Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2001, Qupperneq 17

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2001, Qupperneq 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. JANÚAR 2001 17 listasafninu í Árósum 1979 og leitaði því til fagmannanna í tvöfalda bakhúsinu í Valby. Þar var fyrir þrykkjarinn Peter Johansen, sem hafði kennt steinþrykk við listakadem- íuna í Berlín í fjögur ár og unnið þar á eftir jafnlengi á hinu víðfræga verkstæði Clot & Bramsen í París. Kirkeby hafði fiktað eitt- hvað við tæknina áður án þess að verða sér- lega uppnuminn, hún enda á gömlum merg og slíkt féll ekki inn í ritúalið hjá forystulið- inu í Tilraunaskólanum, þeim Bjørn Nør- gaard, Poul Gernes og Kirkeby. Þeir álitu að grafík ætti að vera skildingaþrykk, þ.e. ódýr framleiðsla í offset, eða skurður í dúk og masónít, nýjum tímum hentuðu ekki gamlar aðferðir eða „úrelt“ tækni. En hvað Kirkeby snerti breyttist þetta þegar hann komst í nánari kynni við steinþrykkið og meðtók eðli þess og möguleika. Uppgötvun kalksteinsnámanna í nágrenni smáþorpsins Solnhofen í Bæjaralandi 1796 olli gjörbyltingu í fjölföldun mynda og ritaðs máls. Að baki var eldsál en lítt þekkt leik- skáld og leikari, Alois Senefelder í München sem þráði að fjölfalda leikrit sín sem hann fékk hvergi útgefin, en sú saga hefur end- urtekið verið sögð af skrifara. Allt til andlátsins 1834 vann Senefelder kappsamlega að því að fullkomna og útbreiða uppgötvun sína og hún er talin ein sú merk- asta og nytsamasta á allri 19. öldinni. Um að ræða myndbreytt setlög frá því tímaskeiði í sögu jarðarinnar fyrir 150 millj- ónum ára sem markar júra- og krítartímabil- ið, þ.e. þann tíma sem risaeðlurnar voru uppi. Inniber mikinn ríkidóm af steingervingum af plöntum, skordýrum, fuglum og dýrum sem lifðu á þessu tempraða tímaskeiði. Yfirborðið er ótrúlega fínkornað og getur verið gulhvítt sem fílabein á litinn, eða mettað grátt sem fjaðrir skógardúfunnar og eftir slípun sléttur og gljáandi líkt og barnsrass. Það er ekki að- eins merkilegt, heldur með fádæmum und- arlegt, líkast guðlegri forsjón, að leikskáldið skyldi rekast á þessar námur, einkum vegna þess að hliðstæða er ekki til í heiminum, í öllu falli ekki að gæðum. Litósteinninn sem er yfirleitt 10–12 cm að þykkt er þungur og afar erfiður í meðförum en möguleikarnir til lifandi blæbrigðaríkidóms ótrúlegir og má segja að hér andi fortíðin. Þótt hann sé slétt- ur sem marmari er hann opinn, sem hver og einn getur gengið í skugga um með því að bera stækkunargler að yfirborði hans. Listamaðurinn er þannig að teikna ofan á líf sem þróaðist á jörðinni fyrir 150 milljónum ára! Þetta mun sjálfsagt hafa átt eitthvað við náttúrusögufræðinginn, sem varð upptendr- Peter Johansen að valsa þrykksvertunni á stein. aður, „fyr og flamme“, er hann kynntist möguleikum tækninnar með hina miklu nátt- úrusögu að baki og hefur verið óstöðvandi síðan. Vinnur allt verkið á steinana sjálfur en lætur fagmennina um framhaldið, þ.e. und- irbúa til þrykkingar og loks þrykkja afmark- að upplag sem svo er númerað og áritað. Ár- angurinn er, að samfara því sem Kirkeby hefur málað, gert skúlptúra, unnið á pappír, skrifað bækur og haldið fjölmargar sýningar, og þær fæstar af minni gerðinni, hefur hann á 20 ára tímabili unnið meira en 220 stein- þrykk og þó nokkur í yfirstærðum! Gengur sjálfur til verks í hvert einasta skipti og þessi frægasti og dýrseldasti myndlistarmaður á Norðurlöndum kemur jafnaðarlega hjólandi á verkstæðið, klæddur eins og réttur og sléttur handverksmaður, engin tilgerð hér. Hann hefur ekki áhuga á sjálfu vinnsluferlinu, þótt hann fylgist með því og grípi inní þurfi hann að bæta við, lagfæra eða breyta og þá alltaf í samráði við fagmennina. Litógrafíska fagið er afar vandasamt og byggist mikið til á þjálfun og tilfinningu þrykkjaranna sem nota margir sínar eigin uppskriftir hvað sýrustyrkleika snertir og blöndun gúmmíarabicums þegar teikningin er brennd inn í steininn, allt eftir eðli hennar. Þessvegna eru fagmenn svo nauðsynlegir, einkum í ljósi þess að vinnslan gerir allt að 70% ferlisins. Í þessu lífræna vinnsluferli felast einmitt yfirburðir stein- þrykksins yfir offsetfilmuna eða zinkplötuna sem stundum er einnig notuð. Picasso notaði til að mynda hvorttveggja stein og zinkplötur við útfærslu mynda sinna. Inntakið í grafíkmyndum Per Kirkeby er öllu öðru framar hið hráa, jarðbundna og ófegraða yfirborð og eins og í málverkinu notast hann mikið við gagnsæ litbrigði. Og þótt þetta séu mjög skyld vinnubrögð eru þau ekki eins lagskipt, en hann fremur þann leik að mála æ ofan í æ yfir litalögin til að gera þau jarðbundnari og safaríkari, vinnur líkt og náttúran sjálf. Hugmyndin að bókinni varð til á verkstæð- inu og mun Sören Ellitsgaard, meðþrykkjari Peters Johansen og mikill áhugamaður á handunnið bókverk, hafa verið hér driffjöð- urin, primus motor. Hann er líka grafískur hönnuður bókarinnar og hefur haft yfirum- sjón með vinnslu og frágangi og farist það mjög vel úr hendi enda fagmaður fram í fing- urgóma. Ásamt faglegri umfjöllun Michaels Wivels um þennan þátt í listsköpun Pers Kirkebys fylgir í bókarlok upplýsandi viðtal sem hin þekkta blaðakona Synne Rifbjerg tók við Peter Johansen, stofnanda verkstæð- isins, um samskipti hans við listamannin og fagið í eðli sínu. Hún nefnir það réttilega „Hið undursamlega erfiði“. Michael Wivel er listsögufræðingur og doktor, fjallaði ritgerð hans um málarann Niels Larsen Stevns og Hinar miklu sögur. Var listrýnir að hluta til við Information og að hluta til við Week- endavisen, og hefur að auk skrifað nokkrar bækur um myndlist. Þáttur hans í bókinni er drjúgur og lesmálið mikill lærdómur um fag- ið og hugsunina að baki verka listamannsins. Minna veit ég um feril Synne Rifbjerg, nema að hún er blaðakona og dóttir skáldsins Klaus Rifbjerg. Þessi bók á vissulega erindi til hinna mörgu sem lagt hafa fyrir sig grafík hér á landi á seinni tímum, jafnt sem allra áhuga- manna um myndlist. Einkum sem árétting þess að það er ekki miðillinn, gamall eða nýr, sem er meginveigurinn heldur sjálf útfærsla myndarinnar hverju sinni, ennfremur að hin- ir framsæknustu leita jafnt til eldri sem nýrri miðla. Litografía 1980. ÝMIS mistök urðu í grein minni um Vín-arborg í síðustu Lesbók, og þá helst íuppsetningu hennar. Rangur texti birt-ist undir mynd af minnismerki rithöf- undarins Franz Werfel, í stað þess texta mynd- ar er féll út. Alveg að óþörfu í ljósi þess að fyrir einhverja dularfulla skikkan fylgdi annar, mun stærri og flóknari hluti af þrítöflu Hieronymus- ar Bosch skrifinu en ég valdi, og síður fallinn í dagblað. Þá ber að geta þess, að Bernard Picasso er að sjálfsögðu sonarsonur meistarans en ekki sonur og var hér um hendanlegt tölvu- slys að ræða, fyrri hluti orðsins hvarf án þess að ég tæki eftir þegar ég var að leiðrétta stafa- brengl. Þessi mistök má að nokkru rekja til mín þar sem ég náði ekki að lesa próförk. Minnismerkin um þessa ágætu syni Austur- ríkis eru í fyrra fallinu í nágrenni gamla fag- urlistaskólans en í því seinna borgargarðinum innan um mörg fleiri af tónmeisturum Vínar- borgar. Franz Werfel var þriðji og síðasti eig- inmaður Ölmu Schindler, betur þekkt undir nafninu Alma Mahler-Werfel, einnig var hún á tímabili gift arkitektinum Walter Gropius, stofnanda Bauhaus í Weimar. Alma var sjálf- stæð og ákveðin kona, í senn nafntoguð fyrir fegurð og andríki, sem hin yfirmáta hispurs- lausa og vel skrifaða sjálfsævisaga hennar, Líf mitt, má vera til vitnis um. Rithöfundurinn Franz Werfel er þekktastur fyrir bók sína Óður Bernadettu, sem gerð var fræg kvikmynd eftir með Jennifer Jones í aðalhlutverki sem sýnd var hér í borg við mikla aðsókn. Það er nokkur saga á bak við þessa bók, en þau hjónin voru á bráðum flótta undan nazistum í upphafi heims- styrjaldarinnar síðari. Á leið frá París suður til landamæra Spánar barst leikurinn til Lourdes, hvarf þá Werfel eina dagstund og óttaðist Alma mjög um mann sinn sem gekk ekki heill til skóg- ar. En rithöfundurinn birtist aftur og gaf þá skýringu að hann hefði heitstrengt að skrifa bók um heilaga Bernadettu ef þeim lánaðist að komast til Ameríku. Það gekk eftir og úr varð metsölubók og síðan stórmynd. Um Robert Stolz veit ég öllu minna, en minnismerkið um hann var afar hrifmikið hið fallega síðdegi er mig bar að. Þykir mér eðlilegast að birta myndir af báð- um minnismerkjunum með réttum textum og eru lesendur beðnir velvirðingar á mistökunum. Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Minnismerki um tónskáldið Robert Stolz í Borgargarðinum. Minnismerki um rithöfundinn Franz Werfel í nágrenni fagurlistaskólans, en hann var þriðji eiginmaður Ölmu Schindler. FRANZ WERF- EL OG RO- BERT STOLZ Bragi Ásgeirsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.