Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2001, Qupperneq 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. JANÚAR 2001
B
RÉFIN til Friðriku, systur Jón-
asar Jónssonar, eru fjögur tals-
ins. Það fyrsta er skrifað í Ráða-
gerði 5. desember 1902 og það
síðasta 16. mars 1903. Það
fyrsta er að stórum hluta bók-
menntalegs eðlis. Þar kemur
fram að Jónas las Alþingisrím-
urnar fyrst í Ráðagerði og í bréfinu ritdæmir
hann þær á snjallan hátt. Alþingisrímurnar
höfðu komið út í heild og í bók vorið 1902 í
Reykjavík: Alþingisrímur (1899–1901). Valdi-
mar Ásmundsson gaf út. – Talið er að Valdimar
hafi lagt til efni rímnanna en fengið Guðmund
Guðmundsson skólaskáld til að yrkja þær. Af
bréfi Jónasar er ljóst að hann hefur fylgst mjög
vel með þjóðmálum. Löngu síðar átti hann þátt í
því að Bókaútgáfa Menningarsjóðs gaf Alþing-
isrímurnar út í bókaflokknum Íslenzk úrvalsrit
1951. Sá Vilhjámur Þ. Gíslason um þá útgáfu en
Jónas ritaði langan formála. Í ítarlegum skýr-
ingum segir Vilhjálmur m.a.: „Alþingisrímurn-
ar eru gamanmál fyrst og fremst, þótt um
stjórnmál og stjórnmálamenn sé fjallað, en
hvorki greinargerð né ádeila.“
Rímurnar eru fjórtán alls. Í bréfinu til Frið-
riku vitnar Jónas í tvær þeirra, tólftu og
fjórtándu rímu. Tólfta ríma er kosningaríma.
Hermann Jónsson varð fyrsti þingmaður Hún-
vetninga. Hann var bóndi á Þingeyrum, en hafði
áður verið skólastjóri á Hólum. Orðin um vöðu-
selinn eiga að vera skens upp á svip hans og fas.
Í fjórtándu rímu kemur dr. Valtýr Guðmunds-
son við sögu. Það var á þingi 1897 sem valtýskan
hófst, en áður hafði stefna Benedikts Sveins-
sonar um endurskoðun stjórnarskrárinnar ver-
ið að mestu einráð á þingi. Dr. Valtýr gerði ráð
fyrir sérstökum íslenskum ráðherra sem færi
með íslensk mál í Kaupmannahöfn. Hann ætti
sæti á Alþingi, en bæri málið upp fyrir konung í
ríkisráði Dana. Heimastjórnarmenn vildu fá ís-
lenskan ráðgjafa í landinu sjálfu.
Vilhjálmur ritar svo um fjórtándu rímu: „Hún
segir frá þinginu 1901. Þar var frumvarp Valtý-
inga samþykkt, því að forsetarnir, sem voru
Heimastjórnarmenn, höfðu ekki atkvæðisrétt.
En í þeim sömu svifum bárust fréttir um stjórn-
arskipti í Danmörku, og sendu Heimastjórnar-
menn Hannes Hafstein utan með ávarp til nýju
stjórnarinnar, undirskrifað af meiri hluta þing-
manna, lýstu óánægju með samþykkt frum-
varpsins og gerðu sér von um, að frjálslegra
yrði að semja við hina nýju menn í Danmörku.“
„Ykkur mun ekki leiðast það kveldið“
Bréf Jónasar til Friðriku hefst svo:
Kæra systir!
Mig langar nú til að skrifa þjer svolítinn miða
og sýnist nú kanske að jeg komist til þess, þar
sem jeg gjöri nú lítið að vanalegum stritverk-
um. Jeg hef nú reyndar ekki mikið að lesa, en
samt hef jeg varla haft meiri frístundir frá nám-
inu en að yfirfara það sem til er. Brynjólfur á
lítið af þeim – bókum nema Eimreiðina alla frá
byrjun og svo hefir Gísli gamli lánað mjer
stundum það sem hann hefir fengið að láni.
Einna mest hefir mjer þótt koma til Alþing-
isrímnanna af öllu sem jeg hef lesið og jeg ætla
að biðja ykkur að hafa einhver ráð að ná í þær
til að lesa, því ykkur mun ekki leiðast það
kveldið sem þið lesið þær í fyrsta sinni. Mig
langar til að taka hjerna fáeinar vísur úr þeim
sem mjer finnst mest til koma t.d. um Hermann
á Þingeyrum:
„Hermann digur þrífork þreif, á þingið reið hann;
selir grétu gleðitárum,
gægðust upp úr köldum bárum.
Vöðuselur var þar stór og varð að orði:
„Hermann frændi, í þingsal þínum
þú skalt heilsa bræðrum mínum.
Vertu sæll, þér óskum allir auðnu og gengis.
Á því vota áttu heima,
aldrei máttu þessu gleyma.
Dauf mun vistin þykja þjer á þurru landi,
verði þar ei vært, þá flýja
vínlands skaltu til hins nýja.“
Kom þá mikið kríuger að kveðja garpinn,
fast og heitt á koll hans kystu
kríurnar og fæðu mistu.
„Dekorerað“ hattinn hans þær höfðu og klæði,
svo að kempan sýndist prúða
sakleysis í hvítum skrúða. –“
„Dekorera“: skrýða heiðursmerki. Eða þeg-
ar sendinefnd heimastjórnarmanna kom til
Hafnar í fyrrahaust:
Konungs fund þeir keptust á,
er komu af jónum ranga;
í humátt við sig hal þeir sjá
harla snúðugt ganga.
Kendu Valtýr kominn þar,
körlum hnykti viður;
fullir ótta og undrunar
ætluðu að hníga niður.
Kapphlaup var með hörku háð;
huldir svita í framan
loksins hilmis höllu náð,
höfðu allir saman.
Svona eru þær nærri því að segja spjaldanna
á milli, eintómt háð en þó svo meinleysislega
fyrir komið og þó illhvitnislega í sömu andránni
að maður getur einlægt hlegið. Valtýr skrifar
ritdóm um þær í „Eimreiðinni“ og tekur meðal
annars upp þar sem Benedikt heitinn kom að
blessa yfir valtýskuna og þykir sem höfund-
urinn næstum tali af spádómsanda þar sem all-
ir Íslendingar hafi svo að segja samþykt val-
týskuna með þinginu í sumar! Á „Hólum“ sá jeg
kvæði Guðmundar Friðjónssonar; þau eru víst
mjög góð t.d. „Brjef til vinar míns“ það er til
Baldvins í Nesi og vegna þess og kanske ann-
ara aðgerða Guðmundar hafi hann snúið aftur
frá Ameríkuferð enda finnst mjer það næstum
kraptakvæði og á við klukkutímalanga ræðu
eins og hvert högg sem „tröllið“ greiddi í „þing-
kosningunni“. Jeg er nú víst fulllangorður um
þetta sem þú sjálf veizt að líkindum þegar
brjefið kemur.“ – Hér vísar Jónas í kvæðabók
Guðmundar, Úr heimahögum, sem kom út á
þessu ári, 1902.
Kyrrlátt líf
Síðan snýr Jónas sér að öðru, greinir frá líð-
an sinni og aðstæðum og segir í glettnislegum
tón: „Við höfum hjer mjög kyrlátt líf og veit jeg
að það mun nú ekki hryggja ykkur þó jeg sje
ekki í neinum solli.“
Eins og áður hefur verið vikið að voru póst-
samgöngur mjög erfiðar og strjálar. Friðrika
hefur væntanlega spurt bróður sinn hvort
betra væri að senda bréfin austur um land. Jón-
as varar við því: „Ekki held jeg að það verði
betra að senda brjef til mín austur um land; ef
nokkuð er þá verða þau lengur og hættara við
slysum á þeirri leið (söndunum).“ Hann skrifar
16. mars: „Jeg var heldur upp með mjer þegar
jeg kom úr Keflavík þann 10 með 4 brjef og
böggul! en vænst þótti mjer um þegar jeg fór að
lesa og sá að allt gekk bærilega heima.“
Hann segir systur sinni að hann hirði dót sitt
og föt. Hann hefur engu týnt nema einum skóm
„sem tönn tímans hefir nagað til fulls“. Hann
gefur henni góð ráð: „Skósmiðir segja að marg-
ir skemmi stigvjelaskó með brúkunarleysi,
saumgarnið fúni meira að geyma þá kannske á
rakafullum stöðum en þegar þeir eru hlýir og
þurrir á fætinum þessvegna ráðlegg jeg þjer að
vera eigi ofsparsöm á þínum skóm því það er
stundum mesta eyðslan.“
Mikil umhyggja og samhugur kemur fram í
þessum bréfum til systkinanna. Enn er talað
„ÞÚ GETUR
KOMIST
ÞAÐ SEM ÞÚ
ÆTLAR ÞJER“
Í fyrri hluta þessarar greinar voru rakin bréf sem Jón-
as Jónsson frá Hriflu skrifaði Kristjáni bróður sínum
frá Ráðagerði í Leiru á Reykjanesi veturinn 1902 til
1903. Þá var Jónas sautján ára. Í þessum seinni hluta
er litið á bréf Jónasar til Friðriku, systur sinnar.
Fyrsta för Jónasar Jónssonar út í heiminn
Brynjólfur Magnússon, kennari í Ráðagerði. Hjá
honum dvaldist Jónas veturinn 1902–1903.
Kristján Jónsson, bróðir Jónasar (tvítugur).
Jónas hreifst mjög af Alþingisrímunum og segir
í bréfi: „Svona eru þær nærri því að segja spjald-
anna á milli, eintómt háð en þó svo meinleys-
islega fyrir komið og þó illhvitnislega í sömu
andránni að maður getur einlægt hlegið.“
Ljósmyndari/Hallgrímur Einarsson, Seyðisfirði
E F T I R G E R Ð I S T E I N Þ Ó R S D Ó T T U R
Elsta mynd sem vitað er um af Leiru.
Ljósmyndari/P. Brynjólfsson. Konungl.hirðfotograf. Rvík
Friðrika Jónsdóttir, systir Jónasar (þrítug).
Ljósmynd/P.H. Bech. - Vejen
Þetta er elsta ljósmynd sem til er af Jónasi.
Tekin í Danmörku um 1906–1907.
Veröldin sem kálfskinn eitt