Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. FEBRÚAR 2001 E FTIR rússneska rithöfundinn Vladimir Nabokov liggja sautj- án skáldsögur, auk smásagna, leikrita og ljóða. Hann varð heimskunnur í kjölfar sögunnar um Lólítu sem út kom í Banda- ríkjunum árið 1958, en bók sú fjallaði um kynferðissamband miðaldra karlmanns og barnungrar titilpersón- unnar. Skáldsagan vakti strax mikið umtal, hún var bönnuð í a.m.k. sex þjóðlöndum og harðlega gagnrýnd af mörgum fyrir siðleysi. Fáir gengu þó jafnlangt og gagnrýnandi nokkur sem við út- komu sagði Lólítu skaðlegustu bók sem skrifuð hefði verið síðan Hitler ritaði Mein Kampf. Bókin náði hins vegar metsölu þar sem hún var ekki bönnuð, mótmælin vöktu áhuga fólks í stað þess að fæla það frá eins og oft vill verða. Tvær kvikmyndir hafa síðan verið byggðar á sögunni, leikverk og ópera og nýlega ritaði ítalski höf- undurinn Pia Pera framhaldsbókina Dagbók Lólítu. Þetta hefur átt stóran þátt í að höfund- arnafn Nabokovs tengist þessari skáldsögu umfram annað sem hann skrifaði, enda sagði Nabokov eitt sinn í blaðaviðtali að sín yrði minnst fyrir Lólítu og vinnuna við Évgení Ónegin. Það hefur margsannað sig að hann hafði rétt fyrir sér í fyrra tilvikinu. Seinni vís- unin þykir sumum kannski óljósari, en Nabok- ov varði drjúgum hluta ævinnar í að þýða sögu- ljóð Alexanders Púshkín um rómantíska einfarann Ónegin. Enda þótt frægð þýðingar- innar hafi ekki borist jafnvíða og áðurnefndrar skáldsögu gefa orð Nabokovs til kynna hversu mikilvægt þýðingarstarfið var í hans augum. Sú er nefnilega reyndin að þótt Nabokov sé einna helst þekktur fyrir skáldverkin átti hann langan og afkastamikinn feril sem þýðandi. Hann þýddi eigin verk úr rússnesku yfir á ensku, og öfugt, ásamt því að þýða fjölmarga þekkta enska og franska höfunda á rússnesku. Síðan launaði hann greiðann og þýddi höfunda á borð við Lermontov á ensku. Eftir því sem ferill hans sem þýðanda varð lengri myndaði hann sér ákveðnari aðferðafræði þar til hann varð að lokum einn helsti málsvari bókstafsþýð- inga á öldinni. Í bókstafsþýðingum er lipurleika og lesvænleika kastað fyrir róða í þeirri von að í staðinn náist „nákvæmari“ yfirfærsla frum- textans, þótt sennilega verði hún óskáldlegri fyrir vikið. Þetta er sjaldgæft þýðingarform og mikið var deilt á Nabokov fyrir að beita aðferð- inni við þýðingu sína á Púshkín. Nabokov var reyndar alltaf þekktur fyrir sterkar og afdráttarlausar skoðanir, og lét hann þær í ljós varðandi þýðingarfræði sem og annað. Óneginþýðingin leiddi t.d. til einnar þekktustu ritdeilu bandarískra bókmennta en það var á milli Nabokovs og bandaríska rithöf- undarins og fræðimannsins Edmunds Wilsons. Áður en frekar er fjallað um þýðingarstörfin er þó rétt að gæta betur að ævintýralegu lífs- hlaupi Nabokovs, en hann þekkti af eigin raun atburðina sem leiddu til tveggja helstu hörm- ungaskeiða aldarinnar: byltingu bolsévika árið 1917 og valdatöku Hitlers í Þýskalandi. Aldurslaust alþjóðlegt viðundur Nabokov fæddist árið 1899 í Sankti-Péturs- borg en fjölskylda hans, sem á þeim tíma var fjarskalega auðug, hafði um langt skeið verið áberandi í rússneskum stjórnmálum og staðið keisurunum nærri. Eftir byltingu bolsévika breyttust þó hagir Nabokov-fjölskyldunnar því að þrátt fyrir almennt frjálslyndi föður Nabok- ovs og þátttöku hans í réttindabaráttu alþýð- unnar tilheyrði hún gamla hefðarveldinu og var í hættu. Af þeim sökum flúði fjölskyldan til Krímskaga árið 1917, þar sem hún dvaldist í tvo vetur. Að svo búnu hélt Nabokov ásamt bróður sínum til náms í Englandi en foreldrar hans og önnur systkini fóru til Berlínar þar sem þau komu sér fyrir. Þangað fluttist Nabokov að loknu námi árið 1922 en sama ár var faðir hans myrtur af pólitískum ofstækismönnum. Í Berl- ín átti Nabokov fasta búsetu í fimmtán ár, fjöl- skylduauðæfin voru uppurin, en hann sá fyrir sér með ritstörfum og tungumálakennslu. Árið 1937 hraktist hann á flótta á nýjan leik, í þetta sinn af völdum nasista en Vera, eiginkona hans, var gyðingur. Þau komust naumlega til Parísar og þaðan til Bandaríkjanna þar sem Nabokov kenndi rússneskar bókmenntir við ýmsa há- skóla í tæpa tvo áratugi. Nabokov lést árið 1977. Hefð hefur skapast fyrir því að skipta rithöf- undarferli Nabokovs í tvo hluta. Fyrstu níu skáldsögurnar skrifaði hann á rússnesku á ár- unum 1925–1938 en næstu átta á ensku og eru oft dregin mörk þarna á milli. Nabokov hafði getið sér góðan orðstír sem rithöfundur í stóru samfélagi rússneskra flóttamanna sem mynd- ast hafði í Berlín milli stríða. Hann var þó nær óþekktur í Bandaríkjunum þegar hann fluttist þangað, þurfti að byrja aftur á byrjun og smíða sér nýjan feril, en eftir útgáfu Lólítu breyttist það. Afleiðingin af þessum tvöfalda ferli er sú að þrátt fyrir miðlæga stöðu Nabokovs í bók- menntasögu þjóðanna beggja verður til ákveð- inn skilgreiningarvandi. Sjálfur lýsti hann stöðu sinni sem tvítyngdur rithöfundur á eft- irfarandi hátt: „Enginn getur ákveðið hvort ég er miðaldra bandarískur höfundur, gamall rússneskur rithöfundur eða aldurslaust alþjóð- legt viðundur.“ Eftir Lólítu lét Nabokov af kennslustörfum og helgaði sig ritlistinni. Af miklum móð tók hann líka að þýða sínar fyrri skáldsögur á ensku og naut þar liðsinnis sonar síns, Dmitri. Því má segja að á sjötta áratugn- um hafi höfundarverk Nabokovs byrjað að vaxa í báðar áttir. Á sama tíma og eldri rússnesk verk birtust enskumælandi lesendum í fyrsta skipti voru nýju bækurnar skrifaðar á nýju tungumáli. Áhugavert dæmi um skilgreining- arvandann sem hefur fylgt Nabokov alla tíð er að rússnesku skáldsögurnar eru jafnan tengd- ar evrópskum módernisma en þeim sem hann skrifaði á ensku um og eftir seinna stríð er ann- aðhvort skipað í flokk póstmódernískra verka eða mikilvægra áhrifavalda á póstmódernisma í bandarískum bókmenntum. Má því ætla að Nabokov njóti nokkurrar sérstöðu meðal tutt- ugustu aldar rithöfunda þar sem hann flytur sig ekki aðeins milli tungumálaheima, sem er ekkert einsdæmi, heldur færir hann sig að því er virðist á sama tíma úr flokki módernista í hóp póstmódernista. Einfaldar flokkanir sem þessar eru þó takmörkunum háðar, þær veita ákveðna yfirsýn en rista ekki ýkja djúpt. Þó er freistandi að halda örlítið lengur áfram á sömu braut því að þýðingarferli Nabokovs má einnig skipta í tvo hluta: sjálfsþýðingar og þýðingar hans á öðrum höfundum. Hamskipti ævisöguritarans Ekki fer mjög gott orð af sjálfsþýðingum, flestir rithöfundar kjósa fremur að skrifa beint á sitt annað tungumál en að skrifa fyrst á móð- urmálinu og þýða svo. Nabokov lýsti sjálfsþýð- ingarferlinu þannig að það væri eins og að róta í eigin innyflum og máta þau síðan eins og hanska. Það verður einnig að hafa í huga að sjálfsþýðingar geta grafið undan mikilvægi frumtextans, sérstaklega þegar þýðingin er á víðlesnara tungumáli en frumútgáfan. Í stað þess að vera hliðstæður eða undirskipaður texti, sem í flestum tilfellum á við um þýðingar þegar annar en höfundur kemur að þeim, er að sumu leyti um „betrumbættan“ texta að ræða sem getur komið í stað hins fyrsta. Ef á hinn bóginn sjálfsþýðingunni er ekki vel tekið kann það að koma illa við sjálfsmynd höfundarins, tvær útgáfur sömu bókar sveima í endalausri samkeppni um veröldina líkt og meinfýsnir tví- burar í hryllingsmynd. Rússnesku skáldsög- urnar Hlátur í myrkri (1933) og Örvænting (1936) eru ágæt dæmi um margþætta þýðing- arsögu verka Nabokovs frá þessum tíma, en áð- ur en yfir lauk höfðu þær verið þýddar fimm sinnum á ensku, tvisvar hvor af höfundi, á fjórða áratugnum og svo á þeim sjöunda, og sú fyrrnefnda einu sinni í viðbót af þýðandanum Winfred Roy. Nabokov endurskoðaði verkin á róttækan hátt þegar hann þýddi sjálfur, breyt- ingarnar fólust í viðbótum, lagfæringum og öðrum afdrifaríkum endurskrifunum. Í raun var um nýtt verk að ræða við hverja útgáfu. Frumtexti verður því dálítið snúið hugtak í þessu samhengi. Eitt verka Nabokovs á sér þó enn ævintýralegri tungumálsbakgrunn en áð- urnefndar skáldsögur. Sjálfsævisagan Speak Memory eða Conclusive Evidence eða Drugie berega. Eða Speak, Memory: An Autobio- graphy Revisited. Þessum nöfnum hefur hún öllum gegnt. Fyrsta kaflann skrifaði Nabokov á frönsku, hélt áfram á ensku en fannst það erfitt því minningarnar voru svo ríkulega bundnar rússneskunni en lét sig þó hafa það og kaflarnir birtust reglulega í tímaritinu New Yorker allt þar til ævisögunni var lokið og hún var gefin út í bókarformi sem Conclusive Evidence árið 1951. Hann var ánægður með bókina, sem að vísu seldist ekki vel en fékk einstaklega lofsamlega umfjöllun. Svo ánægður var Nabokov að tveim- ur árum síðar ákvað hann að þýða ævisöguna á rússnesku. Það ferli reyndist opna ýmsar flóð- gáttir og áður meðvitundarlausar minningar rönkuðu við sér. Í Drugie berega bætir hann heilu undirköflunum við fyrri útgáfuna, tekur út nokkra skýringakafla sem rússneskum les- endum voru óþarfir, en kýs þó oftar að halda slíkum köflum og fjalla á rússnesku um það hvers vegna enskumælandi lesendur hafi þurft á þeim að halda. Þannig varð frumútgáfan á ensku mikilvægur hliðartexti rússnesku útgáf- unnar. Þá var Speak, Memory: An Autobio- graphy Revisited sem út kom árið 1967 annað og meira en endurþýðing rússnesku útgáfunn- ar, því þótt hún tæki mið af breytingunum sem þá höfðu átt sér stað var efnið endurskoðað á nýjan leik og fleiru bætt við. „Þessi enska þýð- ing á rússneskri endurgerð á endursögn rúss- neskra minninga á ensku reyndist erfitt verk- efni en mér var það nokkur huggun að hamskipti sem þessi höfðu aldrei áður verið framkvæmd af manneskju, enda þótt þau séu fiðrildum kunnug,“ segir Nabokov í formála ný- legrar útgáfu ævisögunnar. Listin að þýða Nabokov þýddi líka verk annarra höfunda. Árið 1922 snaraði hann Lísu í Undralandi á rússnesku og þótti hafa unnið mikið þrekvirki og útgáfan er orðin sígild þar í landi. Það sem gerði Lísu í Undralandi erfiða í þýðingu eru fjölmargar paróderingar höfundarins Lewis Carrolls á enskri ljóðahefð. Nabokov færði verkið aftur á móti inn í rússneskan bók- menntaheim, hann lætur persónurnar til dæm- is fara með skrumskælingar á Púshkín í stað Roberts Southey eins og í frumverkinu. Upp frá því má segja að nokkuð stríður þýðinga- straumur hafi legið frá honum, bæði úr frönsku og ensku á rússnesku, og rússnesku á ensku og frönsku. Meðal höfunda sem hann þýddi eru Byron og Baudelaire á rússnesku og Gogol og Lermontov á ensku. Það var svo árið 1941 sem Nabokov byrjaði að færa hugmyndir sínar um þýðingar og góða þýðendur á blað, en þá skrif- aði hann greinina „Listin að þýða“. Þar tínir hann til ýmsar glæfralegar þýðingarvillur sem hann hefur rekist á í rússneskum bókmenntum á ensku og teflir síðan fram eigin skilgreiningu á fyrirmyndarþýðandanum: „Þýðandinn verð- ur að búa yfir mikilli þekkingu á þjóðunum tveimur og tungumálunum sem unnið er með. Þá verður hann að þekkja höfundinn og stíl- brögð hans í smáatriðum, svo ekki sé minnst á félagslega forsögu orða, hvenær þau voru í tísku og hvert þau vísuðu.“ Þarna getur að líta Rússneski rithöfundurinn Vladimir Nabokov öðlaðist heimsfrægð í kjölfar umdeildrar ástarsögu um unglings- stúlkuna Lólítu en átti þá þegar að baki áratuga- langan ritferil. Færri vita að Nabokov var einnig afkastamikill og afar umdeildur þýðandi. Orðabókin er besti vinur þýðandans. RÍM EÐA RÖKVÍSI? VLADIMIR NABOKOV OG LIST ÞÝÐANDANS E F T I R B J Ö R N Þ Ó R V I L H J Á L M S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.