Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2001, Side 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. APRÍL 2001
G
ETRAUN: Nefnið tvö
orð, eitt hlutbundið og
eitt huglægt, sem lýsa
samtímanum.
Svar: Fjarstýring og
klám.
Spurningin var borin
upp árið 1983, sá sem
svaraði var franski menningarfræðingurinn
Jean Baudrillard. Reyndar gerðist þetta
ekki nákvæmlega svona, en þetta svar má
þó lesa út úr greininni „Ecstasy of Comm-
unication“ sem Baudrillard birti fyrir átján
árum og hefur á engan hátt misst gildi sitt,
nema síður sé. Í fyrri hluta greinarinnar
fjallar hann um það hvernig samskipti við
tæki og tól hafa komið í stað framleiðslu og
neyslu sem megineinkenni samfélagsins.
Síðari hlutanum ver hann í lýsingar á því
sem hann nefnir offlæði upplýsinga sem
dynur á fólki og hann kallar klám (e. porno-
graphy), í yfirfærðri merkingu.
Þegar grein Baudrillards er lesin, nú við
upphaf spánnýrrar aldar, er ótrúlega margt
í umhverfi og tíðaranda sem kemur heim og
saman við kenningar hans. Því má næstum
halda fram að greinin spegli samtíma okkar
snöggtum betur en áttunda og níunda ára-
tug 20. aldar, ekki síst sökum þróunar í
tækninotkun og fjölmiðlun á allra síðustu
misserum. Hér verður sjónum beint að fyrri
hluta greinarinnar og gefin hugmynd um
hvernig máta megi kenningar Baudrillards
við vestrænt menningarástand með sérís-
lenskri áherslu, árið 2001.
Sjálfur titillinn er strax eins og heiti á
hinni nýbyrjuðu öld. Algleymi boðskiptanna.
Við hljótum að viðurkenna að við lifum í
slíku algleymi, nú þegar enginn getur á heil-
um sér tekið nema hafa síma í vasa sínum
eða fast upp við eyrað. Á tímum þegar
tölvupóstur, SMS, faxtæki, breiðband,
gervihnettir, ljósleiðarar og aðrar boð-
skiptaleiðir umlykja okkur á alla kanta og
halda okkur í stöðugu sambandi við hvert
annað. En líkt og Baudrillard sá fyrir snú-
ast boðskiptin ekki bara um samband
manna á milli. Það eru ekki síst samskipti
einstaklingsins við tækin sem eru í for-
grunni. Maður með sjónvarpsfjarstýringu,
ökumaður með samlæsingu í bíllyklinum,
notandi við tölvuskjá … Við erum stöðugt að
gefa tækjunum okkar skipanir, senda þeim
boð og segja þeim fyrir verkum og þau sam-
skipti yfirtaka á stundum það hlutverk sem
tækninni er ætlað – að tengja okkur við lif-
andi fólk (eins og það er einmitt orðað í ný-
legri símaauglýsingu).
Baudrillard tekur einkabílinn sem dæmi
og segir bíleignina ekki lengur snúast um
vald og hraða eins og áður, heldur um sam-
skipti við bílinn sjálfan sem vin og þjón. Svo
gengur hann lengra og segir bílinn smám
saman, ásamt ökumanninum, verða að heild-
rænu kerfi sem sé lokað og sjálfu sér nægt.
Hið sama eigi við um fleiri „kerfi“ í hvers-
dagslífinu, svo sem heimilið. Hvert þeirra sé
eins og vistfræðilegur hjúpur þar sem sam-
hljómur sé milli allra þátta og boðskipti óað-
finnanleg. Veikur hlekkur í kerfinu boði
hrun og útrás úr því ógni örygginu.
Enn lengra gengur Baudrillard í mynd-
málinu þegar hann segir einstaklinginn ein-
angrast frá raunheiminum í þessum hjúpum
sínum, líkt og geimfari í eigin flaug sem
fjarlægist uppruna sinn á sífellt meiri hraða.
„Hver manneskja upplifir sig við stjórnvöl-
inn á ímyndaðri vél, einangruð í fullkomnu
og fjarrænu einræði, í óendanlegri fjarlægð
frá sinni upprunalegu veröld. Það er að
segja; nákvæmlega í stöðu geimfara í hylki
sínu, í þyngdarleysi sem kallar á eilíft
hnattflug á hraða sem nægir til að hann
brotlendi ekki á upprunaplánetunni.“
Þetta undarlega geimflaugarlíf í heima-
húsum kallar Baudrillard „gervitunglavæð-
ingu raunveruleikans“ og bætir því við, til
að fullkomna myndlíkinguna, að heimahúsið
sé í raun sent út í geiminn; „tvö herbergi,
eldhús og bað eru gerð að gervihnetti“ og
send á braut eins og tungl.
M
eð öllu þessu á Baudr-
illard við að maðurinn
dregur sig smám
saman inn í skel sem
markast af innbyrðis
boðskiptum án beinn-
ar snertingar við ytra
umhverfi eða einka-
hjúpa annarra. Tæknin sem býðst á síðustu
tímum gerir þetta kleift. Sjónvarpsgláp álít-
ur hann enn besta dæmið um þetta lokaða
kerfi, en sér fyrir sér að heimilið sem slíkt
sé, og geti orðið, vettvangur allra hugs-
anlegra aðgerða; vinnu, neyslu, félagslegra
samskipta og tómstunda. Hefur þetta nú
heldur betur ræst með net- og sítengingu
heimilanna, nú getur fólk einmitt sinnt
vinnu sinni að heiman, keypt bækur, mat og
fatnað í gegnum netverslanir, eignast vini í
gegnum spjallrásir og tölvupóst og leikið
allar heimsins íþróttir; golf, knattspyrnu,
skíði og kappakstur, við skjáinn. Heimilið er
sannanlega orðið hjúpur sem hægt er að
hrærast í dagana langa án þess nokkru sinni
að fara út og hitta „raunverulegt“ fólk – án
þess nokkru sinni að standa upp úr sóf-
anum. Meira að segja sumarleyfisstaðir eru
innan seilingar í tölvunni, hægt er að kaupa
geisladisk með kynningarmyndbandi frá
Mallorca eða þrívíddarferð með leiðsögn um
National Gallery í London. Sjálfur gekk
Baudrillard að vísu aðeins lengra í hug-
myndum sínum um frístundir í heimahúsum
þegar hann skrifaði: „Hermivélar fyrir tóm-
stundir eða ferðalög innan veggja heimilis-
ins – eins og flughermar fyrir flugmenn –
verða mögulegir.“ Þó mætti segja að hann
hafi verið býsna heitur.
Í þessari byltingu sér Baudrillard talsvert
dýpri merkingu en brotgjarnir geisladiskar
og mistækar netverslanir bera með sér við
fyrstu sýn. Hann segir, án þess að blikna:
„Hversdagsleiki þessarar geimvæðingar hí-
býlanna markar endalok frumspekinnar.
Tími ofurveruleikans hefst.“
Þ
að er nefnilega það, við lifum
ekki einasta í algleymi boð-
skiptanna heldur einnig á
sokkabandsárum ofurveruleik-
ans (og hefði sennilega ein-
hvern tíma þótt merkilegt að
vera uppi á svo sögulegum
tímum). Við þessum tíðindum
er erfitt að bregðast af yfirvegun, hvað þá
orðheppni, en Baudrillard sjálfur á bestu
línuna: „Hér erum við komin langt frá stof-
unni heima og nálægt vísindaskáldskap,“
segir hann – aftur án þess að blikna.
Svo tekur við nánari lýsing á því hvað
felst í raun í þessum ofurveruleika og
hvernig hann hefur, og mun enn frekar,
breyta lifnaðarháttum okkar. Við lýsingarn-
ar kannast margir, enda er tilvera okkar nú
þegar ofurseld hinum nýju möguleikum sem
allir keppast við að nýta sér. Megintilhneig-
ingarnar eru þrjár: 1) allt verður sífellt
meira abstrakt og sýnd kemur í stað reynd-
ar, 2) líkamlegum hreyfingum er skipt út
fyrir rafboð, 3) framvinda allra hluta er
smættuð í tíma og rúmi niður í minnisein-
ingar og flata skjái.
Um þetta mætti nefna umfangsmikil
dæmi úr daglegu lífi, en látum okkur nægja
nokkur smærri: 1) Nútímamaðurinn mjólkar
ekki lengur kýrnar, sér aldrei hvaðan
mjólkin kemur og hvernig hún er unnin,
heldur kaupir hann skyr.is í plastdósum úti
í búð. 2) Hann fer ekki lengur út úr bílnum,
togar í bílskúrshurðina og ýtir henni upp
með liðugum handleggjum og með líkamann
allan til fulltingis, heldur þrýstir hann létt á
hnapp bílskúrshurðaropnarans. 3) Biblían er
ekki lengur fimm sentimetra þykk og tutt-
T ÍÐARANDI Í ALDARBYRJUN
ÉG ER HULSTUR
UM HEILANN
E F T I R S I G U R B J Ö R G U Þ R A S TA R D Ó T T U R