Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2001, Qupperneq 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. JANÚAR 2001
E
KKI veit rýnirinn fullkomlega
hvað nafnið Per Kirkeby segir
Íslendingum almennt. Hann
mun þó nafnkenndastur núlif-
andi myndlistarmanna á Norð-
urlöndum, um leið 20. öldinni,
ásamt þeim Asger Jorn og
Edvard Munch. Myndlistar-
menn munu þó flestir þekkja meira og minna
til verka hans, í lakasta falli nafnið.
Frægð sína sækir Kirkeby að meginhluta
til útlandsins eins og hinir tveir, og líkt og
Munch sótti hann vegsemdina til Þýskalands,
þar sem hann var með annan fótinn um árabil
og var ráðinn prófessor við listakademíuna í
Karlsruhe 1979. Hins vegar naut Kirkeby
fljótlega meiri hylli í heimalandinu en forver-
arnir og andstaðan gegn list hans fjarri því
jafnmikil og hinna sem lifðu nánast landflótta
hluta listferilsins.
Allir fjölhæfir og fjölgáfaðir, að auk penna-
færir með afbrigðum og er hér Kirkeby mik-
ilvirkastur með fjölda bóka og smárita að
baki, auk þess að hafa ritstýrt nokkrum list-
tímaritum. Ennfremur afar jarðtengdir
menningu þjóða sinna, alþjóðlegir um leið.
Kirkeby meira segja náttúrusögufræðingur
að mennt og hefur stundað jarðfræðirann-
sóknir á Grænlandi og eitthvað á Íslandi, að
auk farið í rannsóknarleiðangra til Ameríku,
Mið-Ameríku, Mið-Asíu og Miðjarðarhafsins.
Fyrstu einkasýningu sína hélt Kirkeby 1965
og síðan hafa þær orðið fjölmargar um alla
álfuna sem og víðar.
Kirkeby hefur enga almenna listaskóla-
menntun að baki, en var tengdur Tilrauna-
skólanum svonefnda í Kaupmannahöfn og
seinna kennari við hann, er þó fjölfróður
jafnt á sígilda sem nýrri tíma list. Minnir
þetta á abstraktmálarann Jean Jaques
Deyrolle, sem var sjálfmenntaður en við-
urkenndur einn mesti rökfræðingur á núlistir
í París um sína daga, og hafði um leið brenn-
andi áhuga á list fornaldar. Tilraunaskólinn
samanstóð af hópi framsækinna listspíra sem
ekki sættu sig við kennsluaðferðirnar á
listakademíunni við Kóngsins nýjatorg. Stóðu
að sameiginlegu sýningahaldi og voru með
aðskiljanlegustu uppákomur ásamt því að
semja stefnuyfirlýsingar, manifest. Með
Fluxus-hreyfinguna sem bakgrunn og eftir
samvinnu við þýska fjöllistamanninn Joseph
Beuys útfærði Kirkeby sviðsetninguna,
happeninginn, Arctic (Heimskaut) I–III, sem
voru lifanir frá Grænlandi ásamt umhverf-
isverkinu Blöðin (1967, með greinum og blöð-
um) og Hirðingjalandslag (Louisiana 1970).
Þá er vert að geta þess að hann hefur hlotið
Thorvaldsens-medalíuna sem telst mikill
heiður, og er frá árinu 1982 meðlimur í
dönsku Akademíunni.
Enginn núlifandi myndlistarmaður á Norð-
urlöndum hefur viðlíka athafnaferil að baki
og Kirkeby, með stórum einka- og yfirlitssýn-
ingum á mörgum helstu listasöfnum í Evrópu
og þátttöku á tvíæringum og stórsýningum
núlista um allan heim. Fyrsta sérsýningin var
á Den Frie í Kaupmannahöfn 1965, og síðasti
stórsóminn var yfirlitssýning á Tate í London
1998 sem drjúga athygli vakti. Til að gefa les-
anda hugmynd um athafnasemi listamannins
frá ári til árs voru einkasýningar á verkum
hans árið 1999 í Berlín, Flensborg, New
York, Freiburg og Stokkhólmi, gerði að auk
sviðsmynd fyrir ballettinn Svanavatnið fyrir
New York City Ballett, Lincoln Center, og
gaf út bókina Bellini, auk þess að hefja gerð
10 stórra bronsskúlptúra. Svo árið 2000 í
Freiburg, París, Köln, Amsterdam, Þórshöfn,
Karlsruhe og víðar auk listkynninga, og hér
sá skrifari eina veglega í banka í Frankfurt.
Hefur gert kvikmyndir, gefið út ljóðabók,
skáldsögur og langa röð af smáritgerðum,
essejum, um allt milli himins og jarðar tengt
myndlist og um listamenn, nóg til að fylla
heila bókahillu. Hefur haldið fyrirlestra og
verið mikilvirkur á vettvangi samræðunnar
um myndlist dagsins, bæði í Þýskalandi og
Danmörku og verið hér ómyrkur í máli, en er
vel vitandi um gildi fortíðarinnar, sem ekki er
að undra í ljósi menntunargrunnsins.
Til skamms tíma hefur Kirkeby verið
þekktastur fyrir málverk sín smá og stór er
byggjast á óhlutlægum grunni sem rekja má
til Cobra og úthverfa innsæisins, expressjón-
ismans, ásamt með byggingafræðilegum múr-
steinaskúlptúrum. Á undanförnum árum hef-
ur hann hins vegar lagt meiri áherslu á
mýkri og óformlegri gerð skúlptúra og prýða
10 slíkir steyptir í brons Ríkisþinghúsið í
Berlín, sem er nýjasta afrek hans og munu
hafa verið afhjúpaðir seint á síðastliðnu ári.
Hefur einnig komið við sögu húsagerðarlistar
og þannig fékk hann önnur verðlaun í sam-
keppni um nýbyggingu listasafnsins í Árósum
1997. Loks hefur Kirkeby verið mikilvirkur í
gerð steinþrykkja og langflest þeirra unnin á
verkstæði Hostrups Petersen og Johansen, í
Valby, sem er ein af útborgum Kaupmanna-
hafnar.
Flestar stórar uppgötvanir í vísindum og
listum verða fyrir tilviljun eins og margur
veit og þannig var það ein slík sem réð því að
Kirkeby fékk áhuga á steinþrykkinu í sinni
sígildustu mynd. Hann þurfti að gera vegg-
spjald í steinþrykki fyrir eigin sýningu á
STEINÞRYKK
PERS
KIRKEBYS
Per Kirkeby fylgist með er Peter Johansen blandar litina, en þá er í mörg horn að líta. Teiknað í steininn.
Einkennandi veggspjald eftir listamanninn (1984).
Í ágústmánuði kom út vegleg bók um steinþrykk Pers
Kirkebys, nafnkenndasta núlifandi myndlistarmanns
á Norðurlöndum (f. 1938). Þau munu vera rúmlega
220 talsins og langflest unnin á verkstæði Hostrup
Petersen & Johansen í Valby, einni af útborgum Kaup-
mannahafnar. Bókin er gefin út af forlagi Bos Bjerre-
gaard, sem einbeitir sér að útgáfu listaverkabóka, en
aðalhöfundur er Michael Wivel listsögufræðingur.
Þetta teljast nokkur tíðindi og telur BRAGI ÁSGEIRS-
SON drjúga ástæðu að fjalla hér um.