Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2001, Qupperneq 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. APRÍL 2001
T
ITILL greinarinnar er spurning
sem ég ætla að svara. Svar mitt við
þessari spurningu er já, ég tel
þetta vera ósættanlegar andstæð-
ur. Til að varpa ljósi á hvers vegna
ég svara spurningunni játandi tel
ég nauðsynlegt skoða hreinleika-
hugtakið, eitt af hryggjarstykkj-
unum í íslenskri þjóðernishyggju og þar með ís-
lenskri þjóðarímynd. Með íslenskri þjóðar-
ímynd á ég við hugmyndir Íslendinga sjálfra um
hvað það er sem gerir þá að þjóð. Þessar hug-
myndir eru skilgetið afkvæmi þjóðernishyggj-
unnar og hafa með kerfisbundinni og markvissri
innrætingu svarið sig inn í vitund þjóðarinnar
og öðlast svo veglegan sess að þær líta út fyrir
að vera náttúrusprottnar, en ekki mannanna
smíð, sem eiga tilvist sína undir pólitísku og
félagslegu valdi.
Ástæðan fyrir því að ég tel þessa spurningu
þess verða að svara henni er einfaldlega sú að
fjölmenningarlegur veruleiki er orðinn stað-
reynd á Íslandi. Í könnun sem Reykjavíkurborg
lét gera um málefni nýbúa í apríl 2000 kom fram
að erlendir ríkisborgarar voru í árslok 1999 um
3% af heildartölu íbúa landsins og jafnframt um
3% borgarbúa. Þessir 7.271 erlendu ríkisborg-
arar voru upprunnir úr 117 löndum og áttu lög-
heimili á Íslandi í árslok 1999. Fjöldi móðurmála
innflytjenda er yfir áttatíu. Ef bætt er við heild-
artöluna þeim útlendingum sem hlotið hafa ís-
lenskan ríkisborgararétt en eru fæddir í öðrum
löndum en EES-löndunum og Norður-Ameríku
hækkar talan í 4%. Á árinu 1999 fjölgaði erlend-
um ríkisborgurum um 750 eða um 12% að með-
altali. Haldist hagvöxtur óbreyttur á næstu ár-
um mun fjölgun útlendinga að öllum líkindum
haldast óbreytt.
Í þessari könnun kom einnig fram að nærri
42% aðspurðra finnst fjölgun útlendinga í
Reykjavík vera jákvæð en ríflega 24% finnst
hún neikvæð, 34% taka ekki afstöðu. Það er at-
hyglisvert að fjórði hver aðspurðra telur fjölgun
útlendinga neikvæða þegar hagvöxtur er í mikl-
um blóma og enginn skortur er á atvinnu og
ennfremur hvers vegna svo margir aðspurðra
kusu að svara spurningunni hvorki játandi né
neitandi. Ógerningur er að ætla sér að svara
með einhverri vissu hvers vegna niðurstöður
þessarar könnunar eru eins og raun ber vitni, en
með því að skoða mýturnar um hreinleika, sem
liggja til grundvallar íslenskri þjóðarímynd og
þar með málpólitík er hægt að verða einhvers
vísari.
Íslensk málstefna hefur einkennst af því að
uppræta sk. „málvillur“ sem og orð og önnur
málfarsatriði af erlendum uppruna, sem gjarn-
an hafa talist „illgresi í tungunnni“, „slettur“
eða „flekkun við hreinleika málsins“. Á sama
tíma hefur mikil áhersla verið lögð á að „hlú að“
og „leggja rækt við“ sk. „hreinleika“ íslenskrar
tungu þ.e. orð og önnur málfarsatriði sem eru
óyggjandi talin vera af „hreinum“ íslenskum
málstofni. Þessar hugmyndir hafa ekki einvörð-
ungu mótað sjálfsmynd Íslendinga heldur og
líka afstöðu þeirra til útlendinga. Hugmyndir
um hreinleika tungumálsins og hreinleika kyn-
stofnsins/þjóðarinnar eru þegar grannt er skoð-
að af sama meiðinum. Ég mun í þessu erindi að-
eins taka til umfjöllunar hugmyndir um hrein-
leika tungumálsins. Hreintunguhugmyndir
hafa ennfremur mótað bæði opinbera og al-
menna afstöðu til tjáningar á opinberum vett-
vangi afstöðu, sem fer illa saman við hugmyndir
um fjölmenningarlegt lýðræði.
Hvernig er hreinleikinn skilgreindur? Hve-
nær er eitthvað hreint? Mannfræðingurinn
Mary Douglas benti á það fyrir rúmum þremur
áratugum að hreinleiki væri í raun skynjun og
ekki til nema, sem andstaða við eitthvað sem er
óhreint eða skítugt. En það er ekkert til heldur,
sem er algjör skítur eða óhreinindi, því óhrein-
indi eru líka skynjun sem „exísterar“ fyrst og
fremst í augum sjáandans eða eyrum heyrand-
ans. Skilningur Douglas á skít/óhreinindum,
sem einhverju, sem ekki er á réttum stað eða
sem óskipulagi, gerir kleift að skilja hreinleika
sem spurningu um skipulag, þannig að verndun
hreinleikans snýst í raun um verndun á tilteknu
skipulagi. Innan hreinleikaskipulagsins eru
óhreinindi skynjuð sem hætta, því þau raska til-
teknu valdaskipulagi.
Menningarlegt heimavarnarlið
Það er viðtekin venja að halda því fram að ís-
lensk tunga sé það menningarlega einkenni sem
geri Íslendinga að þjóð og aðgreini þá frá öðrum
þjóðum. Þessar hugmyndir liggja til grundvall-
ar íslenskri málpólitík og ganga þvert á alla
flokkadrætti í pólitísku landslagi þjóðarinnar. Í
frægum ljóðlínum eftir Snorra Hjartarson,
„Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein“,
endurspeglast þessar hugmyndir, sem ríkt hafa
síðan um miðbik 19. aldar þ.e. að landið, þjóðin
og tungan séu heilagt þríeyki, sem öll eru inn-
byrðis háð og geti ekki án hvers annars verið.
Íslendingum er uppálagt frá blautu barns-
beini að „hlúa að tungunni“, „leggja rækt við
málið“, og „sletta“ ekki útlendum orðum. Gíf-
urleg áhersla er lögð á að farið sé „rétt“ með
beygingar, því yfir þeim hvílir mikill og forn
heilagleiki. Ekki má t.d. segja hellirar eða lækn-
irar. Eða, „það kom skilaboð frá Guðrúnu Þor-
steinsdóttir, henni langar svo að heyra í þér“.
Þetta orðalag klingir öllum viðvörunarbjöllum í
höfði þeirra, sem „kunna að fara rétt með mál-
ið“. Ekki er heldur alls kostar laust við að þetta
sama fólk sé þannig innstillt að í huga sínum ef-
ist það um vitsmunaþroska og/eða gáfnafar
mælandans. Að tala lýtalausa og „hreina“ ís-
lensku hefur jafnan verið lagt að jöfnu við mikl-
ar gáfur.
Margt fólk hefur hlotið þannig máluppeldi að
það setur sig í stellingar og finnst, sem „vegið sé
að tungunni“ þegar málfræðireglum og mál-
venjum er ögrað eða þegar „slett er“ og notuð
eru hugtök, sem ekki hafa öðlast sk. „þegnrétt“ í
íslensku máli eins og það heitir á fagmáli mál-
verndunarsinna. Margir telja það heilaga
skyldu sína sem sannir Íslendingar að leiðrétta
málfar samferðamanna sinna, og skyldi engan
undra enda mikið lagt upp úr því að innræta
þessar hugmyndir meðal landsmanna. Hér fer
Ríkisútvarpið í fararbroddi og þar eru málfars-
þættir, sem allir ganga meira eða minna út á að
vanda um fyrir fólki, kenna því að „fara rétt með
málið“. Heill her fólks er á launum hjá hinu op-
inbera við hið sama, þ.e. leiðrétta málfar fólks,
blessa það eða úthúða því, eins konar menning-
arlegur iðnaður einsog franski félagsfræðing-
urinn Pierre Bourdieu kallar fyrirbærið. Þessi
„her“ eða menningarlegt heimvarnarlið, telur
það æðstu skyldu sína að „verja“ og „vernda“ ís-
lenska tungu og menningu frá sk. óæskilegum
spillingaráhrifum, annaðhvort útlenskum og
eða einhverri grunaðri meinsemd, sem liggur
innan hinna þjóðlegu marka, samkvæmt skil-
greiningu. Hlutverk heimavarnarliðsins er að
gæta þess í hvívetna að að hinn almenni talandi,
bregði ekki út af hinum pólitíska rétttrúnaði
hreinleikans, raski ekki með „ógætni“ sinni ró
hins heilaga skipulags, slíkt er álitið helgispjöll,
flekkun við hreinleika tungunnar.
Þegar hinar stífu leikreglur íslenskrar mál-
stefnu eru hafðar að leiðarljósi er það ytra byrð-
ið, sem hefur forgang framyfir innihaldið. Þetta
mætti umorða og setja fram í fullyrðingu: ís-
lensk málstefna eða hreintungustefna hefur
með stífni sinni snúist upp í dýrkun á umgjörð-
inni sjálfri en ekki því sem umgjörðin inniheld-
ur. M.ö.o. einskonar skurðgoðadýrkun, þar sem
skurðgoðið sjálft er upphafið og dýrkað en guð-
inn, sem það tákngerir verður aukaatriði, líkt og
sr. Toshiki Toma hefur bent á. Það skiptir meira
máli hvernig fólk segir hlutina heldur en hvað
það segir.
Af hverju eru menn að hafa áhyggjur af
enskuslettum, svo ekki sé minnst á eins gam-
aldags fyrirbæri og dönskuslettur? Hvers
vegna er verið að eyða stórfé í að „vernda
tungumálið“ frá áhrifum hvort heldur sk. „slett-
um“ eða „röngu“ eða „vitlausu“ málfari?
Hvers vegna í ósköpunum er verið að eyða
tíma og fé í að finna upp ný hugtök og skálda
upp ný orð fyrir allan þann aragrúa nýrra hug-
mynda og hluta sem hingað berast utanlands
frá? Hugtök, sem í velflestum nágrannatungu-
málum okkar eru þau sömu, með örlitlum breyt-
ingum á stafsetningu og framburði þegar best
lætur. Nýlegt dæmi er hugtakið „kynþátta-
hyggja“, sem á víst að vera þýðing yfir hugtakið
rasismi. Kynþáttahyggja hefur akkúrat enga
skírskotun í mínum huga – kannski er þetta ein-
hver splunkuný og spennandi hugmyndafræði?
Ég hef hins vegar haft brennandi áhuga á ras-
isma undanfarna tvo áratugi eða svo og það
hugtak hefur í mínum huga mjög afgerandi og
neikvæða merkingu. Hverju spillir það að ís-
lenskan deili hugtökum með öðrum tungumál-
um?
Ennfremur má benda á nýyrðið „nýbúi“, sem
fundið var upp nóta bene eftir að fólk af erlend-
um uppruna, öðrum en hvítum evrópskum, fór
að setjast hér að, sem er afar merkilegt í sjálfu
sér. Hversvegna hefur orðið „nýbúi “ í hugum
margra mjög neikvæða merkingu? Er mögulegt
að þetta aðflutta fólk sé skynjað sem einhvers
konar flekkun við „hreinleika“ þjóðarinnar?
Flestum er í fersku minni að til skamms tíma
þurftu útlendingar, sem sóttu um ríkisborgara-
rétt á Íslandi að skipta um nafn, taka upp ís-
lenskt nafn sem samræmdist hugmyndum yf-
irvalda um „hreinan“ íslenskan málstofn.
Íslensk nafnapólitík er dæmi um pólitískan rétt-
trúnað hreintungustefnunnar. Nafnalögunum
hefur verið breytt að hluta og valdboðið er ekki
eins algert hvað þetta varðar í nýju lögunum, en
það er mjög athyglivert í sjálfu sér að ríkisvald-
ið skuli vera að hlutast til um hvaða nöfn fólk
ber, hvort heldur skírnarnöfn eða eftirnöfn.
Fólkinu er hreinlega ekki treyst sjálfu til að
finna nöfn á börnin sín, heldur verður nafnið að
vera á lista yfir sk. samþykkt nöfn. Brjóti fólk í
bága við þessi lög, er því skylt samkvæmt lögum
að borga 1.000 kr. á dag, hvern dag eftir að barn
þeirra nær sex mánaða aldri (sjá Mannanafna-
lög nr. 45/1996, kafli IX 25 gr.). Ennþá er bann-
að að taka sér ættarnafn á Íslandi, þau eru að-
eins leyfð fáum útvöldum, sem fengu einkaleyfi
fyrir ættarnafnabann, sem sett var á árið 1925
og er enn í fullu gildi. Börn innflytjenda, sem
fædd eru á Íslandi verða eftir sem áður líka að
að bera íslenskt nafn „par definisjón“. Opinber
nafnapólitík af þessu tagi hefur tíðkast í löndum
eins og Singapore, Indónesíu og Búlgaríu, ríki
sem hafa getið sér orðs á alþjóðavettvangi fyrir
margt annað en lýðræðislega stjórnarhætti
(Jernudd 1994).
Pólitískur rétttrúnaður
Hinn pólitíski rétttrúnaður hreinleika-
stefnunnar kallar ennfremur á að hugtök sem
eru upprunnin úr ensku eða einhverju öðru
máli, megi ekki sjást á prenti eða heyrast í fjöl-
miðlum þó svo að fjöldinn noti þau. Hér mætti
nefna orð eins og brása, dánlóda, pródúsera,
impróvísasjón, inspírasjón, frústrasjón, kötta,
peista, díla o.s.frv., orð sem öll eru beygð sam-
kvæmt íslenskum beygingarreglum en mega
ekki heyrast eða sjást opinberlega, þó svo að
fjöldinn noti þau. Afhverju eru þessi orð álitin
„flekka,“ „spilla“ eða „menga“ tunguna? Er það
af því þau eru útlensk, ekki af hreinum íslensk-
um málstofni? Svari nú hver fyrir sig. Hvers
vegna þessi tvískinnungur? Hvaða guðum er
verið að þóknast? Hvað er í gangi?
Afhverju er ekki hreinlega tekið pragmatískt
á málunum og farið að ráði nágrannaþjóða okk-
ar, sem hafa aðlagað þessi hugtök sínu máli –
hvort heldur þau eru upprunnin úr ensku eða
öðrum tungumálum? Venjan hefur verið að
svara þessari spurningu á þann hátt að ef við
vernduðum ekki íslenska tungu fyrir ágangi
þessara útlendu orða væri hættan sú að Íslend-
ingar glötuðu niður tungu sinni og þar með væri
botninn dottinn úr þjóðinni, hún hefði ekki leng-
ur neinar forsendur til að kalla sig þjóð og ætti
þar af leiðandi ekki neitt tilkall til pólitísks sjálf-
ræðis, Íslendingar gætu þá bara gleymt því að
vera þjóð. Er þetta óyggjandi staðreynd?
Í rannsókn minni á tilurð og þróun íslenskrar
þjóðarímyndar komst ég að annarri niðurstöðu.
Í fyrsta lagi, eru hugmyndirnar sem liggja til
grundvallar íslenskri málpólitík jafnframt
kjarninn í íslenskri þjóðernishyggju og kjarninn
í okkar þjóðlegu trúarbrögðum, sem ég mun
víkja nánar að síðar. Í öðru lagi komst ég að því
að málvernd og/eða málpólitík fjallar ekki nema
á yfirborðinu um tungumál, en undir liggur
spurningin um vald, eða opinbert umboð til að
skilgreina veruleikann. Ég nota hér kenningar
franska heimspekingsins Mihael Foucault um
vald. Hann skilgreinir „vald“, ekki sem eitthvert
áþreifanlegt og afmarkað fyrirbæri, heldur sem
skipulögð tengsl og segir valdið óaðgreinanlegt
TRÚIN Á HREIN-
LEIKANN OG
FJÖLMENNINGAR-
LEGT LÝÐRÆÐI
ÓSÆTTANLEGAR ANDSTÆÐUR?
„Hryggjarstykkið í lýðræðissamfélögum nútímans felst í
því að viðurkenna og virða, ekki bara margbreytileika í
flokkspólitískum skoðunum heldur líka menningarlegan
margbreytileika innan þjóðríkisins, og mismunandi mál-
afbrigði þess tungumáls sem talað er innan ríkisins.“
E F T I R H A L L F R Í Ð I Þ Ó R A R I N S D Ó T T U R