Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2001, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2001, Blaðsíða 20
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. JANÚAR 2001 G ULLPENSILLINN heit- ir hópur listmálara sem efnir til sýningar á verk- um sínum á Kjarvalsstöð- um frá 13. janúar til 24. mars næstkomandi. Listamennirnir þykja eiga ýmislegt sameigin- legt, m.a. leggja allnokkrir þeirra áherslu á frá- sögn í myndverkum sínum og þá gefa þeir sam- félagi sínu gaum á stundum kankvísan og óvæntan hátt. Hópinn skipa 14 málarar, þau Birgir Snæbjörn Birgisson, Daði Guðbjörnsson, Eggert Pétursson, Georg Guðni Hauksson, Hallgrímur Helgason, Helgi Þorgils Friðjóns- son, Inga Þórey Jóhannsdóttir, Jóhann Ludwig Torfason, Jón Bergmann Kjartansson, Kristín Gunnlaugsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Sigurður Árni Sigurðsson, Sigtryggur Bjarni Baldvins- son og Þorri Hringsson. ,,Verkin á sýningunni virka á mig sem nokkuð breið útgáfa af því sem verið er að mála nú á dögum,“ segir Þorri Hringsson, talsmaður Gullpensilsins að þessu sinni: ,,Við erum búin að sýna saman einu sinni áður, litla sýningu á gang- inum hjá honum Helga Þorgilsi fyrir rúmu ári og gáfum út bækling í tilefni af því. Í vor skrif- uðum við síðan bréf til forstöðumanns Kjarvals- staða og vörpuðum fram þeirri hugmynd hvort það væri ekki tilvalið að hafa yfirlitssýningu á ís- lenskum málurum vegna þess að það er svolítið síðan það hefur verið gert. Ég held að forstöðu- manninum hafi fundist hugmyndin jafngóð og okkur, og þannig verður þessi sýning til. Sýn- ingin hefur svo sem engin stór og mikil markmið að öðru leyti en því að gefa smásýnishorn af því sem verið er að mála á Íslandi. Það er ekki það að við teljum eitthvað lítið fara fyrir málverkinu heldur það að áhorfendur geri sér grein fyrir því að það er verið að búa til merkilega myndlist sem er málverk. Það hefur verið eilítil slagsíða á málaralist undanfarið, aðrir miðlar hafa tekið við en það er mikilvægt að benda fólki á að það er verið að mála skemmtileg málverk. Þessi hópur á minna sameiginlegt með Septem-hópn- um heldur en virðist í fljótu bragði, við erum ekki að berjast gegn neinu, erum ekki í vondu skapi eða í neinni varnarstöðu gagnvart list okk- ar. Við erum ekki að halda því fram að eitthvað sé betra en annað, þvert á móti erum við flest sammála um það að við höfum mjög gaman af því sem við erum að gera og erum svona frekar ánægð með okkur ef eitthvað er. En hver er saga hópsins, hvernig voru lista- mennirnir sem mynda hann valdir? ,,Við byrjuðum að ræða saman fyrir rúmum tveimur árum, það vantaði einhvern grundvöll fyrir þá sem eru að mála, vantaði það að við hitt- umst og ræddum málin. Svo varð sýningin á ganginum hjá Helga Þorgilsi til og utan um hana varð að búa til hóp sem varð að lokum að Gullpenslinum. Það kom bara til út af því að okkur fannst þetta bjánalegt nafn, og sýnir kannski betur en mörg orð alvöruleysi hópsins.“ Þannig að þetta tignarlega nafn er þá ein- ungis kímni eða nokkurskonar sjálfsháð, íronía? ,,Já, og ekki einu sinni sérstaklega meðvituð íronía. Það var bara hæfilega asnalegt að kalla þetta Gullpensil!“ Gullpensill verður til ,,Hvernig Gullpensillinn varð til er erfitt um að segja. Við hringdum í fólk sem við höfðum hugmyndir um að gaman væri að vera með og tala við og hefði aukinheldur áhuga á að starfa saman í hópi. Þeir sem áttu hugmyndina að þessu voru Sigtryggur Bjarni Baldvinsson, Birgir Snæbjörn Birgisson, Daði Guðbjörnsson og ég. Við hittumst yfirleitt á opnunum hver hjá öðrum og á ganginum hjá Helga, margir okkar útskrifuðust saman úr skóla en hópurinn skipt- ist nú nokkuð í tvennt. Helgi, Eggert og Daði eru kannski í eldri kantinum, Hallgrímur Helgason, Kristín Gunnlaugsdóttir og Sigurður Árni Sigurðsson voru í myndlistarskólanum á sama tíma og svo erum það við yngra fólkið, Birgir, Jóhann, Sigríður, Inga Þórey og ég sem erum af sömu kynslóð í MHÍ, en yngstur er Jón Bergmann Kjartansson en hann stundaði nám sitt töluvert á eftir okkur.“ Í fjörlegri kynningu á Gullpenslinum eftir Ei- rík Þorláksson er vitnað í orð Jackson Pollock: ,,Að mála er að vera til.“ Ert þú sammála þess- ari staðhæfingu hins bandaríska starfsbróður þíns? ,,Þetta er kannsi svona fullhátíðleg módern- ísk útgáfa af veruleikanum, ég held að við séum ekki svona alvarleg í þessu. Eflaust er stór hluti af því sem við erum að gera, einmitt þetta, að mála. Flest okkar eru málarar eingöngu, Inga Þórey er þó ekki endilega bara málari, hún not- ar líka þrívíða hluti og það gerir Jón Bergmann líka. Hallgrímur er vafalaust þekktari sem rit- höfundur þó svo að hann máli líka, það er erfitt að hengja einhverja eina útgáfu á svona stóran hóp. Við erum ekki endilega sammála um stefnuskrá, eigum ekkert manifestó, og eins og ég sagði áðan líkjumst við Septem-hópnum afar lítið hvað þetta varðar. Við erum bara þarna til að hafa það gott, og við höfum gaman af því að mála. Það er svolítil frásögn í málverkum okkar flestra og það tengir okkur saman líka, en þetta stefnir í allar áttir og við erum ekki að boða neina ákveðna stefnu innan málverksins, eða eitthvað slíkt.“ En eru viðfangsefni og áherslur íslenskra nú- tímamálara að breytast í upphafi nýrrar þúsald- ar? ,,Já eðlilega er málverkið alltaf að breytast. Staða málverksins innan listheimsins annars vegar og hins vegar það sem er málað er sífelld- um breytingum undirorpið. Á einhverjum punkti var málverkið mjög mikilvægt, svona fyrir einum sautján til tuttugu árum þegar hið svokallaða nýja málverk rak á fjörur okkar Ís- lendinga. Þá varð málverkið aftur mikilvægt en mikilvægi þess hefur vissulega minnkað með árunum, það hafa opnast aðrar leiðir til mynd- listarsköpunar eins og tölvu- og myndbandalist- in eru talandi dæmi um. Svo verða menn eðli- lega bara þreyttir á málverki endrum og sinnum þegar búið er að ota því að manni í mörg ár eins og gerðist frá ’82–’87, en þá var nær ein- göngu um málverk að ræða. Þegar við sem myndum stærstan hlut Gullpensilsins vorum að ljúka námi skömmu fyrir nítjánhundruð og níu- tíu vorum við ekki reiðubúin að gangast inn á þær forsendur sem þá ríktu, um einhvern villt- an expressjónisma í málverki. Enda eru þeir í hópnum sem voru þá í því, þá aðallega Daði og Helgi, smám saman að fara yfir í annan stíl. Annars vegar meira raunsæi eins og Helgi, eða hvað ég vildi segja, ef hægt er að tala um Helga sem málara þá er hann klassíksur málari á ítalskan hátt, hvernig sem okkur gengur að út- skýra það nánar. Daði er orðinn fínlegri im- pressjónisti ef eitthvað er og alltaf sami húm- oristinn. Lunginn úr okkar hópi er í frekar óstilltu og frásagnarkenndu málverki, en svo eru nokkrir tengdir konseptlistinni í sínum verkum eins og Inga Þórey og Jón Bergmann og það er gott að fá svoleiðis fólk inn í hópinn líka.“ Örvandi félagsskapur ,,Við höfðum samband við mun fleiri málara en sumir höfðu ekki áhuga á því að vera með, þótt manni finnist sjálfum að það væri eðlilegt að þeir væru með okkur. Við því er ekkert að gera. Þetta er nú bara eins og saumaklúbbur, þarna er fólk sem gaman er að tala við og um- gangast og flóknara er það nú ekki. En ein- hvern veginn verður svona til og einhver þörf verður þess valdandi að svona hópur myndast. Auðvitað er þetta örvandi, það er uppörvandi að umgangast fólk sem er á svipuðum nótum og maður sjálfur. Það skiptir eiginlega meira máli að hittast og bera saman bækur sínar heldur en það sem við erum að gera hver og einn. Margir eru virkir í því að fara til útlanda og koma með bæklinga og myndir og segja frá því sem er að gerast á erlendri grund. Þetta er meira svona spjallfélagsskapur en vinnubúðir og virkar mjög örvandi fyrir sköpunargáfuna hjá okkur. Sýning eins og þessi hér hleypir manni líka kappi í kinn og maður vinnur verk sem maður myndi kannski ekki vinna annars. Stundum hef- ur sú umræða komið upp að málverkið sé á nið- urleið og önnur listform hafi tekið við hlutverki þess, sumir eldri málarar hafa líka barið lóminn opinberlega og haldið fram þessari eða svipaðri skoðun. Við höfum einmitt rætt það okkar á milli hve undrandi við erum á þessari umræðu, við erum öll svo innilega hamingjusöm með það að vera málarar og ánægð með okkar hlut að við skiljum þessa umræðu alls ekki.“ Ég heyri á þér að Gullpensillinn á sér bjarta framtíð á komandi árum, þið látið ekki staðar numið hér eða deigan síga, trúi ég. ,,Mér þykir líklegt að svo verði, jú. Nú er þetta í annað skiptið sem við sýnum, þótt ekki hafi farið mikið fyrir fyrri sýningunni. Við erum ekki með framtíðina skipulagða fram í tímann en það hefur gengið óvenju vel að kynna þennan hóp og við höldum örugglega áfram. Gullpensill- inn horfir fram á glæsta tíð.“ Morgunblaðið/ÁsdísNokkrir listamannanna sem standa að samsýningunni Gullpensillinn á Kjarvalsstöðum. GLAÐBEITTIR GULLPENSLAR Sýningin Gullpensillinn verður opnuð á Kjarvalsstöð- um kl. 16 í dag. Um er að ræða samsýningu málara af yngri kynslóðinni í dag. ÞORVARÐUR HJÁLMARSSON spjallaði við Þorra Hringsson sem segir að málaranir séu hvergi smeykir og hamingjusamir með list sína.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.