Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. FEBRÚAR 2001 11 verið haldið fram að það ætti að láta kirkjuna standa eins og Gaudí skildi við hana, hún ætti að standa sem minnismerki um eitthvað sem átti að verða. Að halda áfram að byggja þetta hús er misskilin rómantík, hollustueiður við mikinn arkitekt sem gefur kolranga mynd af honum; þegar Gaudí tók við Sagrada Familia var hann orðinn gamall og elliær, hann var án vinnu enda var hann álitinn afar ókatalónskur eða ómiðjarð- arhafslegur arkitekt og raunar andmódernískur þegar líða tók á ævina, Sagrada Familia ber þessa raunar merki því henni er stefnt gegn nú- tímanum sem gotneskri kirkju. Í ljósi þessa er það fáránlegt að halda áfram að byggja hana.“ Aftur inn í miðjuna Mackay segir að sú uppbygging sem vanalega er tengd Ólympíuleikunum 1992 hafi hafist löngu fyrir þann tíma og í raun séu verkefni sem tengd- ust leikunum frekar eins og lokakaflinn í viða- mikilli endurnýjun borgarinnar. „Við vorum heppin að því leytinu að þegar Franco dó fyrir aldarfjórðungi, geystist mikið af afar hæfileikaríkum stjórnmálamönnum fram á sjónarsviðið, fullir af hugsjón. Flestir þessara manna komu úr háskólaumhverfinu hér í Katal- óníu og þeir gengu afar skipulega til verks. Mál- efni borgarinnar voru ofarlega á baugi eins og ævinlega. Það var augljóst að það þurfti að taka til hendinni við að endurnýja og endurskipu- leggja hana eftir fjörutíu ára vanrækslu á ein- ræðistímanum. Sett var upp sérfræðingadeild innan borgarskipulags sem átti að hafa það verk- efni með höndum að endurskoða strúktúr og skipulag borgarinnar. Niðurstöðurnar voru í megindráttum tvær: Annars vegar hafði skipu- lag borgarinnar tekið of mikið mið af bílaumferð þannig að stórar umferðaræðar voru taldar skemma heildarstrúktúr borgarinnar. Hins veg- ar hafði borgin verið bútuð niður í einhvers kon- ar reiti þar sem fólk vann eingöngu eða bjó ein- göngu eða skemmti sér eingöngu o.s.frv. Með þessu móti hafði miðja borgarinnar til dæmis verið tekin undir stofnanir af ýmsu tagi en lítið hugsað um að fólk gæti búið þar og leikið sér. Það var því ráðist í að skapa aukið svigrúm fyrir fólk í miðborginni, hleypa birtu inn í hana með því að búa til torg og opin svæði. Með þessu móti var fólk hvatt til þess að flytja aftur inn í miðj- una. Á sama hátt var ákveðið að reyna að skapa tilfinningu fyrir miðju í sérhverju úthverfi þann- ig að fólki fyndist það eiga heima einhversstaðar en ekki bara í einhverjum svefnbæ. Þetta jók jafnvægið í borginni.“ Þessi vel heppnaða endurskipulagning borg- arinnar skapaði afar jákvætt andrúmsloft sem Mackay segir að byggt hafi verið á þegar hafist var handa við að undirbúa borgina undir Ólymp- íuleikana. Síðustu þrjú ár eða svo hafi hins vegar komið eilítið babb í bátinn, segir Mackay. „Svo virðist sem menn hafi fyllst of miklu sjálfsöryggi og hætt að vanda sig. Þetta endurspeglast til dæmis í hræðilegum blokkum sem borgin hefur verið að reisa víða í úthverfum borgarinnar síð- ustu misseri og ganga alveg þvert á umhverfi sitt og svip borgarinnar. Svo virðist sem tilfinningin fyrir heildinni, heildarmynd borgarinnar sé að hverfa. En það segir sitt um árvekni Katalóna í málefnum byggingarlistarinnar að þegar hefur átt sér stað mikil umræða um þetta og yfirvöld geta ekki leyft sér að hengja haus öllu lengur. Hér er mönnum enn annt um ímynd sína.“ arsstaðar en í stigaop en þetta gerði hann í einu af meistaraverkum sínum, Casa Milà eða La Pedrera á Passeig de Gracia. Í Güell-kirkjunni tók hann sérstakt tillit til félagslegrar hliðar hinnar spænsku guðsþjónustu en í henni vill brenna við að karlarnir standi úti fyrir dyrum að spjalla á meðan konurnar sitja undir guðsorðinu. Kirkjan er því að hluta til utandyra hjá Gaudí.“ Mackay er hins vegar alfarið á móti þeirri rómantísku og þjóðernislegu upphafningu á Sagrada Familia sem felst í áætlunum um að klára hana. „Sagrada Familia er tvímælalaust versta bygging Gaudís enda er hún ekki hans verk frá upphafi; Gaudí tók við kirkjunni þegar það var búið að steypa grunninn að henni og þurfti því að aðlaga klassíska kirkju hugmyndum sínum sem ekki kunni góðri lukku að stýra. Krikjuna skortir gleði Gaudís. Því hefur lengi Ljósmynd/Þröstur Helgason Mackay Eixample-hverfið eða „Viðbótin“ var reist af miklum fítonskrafti og myndarskap 1860 til 1920, margir telja þetta fallegasta hverfi borgarinnar og þótt víðar væri leitað. Ljósmynd/Þröstur Helgason Gaudí var örugglega fyrstur til þess að setja bílastæði undir hús og lyftu annars staðar en í stigaop en þetta gerði hann í einu af meistaraverkum sín- um, Casa Milà eða La Pedrera á Passeig de Gracia. Tónlistarmenn eru ekki sérlega ánægðir með hljómburð í hinni glæsilegu Höll katalónskrar tónlist- ar (Palau de la Música Catalana) sem telst meistaraverk Lluís Domènech i Montaner. Morgunblaðið/Þröstur Helgason baksýn, segir David Mackay að sé tvímælalaust

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.