Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2001, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2001, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. APRÍL 2001 9 margoft verið kvikmynduð. Árið 1992 leik- stýrði Francis Fords Coppola Bram Stoker’s Dracula. Myndin er um margt merkileg, ekki síst vegna þess umsnúnings sem orðið hefur á boðskap Stokers um bælingu kynhvata; Drac- ula Coppolas er mynd þrungin íróníu og erótík, íróníu á bók Stokers, meðan erótíkin, sem þrátt fyrir allar bælingartilraunir Stokers verður alltaf erótík, er ýkt upp og blandast skemmti- lega íróníunni og ekki síður þeim umsnúningi kynhlutverka sem er sterkt stef í gegnum myndina. Viðskipti greifans og Harkers þegar sá síð- arnefndi heimsækir Drakúla í kastala hans er einn áhugaverðasti kafli myndarinnar. Harker er leikinn af hinum ofurfríða Keanu Reeves en fríðleiki hans gerir hann fullkominn í hlutverk- ið, en því fylgir mögnuð erótísk spenna milli hans og Drakúla. Með þessu er Coppola greini- lega að ýkja upp ákveðna samkynhneigða þræði sem löngum hafa þótt loða við skáldsög- una. Það er einmitt í þeim senum í kastalanum þar sem Harker er á valdi Drakúla sem skýrast má sjá þann kynhlutverkarugling sem fylgir vampýrunni og smitast yfir á þá sem hún á samskipti við. Skýrasta dæmið um þetta er fræg sena, þar sem Drakúla bregður Harker við rakstur og Harker sker sig. Drakúla þrífur hnífinn, sleikir af honum blóðið og rakar svo Jónatan – og heldur um háls hans á mjög svo erótískan hátt – um leið og hann ráðleggur honum að láta sér vaxa skegg. Í þessari senu eru skemmtilegar sviftingar í kynhlutverkum, Drakúla, sem hefur allan tímann sýnt virkan áhuga á Harker, er „kvenlegur“ þegar hann setur sig í þjónustuhlutverk og rakar Harker sem þá verður ímynd „karlmennskunnar“, en um leið er sú mynd brotin niður, athugasemdin um skegg vísar í kvenleik Harkers, en skegg- leysi er tákn um skort á karlmennsku eins og allir þekkja úr Njálu. Drakúla er frá upphafi festur í sessi sem tvíræður í kynferði sínu auk þess sem það er gert greinilegt að tvíræðnin, ekki síður en sjálft bitið, er bráðsmitandi og færist yfir á Harker. Þegar Drakúla nennir ekki lengur að leika sér að Harker gefur hann brúðum sínum hann, en þær sýna honum frá byrjun mjög ákveðinn áhuga og taka hann (hálf)nauðugan og eru þannig settar í „karl- mannlega“ stöðu gagnvart undirgefnum og hræddum Harker. Þess má geta í leiðinni að ein brúðurin skartar slönguhári og minnir því á gorgónuna Medúsu, og er Coppola þar greinilega að leika sér með hinar mörgu birt- ingarmyndir vampýrunnar. En brúðir Drakúla eru ekki einu ákveðnu konurnar í myndinni. Í heild er staða konunn- ar sýnd sem mjög sterk gagnvart veikum og jafnvel hlægilegum körlum, og er það beinn umsnúningur á þeim hefðbundnu kynhlutverk- um sem bókin inniheldur, þarsem konurnar eru varnarlausar og karlarnir hetjur. Þannig er vampýran mjög áhugavert fyr- irbæri í ljósi femínískra kenninga um upp- stokkun kynhlutverka, og hvernig kynhlut- verk eru félagslega mótuð en ekki eðlislæg, þarsem vampýran er í raun „kynlaus“ og stendur þannig fyrir utan hefðbundnar kynja- skilgreiningar. Um leið er vampýran tvíkynja eða margkynja, að því leyti sem vampýran get- ur tekið á sig hvaða kynhlutverk sem er, óháð kyni hennar og hefðbundnum hugmyndum um kynvísi. Dauði og ódauðleiki Annað atriði sem mynd Coppola leggur sér- staka áherslu á er hin banvæna erótík vampýr- unnar, sem í kvikmyndinni er sett í samhengi við eyðni og þau breyttu viðhorf gagnvart kyn- lífi og smithættu sem sá sjúkdómur olli. Vamp- ýran hefur iðulega verið notuð sem tákn fyrir frjálsar ástir, og er reyndar vinsæl afsökun fyrir klámi í alls konar bláum litum, en nú er áherslan lögð á þá smithættu sem blóðið ber í sér, smithættu sem er, eftir allt, banvæn. Það er augljóst að uppgötvun og útbreiðsla eyðni á sinn þátt í þeim endurvakta áhuga sem vamp- ýran nýtur um þessar mundir. En vampýran er ekki bara erótísk, hún til- heyrir hrollvekjunni fyrst og fremst. Það hafa verið gerðar ýmsar tilraunir til að útskýra vampýru-trúna á röklegan hátt, og þær skýr- ingar birta allnokkuð ólíka mynd af kvekend- inu. Sú klassískasta er skýring fræðimannsins Dom Augustins Calmet, sem skrifaði lærða rit- gerð um vampýrupláguna í Austur-Evrópu ár- ið 1746 og benti á skýringar eins og kviksetn- ingu og óreglulega líkamsrotnun. Kviksetningarkenningin hefur löngum höfðað til fólks, enda er hún langóhugnanlegasta lausnin. Rúmum tvöhundruð árum síðar er enn verið að afsanna yfirnáttúruleik vampýra; Paul nokkur Barber (en nafn hans er mjög tákn- rænt, því Rakarar (barbers) læknuðu með blóðsúthellingum fyrr á öldum) skrifar útskýr- ingabók um vampýrur árið 1988. Hann gefur sér lífeðlisfræðilegar forsendur, skýrir vampýr- una með rotnun líkamans nánar tiltekið, og dregur ályktanir sínar úr gröfinni, þaðan sem helstu heimildir um þjóðsagnavampýruna eru komnar. Skýring Barbers hljóðar svo: Blóð storknar og dökknar eftir dauðann af völdum súrefn- isskorts, en á það til við viss skilyrði að lýsast á ný og verða fljótandi. Í tilfellum þegar dauðinn er skyndilegur (eins og er algengt með vampýr- ur) þá er óstorknandi blóð til staðar í æðum og hjarta sem rennur um líkamann. Þessvegna gat fljótandi rautt blóð gosið upp úr líkinu þegar það var steglt niður. (Calmet áleit að hitinn frá sólinni ylli því að blóðið yrði fljótandi á ný og að við það blandaðist svo brædd fita og mergur.) Blóðið fylgir þyngdarlögmálinu og rennur á þann stað sem liggur lægst, þessvegna eru vampýrur oft rauðþrútnar í framan. Við rotnun fyllist kviðurinn af gasi sem þrýstir lungunum upp og blóðið leitar út um munn og nef; þess- vegna blóðið á vörum vampýranna. Ysta lag húðarinnar og neglur falla af og húðin undir virðist ný en er einfaldlega hrá. Með tilliti til þessara skýringa er óhætt að fullyrða að vampýran er mjög líkamlegt fyr- irbæri og þannig mjög áhugaverð út frá kenn- ingum þeim sem velta fyrir sér stöðu líkamans. Vampýran er oft sýnd sem gróteskt fyrirbæri, líkt og lýst er hér að ofan, hún er gangandi rotn- andi lík og þannig greinileg táknmynd ógeðs gagnvart líkamanum, eða líkamshryllings og er til dæmis mjög áhugaverð út frá hugmyndum Júlíu Kristevu um úrkastið, en sú kenning byggist á þeirri hugmynd að sjálfsmynd okkar mótist í stöðugri baráttu við hið líkamlega, sem við reynum að fjarlægja okkur frá sem mest við getum. En vampýran er líka mikilvægt tákn fyrir uppstokkun tvíhyggju efnis og anda, vampýran er samkvæmt kristninni sálarlaus líkami og þar kemur skugginn inn sem nefndur var í byrjun. Af því að vampýran er sálarlaus, hún er bara lík- ami, þá varpar hún ekki skugga, en hún getur einnig birst bara sem skuggi, eins og Murnau notfærði sér í Nosferatu. Þrátt fyrir þetta sál- arleysi er vampýran iðulega sýnd sem tilfinn- ingavera, sem þjáist af krónískum tilvistarvanda og sálarkreppu. Vampýran birtir okkur því líka vandamál hins materíalíska samtíma gagnvart hugmyndum um sál og anda, þarsem tvíhyggjuhugsunin gengur ekki lengur upp. Sálin yfirgefur líkamann við dauðann, og því á vampýran að vera sálarlaus, og þannig minnir vampýran okkur á dauðann og óttann við dauð- ann. En þrátt fyrir alla grótesku og hrylling hef- ur vampýran alltaf verið meira ódauðleg en dauð. Við lifum á tímum þegar framfarir í tækni og læknavísindum hafa gert ódauðleikann að mun nærtækari möguleika, og lengt til muna lífslíkur manna. Í bókmenntum og kvikmyndum hafa þessar vangaveltur varðandi samslátt tækni og mannslíkamans komið hvað sterkast fram í auknum vinsældum sæborgarinnar, hins lífræna vélmennis. Í þessum verkum velta höf- undar fyrir sér stöðu mannsins, eða mennsk- unnar í samfélagi þarsem tæknin hefur æ sterk- ari tök á líkamanum og meira inngrip í hann, hvar endar mennskan og byrjar vélmennskan í fólki sem þáð hefur líffæraskipti eða gengur með gervilíffæri sem auðvelda líf þess eða lengja það? Vampýran tekur líka til þessa vandamála varðandi mennsku og ódauðleika. Sú spurning sem vampýran vekur hvað sterkast upp í sam- bandi við ódauðleikann er spurningin um verð, hvað kostar ódauðleikinn okkur? Því vampýran greiðir ódauðleika sinn því verði að hafa lífið af öðrum. Þetta er kannski helsta gildi afþreyingar- menningarfígúru eins og vampýrunnar, og reyndar afþreyingarmenningarinnar sjálfrar, þessi möguleiki að spyrja á einfaldan og beinan hátt, einfaldra hrárra spurninga eins og „hvað svo“, „hvað kostar þetta“, „hvað þýðir þetta“. Svona spurningar virka bæði einfaldar og ein- feldningslegar, en eru þrátt fyrir allt nokkuð mikilvægar, vilja týnast í flæktum umræðum eins og lýstu sér greinilega í umfjöllun um gagnagrunninn hér, sem einblíndi á persónu- njósnir í gagnagrunninum, en það var lítil sem engin umræða um forsendur gagnagrunnsins – svo sem erfðafræðilegan, kynþáttalegan hrein- leika, og svo hvað þessar erfðafræðirannsóknir þýða fyrir mannslíkamann. Þessar pælingar um vampýruna sem lækn- isfræðilegan/erfðafræðilegan möguleika fyrir ódauðleika hafa þegar verið efniviður þónokk- urra skáldsagna, svo sem Hunger eftir Whitley Strieber (1980), Empire of fear eftir Brian Stableford (1988) og Children of the Night eftir Dan Simmons (1992). Vampýran vekur upp spurningar um hvað verður um okkur þegar við erum ódauðleg – er- um við þá skrímsli, og ekki lengur mennsk – en jafnframt varpar hún spurningunni yfir á okkur sjálf og spyr „hvað er mennska og hvernig skil- greinum við hana?“ Því öll skoðun (endurskoð- un) á skrímsli felur alltaf í sér skoðun (endur- skoðun) á norminu. Í þessum spurningum má líka sjá gildi afþrey- ingarmenningarinnar sjálfrar, en mikilvægi fyr- irbæris eins og vampýrunnar liggur í ódauðleika hennar sem goðsagna, þjóðsagna, bókmennta og kvikmyndaveru. Vampýran er ekki einstakt eða afmarkað fyrirbæri einnar skáldsögu og kvik- myndar, eins og Dracula, heldur á hún sér enda- lausar birtingarmyndir. Þegar afþreyingar- menning er skoðuð á þennan hátt, sem mynstur, samsetning, ekki einn texti heldur mósaík margra, þá sýnir hún fram á mikilvægi sitt sem endurspeglun ýmissa miðlægra hugmynda í samfélaginu, hugmynda sem eru kannski oft og iðulega fjarlægðar og dauðhreinsaðar í fræði- legri orðræðu. Magn vampýrutexta og fjölbreytni þeirra sýnir okkur fram á mikilvægi og möguleika vampýrunnar sem myndbirtingar margskonar fyrirbæra, þannig séð er hún myrk fígúra eða skuggi mannsins, skuggi sem fylgt hefur mann- inum frá upphafi og sem hann er stöðugt að máta sig við og spegla sig í. Kvenvampýra, rista gerð eftir málverki eftir þýska málarann Max Kahn, kringum 1895. Þarna hafa hlutverkin endanlega snúist við og nú er það karlmaðurinn sem andvaralaus er fórnarlamb kvenvampýrunnar, sem minnir ekki lítið á hinar grísku Harpýjur, en þær eru taldar meðal hinna goðsögulegu vampýra. Höfundur er bókmenntafræðingur. En þrátt fyrir alla grótesku og hrylling hefur vampýran allt- af verið meira ódauðleg en dauð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.