Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2001, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2001, Page 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. APRÍL 2001 Þ AÐ virðist sem yfirgripsmiklar sýningar á samtímamyndlist séu að ganga í endurnýjun lífdaga um þessar mundir. „Biennale“ eða tvíæringar skipa stóran sess í sýningarhaldi og fremstur meðal jafningja er Feneyja-tvíæringur- inn sem opnar í 49. skipti 9. júní næstkomandi. Hinn 20. apríl opnaði í Berlín öllu yngri og minni tvíæringur sem þó ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Af öðrum vel þekktum tvíæringum má nefna þá í Sydney, Sao Paulo og Seul. Aðdragandinn að annarri stórsýningu á nú- tímalist er einnig hafinn. Það er Documenta í Kassel sem sett er upp á fimm ára fresti og þó að hún opni ekki formlega fyrr en sumarið 2002 þá byrjaði sýningin með ráðstefnu í Vínarborg um miðjan mars. Það er einmitt einkenni á öll- um þessum stórsýningum að fræðilegar um- ræður, heimspeki, félagsfræði, sálfræði, menn- ingarfræði og svo mætti lengi telja, skipa mikilvægan sess í þeim öllum. Það hefur reyndar verið einkenni á myndlist síðustu ára hversu mikil áhersla er lögð á um- ræður og rökræður sem og tengingu listarinnar við hinar ýmsu fræðigreinar og ekki síður dag- legt líf. Litið er á þessa stefnu sem tilraun til að gera myndlistina að mikilvægum þætti í sam- félaginu á ný enda hafði myndlistin að margra mati einangrast frá almennri umræðu. Það er hins vegar athyglivert að þessi hug- myndafræðilega áhersla kemur ekki endilega frá listamönnum heldur frekar frá sýningar- stjórum, listfræðingum og öllum þeim sem tengjast myndlistinni á einn eða annan hátt. Þannig hefur hugtakið „nýhugmyndalist“ („neo-conseptual“) sem fræðingarnir hafa notað yfir þessa stefnu, haft mun meiri áhrif á fræði- mennina sjálfa heldur en listamennina. Lokað um óákveðinn tíma Þetta hefur gengið svo langt að sýningum hefur verið hætt eða það hefur verið ákveðið að leggja af sýningarhald um ákveðinn tíma en vera þess í stað með pallborðsumræður, fyr- irlestra, skoðanaskipti og rökræður og setja þær upp sem sýningu. Stundum er þessi áhersla á kenningar og umræður komin til af niður- skurði á fjárframlögum til safna eða sýningar- húsa og sem óbein mótmæli er tilvalið að hætta að setja upp sýningar um tíma því það eru hvort sem er ekki til neinir peningar til að gera hlut- ina almennilega. Og til að gera eitthvað er betra að koma af stað umræðum og efna til fyrirlestra og vekja þannig beint og óbeint athygli á nið- urskurði yfirvalda. Þetta gerðu sýningarstjórar Museum für angewante Kunst í Vínarborg í upphafi ársins. „Lokað um óákveðinn tíma,“ stóð á borðum við sýningarhöllina þar sem yf- irstandandi sýningar eru venjulega auglýstar. Safnið tóma er þessa daga hins vegar fullt af fyrirlestrum og umræðum undir heitinu „Safnið sundurlausa“ og það eru helstu framverðir kenningasmiða Evrópu sem taka til máls eins og Jean Baudrillard, Boris Groys, Arthur C. Danto, Peter Sloterdijk, Hans Belting og Slavoj Zizek svo einhverjir séu nefndir. Fimmæringurinn Documenta 11 verður opn- aður í Kassel sumarið 2002, sýningarstjóri að þessu sinni er Okwui Enwezor, fæddur í Níger- íu en búsettur í Bandaríkjunum. Segja má að sýningin sé nú þegar farin af stað með ráðstefnu sem hófst í Vínarborg um miðjan mars. Alls verða ráðstefnurnar fimm, víðsvegar um heim- inn. Fjórar snúast eingöngu um hugmynda- fræði þar sem myndlist kemur vissulega við sögu en ekkert er sýnt. Og þar er einnig á ferð mikið lið fræðinga, en af einhverjum ástæðum fer afar lítið fyrir listamönnum í öllum þessum umræðum. Hver er ástæðan fyrir því? Ef til vill er hún sú að listamennirnir sjálfir hafa ekki svo mikinn áhuga á kenningunum og flokkunarfræðunum eða kannski hafa þeir ekkert erindi í þessum umræðum. Þó er það athyglivert að tilgangur umræðnanna er einmitt að auka áhrif mynd- listar á mannlífið, stjórnmál og hugmyndafræði almennt eða öllu heldur að reyna að tengja sam- an sem flest svið fræðimennsku, lista og daglegs lífs til að fá eitthvað nýtt fram. Fimmti og síðasti hluti þessara umræðna um myndlist opnar svo í Kassel hinn 8. júní 2002 og hefst þar með hin hefðbundna nútímalistasýning, Documenta XI. Catherine David sýngarstjóri síðustu Docu- menta árið 1997 gekk langt í að tengja heim- speki, bókmenntir og félagsfræði við mynd- listina meðal annars með dagskránni „100 dagar – 100 gestir“. Hún var einmitt gagnrýnd fyrir þetta á sínum tíma og kvörtuðu margir yfir því að Documneta X hafi verið of fræðileg og einfaldlega þung. Hins vegar á að vera auðvelt að njóta myndlistar án þess að þekkja nákvæm- lega sögulegan bakgrunn verka eða listamanna eða að vita af hvaða hvötum verkin hafa orðið til og hvernig. Þar dugar yfirleitt að lesa útskýr- ingar listamannsins sjálfs ef hann óskar að koma þeim á framfæri. Ef hann gerir það ekki þá er augljóst að áhorfendur þurfa ekkert að vita um verkið til þess að geta notið þess og upp- lifað. Það er svo hlutverk fræðimanna að draga ályktanir og smíða kenningar og tengja saman hugtök og verk. Venjulega er hægt að líta á þetta sem áhuga- verða viðbót við verkin en ekki nauðsynlegan þátt þeirra sem áhorfendur eiga að skilja til fullnustu. Það er einmitt það áhugaverða þegar saman koma lögfræðingar, félagsfræðingar, gagnrýnendur, heimspekingar og stjörnufræð- ingar til að tala vítt og breitt um myndlist að út- koman úr umræðum þeirra kemur með full- komleg nýja vídd í hlutina og varpar nýju ljósi á eitthvað sem virtist vera augljóst. Og það þarf ekki að vera hópur mismunandi fræðimanna heldur einnig fólk úr sem flestum sviðum mann- lífsins sem segir sína skoðun og frá sinni upp- lifun af myndlist sem getur verið langt frá því að vera eitthvað sem myndlistarmaðurinn sjálfur var að hugsa þegar verkið varð til. Það skemmtilega er að á sama hátt og listsagnfræð- ingar geta sagt okkur frá einhverju sem tengd- ist umróti í þjóðlífinu á þeim tíma sem nýjar stefnur urðu til getur þetta fólk sagt okkur frá sinni sýn á myndlistina sem verið er að gera í dag. Feneyjar í rúm 100 ár Annar sýningarstjóri sem verið hefur dugleg- ur við að setja upp stórar samsýningar á nú- tímalist er Harald Szeemann. Hann hlaut sviss- nesku Doron-verðlaunin á dögunum fyrir framlag sitt sem sýningarstjóri og er sennilega vel að þeim kominn enda á hann langan feril að baki og hefur bæði komið við sögu á Documenta í Kassel svo og síðustu ár í Feneyjum. Hann er einmitt að undirbúa 49. Feneyja-tvíæringinn sem stendur yfir frá 9. júní til 10. nóvember 2001. Fyrsti Feneyja-tvíæringurinn var opnaður árið 1895 og hefur auðvitað tekið miklum breyt- ingum í gegnum árin. Sýningin í sumar verður sú stærsta til þessa með þátttöku yfir 350 lista- manna frá 65 löndum. Finnbogi Pétursson verður fulltrúi Íslend- inga að þessu sinni. Paolo Baratta, forseti tvíær- ingsins, segir að lögð verði sérstök áhersla á pólitíska myndlist, þar sem trúarbrögð og sið- gæði skipa stóran sess og alþjóðahyggjan verð- ur í brennidepli. Og þarf sennilega ekki að koma á óvart miðað við þróunina í myndlist og al- þjóðastjórnmálum síðustu ár. Saskia Bos, framkvæmdastjóri De Appel stofnunarinnar, fyrir samtímalist í Amsterdam var valinn sýningarstjóri 2. Berlínar-tvíærings- ins sem opnaði um síðustu helgi. Vegna fjár- hagsörðugleika var sýningunni frestað um hálft ár en að lokum tókst að sannfæra borgaryf- irvöld um gildi sýningarinnar fyrir Berlín og fá þannig meira fjármagn auk þess sem nokkur stórfyrirtæki styrkja sýninguna myndarlega. Fiona Banner „Arsewoman in Wonderland“, 2001 Feneyjar, Berlín, Sydney, Sao Paulo, Seúl, – allar þessar borgir hafa sinn tvíæring og fleiri mætti nefna auk annarra stórra myndlistarhátíða í ýmsum borg- um. Framboðið er gríðarlegt. Og sameiginlegt ein- kenni á flestum ef ekki öllum þessum hátíðum er áherslan á hugmyndafræðina. ENDURREISN Postfuhramt í Berlin-Mitte er einn fjögurra staða þar sem Berlínar-tvíæringurinn fer fram. Þar hefur óhefðbundin myndlist fengið að blómstra hingað til en nú á að endurbyggja húsið og því verður breytt í skrifstofur. Verk eftir Bretann Liam Gillick á Berlinar- tvíæringnum þar sem hann býður uppá pláss fyrir umræður og fyrirlestra. E F T I R H LY N H A L L S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.