Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. FEBRÚAR 2001 3
Þ
AÐ hljómar eins og suða í eyr-
unum að heyra því lýst yfir
sem sjálfsögðum hlut að
kommúnisminn sé hruninn
eða fallinn. Það má að vísu til
sanns vegar færa ef með því
er átt við sovétkommún-
ismann. En það er ekki ein-
hlítt að kommúnismi sé sama og stjórn-
arhættir í Sovétríkjunum. Upprunalega er
með orðinu kommúnisma, og reyndar líka
sósíalisma, átt við eins konar draumaþjóð-
félag, sameignarstefnu og fullkomið jafn-
rétti allra manna. Í Sovétríkjunum átti að
reyna að gera þá draumsýn að veruleika,
og vel má vera að alræði eins flokks hafi
verið nauðsynlegt til þess að geta hafið þá
tilraun. Kannski hefði svo verið hægt að
komast á rétta og fyrirhugaða braut með
því að hverfa að lýðræðislegum stjórn-
arháttum eins og Gorbatsjov sýndist ætla
að gera seint og um síðir. Lýðræðisleg
þingræðisstjórn hefði þá átt að tryggja
borgaraleg réttindi og gera þannig líf-
vænlegt og þróa það tiltölulega réttláta
efnahags- og tryggingakerfi sem fyrir var.
Um þetta höfðu margir haft veika von, þó
að hjá flestum hafi hún verið brostin fyrir
mörgum áratugum. En þá kom til sög-
unnar úr hinni spilltu yfirstétt valdamesti
trúður og alkóhólisti nútímans, Jeltsín, og
í staðinn fyrir samvinnu bestu stjórn-
málaafla myndaðist blanda af verstu maf-
íuöflum og ranglæti hins vestræna hag-
kerfis og þeirri spillingu og stöðnun sem
hafði þróast vegna alræðis eins flokks.
Marx og Engels höfðu haldið því fram að
eiginlegur kommúnismi yrði ekki fram-
kvæmdur án lýðræðis, en það þurfti dýr-
keypta 70 ára tilraun til að sanna þá stað-
hæfingu þeirra.
Tilraunin að koma á kommúnisma í Sov-
étríkjunum með óviðunandi aðferðum er
sem sagt úr sögunni. En er þá hinn eig-
inlegi kommúnismi fallinn? Eru mistökin í
Sovétríkjunum dauðadómur yfir draum-
sýninni um réttlátt og frjálst þjóðfélag?
Ég ætla að gerast svo djarfur að segja að
sá draumur sé nær veruleikanum nú en
fyrr. Eiginlegur og upprunalegur komm-
únismi er nú kominn í hæga en örugga
sókn, meira að segja hér á Íslandi. Til þess
að rökstyðja svo bíræfna fullyrðingu þyrfti
meira en smágrein í blaði, en þó skal þess
freistað að gera þessu efni dálítil skil.
Það sem vekur manni von eru tveir
merkilegir alþjóðasáttmálar um mannrétt-
indi sem Sameinuðu þjóðunum hefur tek-
ist að setja saman og fá undirritaða í
mörgum þjóðlöndum. Þeir voru báðir sam-
þykktir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna 16. desember 1966, en tóku gildi
1976, fyrir aldarfjórðungi. Báðir voru þeir
fullgiltir af Íslands hálfu 22. ágúst 1979.
Annar sáttmálinn fjallar um borgaraleg
og stjórnmálaleg mannréttindi, frelsið,
sem var fyrsta atriðið í stefnu frönsku
byltingarinnar 1789, enda munu for-
sprakkar vesturveldanna hafa haft einna
mest frumkvæði um þennan sáttmála. Þar
er, með takmörkunum þó, kveðið á um
frelsi frá lífláti, þrælahaldi, handtöku að
geðþótta og ómannúðlegri meðferð. Allir
skulu jafnir fyrir lögum og dómstólum.
Einkalíf skal virt, skoðanafrelsi og trú-
frelsi. Funda- og félagafrelsi skal tryggt
og vernd fjölskyldna og barna, einnig
kosningaréttur og réttur til opinberrar
starfsemi og starfa. Hvatning til fjand-
skapar og ofbeldis skal bönnuð. Stríðs-
áróður skal bannaður með lögum. Um það
ákvæði hafa þó íslensk stjórnvöld áskilið
sér fyrirvara – með tilvísun til tjáning-
arfrelsis!
Hinn sáttmálinn fjallar um efnahagsleg,
félagsleg og menningarleg réttindi. Ein-
mitt í þessu atriði vil ég halda fram að sé
komið að grundvallarstefnu kommúnism-
ans, og það eru hin sósíalisku ríki sem hafa
lagt mesta áherslu á þennan samning.
Karlar og konur skulu njóta jafnréttis.
Tryggja skal rétt til vinnu og sanngjarnra
vinnuskilyrða, sama kaups fyrir sömu
vinnu, sómasamlegrar lífsafkomu, öryggis
við störf, stöðuhækkana og hvíldar, einnig
rétt til að mynda stéttarfélög og heyja
verkföll. Allir hafi rétt til félagslegs örygg-
is, þar á meðal almannatrygginga. Fjöl-
skyldur og börn skulu njóta sérstakrar
verndar og aðstoðar. Allir hafi rétt til við-
unandi lífsafkomu og til þess skulu gerðar
sérstakar ráðstafanir. Allir hafi rétt til að
njóta andlegrar og líkamlegrar heilsu að
hæsta marki, og réttar til menntunar, og
einkum skuli stefnt að því að hún sé öll
ókeypis. Allir hafi rétt til menningarlífs og
ábata af vísindum og listum.
Ásamt mannréttindasáttmála Evrópu
sem hefur fengið lagagildi á Íslandi, hljóta
þessir samningar að teljast mikilvægt
skref í þá átt að treysta ekki aðeins borg-
aralegt frelsi, heldur líka margvísleg rétt-
indi til lífsskilyrða, friðar og hamingju.
Þáttur í þessu er nýleg mannréttinda-
ákvæði í stjórnarskrá Íslands. Ég sé ekki
betur en þessir sáttmálar sameini það
besta í stjórnarháttum á Vesturlöndum og
kenningum kommúnista og sósíalista um
jafnrétti og öryggi. Mörg ríki gera þó
ýmsa fyrirvara og taka, enn sem komið er
að minnsta kosti, lítið mark á sumum
ákvæðum samninganna, enda hafa hin
voldugu Bandaríki neitað að fallast á sátt-
málann um efnahagslegu réttindin. Á
sama tíma hefur sósíalískum ríkjum ekki
þótt hann ganga nógu langt. Þó kom ný-
lega fram í viðtali við Björgu Thorarensen
háskólakennara og Bjarneyju Friðriks-
dóttur, forstöðumann Mannréttindaskrif-
stofu Íslands, að dómstólar víðast hvar séu
að leggja meira mat á þennan sáttmála.
Ánægjulegt tímanna tákn að þessu leyti er
nýlegur öryrkjadómur Hæstaréttar sem
átti að vísu ekki að fjalla um almennar
efnahagsumbætur til handa öryrkjum, en
afnemur það sem kalla mætti tiltekna refs-
ingu fyrir hjúskap og treystir þannig bæði
fjölskylduböndin og frelsi og reisn ein-
staklingsins. Vissulega er þar sá skuggi á
hvað stjórnvöld hafa tekið þeim dómi
þunglega, meðan almenningur hefur fagn-
að honum. Kannski sannast þar þau um-
mæli forseta vors að stjórnmálaflokkar
séu ekki í nógu góðum tengslum við fólkið
í landinu. Það stendur þó vonandi til bóta,
enda er von að það taki tíma að nýjar rétt-
arbætur hljóti viðurkenningu. Ekki síst
má búast við því ef þær fela í sér sókn í
áttina til kommúnisma. En það verða
menn að venja sig á að umbera.
ER KOMMÚN-
ISMINN FALLINN
EÐA Í SÓKN?
RABB
P Á L L B E R G Þ Ó R S S O N
ANTONIO MACHADO
LJÓÐ
Helgi Hálfdanarson þýddi
Veikt hljóð, sem kyrtilfaldur
strjúki um auða jörð,
og gráthljómur
frá gömlum klukkum.
Af deyjandi glæðum
rýkur við sjónhring,
hvítir svipir feðranna
kveikja á stjörnum.
Ljúkið upp svaladyrum,
stund draumanna nálgast.
Kvöldið er gengið til náða,
klukkurnar dreymir.
Antonio Machado (1875–1939) var spænskt ljóð- og leikskáld af hinni svoköll-
uðu ’98-kynslóð. Hann hafnaði módernisma samtíma síns og þróaði það sem
hann kallaði „eilífu ljóðlistina“ þar sem innsæið var virkjað, svo og draumar og
minningar. FORSÍÐUMYNDIN
er af málverki eftir Svein Björnsson frá árinu 1990 en það getur að líta á sýn-
ingu á verkum listamannsins sem opnuð verður í Hafnarborg í dag.
Yfirlitssýning á
Krýsuvíkurmyndum
Sveins Björnssonar listmálara verður opn-
uð í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag. Krýsu-
víkin mín heitir sýningin og er haldin í sam-
vinnu Hafnarborgar og Sveinssafns í tilefni
þess að á liðnu ári hefði Sveinn orðið 75 ára
gamall. Þorvarður Hjálmarsson skoðaði
sýninguna í fylgd Erlendar Sveinssonar.
Vladimir Nabokov
heitir rússneskur rithöfundur sem öðlaðist
heimsfrægð í kjölfar umdeildrar ástarsögu
um unglingsstúlkuna Lólítu en átti þá þeg-
ar að baki áratugalangan ritferil. Færri
vita að Nabokov var einnig afkastamikill og
afar umdeildur þýðandi. Björn Þór Vil-
hjálmsson segir frá þýðandanum Nabokov.
Refsingar í Evrópu
á sautjándu og átjándu öld fólu yfirleitt í
sér líkamleg meiðsl og telja margir að þær
vitni um grimmúðlegt og frumstætt aldar-
far, segir Matthías Viðar Sæmundsson í
upphafi seinni greinar sinnar um böðla í
sögn og sögu.
Katalónar
láta útlit hlutanna sig miklu máli skipta.
Barselónaborg ber þess glöggt vitni en allt
frá uppbyggingu gotneska hverfisins, elsta
hluta borgarinnar, hefur hún notið ríf-
legrar áherslu ólíkra ráðamanna á fagur-
fræðilega gildið. Þröstur Helgason ræddi
við breskan arkitekt, David Mackay, sem
starfað hefur í Barselóna í 40 ár, um útlit
borgarinnar.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
6 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R