Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2001, Qupperneq 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. JANÚAR 2001
H
VERJIR eru Samar? Hvað-
an koma þeir? Er jóla-
sveinninn samískur? Mál-
nefnd Norrænu ráðherra-
nefndarinnar hélt málþing
um sögu, mál og menningu
Sama í Karasjok á Finn-
mörku 20.–22. september
sl. Undirritaður sótti þessa ráðstefnu, en hún
er haldin undir heitinu „Samíska á nýrri þús-
öld“. Málnefndin vinnur eftir svonefndri Nord-
mål-áætlun fyrir árin 2000–2004 og leggur sér-
staka áherslu á þau tungumál sem fæstir tala á
Norðurlöndum.
Það er langt ferðalag frá Íslandi norður til
Samalands, flugferð til Osló, þaðan til Tromsø
og áfram til Laxelfar, loks með rútu til Kar-
asjok á Finnmörku, langt norðan heim-
skautsbaugs, en í Karasjok búa tæplega þrjú
þúsund manns og eru flestir Samar. Finnmörk
er 5.400 ferkílómetrar og þar eru meira en
3.000 veiðivötn og kalla má Karasjok höfuðstað
norskra Sama og raunar annarra af þeirri þjóð
því að þar er útvarpsstöð þeirra sem sendir út
á samísku allt að 1.400 klukkustundir árlega.
Þar er norska Samaþingið og við skoðuðum
nýtt og stórglæsilegt þinghús þeirra sem vígt
var 2. nóvember sl.; glæsilegt samspil steins og
timburs, bjart og skreytt listaverkum. Það var
logn í Karasjok fyrsta morguninn okkar, hrím
á jörðu og lauftrén rauð, brún og gul og ekki að
undra þótt hér skammt frá heiti Eldskógur því
að reynitrén eru eins og logandi kyndlar innan
um önnur lauftré í mildari litum. Á Finnmörku
er verið að spara skóginn, en Norðmenn hafa
sett sér markvissa áætlun um skógrækt og á
að hefjast handa við skógarhöggið þegar olí-
una þrýtur sem ætti að verða um 2020.
Samíska, eitt mál eða mörg?
Ráðstefnan var haldin í menningarhúsi bæj-
arins sem er sambyggt útvarpshúsinu.
Ole Henrik Magga, prófessor frá Noregi,
samískur eins og allir aðrir fyrirlesarar, talaði
um tungu Sama og varpaði fram þeirri spurn-
ingu hvort hún væri eitt mál eða mörg. Sam-
íska er í raun nokkur skyld mál. Í meginatrið-
um er Sömum skipti í fernt, Suðursama,
Lulesama, Norðursama og Austursama. Suð-
ursamar og Lulesamar búa í Noregi og Sví-
þjóð, Norðursamar í Noregi, Svíþjóð og Finn-
landi en Austursamar í Finnlandi og
Rússlandi. Hver hópur talar sína tungu og inn-
an hvers máls eru margar mállýzkur. Suður-
sami skilur ekki Norðursama; munurinn er
viðlíka og á norsku og íslensku. Finnskir Sam-
ar geta ekki talað móðurmál sitt á finnska
Samaþinginu, þeir tala saman á finnsku. Sífellt
færri börn læra nú suðursamísku heima hjá
sér, hún er á undanhaldi sem heimilismál. Hið
sama má segja um ýmsar mállýzkur í Rúss-
landi, málnotendum fækkar og aðstæður til
viðreisnar eru harla lélegar austur þar.
Norðursamíska er það mál sem Samar í
Norður-Noregi, Svíþjóð og nokkrum héruðum
Finnlands tala. Því er skipt í þrjár meginmál-
lýzkur sem síðan greinast innbyrðis í veruleg-
um mæli, meira en 20 skýr afbrigði sem byggj-
ast á mismun í hljóðkerfi, orðaforða,
setningafræði, sagnbeygingum og sérhljóða-
skiptum en ýmsar mállýzkur munu þó hafa
glatazt. Sumar mállýzkur tala einungis örfá
hundruð manna. Og eins og Nils Jernslætten,
prófessor í Tromsø, sagði: Tungan og náttúran
eru eitt hjá Sömum. Saminn sem eltir hrein-
dýrin hefur annað tungutak en Saminn sem
stundar fiskveiði, Strandsaminn annað mál á
vörum en Fjallsaminn, svo notuð séu hugtök
frá Nils. Hann taldi að einungis fælles sol-
idaritet gæti bjargað tungu og menningu
Sama; hann vildi ekki nota orðið þjóðernis-
stefna, því að það hefði á sér neikvæðan blæ.
En hversu margir tala samísku? Svörin eru
frá 7.000 upp í 40.000, en enginn veit með
vissu. Ole nefnir töluna 30.000, en þeim fækk-
ar. Hér má nefna sláandi dæmi: Einungis
helmingur fulltrúa á þingi Sama í Svíþjóð talar
samísku. Tungan á í vök að verjast, en norður-
samísku mállýskurnar standa þó sterkast að
vígi. Lengi vel var bannað að tala samísku í
skólum, en nú eiga Samar rétt á kennslu á
móðurmálinu. Samar búa hins vegar svo
dreift, að það fer eftir fjölda þeirra í hverjum
skóla hve mikla kennslu þeir fá. Samar eiga í
raun í sjálfstæðisbaráttu við að fá rétt sinn við-
urkenndan, lögbundinn rétt frá 1990, en lögin
komu til framkvæmda árið 1992. Í Noregi eiga
Samar rétt á að senda tveimur fylkisstjórnum
og sex sveitarstjórnum erindi á samísku og fá
svar á sama máli. Sama máli gegnir um prests-
þjónustu, dómþing og heilsugæzlu; fylkin eru
nyrzt í Noregi, Finnmörk og Troms. Anne
Dagmar Biti Mikalsen er skrifstofustjóri hjá
samísku málnefndinni í Noregi og gerir grein
fyrir þeim stofnunum sem fjalla um samíska
málrækt og hvaða skorður henni eru settar.
Sex ritmál, eitt mál, segir hún, en það fer eftir
skilgreiningu – mál, höfuðmállýzka, undirmál-
lýzka, staðbundið afbrigði. Í Noregi eru um
það bil 16.000 Samar eldri en 18 ára sem geta
fylgzt með í samtali á samísku. 12 manns sitja í
samískri málnefnd, þrír fulltrúar frá hverju
svæði, Rússlandi, Finnlandi, Svíþjóð og Nor-
egi. Fundarmál nefndarinnar eru norðusam-
íska, finnska og skandinavíska. Líklega er allt-
af einhver sem ekki skilur síðasta ræðumann.
Reynt er að láta fulltrúana endurspegla sem
breiðastan uppruna í málfarslegum efnum.
Upprunaleg heimkynni
austur við Úralfjöll
Kjarninn í umræðunni er þessi: Allir Samar
þurfa að kunna meira en eitt mál í daglegu um-
hverfi sínu. Nils Öyvind Helander ræðir um
margtyngi Sama. Þeir sem búa nálægt landa-
mærum eða reka hreindýr sín fram og aftur
eru oft þrí- og jafnvel fjórtyngdir. Ákveðinn
sigur, segir hann, að Microsoft ætlar að taka
samísku stafina upp á sína smára. Það er laga-
leg skylda að sýna samísk örnefni á skiltum í
löndum Sama. Norðmenn og Svíar standa sig
illa í þessu, en Finnar bezt, enda hafa þeir
hefðina; skilti eru þar afar víða bæði á finnsku
og sænsku, en í Samalandi á finnsku og sam-
ísku.
En hvaðan komu Samar, hverjir eru þeir?
Samíska er finnsk-úgrískt mál og skyld
finnsku; en sker sig frá henni á marga lund;
málin hafa meðhöndlað hljóðkerfið á mismun-
andi vegu. Líklega eru upprunaleg heimkynni
þeirra austur við Úralfjöll. Ýmsir fornleifa-
fræðingar telja að Samar hafi fyrir um það bil
Samíski fáninn er litskrúðugur og kraftmikill. Litirnir fjórir tákna skiptingu Sama í fjóra meginflokka, þeir búa í fjórum löndum, en hringurinn táknar einingu þeirra; rauði og blái flöturinn stærri enda
tákna þeir sól og tungl, meginöflin í samískri goðafræði, en sólin er faðir Samanna.
SAMAR
– EIN ÞJÓÐ Í FJÓR-
UM LÖNDUM
Hvaðan komu Samar og hverjir eru þeir? Samíska er
finnsk-úgrískt mál og skyld finnsku en sker sig frá henni
á marga lund. Líklega eru upprunaleg heimkynni
Sama austur við Úralfjöll, en sumir fornleifafræðingar
telja að þeir hafi búið í öllu Finnlandi fyrir um 2000 ár-
um, jafnvel suður um miðjan Noreg og Svíþjóð.
E F T I R S Ö LVA S V E I N S S O N