Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2001, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2001, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. APRÍL 2001 3 Í SLAND er meðal alþjóðavæddari ríkja heims. Alþjóðavæðing Íslands er merkileg í ljósi þess að sterkir hópar í þjóðfélaginu hafa barist hat- rammlega gegn því að opna landið fyrir erlendum straumum og stefnum. Þau atriði sem falla undir hina hefðbundnu skilgreiningu á al- þjóðavæðingu eins og aukið viðskiptafrelsi, fjármagnsflæði, samkeppni og fólksflutn- ingar hafa alla tíð átt undir högg að sækja hér á landi. Nú ber hins vegar svo við að aukið frelsi á nær öllum þessum sviðum er meginreglan. Nýr iðnaður, hugbúnaðar og líftækni, tákn alþjóðavæðingar, hefur fest rætur og Íslendingar eru fremstir þjóða í notkun internets. Sífellt fleiri ferðamenn koma hingað á ári hverju og Íslendingar ferðast víðar en áður. Miklar breytingar hafa einnig átt sér stað í stjórnun og skipu- lagi fyrirtækja og ríkisvaldsins. Íslensk fyr- irtæki hafa hafið útrás á erlenda markaði og erlendir aðilar fjárfesta hér í meira mæli en áður. Hvernig má þetta vera í ljósi þess að ríkisstjórnir á 8. og 9. áratugnum fylgdu ekki eftir breytingum í efnahagsstjórn og auknu frelsi í viðskiptum sem átti sér stað bæði austan hafs og vestan? Margir þættir koma hér við sögu en lík- lega er aðild Íslands að Evrópska efnahags- svæðinu (EES) mikilvægasta skrefið sem stigið hefur verið í átt til aukinnar al- þjóðavæðingar. EES-samningurinn breytti í grundvallaratriðum stefnu stjórnvalda í fjölda málaflokka sem þau höfðu þrjóskast við að nútímavæða svo áratugum skipti. Að- ildin að EES breytti fjölda úreltra laga og reglugerða sem hömluðu eðlilegri starfs- semi hins frjálsa markaðar, neytendum sem fyrirtækjum í hag. Mikilvægustu breyting- arnar sem fylgdu EES-aðild og stuðluðu að alþjóðavæðingu Íslands eru m.a. breytingar á samkeppnislöggjöf, fjármálaviðskiptum, fjarskipta- og upplýsingastefnu, neytenda- og umhverfisstefnu, opinberum inn- kaupum, vinnurétti og vísindasamstarfi. Ný samkeppnislöggjöf var samþykkt árið 1993 vegna gildistöku EES. Ýmiskonar ein- okun hefur verið aflögð og hömlum aflétt eins og t.d. í innanlandsflugi. Fjálsræði á fjármagnsmörkuðum hefur verið aukið um- talsvert í kjölfar EES og hömlur á flæði fjármagns inn og út úr landinu hafa verið aflagðar, nema fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi. Þessar breytingar hafa ýtt undir fjárfestingar erlendra fyrirækja í hugbúnaðargeiranum, líftækniiðnaði og ál- framleiðslu. Þær hafa jafnframt skapað sóknartækifæri fyrir íslensk fyrirtæki á er- lendum mörkuðum. Árið 1993 voru fjárfest- ingar Íslendinga erlendis vart mælanlegar en um mitt ár 2000 hafði verið fjárfest er- lendis fyrir 155 milljarða. Afnám hindrana í fjármagnsviðskiptum hefur einnig þrýst á stjórnvöld að draga úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaðnum. EES-samningurinn fól í sér yfirtöku reglugerða og tilskipana ESB í fjarskipta og upplýsingaiðnaðinum sem ýtti m.a. á stjórnvöld að afnema einok- un Pósts og síma. Lögum frá 1971 um opinber innkaup var breytt í kjölfar aðildar að EES og reglur um takmörkun á ríkisstyrkjum til fyr- irtækja teknar upp. Stjórnvöldum ber að bjóða út viðamikar framkvæmdir á öllu EES-svæðinu. Það stuðlar að aukinni sam- keppni innanlands og er skattgreiðendum til góða. Réttindi neytenda tóku stakka- skiptum með EES en neytendalöggjöfin var langt frá því að vera viðunandi. EES umhverfisvæddi einnig Ísland en í kjölfar samningsins þarf að taka yfir meginþorra umhverfislöggjafar ESB. Mikilvægar breytingar hafa einnig átt sér stað á sviði vinnuréttar. Réttindi vinn- andi fólks hafa aukist og ríkisvaldið er nú í fyrsta skipti skuldbundið til að ráðfæra sig við verkalýðsfélög og vinnuveitendur áður en lagabreytingar sem varða vinnumark- aðinn eru gerðar. EES hefur stuðlað að auknu samráði aðila vinnumarkaðarins og í raun er hér um grundvallarbreytingu að ræða í ákvarðanatöku stjórnvalda og sam- skiptum á vinnumarkaði. Vinnueftirlit rík- isins hefur fengið aukið vægi og það sama má segja um fjölda undirstofnana ráðu- neyta sem hafa með framkvæmd EES- samningsins að gera. Óháðar eftirlitsstofn- anir eins og Samkeppnisstofnun hafa einnig styrkst verulega í kjölfar EES. EES-samningurinn alþjóðavæddi einnig íslenska vísindasamfélagið með aðild að rannsóknar- og þróunaráætlun ESB. Ís- lenskir vísindamenn á rannsóknastofnunum og í fyrirtækjum starfa nú í meira mæli en áður með erlendum vísindamönnum. Samn- ingurinn hefur einnig gjörbreytt stöðu kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi en styrkir Evrópusambandsins til kvikmyndagerðar á Íslandi eru fimmtán sinnum hærri en ís- lenska ríkisins. Íslensk leiklist nýtur einnig góðs af menningarstyrkjum ESB sem hefur haft í för með sér aukið samstarf við erlent leikhúsfólk og útrás íslenskrar leiklistar. Aðgangur íslenskra fyrirtækja að vinnu- afli á EES-svæðinu hefur breytt samkeppn- isstöðu þeirra og frjálsir fólksflutningar eiga eflaust eftir að stuðla að enn meiri ferðamannastraumi til landsins og hvetja Íslendinga til að afla sér aukinnar þekk- ingar á meginlandi Evrópu. EES-aðildin hefur aukið samskipti einstaklinga, hags- munahópa, fyrirtækja og hins opinbera við aðila á meginlandinu sem er allt liður í auk- inni alþjóðavæðingu landsmanna. Aukin samskipti við ríki utan EES-svæðisins hafa einnig fylgt í kjölfar samningsins. EFTA- ríkin gera nær undantekningarlaust við- skiptasamninga við ríki utan EES í kjölfar samninga ESB-ríkja. Alþjóðavæðing Íslands með EES- samningnum verður enn ljósari ef litið er til þeirra málaflokka sem EES nær ekki til. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa ekki tek- ið breytingum undanfarinn áratug. Hafta- stefna ríkir í landbúnaði og landsmönnum er meinaður aðgangur að ódýrum erlendum landbúnaðarafurðum. Fjárfestingar útlend- inga í sjávarútvegi eru bannaðar en aukið frelsi gæti stuðlað að enn frekari útrás sjáv- arútvegsins erlendis. Hin óhagkvæma byggðastefna lifir góðu lífi án nokkurs sýni- legs árangurs og það tók lengri tíma fyrir íslensk stjórnvöld en nokkurt annað ríki í hinum vestræna heimi að auka frelsi Seðla- bankans til að tryggja verðstöðugleika. Það eru ekki nema tíu ár síðan allir stjórnmálaflokkar, að Alþýðuflokknum undanskildum, höfðu verulegar efasemdir um hið svokallaða fjórfrelsi þ.e. frjálst flæði vöru, þjónustu, fjármagns og fólks. Stefna stjórnvalda varðandi innflutning til landsins hefur einnig alla tíð byggst á höftum. Þau hafa komið í veg fyrir innflutning á vörum og þjónustu nema í skiptum fyrir útflutning á sjávarafurðum. Aðild Íslands að EFTA og EES var samþykkt með þessum formerkj- um. Aðildin að EES þrýsti á stjórnvöld að nú- tímavæða Ísland. Landsmönnum var í einni svipan kippt inn í nýtt alþjóðlegt umhverfi frjálsra viðskipta og aukinna samskipta. EES-samningurinn stuðlaði þannig að hraðari og skilvirkari alþjóðavæðingu landsins en ella hefði orðið. Eins og fram kemur í Evrópuskýrslu utanríkisráðuneyt- isins frá vordögum 2000 gátu íslensk stjórn- völd aukið frelsi í viðskiptum við fjarlægari þjóðir í síðustu GATT-viðræðunum vegna þeirra kerfisbreytinga sem EES-samning- urinn stuðlaði að hér á landi. EES OG AL- ÞJÓÐAVÆÐ- ING ÍSLANDS RABB B A L D U R Þ Ó R H A L L S S O N SNORRI HJARTARSON LAND ÞJÓÐ OG TUNGA Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu vé. Á dimmum vegi dýrð þín um mig skein, í dögun þeirri er líkn og stormahlé og sókn og vaka: einnig hörð og hrein, þú heimtar trúnað, spyr hver efnd mín sé. Þú átt mig, ég er aðeins til í þér. Örlagastundin nálgast grimm og köld; hiki ég þá og bregðist bý ég mér bann þitt og útlegð fram á hinzta kvöld. Ísland, í lyftum heitum höndum ver ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld. Snorri Hjartarson (1906–1986) orti þetta ljóð skömmu eftir inngöngu Ís- lands í Atlantshafsbandalagið 1949. Fyrsta ljóðlína hefur oft verið höfð yfir í umræðum um varðveislu íslenskrar menningar og tungu. Hreintungustefnan er tæki til félagslegrar stjórnunar, segir Hallfríður Þórarinsdóttir í grein sem hún nefnir Trúin á hreinleikann og fjölmenn- ingarlegt lýðræði – ósættanlegar and- stæður? Hallfríður telur að málvernd snúist fyrst og fremst um að vernda og tryggja samfélagslega stöðu þeirra sem tala tiltekið málafbrigði. Tvíæringarnir fjölmörgu eru til umfjöllunar í grein Hlyns Hallssonar sem heldur því fram að yf- irgripsmiklar sýningar á samtímamyndlist séu að ganga í endurnýjun lífdaga um þessar mundir. Norræn samtíma- leikritun í New York Í fyrri viku var haldin viðamikil kynning- arráðstefna á norrænni samtímaleikritun í Norræna húsinu í New York. Hávar Sig- urjónsson fylgdist með og segir frá. Vampýran við leik og störf er undirtitill síðari greinar Úlfhildar Dagsdóttur um vampýrur en þar segir frá hlutverkum þeirra í bókmenntum og kvikmyndum og einnig er kynnt til sög- unnar hin goðsögulega vampýra. FORSÍÐUMYNDIN var unnin af Helga Þorgils Friðjónssyni fyrir forsíðu Lesbókar. Myndin er til sýnis á Kaffi Karólínu um þessar mundir. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 1 6 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R EFNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.