Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. FEBRÚAR 2001 9 Þ ESSI höfundur þáði á ljúfu vori boð um að dveljast mánaðartíma þar sem heitir La Minerve, í hjarta landsins mikla í vestri. Þar sest Sól að baki bleikum og bláum skógum. Þar unnu sex listamenn sér og saman verk sín í orð og myndir og gjörninga um mikið haf og mikinn skóg. Hér fylgir annað af tveim TERRE-MER þemum, sem höfundur- inn vann og flutti lokadaginn, á frönsku, ensku og íslensku, sjötíu langt að komnum gestum við glitrandi vatn djúpt inni í villtum flækju- skógum Québec-landsins, umvafin innsetning- um og myndverkum, eigin og listavina skálds- ins. Þetta var í apríl á undarlegu afmælisári undarlegrar þjóðar í þessu skóglausa landi elda og ísa. HRAFN – UMVERA: DALUR – VALLEÉ MÓÐIR – Ég var ungur. Ég var hræddur. Ég er líka hræddur núna. Ég vissi þá að heim- urinn var stór. Nú veit ég að heimurinn er lítill. Aðeins JÖRÐ er stór. Og ÆGIR. DALUR – Ég loka augum mínum, loka eyr- um mínum, hlusta með húð minni, með hári mínu, með höndum mínum, hlusta eftir návist. Hlusta eftir heimi þínum, þaðan sem ég er. Nú er tíminn. Ég stend úti, horfi fram í opinn dalinn – Dal- ur – segi ég – Dalur með fjöllin eins og myrka múra á báða vegu, opinn út til hafsins mikla. Faðmur þinn stóð mér opinn, þegar ég kom, skelfdur lítill flóttamaður, slitinn af rótum djúpt í strönd lífs míns í norðrinu, handan allra fjalla. Fjöll þín hafa aldrei sleppt af mér hend- inni. Aldrei hafa mér skroppið fætur í skríð- andi hlíðum þínum, né hafa fingur mínir nokkru sinni misst tak. Ég horfi út til hafsins og þungur niður brot- skaflanna utan frá Nesi Arnarins fellur í þétt- um bylgjum að brjósti mínu. DALUR – Af tindum þínum opnaðir þú mér sýn út yfir allan heiminn sem var. Hvammar þínir hafa fyllt munn minn berjum, klettar þín- ir hafa sent gleðistrauma upp allar taugar mín- ar, á þín hefur leitt mig inn í svæfandi værð hvíslandi straumvatnsins. Hrafnar þínir hafa ávarpað mig. DALUR - þú hefur fóstrað mig eins og son þinn og gefið mér vind og vatn og ský, regn og lyng og stein, og ilm. Þakka þér líf mitt, DAL- UR. þegar myrkrið kemur, er ég einn í nóttinni. Og ég heyri tifið í gömlu klukkunni. Andvarp vindsins, sem strýkst fyrir hornið. Snarkið í vængjum flugunnar, sem deyr í loga kertisins. Ég heyri og ég heyri það sem annars aldrei heyrist. Og himinn alstirndur. Lífið er hér. Ég lít í austur, og yfir Hálsi fjallsins svífur stórt ský, dökk-dökkt, líkast hreyfingarlausum risafugli, á leið til suðurs. Trúi ég á tákn? Sogandi hljóð komandi storms heyrist á í bungum fjallsins. Undan veðri kveður einnig þungt í ánni. Hvað heyrist þegar öllu er lokið? Ekkert? Vegna þess að enginn verður til að hlusta? Undarleg spurning? Og hennar aldrei spurt? þær spurningar, sem spurt var, fengu aldrei svör. ÍVERA: HRAFN – CORBEAU Við skulum róa sjóinn á og sækja okkur ýsu. En ef hann Krummi kemur þá og kallar á hana Dísu? Hann lifir nærri sjónum. Hann lifir af við sjóinn um langan vetur. Alveg eins og mað- urinn. Hann kann ekki að synda. Drukknar í sjón- um. Alveg eins og maðurinn. Krummi krunkar úti, kallar á nafna sinn: Ég fann höfuð af hrúti, hrygg og gæruskinn. Komdu nú og kroppaðu með mér, Krummi nafni minn. Ég sé, lít frá, sé á ný. Þessa stóru freku fugla með mannsvit. Og spádómsgáfu bera þeir, og visku úr heiðinni forneskju. Þeir hoppa. Ég horfi á þá, þegjandi. Þeir kalla á mig. Krummi svaf í klettagjá, kaldri vetrarnóttu á verður margt að meini – verður margt að meini. Fyrr en dagur fagur rann freðið nefið dregur hann undan stórum steini – undan stórum steini. Ég geng góða göngu, með glöðum létti í spori og hjarta. Þeir fylgja mér, tveir. Þeir fara í hringi yfir mér, eins og þeir eigi við mig erindi, sem enginn geti skilið nema ég einn. Niður til árinnar, að gömlu tóftunum. Þar setj- ast þeir, annar strokinn og penn á grænan mosastein, hinn með skakka löpp á bakkann. Þeir elta aldrei lengra en að hrundum tún- garði. Ég heyri ekki hljóð frá þeim meðan ég veð ána, lít við, þegar ég stikla upp á hinn bakkann. Þeir sitja hreyfingarlausir, eins og skornir í svart tré, líkir bláum unghröfnum, niðurrigndum á húsmæni. Allt í einu fara þeir að hoppa og skrækja og ég skil þá. Annar tek- ur upp í sífellu: - Veldu leið! Veldu leið! - Hinn tekur undir á milli: - Veldu stjörnu! Veldu stjörnu! - Og þá stemma þeir saman í kór: - Stjörnu-leið! Stjörnu-leið! - Ég velti vöngum yfir þeim svörtu vinum. Þeir þagna, sitja aftur án hreyfingar. Um kvöldið er ég enn að velta vöngum. Gamli sérann sagði mér:- það er ekki tún- garðurinn, minn truflaði vinur. Það er kross- mark þar. Krummavinir þínir eru ekki hrifnir af merki krossins. - Hláturinn hrikti í honum. - Hvaða stóri Guð er hér? - Spyr ég í vegg- inn. - Mitt er að byrja! Byrja! Já? Byrja hvar? - Ég geng með strönd Sævarrisans, bundins nú í sofandi hægð. Ég mæti hrafni, sem húkir á steini og fellir svört tár úr skínandi dökkum augum. Hví er hann hryggur? - Ég fann glóandi gull. Slíkur hringur hlýtur að vera úr eigu hefðarfólks og aðeins sann- gjarnt, að einn svartur hrafn, sem ekki á fjöður fyrir sína beinu görn, fái einu sinni á kaldsamri ævi að njóta glampa slíks gulls. - - Ertu ekki glaður þá? - - Nei, ég er það ekki, þú hugsunarlausi ungi maður úr engum stað. Ég faldi hann. Og hér er það, sem örlög okkar hrafna skerast. Við dáum dýra hluti og við felum þá Móður okkar Jörð til varðveislu. Sólin er okkur einnig kær og skýin eru bræður okkar. Við miðum því fagurt ský og skugga þess á jörðina. Þar faldi ég hring- inn. En skýið leystist sundur í skúr, og sólin kom og nú finn ég ekki hringinn minn í grænni lautu. - Og Krummi grætur mörgu tári ofan eftir sínu svarta klumbunefi, en ég strýk hon- um um kollinn og ofan bakið aftur á stél. Hrafn hressist brátt. – Far þú vel, þú gamli flökku- maður. - Hann lyftir sér á sterkum vængjum og með sogi í loftsveiflum í tökunum hverfur hann fyrir núpinn. Ég hristi höfuðið í brosi. – Segjum að ég hreppi mitt heima í kletti við sjó, en samt veit ég ekki margt á láði og legi. Og í Lífi. Og í Dauða. Ef til vill veit ég, að endir lífs- ins er Dauði. Og endir dauðans er vissulega Líf. Og Hrafninn flýgur. Um sinn. Fyrir lífi sínu. Fyrir dauða sínum. Hrafn er. Í Dalnum. Flýgur með ströndinni. Áfram aðeins. Áfram tímann. Hann er svo svartur að hann er blár. Sólin gyllir fjaðrirnar, þar sem hann flýgur. Gylltur. Hann skimar. Alls staðar. Sólin er að sundra myrkrinu. Dauf, en brýtur sér leið. Hann flýgur. Heldur lífi. Nú er orðið seint. Bróðir. Það er kalt. Hrafnarnir krunka. Ég krunka til svars. Á morgun ætla ég að biðja þá að taka mig í fóstur í vetur. Ég megi hverfa til þeirra þegar mig dreymir. Vera hjá þeim í hretum vetrarins. Fljúga með þeim inn fjöru. Slíta fisktætlur og skel. Það leggst margt til. Þegar ekkert leggst lengur til, ætla ég að liggja hjá þeim á hjarninu. Ég lygni augunum og finn kuldann læðast inn á milli fjaðranna og seytla um ham- inn og inn í kroppinn. Skelf með þeim. Læt snjóa yfir mig. Held ylnum á líkamanum svo lengi sem ylur helst. Loka síðan þessu blakka glansandi auga yfir svörtu augnloki, dey inn í hvítan snjóinn. Hrafn. Ég legg af stað. Ég geng fram á hrafn við gamla hliðið. Það stendur en girðingin er löngu horfin. Þetta er bróðir minn. Hann er dauður með andlit mitt í svörtum snjónum. Kalt. Hrímþursinn stikar Jörðina. Ætti ég ekki að fagna kuldanum nú? Og sakna hans síðar? Eldur kraumar í merg mínum og hvítur loginn étur bein mitt. Hrímþursinn er bróðir Eldþursins og þeir slíta mig á milli sín, tveir bræður um eina bráð. Hrafninn er dauður á hjarninu. Ég. Svartur með svart nef og svört augu og svartar kræklóttar tær. Stélið er fal- legt á mér og vængirnir, bringan er svört og glansandi. Luralegur er ég. Ég kann ekki að syngja. Aðeins herma eftir. Loks opna ég gogginn til söngs. Söngur minn er vein. Ef ég loka augunum, sé ég bárurnar brotna á flædd- um steinunum. En ég kann ekki að synda. Ég drukkna. Ég sé veruleikann og ég heyri vind- inn þjóta. Helst vildi ég klifra upp á Ernirinn og standa þar á snösinni fremst með útrétta handleggi og stinga mér til flugs, líta í sjón- hendingu alla mynd Jarðar, og svífa með ógn- arhraða ofan, stýra mér í loftinu og lenda brátt í fjörunni. Klesstur. Og nú ríður eldingin og lýstur blossa sem varpar geislum að vestan og að norðan, og eld- flóðin mætast við sjónhring og splundrast og birtan streymir undan Stiga og Rit, þar sem logarnir skerast fyrir miðju Djúpi, undan Nesi Arnarins, sópa á braut skorpuskýjunum, flæða yfir landið og bræða snjóinn í einu logandi leiftri, og kvalaloginn sem brennur gerir bein mín þunn og létt, og hrýfð húð mín skrælist af og myndar hrjúfsterkan ham, og lífið streymir um vöðva mína, og kitlandi dúnhnoðrar vaxa í samfelldan fiðurbúning, sortnaðan í logunum, fætur mínir styrkjast í sterkar klær, og tærðir armar mínir umbreytast í volduga vængi og þeir veifast og róa loftið með soghljóði, og bráðnuð augun endurfæðast í svartleiftrandi augasteina, sem hvessast út í blátt víðernið og þenja sjónleiftur yfir græn jarðerni landsins með gula og dökka skugga, og hol bein mín eru næm og lyfta sér á vængjum vindanna, bera yfir fjöll og haf og ský, hærra hærra stíg ég yf- ir dalinn, yfir silfurband árinnar, yfir Bung- urnar gráar og kúptar, yfir Ernirinn í hástöll- um sínum, með sýn inn hálendið með tjarnir og skafla og grjót og aurbletti og mosaþembur og lyng, allt ljómar í þeirri flæðibirtu sem ég skil nú að hlýtur að eiga sér myrkrið að foreldri, upp þangað sem Sól hellir gullgulli og Máni stráir silfursilfri og Stjörnur spretta glitur- trafi yfir svarta þanvængi og dúnsettan fið- urkoll. SILENCE – ÞÖGN JÖRÐ – HAF, TERRE – MER Morgunblaðið/Brynjar Gauti „Ég sé, lít frá, sé á ný. Þessa stóru freku fugla með mannsvit. Og spádómsgáfu bera þeir og visku úr heiðinni forneskju. Þeir hoppa. Ég horfi á þá, þegjandi. Þeir kalla á mig.“ E F T I R E Y V I N D P. E I R Í K S S O N Höfundur er rithöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.