Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. FEBRÚAR 2001 MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handritasýn- ing, þri.-fös. kl. 14-16. Til 15. maí. Galleri@hlemmur.is: Magnús Sigurð- arson. Til 4. mars. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Magnús Þorgrímsson. Til 18. feb. Gallerí Sævars Karls: Pétur Halldórs- son. Til 15. feb. Gerðarsafn: Ljósmyndasýning Ljós- myndarafélags Íslands og BLÍ. Til 11. feb. Gerðuberg: Eggert Magnússon næfisti. Til 18. feb. Hafnarborg: Sveinn Björnsson. Rut Rebekka Sigurjónsdóttir. Til 26. feb. Hallgrímskirkja: Kristín Gunnlaugs- dóttir. Til 19. feb. Íslensk grafík: Frumherjar í grafík. Til 25. feb. Kringlan: Ljósmyndir frá menningar- árinu. Til 14. feb. Listasafn Akureyrar: Margmiðlunar- sýningin DETOX. Til 2. mars. Listasafn ASÍ: Hlynur Helgason. Til 17. feb. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laug- ardaga og sunnudaga, kl. 14-17. Listasafn Íslands: Gerhard Richter, Rúrí og Jón Stefánsson. Til 18. feb. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundar- safn: Páll Guðmundsson og Ásmundur Sveinsson. Til 29. apr. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Höggmyndir Roberts Dell í útiportinu. Til 20. mars. Frásagnarmálverkið. Verk frá 1961-1999: Valerio Adami, Peter Klasen, Jacques Monory, Hervé Tél- emaque, Bernard Rancillac og Erró. Sófamálverkið. Til 25. mars. Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir: Gullpensillinn – samsýning 14 lista- manna. Til 24. mars. Austursalur: Jó- hannes S. Kjarval. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófar- húsi.: Ljósmyndasýning Nökkva Elías- sonar og Brian Sweeney. Til 1. mars. Norræna húsið: Sex norrænir ljós- myndarar.Til 18. mars. Teikningar J.P. Gregoriussen, arkitekts. Til 12. feb. Nýlistasafnið: Samræður við safneign. Til 18. feb. Stöðlakot: Jón A. Steinólfsson. Til 18. feb. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.- umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Langholtskirkja: Myrkir músíkdagar: Blásarasveit Reykjavíkur. Kl. 20. Árbæjarkirkja: Kór Átthagafélags Strandamanna, Húnakórinn og Árnesingakórinn. Kl. 17. Breiðholtskirkja: Jörg E. Sonderman orgelleikari. Kl. 17. Sunnudagur Neskirkja: Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna. Kl. 17. Salurinn, Kópavogi: Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari. Kl. 20. Fimmtudagur Háskólabíó: Myrkir músíkdagar. Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Einleikari: Helga Þórarinsdóttir. Kl. 19.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Antígóna, fös. 17. febr. Horfðu reiður um öxl, lau. 10., sun. 11., fim. 15., fös. 16. feb. Blái hnötturinn, sun. 11. feb. Með fulla vasa af grjóti, mið. 14. febr. Ástkonur Picassos, lau. 10., sun. 11. feb. Já, hamingjan, lau. 10., fös. 16. feb. Borgarleikhúsið: Skáldanótt, lau. 10., fös. 16. febr. Móglí, sun. 11. febr. Loftkastalinn: Sjeikspír eins og hann leggur sig, lau. 10., sun. 11., fös. 16. febr. Iðnó: Sniglaveislan, fös. 16. febr. Íslenska óperan: La Boheme, frums. fös. 16. febr. Möguleikhúsið: Lóma, sun. 11. febr. Völuspá, sun. 11. febr. Snuðra og Tuðra, þrið. 13. febr. Langafi prakkari, fim. 15. febr. Leikfélag Akureyrar: Sniglaveislan, lau. 10., fös. 16. febr. Kaffileikhúsið: Háaloft, lau. 10. febr. Eva, þrið. 13., fim. 15., fös. 16. febr. Ásgarður: Snúður og Snælda. Gamlar perlur, sun. 11., mið. 14. febr. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvu- pósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merkt- ar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 569-1222. Netfang: menning@mbl.is. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U Á EFNISSKRÁ tónleikanna, sem hefjast kl. 20 í kvöld, eru verk eftir þá Þórarin Jóns- son, Pál Pampichler Pálsson, Einar Jónsson, Tryggva M. Baldvinsson og Oliver Kentish. Blásarasveit Reykjavíkur var stofnuð í upphafi árs 1999 af nokkrum áhugamönnum um nýja tónlist fyrir blásara og voru fyrstu tónleikar hennar á Myrkum músíkdögum 1999. Markmið sveitarinnar er að sögn stjórnandans, Kjartans Óskarssonar, „að koma saman einu sinni til tvisvar á ári og spila eitthvað sem ekki er spilað annars, ís- lenska jafnt sem erlenda tónlist, sem ekki er á færi þeirra annars ágætu hljómsveita sem starfa hér. Við höfum á stefnuskránni að panta ný verk og efla þannig nýsköpun á sviði blásaratónlistar. Við reynum að flytja a.m.k. eitt nýtt verk á hverjum tónleikum.“ „Þetta er líka hugsað til þess að vekja at- hygli á blásarasveitartónlist, en blásara- sveitir hafa löngum verið olnbogabörn í menningarlífinu,“ segir Tryggvi. „Blásara- sveitin er fyrir það fólk sem hefur áhuga á að takast á við verkefni sem krefjast ein- hvers meira en menn spila dags daglega í lúðrasveitunum,“ bætir Kjartan við. Í Blásarasveitinni eru nú hátt í 60 manns og er hún skipuð þeim nemendum sem lengst eru komnir með blásaranám, tónlist- arkennurum og öðrum. Sveitin æfir ekki reglulega en fyrir hverja tónleika tekur hún góða skorpu og æfir upp nýja efnisskrá á tveimur vikum eða 6–7 æfingum, að sögn Kjartans. „Borgarstjórafanfare“ Þórarins Jónssonar Tónleikarnir í kvöld hefjast með Fanfare eftir Þórarin Jónsson. Það er jafnframt langelsta verkið, samið fyrir um sextíu árum í Þýskalandi, þar sem Þórarinn var þá bú- settur. Í efnisskrá segir frá því er Þórarinn frétti af því að Bjarni Benediktsson hefði verið kjörinn borgarstjóri árið 1940 hefði hann samið Fanfare og langað að tileinka Bjarna. Úr því hafi hins vegar ekki orðið. Við kjör Gunnars Thoroddsen til borgar- stjóra 1947 mun Þórarinn hafa velt fyrir sér að tileinka honum verkið en úr því varð heldur ekki. „En í huga Þórarins var þetta „borgarstjórafanfari“. Lúðrasveit Reykja- víkur flutti verkið einu sinni á Austurvelli, en hvenær það var er óljóst,“ segir enn- fremur í efnisskránni. Fyrra verkið sem frumflutt verður í kvöld er Preludio Sinfonico eftir Pál Pampichler Pálsson, samið á vormánuðum 1999 og til- einkað vini Páls, dr. Alfons Summer. „Verk- ið ber höfundi sínum skýr einkenni, hlaðið leiftrandi hrynjandi, miklum innri krafti og síðast en ekki síst er það frábærlega skrifað fyrir blásarasveit,“ segir í efnisskrá. Um leitina að sjálfum sér Einnig verður frumflutt verkið Moto Perpetuo sem Einar Jónsson samdi sérstak- lega fyrir Blásarasveit Reykjavíkur. Einar er básúnuleikari en hefur á síðustu árum snúið sér í auknum mæli að tónsmíðum. Um verkið og bakgrunn þess ritar hann í efnis- skrá: „Hver er ég? Sá sem leitar mun e.t.v. finna ef hann leitar nógu lengi, en hvað mun hann svo finna að lokum? Er manni eitthvað svo mikils virði að maður eyði í það ævinni? Moto Perpetuo gæti á íslensku útlagst ein- hvern veginn svona: „stöðugt á hreyfingu“, „stöðugt á fartinni“. Það er táknmynd þess sem leitar, þess sem leitar en finnur aldrei neitt. Það er táknmynd þess sem leitar og finnur eitthvað, en þá er ekki víst að það sé lengur það sem hann leitaði að. Breytist ekki allt og skiptir um mynd? Það sem mað- ur leitaði einu sinni að er ekki endilega það sama í dag, þegar maður finnur það, ef mað- ur þá finnur það á annað borð. Moto Perp- etuo er um leitina að sjálfum sér...“ Í verki sínu, 2 hugtök, gerir Tryggvi M. Baldvinsson tilraun til að nálgast tvö hugtök úr eðlisfræðinni, massa (M) og hitastig (T). „Í M-þættinum birtist sveitin sem þykkfljót- andi massi, stundum mjúkur viðkomu, en öðrum stundum hvass og kaldur. Í upphafi leitar öll hreyfing niður á við en tekur svo stefnuna upp er líður á kaflann. Í T-kafl- anum færumst við úr miklum froststillum í seiðandi funhita. Í upphafi er tónefnið myndað að mestu leyti úr „köldum“ tón- bilum: tvíundum, ferundum og fimmundum en eftir asahláku tekur við „hlýtt“ tónefni að mestu mótað af þríundum og sexundum,“ segir Tryggvi. Verkið samdi hann í tilefni af sjötíu ára afmæli Lúðrasveitarinnar Svans og var það frumflutt á vortónleikum hennar í Háskólabíói 1. apríl á síðasta ári. Tryggvi segir að fleiri hugtök séu væntanleg og nú þegar hafi hann tvo kafla á teikniborðinu. Eftir hlé verður flutt Myrkraverk eftir Oliver Kentish en það samdi hann árið 1983 fyrir Roar Kvam og Norðurlandaferð kammerblásarasveitar Tónlistarskólans á Akureyri. Í efnisskrá kemur fram að verkið byggist á tveimur hugmyndum, annars veg- ar sex tóna röð sem birtist á 48 mismunandi vegu og hins vegar þjóðlaginu Ebbadætra- kvæði. Titillinn Myrkraverk mun vísa til hins grimmlynda innihalds þjóðkvæðisins og þeirrar staðreyndar að verkið er skrifað á mestu skammdegismánuðum ársins. Eftir að Blásarasveit Reykjavíkur ákvað að taka verkið til flutnings endurskoðaði höfundur- inn það, bætti við slagverki og gerði nokkrar aðrar smávægilegar breytingar. Nýju verkin endurflutt Að loknu Myrkraverki verða verkin tvö sem frumflutt voru fyrir hlé, Preludio Sin- fonico og Moto Perpetuo, endurflutt. „Okkur finnst rétt að fólk fái að heyra frumflutn- ingsverkin flutt aftur. Það mæltist mjög vel fyrir á fyrstu tónleikum sveitarinnar fyrir tveimur árum þegar við frumfluttum verk eftir Tryggva og fluttum það svo aftur í lok tónleikanna. Maður fær svolítið aðra sýn á verkin með þessu móti,“ segir Kjartan. Síðast á efnisskránni er svo Postludium eftir Tryggva M. Baldvinsson en það var samið í tilefni af kristnihátíð á Þingvöllum sl. sumar og markaði endapunkt hátíðar- messunnar sem þar fór fram. Að sögn Tryggva er efnið sótt í Intrödu fyrir kór, blásara og slagverk sem flutt var í upphafi áðurnefndrar messu og er í raun útdráttur úr því verki. Tónleikarnir í Langholtskirkju hefjast kl. 20 í kvöld. BLÁSARASVEIT REYKJAVÍKUR Í LANGHOLTSKIRKJU Á MYRKUM MÚSÍKDÖGUM NÝSKÖPUN Á SVIÐI BLÁSARA- TÓNLISTAR EFLD Morgunblaðið/Ásdís Kjartan Óskarsson, stjórnandi Blásarasveitar Reykjavíkur, og Tryggvi M. Baldvinsson tónskáld. Tvö ný verk verða frumflutt á tónleikum Blásarasveitar Reykjavíkur á Myrkum músíkdögum í Langholtskirkju í kvöld. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR kynnti sér efnisskrá tónleikanna og ræddi við forsprakka sveit- arinnar, stjórnandann Kjartan Óskarsson og tón- skáldið Tryggva M. Baldvinsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.