Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2001, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2001, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. APRÍL 2001 5 Það vakti nokkra athygli þegar Saskia Bos lýsti því yfir að hún ætlaði ekki að einblína á ein- hverja stórkostlega hugmyndfræði við sam- setningu sýningarinnar heldur frekar að velja saman unga listamenn frá mörgum löndum sem gerðu kaldhæðin verk og samfélagsgagnrýnin. Listamenn sem spyrja sig: „Fyrir hverja er myndlistin og af hverju erum við að þessu?“ Og þar með var stefnan komin, sem er ekki svo ólík því sem verður á dagskránni í Feneyjum í sum- ar og í Kassel á næsta ári. Saskia Bos hefur einnig getið sér gott orð sem kraftmikill sýningarstjóri og hún hefur komið víða við, er forseti IKT, alþjóðlegra sam- taka sýningarstjóra og árið 1982 vann hún að uppsetningu Documenta 7. Árið 1988 setti hún upp þann hluta Feneyja- tvíæringsins sem Harald Szeemann hefur nú umsjón með og auk þess var hún í nefndinni sem valdi Okwui Enwezor, sýningarstjóra Documenta 11. Þetta virðist því oft vera frekar lítill heimur þar sem allir þekkjast eða tengjast á einhvern hátt. 49 listamenn frá 31 landi Við fyrstu sýn virðast margir listamennirnir sem taka þátt í öðrum Berlínar-tvíæringnum skilja mjög bókstaflega hugmyndina um „myndlist sem þjónusta við neytendur“. Þannig býður Taílendingurinn Surasi Kusolwang upp á frítt nudd fyrir sýningargesti og Tsuyoshi Ozawa hefur innréttað í snarheitum „Manga Café“ þar sem hægt er að fá appelsínusafa og espresso-kaffi í plastglösum, fletta japönskum myndasögum og horfa á sjónvarpið um leið. Bandaríkjamaðurinn Dan Petermann gleður sýningargesti með pastaeldhúsi þar sem heima- gerðar núðlur eru á boðstólum, stungnar út með gostöppum því Dan Petermann er endurvinnsla mjög hugleikin. Alicia Framis, sem fædd er á Spáni en býr í Amsterdam og í Berlín, er með verk sem eingöngu er ætlað konum. Þar bjóða ungir menn upp á alls konar þjónustu sem karl- kyns gestir geta aðeins fengið að fylgjast með í gegnum rifur í hurðum. Maður fer að velta fyrir sér kynjamisrétti eða aðskilnaðarstefnu og ósjálfrátt spyr maður sig hvaða áhrif verkið hefði ef það væri aðeins fyrir karla og ungar konur byðu upp á þjónustuna. Eða hverju breytti það fyrir okkur ef verkið væri aðeins fyrir hvíta eða eingöngu ætlað til dæmis fólki frá Asíu? Saskia Bos segir að listamenn hafi nógu lengi stundað samfélagsgagnrýni en nú sé komið að því að taka virka afstöðu og leggja fram tillögur. Það sé einnig hægt að gera á kald- hæðinn hátt en þá má ekki gleyma sjálfsgagn- rýninni. Tengsl við sýningargesti og að þeir séu virkur hluti af listaverkinu er vissulega engin nýjung en samt sem áður tiltölulega óplægður akur og á það muni áherslan aukast næstu ár. Saskia Bos ákvað að sýna verk til þess að gera fárra myndlistarmanna eða 49 en að sýn- ingin yrði þeim mun alþjóðlegri enda koma listamennirnir frá 31 landi. Sumir eru okkur fullkomlega óþekktir en aðrir eru nú þegar orðnar miklar stjörnur og hafa komið víða við. Sýningin er staðsett á fjórum stöðum í Berlín- Mitte þar sem ótrúlegur fjöldi gallería, safna og sýningarsala hafa safnast saman síðustu ár. Flestir listamennirnir sýna í Postfuhramt sem er fyrrverandi póstmiðstöð Austur-Berlínar en þar var einnig fyrsti Berlínar-tvíæringurinn haldinn og margar smærri sýningar hafa verið settar upp í húsnæðinu frá því að Berlínarmúr- inn var tekinn niður. Nú stendur hins vegar til að endurbyggja pósthúsið og breyta aftur í hefðbundið skrifstofuhúsnæði. Annar hluti sýningarinnar fer fram í Kunst- Werke Berlin en þar eru stöðugar sýningar á al- þjóðlegri nútímamyndlist. Auk þess eru nokkur verk við eina af lestarstöðvum borgarinnar og í háhýsi Allianz-tryggingarfyrirtækisins sem er einn af aðalstyrktaraðilum sýningarinnar. Par- astou Forouhar frá Íran, Kínverjinn Xu Tan og Bandaríkjamaðurinn Joseph Grigely hafa svo komið fyrir veggspjöldum úti á götu þar sem auglýsingar eru venjulega hengdar upp. Mikil áhersla er lögð á einföld myndbanda- verk á tvíæringnum. Allt frá myndum sem eiga rætur sínar í hefðbundinni heimildamyndagerð til tilraunakenndari verka. Þannig gerir Kutlug Ataman nokkurs konar heimildarmynd um líf tyrknesks kynskiptings sem hægt er að horfa á í nokkrum sjónvörpum með dæmigerðum stofu- húsgögnum næstum eins og maður væri heima hjá sér. Arturas Raila segir frá nýnasistum í Litháen í öðru verki sem hefur augljósa teng- ingu við heimildamyndir. Hollendingurinn Aernout Mik, Fiona Tan frá Indónesíu, Ayse Erkman frá Tyrklandi og Elisabetta Benassi frá Ítalíu eru svo nokkur þeirra sem vinna einn- ig með myndbönd á einfaldan en stundum áhrifaríkan hátt á sýningunni. Og þó að mynd- bandið sé í fyrirrúmi fer lítið fyrir umfangs- miklum myndbandainnsetningum en ástæð- urnar fyrir því eru sennilega fjárhagslegar frekar en fagurfræðilegar eða hugmyndalegar. Eitt best heppnaða myndbandið er verk þjóð- verjans Christians Jankowski. Þar veltir hann fyrir sér áhrifum listmarkaðarins á listaverkin, afstöðu listamanna og sýningarstjóra og hvern- ig auglýsingar nota myndlist og myndlist vinn- ur með auglýsingar. Hvenær eru listamenn að þóknast markaðinum og gilda önnur lögmál um sölu á listaverki og bíl? Þetta tekst Christian Jankowski að gera með fullkominni kaldhæðni en gleymir ekki að gera grín að sjálfum sér um leið. Skyndibitastaður sem myndlist Markus Muntean frá Austurríki og Adi Ros- enblum frá Ísrael eru þekktir fyrir vatnslita- myndir í poppstíl þar sem textum og teikning- um er blandað saman. En hvað gerist þegar sett er upp nokkurs konar leikmynd af alþjóðlegum skyndibitastað eins og McDonalds og teikning- arnar svo hengdar á veggina? Breytist boðskap- ur þeirra þar með? Eða breytist veitingastað- urinn? Hvað gerðist ef teikningarnar væru settar upp á hefðbundnum veitingastað eins og algengt er á kaffihúsum? Auðvitað skoðar mað- ur listaverk alltaf með tilliti til þess umhverfis sem þau eru sett inn í. Ekki bara staðurinn skiptir máli heldur allt samhengið. Hverjir koma þarna og hvers konar starfsemi er í gangi? Er þetta heimili einhvers eða opinber skrifstofa, listasafn eða gallerí, þvottahús eða skurðstofa? Ann-Sofi Sidén frá Svíþjóð er vel þekkt fyrir myndbandainnsetningar sínar þar sem hún stillir upp litlum sjónvarpstækjum í hillur innan um handklæði og þvottaefni. Svo virðist sem sjónvörpin séu tengd við eftirlits- myndavélar og fólkið sem við sjáum veit ekki að það er myndað. Eða er okkur löngu ljóst að við erum senni- lega hvergi óhult fyrir eftirlitsmyndavélum? Ekki bara í bönkum og verslunum heldur einnig úti á götu, á skrifstofum eða ólíklegustu stöðum. Er alltaf verið að fylgjast með okkur? Að þessu sinni beinir Ann-Sofi Sidén myndavélunum að slökkviliðsmönnum við störf sín. Þeir eru auð- vitað ekki að slökkva elda heldur að bíða eftir að þeirra sé þörf, bíða eftir að eldur kvikni. Þeir eru að undirbúa sig í líkamsrækt, borða hádeg- ismat, lesa blöð eða að kyssa kærusturnar sínar. Manni verður ósjálfrátt hugsað til verks eftir Þorvald Þorsteinsson sem einnig fjallar um slökkviliðsmenn og hann setti upp á samsýn- ingu á Kjarvalsstöðum fyrir nokkrum árum. Slökkviliðið er á einhvern hátt heillandi og alla krakka dreymir um að verða slökkviliðsmenn þegar þau verða stór. En veruleikinn er oft allt annar en sú mynd sem við höfum af honum og bæði verk Þorvaldar og Ann-Sofi Sidén ná að gefa okkur aðra sýn á daglega hluti. Fiona Banner dreifir veggspjöldum til sýn- ingargesta og í verkinu „Arsewoman in Wonderland“ þekur hún heilan vegg með bleik- um, heldur klúrum texta. Verkið er augljós til- vitnun í klassískar bókmenntir, nefnilega Lísu í Undralandi. En textinn hneykslar sennilega ekki sýningargesti enda er tilgangur myndlist- ar varla eingöngu að hneyksla einhvern. En verkið vekur til dæmis upp spurningar um fem- ínisma, stöðu kvenna og karla fyrr á tímum og nú. Hefur eitthvað breyst og þá hvað? Carlos Amorales frá Mexíkó hefur sett upp nætur- klúbb við brautarstöð í austurhluta Berlínar. Þar er leikin danstónlist allan liðlangan daginn og Carlos dansar í djöflabúningi annað slagið. Þess á milli situr hann inn á skrifstofu og talar í símann eða gerir bara eitthvað allt annað. Í mörgum verkunum þar sem krafist er þátttöku áhorfenda eða að þeir geta upplifað eitthvað er það vissulega galli að oft er ekkert í gangi og þá verður maður bara að ímynda sér hvað á að ger- ast. Í sumum tilfellum virkar það en oft er eins og maður sé að missa af einhverju eða verk virk- ar alls ekki nema maður fái að sjá það. Næt- urklúbburinn virkar því miður ekki þegar eng- inn er þar um hábjartan dag og listamaðurinn ekki að dansa. Tvær sýningarskrár eru gefnar út um sýn- inguna. Önnur með upplýsingum um listamenn- ina og verkin, viðtöl við nokkra þeirra og textar eftir gagnrýnendurna Nicolas Bourriaud og Charles Esche. Eftir nokkrar vikur kemur svo út önnur sýningarskrá með myndum frá sýn- ingunni. Dagskrá með kvikmyndum, umræðum og fyrirlestrum er svo auðvitað óaðskiljanlegur hluti af sýningunni. Hluti af þessari dagskrá fer fram inni í verki sem Bretinn Liam Gillick hefur gert sérstaklega fyrir svona umræður. Fólk getur setið á frekar óþægilegan hátt á bjálkum uppi í risi og spjallað saman eða hlustað á fyr- irlestra og skoðað glærur eða myndbönd sem hægt er að varpa á þar til gerð tjöld. Framlag listamannsins inn í umræðurnar er í sjálfu sér afar kaldhæðnislegt en smellur um leið afar vel inn í umgjörð stóru sýninganna. Þeir Heimo Zobernig og Franz West innréttuð einmitt svipað rými fyrir dagskrána „100 dagar – 100 gestir“ á Documenta 1997. Í heildina má segja þessi tvíæringur sé nokk- uð vel heppnaður þó að fjölbreytni í verkunum mætti vera meiri. Saskia Bos hefur tekist að gera alþjóðlega sýningu með litlum tilkostnaði miðað við umfang og á heildina litið er Berlínar- tvíæringurinn á góðri leið með að verða einn af stóru sýningunum sem taka þátt í endurreisn tvíæringanna. Yfir 80.000 gestir borguðu sig inn á fyrsta Berlínar-tvíæringinn árið 1998 og reiknað er með því að þessi verði enn betur sótt- ur. Sýningin stendur yfir til 20. júní og hægt er að fá frekari upplýsingar um hana á Netinu á slóðinni www.berlinbiennale.de Ljósmynd/Hlynur Hallsson Surasi Kusolwong frá Taílandi nuddar ásamt aðstoðarfólki sýningargesti í Kunst-Werke Berlin. Bálint Havas og András Gálik frá Ungverja- landi kalla sig „Little Warsaw“ þegar þeir vinna saman og hér er verkið þeirra „Qualities“, 2001. Markus Muntean frá Austurríki og Adi Rosen- blum frá Ísrael hafa skapað innsetningu með eigin teikningum og málverkum í dæmigerðu umhverfi alþjóðlegs skyndibitastaðar. Höfundur er myndlistarmaður. TVÍÆRINGANNA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.