Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2001, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2001, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. APRÍL 2001 7 ugu á hæðina, hún er endurtekin skjáfylla í 12" glugganum á iBook. Og fagnaðarerindið má áframsenda í tölvupósti um allan heim. Þessi þróun er óneitanlega til þæginda, að margra mati. Á henni er þó a.m.k. einn hængur, eins og Baudrillard orðar það svo varlega. Gallinn er sem sagt sá, að heim- urinn eins og við þekktum hann verður gagnslaus í daglegu lífi. Ýmsum þáttum hans verður ofaukið, eins og rakið er í greininni á dramatískan hátt. Fyrst tekur Baudrillard sem dæmi nærveru sjónvarps og bendir á hvernig hún breytir afganginum af heimilinu í umslag eða fornminjar. Frek- ari útskýring fylgir ekki, en hún gæti hljóð- að svona: Þegar heill heimur birtist á skján- um, hvort sem er í fréttum, heimildaþáttum eða bíómyndum, verða allir hlutirnir í kring- um sjónvarpið fánýtir á meðan. Engum dettur í hug að horfa á málverk á veggnum, ef sjónvarpið er í gangi. Pottablómið í gluggakistunni verður hnípið í samanburði við frumskógana á skjánum og kúnstir heimiliskattarins komast ekki í hálfkvisti við vel æfðar grínsenur kvikmyndanna í imba- kassanum. Allt verður óþarft í kringum sjónvarpið og missir gildi sitt á meðan. Sama gerist með samskipti fólksins sem horfir. Það hættir að tala saman á meðan og öll dramatík og spenna færist inn í bláan skjáinn. „Það sem verður eftir [fyrir utan] birtist aðeins sem stór, gagnslaus líkami, yf- irgefinn og dauðadæmdur. Hið raunveru- lega birtist sem stór, gagnslaus líkami,“ segir Baudrillard og hittir sem fyrr naglann á höfuðið. Sama gerist með hinn bókstaflega líkama, áþreifanlegan líkama fólksins í hinni dag- legu tilveru. Þegar ekki þarf lengur að nota líkamann til burðar, framkvæmda, erfiðis og handavinnu verður hann himinhrópandi gagnslaus og „fyrir“ í ýmsum skilningi. Of fyrirferðarmikill til að burðast með, og mætti út frá því fara út í viðamiklar hug- renningar um megrunaráráttu nútíma- mannsins. Kannski er það vegna þess hve líkaminn er óþarfur sem slíkur, með alla sína vessa, vefi, líffæri og fituforða, að fólk fyllist smám saman viðbjóði á því að þurfa að búa í honum. Kannski er það af þessum sökum sem við förum í fitusog, húðstrekk- ingar og Trimform. Líkaminn er nefnilega ekki orðinn annað en hulstur utan um heil- ann þar sem allt fer fram sem máli skiptir. Við missum tilfinninguna fyrir mikilvægi lík- amans og viljum helst að hann hverfi. Í mesta lagi berast boð frá heila fram í hægri hönd um að stýra músinni, kveikja á sjón- varpinu og þrýsta á bílskúrshurðaropnar- ann. Út í þessa sálma, um fitusog og horrenglutísku áranna í kringum aldamót, fer Baudrillard að vísu ekki en hann tekur þó undir að öllu sé í dag þjappað í heilann meðan hverfandi þörf sé á líkamlegu at- gervi. Bætir svo við að hin meginmóðurstöð einstaklingsins sé genamengið, enda geymi það uppskriftina að verunni. (Hefði Baud- rillard einungis gert sér grein fyrir því vægi sem erfðafræði og DNA-spekúlasjónir áttu eftir að öðlast á áratugunum tveimur sem komu í kjölfarið hefði hann áreiðanlega eytt meira en einni setningu í genamengin. Hann hefði til dæmis getað tekið sem dæmi að innan skamms myndi dropi af blóði eða hár af höfði grunaðs glæpamanns geta sannað á hann sök, með samanburðarrannsóknum á erfðaefni. Hann hefði líka getað tekið sem dæmi að ekki yrði í framtíðinni nauðsynlegt að þátttakendur í sjúkdómsrannsóknum væru á lífi, DNA-sýni gætu í mörgum til- fellum nægt. Þar með yrði líkamleg návist óþörf í ýmsu tilliti). En það er ekki bara líkaminn sem verður fyrirferðarmikið hulstur, mörgum númerum of stórt. Landið, hin landfræðilega víðátta, missir líka hlutverk sitt um leið og allir við- burðir og íbúar þjappast í fáeina byggð- arkjarna, að dómi Baudrillards. Óvíða á þessi lýsing betur við en hér á landi, þar sem fólkið flykkist í eitt landshorn og fáein byggðarlög önnur, og skilur landið að lokum eftir mannlaust og menningarlaust. Í kjöl- farið verður meirihluti hinna 103 þúsund ferkílómetra að óbyggðum og eyðibyggð, landið sjálft verður eins og (gagnslaust) hulstur utan um heilann þar sem allt gerist sem skiptir máli. Höfuðborg er þá orðið býsna myndrænt réttnefni, enda geymir höfuð jafnan heila og afgangurinn er „óhugsandi“ skrokkur. Þ riðji þáttur tilverunnar sem missir gildi sitt er svo tíminn, að mati kenningasmiðsins. „Hvað er hægt að segja um þennan feikilega frítíma sem við sitjum uppi með, vídd sem verður gagnslaus um leið og tafarleysi boðskiptanna hefur smættað samskipti okkar niður í röð and- artaka?“ spyr Baudrillard, en fátt verður um svör. Reyndar munu ekki allir sam- þykkja að nútímafólk hafi tímann „fyrir sér“ í bókstaflegri merkingu, að við sitjum uppi með óendanlegan frítíma sem flækist fyrir. Þvert á móti virðist tímaskortur þjaka þriðja hvern mann og hina tvo líka, í óða- mála þjóðfélagi samtímans. Hitt er aftur rétt, að farsímarnir, þoturnar, hraðbátarnir, örbylgjuofnarnir og beinu útsendingarnar hafa teygt og togað tímaskynjun okkar og hraðaskyn. Seinna verður strax og bráðum verður samstundis. Samskipti okkar hafa, eins og Baudrillard grunaði, verið smættuð niður í röð andartaka, megabæta og sek- úndubrota. Þannig hefur tæknin leikið tím- ann, en við höfum hins vegar verið fljótari en Baudrillard grunaði að fylla upp í frítím- ann sem myndaðist. Máltækið margþvælda segir að enginn sé spámaður í eigin föðurlandi. Færri sögum fer hins vegar af því í máltækjum hvernig mönnum gengur að vera spámenn í eigin samtíma. Um Baudrillard gildir að ýmsar hugmyndir hans hafa hitt síðari tíma les- endur betur í hjartastað en samtíðarmenn. Hann er fyrir margra hluta sakir athygl- isverður spámaður, nánast véfrétt, því margt af því sem hann spáði um fyrir átján árum hefur ræst með (ofur)raunverulegum hætti – jafnvel það sem í upphafi var ekki annað en orðaleikir og abstrakt dæmi. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson „Líkaminn er ekki orðinn annað en hulstur ut- an um heilann þar sem allt fer fram sem máli skiptir. Við missum tilfinninguna fyrir mik- ilvægi líkamans og viljum helst að hann hverfi.“ Höfundur er blaðamaður á Morgunblaðinu. Í GREININNI Gyðja eða bólugrafin ekkja? sem Ármann Jakobsson ritaði í Lesbók Morgunblaðsins 31. mars sl. get- ur hann þess í upphafi að við lifum tíma þar sem sterk andúð á þjóðernishyggju í flestum myndum mótar orðræðu menntamanna. Þessi orð minna á það hvernig aldarandi, að ég ekki segi tíska, mótar túlkunarfræðin á hverjum tíma. Vitundin um það hvílíkt heimsböl þjóðernishrokinn er á okkar tímum ætti reyndar fremur að víkka sjóndeildarhring okkar gagnvart lífi og bók- menntum en þrengja hann. Ármann er vafa- laust á sömu skoðun, enda segir hann fráleitt að hafna þjóðernispólitískum og öðrum táknræn- um skilningi á Íslandsklukkunni en telur aftur á móti að bókin hafi verið „nánast rígföst í viðjum þjóðernispólitískrar túlkunar“ og að aðalfórn- arlamb hennar sé „fjallkonan fríð, Snæfríður Ís- landssól“. Undirtitill greinar hans er því: Óþjóð- leg túlkun á Íslandsklukkunni. Ármann hefur umfjöllun sína með því að benda á hvernig orð Snæfríðar „Heldur þann versta en þann næstbesta“ tengja hana við Guð- rúnu Ósvífursdóttur og reyndar hefur t.a.m. Ei- ríkur Jónsson áður sýnt fram á skyldleika þeirra tveggja. Enn eru ritaðar deilugreinar um það hverjum Guðrún hafi verið verst og unnað mest og nú er röðin komin að Snæfríði. Og þá er spurt: Var Magnús í Bræðratungu raunveru- lega sá versti? Því myndarlegur er hann þó að hann sé drykkjumaður og landeyða og luntaleg- ur á svipinn. Eða kallar Snæfríður sig ekki mikla hamingjukonu á einum stað skömmu áður en hún hittir Arnam Arnæum á ný? Hún er hvort eð er ólíkindatól, kannski hún standi ekki við þau orð sín að gefast hinum versta í stað þess næstbesta. Og er Arnas Arnæus sá besti í raun og veru? Eða dómkirkjupresturinn sá næstbesti, með sinn sauruga hugsunarhátt? Óþjóðleg túlkun Þegar Ármann markar Snæfríði stað í þjóð- ernispólitískri túlkun verksins er það fyrst og fremst sem táknmynd Íslands sem einkum kristallast í nafninu: Snæfríður Íslandssól: „Hún er fjallkonan. Hún er álfakroppurinn mjói. Hún er hið ljósa man.“ Fræðimenn hafa hrifist með og túlkað Snæfríði sem gyðju, drottningu, fjallkonu, Maríu mey eða Guðrúnu Ósvífursdóttur. Augljóslega má túlka Snæfríði án allra slíkra skírskotana. Sú kona sem þá treður fram er ekki álfkonan í skáldlegri ræðu Jóns Hregg- viðssonar heldur ungmey sem var svikin fyrir skinnhandrit, eiginkona drykkjumanns sem sel- ur undan henni jörðina og síðan hana sjálfa fyrir brennivín. Það má velta henni fyrir sér sem leik- soppi valdsins, uppreisn hennar gegn föðurvaldi og almenningsáliti, eins og Ármann gerir að nokkru leyti. Hún er á sinn hátt hneppt í þær viðjar sem samfélagið setur konum, hún á fárra kosta völ. En hins vegar má líka snúa dæminu við og segja að hún hafi valdið að leiksoppi, yf- irvöld og dómara. Hún leysir sakamann föður síns frá höggstokknum og sendir hann úr landi og hrindir þar með af stað atburðarás sem í fyll- ingu tímans sviptir föður hennar bæði eignum og æru. Síðan ann hún sér ekki hvíldar fyrr en hún hefur endurheimt allt þetta af eigin ramm- leik. Þetta gerist ekki vegna heldur þrátt fyrir Magnús í Bræðratungu. Snæfríður er búin að taka örlögin í sínar hendur allnokkru áður en hún giftist honum. Hún er vissulega í uppreisn gegn föðurvaldinu, en hreyfiaflið er ástríðufull skapgerð hennar sjálfrar sem lýtur eigin lög- málum. „Ég var altaf sú kona sem ekkert full- nægir,“ segir hún við biskupsfrúna systur sína. „Þessvegna hef ég valið mér hlutskipti – og sætt mig við það“ (178). „Til eru úngar stúlkur sem gera alt ótrygt í kríngum sig, loft, jörð og vatn,“ (74) segir faðir hennar og veit ekki hvað honum ratast satt á munn. Undanfærslur og ólíkindalæti Íslandsklukkan er rituð með aðferð fornsög- unnar að því leyti að hugsunum er þar ekki lýst; lesandi verður að draga sínar ályktanir af orð- um og ytri viðbrögðum sögupersónanna. Orð- um Snæfríðar er þar á ofan ekki alltaf treyst- andi, hún er full af undanfærslum og ólíkindalátum, köld og fjarlæg og auk þess hæð- nasta persóna Íslandsklukkunnar eins og Ár- mann tíundar réttilega. Til þess að komast til botns í þessari persónu rekur hann sig eftir til- svörum hennar og ólíkindalátum söguna á enda, en án þess að setja þau nema að litlu leyti í sam- hengi atburða og persóna, aldurs og þroska. Jafnframt virðist tilviljun háð hvenær hann tek- ur orð hennar bókstaflega og hvenær hann lítur á þau sem undanfærslur og kaldhæðni. Og ekki minnist hann á þann kafla bókarinnar þar sem Snæfríður birtist einlæg og grímulaus: samtal hennar við Arnam Arnæum þar sem þau rifja upp samskipti sín og eftirmál þeirra (264-274). Enda þótt Snæfríður kannist aðeins stundum við ást sína á professor antiquitatum hittir skriftafaðir hennar (sá næstbesti) naglann á höfuðið þegar hann segir að af kynnum hennar við hann „séu þau símu snúin, sem orðið hafa uppistaða yðar ævivefs“. Ármann telur allsendis óvíst að Snæfríður standi við orð sín og gefist hinum versta. Í fyrr- greindum kafla segir hún Árna frá því að nótt- ina áður en hún sendi Jón Hreggviðsson til hans hafi hún myrt ást sína viljandi, „gafst Magnúsi í Bræðratúngu í fyrsta sinn“ (273). Einn þáttur í fari Snæfríðar er að dómi Ár- manns sá að hún „kallar ítrekað á niðurlægingu og refsingu“. Snæfríður er í miklu uppnámi í upphafi verksins og það þjóðfélag sem hún lifir í nærist á refsingum almúgans. Af einhverjum ástæðum eru kjör þessa almúga Snæfríði hug- stæðari en öðrum standspersónum sögunnar, kannski vegna þess að hún sjálf hefur orðið fyrir sorg og höfnun, hefur fórnað hamingju sinni. Hún veit að fyrir þá „synd“ sem hún hefur drýgt er almúganum refsað með lífláti. Það er í þessu samhengi sem hún talar um sjálfa sig sem ham- ingjukonu (178) í samtalinu við Jórunni systur sína, auk þess sem þar er kaldhæðni hennar lif- andi komin og stolt þeirrar konu sem aldrei mjúklætir sig eða viðurkennir ósigur sinn. Tóm- lætið, kaldhæðnin, frostið, er vörn hennar gegn niðurlægingu og harðneskju umhverfisins. Uppreisn gegn sjálfsímynd Ármann fjallar talsvert í grein sinni um upp- reisn Snæfríðar gegn samfélaginu og orðræð- unni, ekki síst um mótþróa hennar að taka við því hlutverki sem aðrir setja hana í. „Hún vill ekki vera Íslandssól, fjallkona eða drottning.“ En hér er þess að gæta að þeir sem setja hana í þessi hlutverk eru fyrst og fremst lesendur sög- unnar og ritskýrendur hennar. Lítum á hverjir velja henni þessi nöfn innan sögunnar. Ástmað- ur hennar Arnas Arnæus gefur henni nafnið álfakroppurinn mjói og þegar hún er nær finnst honum hann „búa með álfum“ (272). Jóni Hreggviðssyni er trúað fyrir þessum orðum sem hafa ekki farið víðar og í innblásinni ræðu hans verður hún hin eilífa bláklædda álfkona Ís- lands með gullband um sig miðja, blásnauður eigandi allra þeirra auðæfa sem Ísland á til (412-13). Þessi ræða er sú eina þar sem segja má að Snæfríður geti talist í einhvers konar fjallkonugervi. Sigurður dómkirkjuprestur kall- ar hana á einum stað Íslands sól (301) og í bók- arlok er það orðið viðurnefni hennar (449). Orð- ið kemur aðeins fyrir í þessi tvö skipti og er upphaflega dæmigerð klerkamærð um þá konu sem „ein er í sínum skapnaði gædd slíkri lífs- ilman af drottins móður, að hennar vist í landinu /…/ er fyrirheit þess að vors herra Jesú vernd muni uppihalda þessu fátæka landi þrátt fyrir tilskuldaða föðurins reiði.“ Ekkert þessara nafna tilheyrir sjálfsímynd Snæfríðar, trúlegra að hún skoði þetta sem hverja aðra skylduga gullhamra. Hins vegar eru þessar ímyndir hluti af táknheimi verksins sem slíks; ef við förum nánar út í þá sálma er komið út fyrir mörk „óþjóðlegrar túlkunar“ á Snæfríði og Íslands- klukkunni. Vitnað er í 5. útgáfu Íslandsklukkunnar sem kom út 1991. UM ÞJÓÐLEGAR OG ÓÞJÓÐLEG- AR TÚLKANIR E F T I R Þ O R L E I F H A U K S S O N Höfundur er bókmenntafræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.