Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. FEBRÚAR 2001 7
Hann eins og fleiri vissi um þann mikla búskap
sem verið hafði í Krýsuvík frá miðöldum og
teygði sig alveg fram á tuttugustu öldina. Í
Krýsuvík getum við bent á þrjá staði sem eru
byggðir á miðöldum, Gömlu Krýsuvík niður við
sjóinn; Krýsuvíkurbæjarstæðið, þar sem kirkj-
an stendur nú; og Gestsstaði. Þegar Ögmund-
arhraun rann, upp úr 1150, er talið að bærinn
hafi flust á þann stað þar sem kirkjan stendur
nú. Hraunið lagði undir sig Gömlu-Krýsuvíkina,
bæði höfnina og bæinn, og staðnæmdist við
kirkjuna. Þannig að þarna átti sér stað nokkurs
konar Vestmannaeyjadrama á þessu sögulausa
svæði, því Krýsvík og umhverfi hennar kemur
tæpast fyrir í fornsögum okkar. Svo hafði faðir
minn ákaflega gaman af því sem hafði verið
skrifað um Krýsana, hann tók það svolítið inn á
sig. Sömuleiðis hafði hann gaman af að lesa um
Eirík í Vogsósum sem messaði í Krýsuvík og
það fara miklar og kynngimagnaðar sögur af
honum og tengslum hans við alls kyns forynjur
og drauga. Þetta las faðir minn af áfergju. Ver-
mannaleiðir lágu í gegnum Krýsuvíkina, og auð-
vitað spruttu ótal draugasögur í kringum það.
Hann er líka, eftir að hann eignast vinnuaðstöðu
sína í Krýsuvík, mikið einn þarna og er í miklum
tengslum við landið. Og við tunglið og nóttina.
Út um glugga vinnustofu hans sér til þriggja
vatna og hafsins, sem hefur vitanlega glatt sjó-
manninn. Kannski er madonnan þess vegna
persónugervingur þessa svæðis hjá honum.“
Er madonnan kristin, er þetta heilög guðs-
móðir eða er þetta einhver allt önnur kona?
,,Sú ætti að vera með barnið í fanginu, en það
er hún ekki! Þess vegna er ef til vill ekki alveg
rétt að kalla hana madonnu, en hann gerði það
og fólk hefur tekið það upp eftir honum því það
er oft talað um Krýsuvíkurmadonnuna. En hún
er örugglega í bland kristin.“
Heldur hún verndarhendi yfir Krýsuvík, er
hún verndarvættur?
,,Nei, hún er leiðsögnin hans! Því þetta er al-
farið hans heimur. Hann tekur þetta ekki ut-
anfrá þetta kemur innanfrá. Þetta er persónu-
gerving þessa sköpunarstarfs sem hann er
kominn á bólakaf í þarna í Krýsuvíkinni.“
Blái karlinn, listamaðurinn
,,Hérna má sjá hinn aðalleikarann á móti
madonnunni, en það er blái karlinn. Blái karlinn
er listamaðurinn sjálfur, það segir sig sjálft.
Blái liturinn greiptist inn í þennan mann á sjón-
um. Himinn og haf. Hann ætlaði sér sjómennsk-
una. Sveinn fæddist á Skálum á Langanesi árið
1925 en hann flytur þaðan sjö eða átta ára gam-
all til Vestmanneyja og elst þar upp. Hann fer á
sjóinn fjórtán ára gamall sem aðalfyrirvinna
fjölskyldunnar. Móðir hans er einstæð móðir
með níu börn. Blái karlinn er í einni höfuðmynd
sýningarinnar sem heitir ,,Saga mín“ og er
svona ný útfærsla á annarri mynd sem heitir
,,Myndabók málarans“. Í „Sögunni minni“ er
blái karlinn í miðri mynd og hann birtist einnig í
Geststaðavatni, en það er vatnið sem blasir við
úr vinnustofunni í Krýsuvík. Í huga föður míns
er Geststaðavatn andlit og það vantar ekkert
upp á það segir hann. Stundum með augu og
þegar hann málar augu í þessum bláu andlitum
sínum þá eru augasteinarnir yfirleitt tveir eða
jafnvel þrír. Það eru skýr merking þess að um
andlit listamannsins er að ræða. Á sýningu sem
við erum með í Sveinshúsi í Krýsuvík frá því í
sumar erum við með sérstakar Geststaðavatns-
myndir, hérna er einungis ein mynd sem fulltrúi
fyrir Geststaðamyndirnar en hann málaði vatn-
ið í fjölmörgum myndum.“
Er Geststaðavatn nálægt hylnum græna,
Grænavatni, sem margir þekkja af ferðum sín-
um til Krýsuvíkur?
,,Nær fjöllunum og nær vinnustofu föður
míns er samskonar sprengigígur og Grænavatn
og það er Geststaðavatn. Þegar horft er úr
vinnustofunni þá sérðu það eins og hér á þessari
mynd. Hérna er komið Huldukonuskip á vatnið
og svo er hafið fyrir handan á milli Bæjarfells og
Arnarfells. Hér eru tvær birtingarmyndir
Huldunnar, annars vegar sem Madonna og hins
vegar þegar hún tekur á sig mynd gallíons fíg-
úrunnar í þessu skipi, sem er eins konar skip
listamannsins. Hún er í stafni og þar af leiðandi
kannski sú sem ræður för þessa skips þar sem
stýrimaðurinn er aðþrengdur í stýrishúsinu.
Hann telur sig kannski vera að sigla og stjórna
ferðinni en nýtur leiðsagnar huldunnar og hún
stjórnar. Þetta eru örlög sjómannsins.“
Þannig að sjómaðurinn og listamaðurinn eru
tengdir sterkum böndum?
,,Þeir renna saman í eitt. Á þessari mynd
sérðu þetta vel, listamaðurinn á bak við Ma-
donnuna og hún með fiskinn í fanginu. Í bak-
grunninum er síðan brot af umhverfi Krýsuvík-
ur. Mér finnst þetta vera sáttargjörð
listamannsins og sjómannsins. Þetta faðmlag.
Síðan fara formin að breytast, hérna er eins og
fígúrurnar hverfi í landið. Hér fer þetta að leys-
ast upp, hún er orðin partur af landinu og það
eru komnar svona smámyndir inn í myndina. Í
framhaldi af þessu fóru myndformin að skreppa
saman í smámyndir og litaflöturinn að stækka
og taka meira til sín. Hér sjáum við hverabrekk-
urnar og einstaka steina sem hafa þessar fígúr-
ur innanborðs. Liturinn yfirtekur síðan smám
saman þennan heim. Hann segir það sjálfur að
við það að fara að skoða landið fyrir framan
tærnar á sér, þá er jörðin bara myndir. Það þarf
bara ekki annað en að taka stein og strika
ramma og þá ert þú kominn með tilbúið lista-
verk beint fyrir framan fætur þér.“
Allt verður að bláum lit
,,Smátt og smátt finnst honum hann vera bú-
inn að tæma þennan fantasíuheim og þetta er
afrakstur þrjátíu ára glímu sem við sjáum brot
af hér á veggjunum. Hann hélt stóra sýningu á
nýjustu fantasíumyndum sínum á Kjarvalsstöð-
um árið 1989 og finnur það eftir sýninguna að
það verður ekki farið lengra á þessari braut. Ég
túlka það þannig að þá fari hann smám saman
að jarða madonnuna, þegar hún er komin í út-
afliggjandi stellingu í botninn á myndunum.
Hún hverfur inn í litamynstrið og eftir það ríkir
bara liturinn einn síðustu árin. Niðurstaðan
verða þessar stóru þverstrokur, hann hættir að
mála með pensli og fer að mála með breiðum
spöðum. Þessar myndir eru gerðar af miklu ör-
yggi og án nokkurra vífilengja. Hann spáði því
sjálfur að það myndi taka fólk svona fimmtán ár
að taka þetta í sátt, það tók það sama tíma að
sætta sig við handanheiminn sagði hann. Þegar
hann sýndi fólki þetta þá var oft viðkvæðið:
Heyrðu Sveinn, átt þú ekki eitthvað með
madonnunni, átt þú ekki einhverja gamla sjáv-
armynd til að sýna mér?“
En þessar nýju myndir eru ekki síður
skemmtilegar en þær gömlu þykir mér.
,,Í þessu litla herbergi hér reynum við að
sýna þessa breytingu frá fantasíunni í Krýsuvík
yfir í litaafstraktið, eins og hún birtist í olíu-
pastelmyndum hans, klippimyndunum, olíu á
pappír og jafnvel teikningum. Hann vann mikið
í olíupastel og í þeim myndum er eins og hann sé
í stöðugu samtali við sjálfan sig, því þá býr hann
til jöfnum höndum fantasíu og afstrakt. Í teikni-
möppunum hans liggja þessar myndir gjarnan
hlið við hlið. Hérna er Krýsuvíkurmynd sem
hann gerði þegar hann dvaldist um skeið í París
og það sýnir að þessi heimur fylgdi honum hvert
sem hann fór. Hann hafði gaman af að spila golf
og fór í ferðir til útlanda meðal annars í því
skyni að iðka golfið og alltaf tók hann teikni-
blokk með sér gjarnan með svörtum pappír.
Þegar þessar stílbreytingar voru að eiga sér
stað átti hann í miklu og góðu samstarfi við
Matthías Johannessen, og þeir bjuggu til heila
bók þar sem hann myndskreytti með olíupasteli
og vatnslit og Matthías handskrifaði ljóðin inn í
myndirnar. Árið 1990 var haldin sýning á ann-
arri myndaröð þeirra félaga, Sálmum á atóm-
öld, og þær voru allar unnar í olíupastellitum.
Síðustu árin var hann að glíma við þá löngun
sína að myndsetja Passíusálma Hallgríms Pét-
urssonar sem við sjáum hér. Hann gerði til-
raunir sem í fyrstu byggðust á myndheimi hans
í Krýsuvík, en síðan hugðist hann myndsetja
Passíusálmana í litum, olíupastellitum eins og
við sjáum hér. En þessu ætlunarverki sínu náði
hann ekki að ljúka,“ segir Erlendur.
Myndin Blátt þarna er einskonar óður til bláa
litarins og hér er eins og himinn og haf renni
saman í eitt.“
Gæti það verið lokaniðurstaðan á ferli mál-
arans Sveins Björnssonar?
,,Já, við getum sagt það, blátt var einkenn-
islitur hans. Hins vegar er það svo að þegar
hann gerði sér grein fyrir því, undir lokin, að
hann myndi ekki geta málað fleiri olíuverk í
vinnustofuhúsi sínu í Krýsuvík, sökum veikinda
sinna, þá tók hann til við að mála þessar litlu
vatnslitamyndir heima hjá sér í Köldukinn.
Þrátt fyrir öll átökin sem fylgdu því að skipta úr
fantasíuheimi sínum í Krýsuvík yfir í lita-
afstraktið, þá leitaði myndheimur hans í Krýsu-
víkinni til hans á ný. Þar með var hringnum lok-
að.“
Gult, blátt og rautt, 1995–96. Olía á striga, 160x200.
Við Kleifarvatn, 1956. Olía á striga, 70x95.
Huldufólk í Krýsuvík, 1960. Olía á striga, 95x110.
Saga mín, 1975–85. Olía á striga, 160x200.