Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2001, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2001, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. APRÍL 2001 13 STJÓRNENDUR Miho-safnsins í Tókýó, eins stærsta fornminja- safns Japana, viðurkenndu á dögunum að Búddastyttu í þeirra vörslu hefði verið stolið frá Shandong-héraðinu í Kína 1994. Á fréttamannafundi, þar sem for- svarsmenn safnsins greindu frá uppruna styttunnar, var und- irritaður sáttmáli við kínversk yfirvöld og mun styttan verða af- hent Kínverjum. Safnayfirvöld hafa ekki viljað láta uppi hve mikið þau greiddu fyrir styttuna, sem er mjög sjaldgæft eintak af standandi Búdda, en talið er að verð hennar nemi tæpum átta milljörðum króna. Sem hluta af sáttmála þjóð- anna hafa kínversk yfirvöld sent frá sér yfirlýsingu um að þau telji safnayfirvöld Miho-safnsins hafa keypt styttuna, sem er frá 6. öld f.Kr. í góðri trú. Auk þess sem samþykkt hefur verið að hún verði höfð að láni hjá Miho- safninu til 2007, er efnt verður til sýningar á listmunum tengdum Búdda og verkum frá Shandong. Munir „Lísu í Undralandi“ á uppboð AÐDÁENDUM bóka Lewis Carr- olls um Lísu í Undralandi gefst á næstunni tækifæri á að eignast safn bréfa og annarra muna sem áður voru í eigu Alice Pleasance Hargreaves, stúlkunnar sem Carroll byggði söguna af Lísu á. Það er barnabarn Hargreaves, Mary Jean St. Clair, sem sett hef- ur safnið á uppboð hjá Sotheby’s, en St. Clair segist lengi vel ekki hafa talið neitt sérstakt við það að vera barnabarn Hargreaves. „Ég vissi hver hún var,“ sagði St. Clair og kveður það ekki hafa verið fyrr en fræðimenn og aðdá- endur Lísu tóku að heimsækja hana eftir dauða föður hennar sem hún áttaði sig á verðmæti safnsins. Í safninu, sem boðið verður upp 6. júní nk. er að finna hundr- uð bréfa, ljósmynda og handrita, m.a. bréf frá Caroll til Hargreav- es og móður hennar, handskrif- aða og skreytta útgáfu af hand- ritinu Ævintýri Lísu neðan- jarðar, sem er grunnurinn að bókinni Lísa í Undralandi. Safnið er metið á tæpar 300 milljónir króna, en undanfarin ár hefur það verið í geymslu hjá Christ Church College í Oxford. Sveitasæla þema Proms- tónleikanna STJÓRNENDUR Proms-tón- leikaraðarinnar sem haldin er í Albert Hall í London ár hvert munu að þessu sinni beina at- hygli tónleikagesta að breskri náttúru að því er blaðið Daily Telegraph greindi frá. Hugljúfar myndir af sveitum landsins verða þannig dregnar fram í verkum tónskálda á borð við Haydn, Handel og Beethoven. Þema tón- leikanna var ákveðið löngu áður en gin- og klaufaveikin gerði vart við sig í landinu og vona stjórnendur nú að almenningur telji sveita þemað ekki smekk- laust í kjölfar gin- og klaufaveiki- faraldursins. Tónleikarnir taka þó einnig á faraldrinum þar sem auk eldri verkanna verður frum- flutt verk tónskáldsins Sally Beamish sem nefnist Knotgrass Elegy. En að sögn Beamish fjallar verkið um þær ógöngur sem nútíma landbúnaðarhættir hafa leitt breska bændur í. ERLENT Búdda af- hentur Kín- verjum á ný TIL ÞESS legg ég Ragnheiður Brynjólfs-dóttir, hönd á helga bók og það sver ég viðGuð almáttugan, að ég er enn nú á þessaristundu svo óspjölluð mey af öllum karl- manns völdum og holdlegum saurlífsverkum sem þá er ég fæddist fyrst í þennan heim af minnar móður lífi, svo sannarlega hjálpi mér Guð með sinni miskunn sem ég þetta satt sver, en refsi mér ef ég lýg.“ Þannig hljóðaði eiður Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í Skálholti í maí 1661. Þegar Ragnheiður sór eiðinn, að viðstöddum klerkum auk biskups föður hennar, var hún 19 ára og talin mestur kvenkosta. Tildrög eiðtök- unnar hafa verið skáldum yrkisefni; ástir Ragn- heiðar og Daða Halldórssonar prestlings, og heift biskups, sem mátti ekki til þess hugsa að kusk settist á æru Ragnheiðar, yndis hans og eftirlætis. Klukkan 23.00 á sunnudagskvöld verða sendir út á vegum Ríkisútvarpsins tónleikar úr Skál- holtskirkju, þar sem þessa atburðar er minnst. Tónleikarnir eru sendir út í samvinnu við Evr- ópusamband Útvarpsstöðva, EBU. Ár er síðan undirbúningur tónleikanna hófst, en Sverrir Guðjónsson hefur haft veg og vanda af honum. „Ég hafði góðan tíma til að velta þessu fyrir mér. Það var búið að ákveða að tónleikarnir yrðu sendir út úr Skálholtskirkju, enda þema tón- leikaraðar EBU tengt merkum sögustöðum í Evrópu. Mig langaði til að það yrði þráður í tón- leikunum, sem fengi hlustandann til að fara inn í einhvern heim. Í huga mér kom mögnuð ást- arsaga Ragnheiðar og Daða. Ég vildi hafa tónlist úr handritunum, og tónlistin verður öll þaðan, en Snorri Sigfús Birgisson hefur útsett nokkra söngva fyrir selló og sópran, þar á meðal Mús- íkulof. Þegar ég heyrði þetta verk fyrst heillaðist ég af því og vildi nota það; – fannst sópraninn vera rödd Ragnheiðar og sellóið rödd Daða. Voc- es thules sönghópurinn syngur líka, og gefur yf- irbragð hins forna, og vísar einnig í karlasam- félagið sem þá var við lýði. Eftir þrjú klukkuslög Skálholtsklukkna les Arnar Jónsson leikari að- dragandann að eiði Ragnheiðar. Í lok tón- leikanna fer Hallveig Rúnarsdóttir sópran, rödd Ragnheiðar, með eiðinn undir söng Voces thules til að magna upp þennan dramatíska seið.“ Við undirbúning tónleikanna las Sverrir Guðjónsson ljóðabálkin Ærukrans eftir Daða Halldórsson. „Mín hugmynd er sú að Ærukransinn sé sam- viska Daða. Þetta eru trúarleg ljóð, og ég valdi erindi sem gætu tengst hugsun hans um Ragn- heiði og barnið þeirra, þótt hann sé í raun að tala um Maríu og Jesúbarnið. Ærukransinn var saminn við Liljulagið og texti Daða verður les- inn yfir leik þess.“ Tónleikunum verður útvarp- að til flestra landa Evrópu. „Svo sannarlega hjálpi mér Guð, en refsi mér ef ég lýg“ Morgunblaðið/Kristinn Arnar Jónsson, Voces thules, Hallveig Rúnarsdóttir og Nora Kornblueh flytja verk tengd eiði Ragn- heiðar Brynjólfsdóttur á Útvarpstónleikum í Skálholti á sunnudagskvöld kl. 23. SÁLUMESSA (Re-quiem) eftir WolfgangAmadeus Mozart verð-ur flutt í Neskirkju í dag, laugardag, kl. 16. Það eru Hátíðarkór Tónlistarskóla Ísa- fjarðar og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna ásamt fjórum einsöngvurum sem flytja verk- ið sem frumflutt var í Ísafjarð- arkirkju um páskana. Er flutn- ingurinn tileinkaður minningu Jónasar Tómassonar organista á Ísafirði. Einsöngvarar eru Guðrún Jónsdóttir, sópran, Ingunn Ósk Sturludóttir alt, Snorri Wium tenór og Ólafur Kjartan Sigurðarson bassi. Ingvar Tómasson, sonur Jón- asar, stjórnar flutningi verks- ins en hann er jafnframt stjórnandi Sinfóníuhljómsveit- ar áhugamanna, sem skipuð er um 35 hljóðfæra- leikurum, bæði áhuga- og atvinnumönnum. Kons- ertmeistari hljómsveitarinnar er Hjörleifur Valsson. Hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar sem skip- aður er um 60 manns, núverandi og fyrrverandi nemendum og kennurum tónlistarskólans auk fleira áhugafólks og koma kórfélagar úr öllum sveitarfélögum á norðanverðum Vestfjörðum. Stjórnandi kórsins er Beta Joó. Öll framkvæmd og undirbúningur tónleikanna er í höndum Tón- listarskóla Ísafjarðar og Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna, sem njóta til þess stuðnings Ísafjarðarbæjar, menntamálaráðuneytis og ým- issa fyrirtækja á Vestfjörðum og í Reykjavík. Jónas Tómasson var fæddur að Hróarsstöðum í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu 13. apríl 1881. Hann flutti til Ísafjarðar árið 1903, og fljótlega upp úr því hófst hans tónlistarferill, sem bæði varð langur og farsæll. Hann starfaði fyrst með söng- flokki Jóns Laxdals um árabil. En veturinn 1909-1910 var hann við nám hjá Sigfúsi Einarssyni og lærði hjá honum tónfræði og orgelleik. Hann starfaði sem organisti, tónskáld og bóksali á Ísafirði um áratuga skeið, var stofnandi og fyrsti stjórnandi Sunnukórsins og upphafsmaður bæði Tónlistarfélags og Tón- listarskóla Ísafjarðar. Hann var mikill athafna- og hugsjónamaður, sem lagði grunninn að vest- firsku tónlistarlífi. Jónas samdi um dagana mik- inn fjölda tónverka og gekk frá meginhluta þeirra til útgáfu áður en hann féll frá. Sálumessa flutt til minningar um tónskáld Hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og einsöngv- arar í Ísafjarðarkirkju þar sem Sálumessa Mozarts var frumflutt á dögunum. BJÖRG Örvar opnar sýningu á verkum sín-um á Myndlistarvori Íslandsbanka íVestmannaeyjum í dag, laugardag, kl.16. Sýningin er í gamla vélasalnum á horni Vesturvegar og Græðisbrautar. Sýning Bjargar er þriðja sýningin af fjórum sem sett er upp á þessu vori. Björg á að baki langan feril sem listmálari og hefur gengið í gegnum mörg tímabil á ferli sínum. Jafnframt því að mála hefur Björg einnig glímt við orðsins list og árið 1991 gaf hún út ljóðabókina Í sveit sem er eins og aðeins fyrir sig, og árið 1996 skáldsöguna Meinabörn og Maríufang. Myndirnar sem Björg sýnir nú hefur hún verið að vinna síðastliðinn tvö ár og hafa þær ekki birst sjónum almennings áður. Björg Örvar hefur aldrei komið til Eyja né sýnt verk sín þar svo hún er full tilhlökkunar að komast í náin kynni við þann galdur sem eyjarnar búa yfir. Um verk sín og stöðu innan listarinnar segir Björg Örvar meðal annars: „Af samahengi hlut- anna núna sé ég að ég hef verið lengi að koma til. Á hverjum tíma finnst mér ég hafa verið að gera eitthvað sem mér hefur sjálfri þótt ókunnuglegt og skrítið og fundist það í lagi en grundvall- aratriðið er að það er mitt á hverjum tíma og þegar ég lít til baka skil ég hvað var að gerast og í sumu tilliti finnst mér ég vera komin til baka að því sem ég var að gera fyrst, en með öðrum að- ferðum. Leitin er þess vegna ekki eins örvænt- ingarfull og hún var í upphafi og mér finnst ég komin á nokkuð lygnan sjó í myndlistinni.“ Sýningunni lýkur sunnudaginn 6. maí. Opið verður um helgar frá 14–19. Lokað virka daga. Aðgangur er ókeypis. Íslandsbanki í Vestmannaeyjum er stærsti stuðningsaðili Myndlistarvorsins, sýningarsalur- inn er í eigu Vestmannaeyjabæjar. Aðrir stuðn- ingsaðilar Myndlistarvorsins í Eyjum 2001 eru Eyjaprent/Fréttir, HSH flutningar og Apótek Vestmannaeyja. Morgunblaðið/Sigurgeir Björg Örvar með eitt verka sinna. Björg Örvar sýnir á Myndlistarvori

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.