki öðru en ferðamönnum þætti eins gaman og fróðlegt að geta skoðað og gengið um þessi gömlu hús eins og að kaupa glansmyndir af þeim… “ Í sama streng tók Thorolf Smith; hann þakkaði Jóni Helgasyni biskupi og Árna Óla og minntist rita þeirra um sögu Reykjavíkur. Sama gerði Vil- hjálmur Vilhjálmsson blaðamaður í pistlum sín- um í Alþýðublaðinu; þá víðkunnur sem Hannes á horninu. Kristján Eldjárn hvatti oft þjóð sína; einkum voru honum kirkjurnar hugleiknar: „All- ar eru þær litlar, sumar næstum því ótrúlega litl- ar og í augum útlendinga hlægilega litlar. Þær eru yfirlætislausar, margar meira að segja alveg turnlausar, fátæklega til fara yst sem innst.“ Hörður telur að nú mætti Kristján vera ánægður, því búið er að friða allar kirkjur sem byggðar eru fyrir 1918 og gera margar þeirra upp eins og Kristjáni hefði líkað. Rannsóknir Harðar í nær fjóra áratugi Enda þótt Hörður nefni það ekki í bókinni hef- ur það markað þýðingarmestu kaflaskilin í öllu þessu húsverndunarmáli þegar hann fór sjálfur að ferðast um landið 1962 til þess að rannsaka, ljósmynda og mæla upp gömul hús. Það tók sex ár og birtust fyrstu niðurstöður hans og hugleiðing- ar í Birtingi. Hörður fékk stuðning 1964 frá Guð- mundi skáldi Böðvarssyni sem skrifaði „Hug- vekju um Viðey“ í Þjóðviljann þar sem hann gagnrýndi harðlega meðferð og ásigkomulag hinnar fornu stofu Skúla fógeta. Skömmu síðar fóru þeir Kristján Eldjárn og Bjarni Benedikts- son út í Viðey og könnuðu aðstæður, en Bjarni tók málið í sínar hendur. Svo fór að ríkið eignaðist Viðeyjarstofu 1968 en 6 árum áður höfðu eigend- ur Viðeyjar afhent kirkjuna. Allt fékk Viðeyjar- málið farsælan endi og 1988 var Viðeyjarstofa að fullu uppgerð. Þegar litið er til þess sem hér hefur verið rakið og byggt er á bók Harðar, má sjá að arkitektar létu minna í sér heyra en ýmsir aðrir um bygging- arsöguleg verðmæti sem voru í hættu. Þar höfðu forustu ýmsir menntamenn og skáld, einnig stjórnmálamenn. Einn þeira var Einar Olgeirs- son. Hann hafði varað við því á Alþingi 1950, að háreistar, nýjar byggingar mundu brátt rísa í Kvosinni og þá yfirskyggja hinar gömlu og merku byggingar, en útrýma öðrum. Áhyggjur Einars voru í hæsta máta eðlilegar; hvernig átti hann að gruna að hinn gamli miðbær Reykjavíkur yrði af- skiptur og án þróunar í marga áratugi meðan borgin var teygð uppá heiðar, svo úr varð óskapn- aður, sem hvorki er þéttbýli né dreifbýli. Aftur flutti Einar frumvarp til laga 1964 um að „varð- veita bæri öll hús sem byggð voru fyrir 1874“. Og enn barðist Einar fyrir húsavernd 1966 með til- lögu um skipulag fyrir miðbæ Reykjavíkur, en þá átti að byggja nýtt stjórnarráðshús, ráðhús og nýtt Alþingishús. Á þessum tíma náði módern- isminn listrænu lágmarki með því sem stundum hefur verið nefnt frystikistustíll og má kalla lán að ekkert af þessum helztu opinberu byggingum þjóðarinnar reis með þeim hætti sem til stóð þá. Frumvarp Einars dagaði uppi, en húsakönnun hófst á miðbæjarsvæðinu árið eftir og merk hús sem hann hafði sérstaklega nefnt eru nú öll frið- uð. Einn áfangasigurinn náðist 1969 með stofnun húsfriðunarnefndar og Húsfriðunarsjóðs, en þó vantaði fjárhagslegt bolmagn. Menntamálaráð- herrarnir Ingvar Gíslason og síðar Vilhjálmur Hjálmarsson eiga heiðurinn af bættri stöðu með lagasetningu, en Hörður segir að fullnaðarsigur hafi náðst þegar ákvæðin um Húsfriðunarsjóð voru felld inn í þjóðminjalögin frá 1969. Forganga Evrópuráðsins um að varðveita evrópska bygg- ingararfleifð hafði sín áhrif; einnig húsfriðunar- árið 1975. Friðun hinna merku húsa í Neðsta- kaupstað á Ísafirði var til dæmis eitt af því sem þá átti sér stað. Um húsavernd á vegum Þjóðminjasafnsins er langur kafli sem hefst árið 1913 með skrá yfir hús sem safnið hefur keypt, styrkt viðgerð á eða haft umsjón með. Frá fyrstu árunum eru Keldur á Rangárvöllum, Espihóll í Eyjafirði sem ekki tókst þó að bjarga, Bessastaðakirkja og Dómkirkjan á Hólum sem var einnig í mikilli niðurníðslu og höfðu „framtakssamir menn“ hreinsað burtu inn- anbúnað hennar á árunum 1886–89. Það var þó hægt að sjá hvernig hún hafði litið út eftir teikn- ingum í ferðabók Gaimards og Jósef Björnsson skólastjóri á Hólum hafði af framsýni keypt sumt af hinu gamla tréverki, þar á meðal hluta af kór- skilunum. Matthías Þórðarson gekkst í að end- urgera Hólakirkju af sama krafti og sú viðgerð stóð yfir fram til 1940. Nokkrum árum áður hafði Matthías reynt með öllum ráðum að bjarga Húsinu á Eyrarbakka frá niðurrifi. Það var þá mjög illa farið og enginn áhugi á Eyrarbakka eða í Árnessýslu á að halda því við. Matthías fékk þá efnaðan Reykvíking, BÆKUR B y g g i n g a r l i s t Varðveisluannáll 1863–1990 verndunaróskir eftir Hörð Ágústsson. Útgefandi: Húsa- friðunarnefnd ríkisins 2000. ÍSLENSK BYGGINGARARF- LEIFÐ II Auðkúlukirkja fyrir viðgerð. Hörður Ágústsson Íbúðarhús frá Holti á Síðu, endurb BJÖRGUNARSTARF OG HERFILEG SLYS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.