Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2001, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2001, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. APRÍL 2001 15 MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Hand- ritasýning opin þri. - fös. kl. 14 - 16. Til 15. maí. Galleri@hlemmur.is: Erla S. Har- aldsd. og Bo Melin. Til 6. júní. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Gunnella. Til 6. maí. Gallerí Sævars Karls: Mömmumyndir. Til 3. maí. Gerðarsafn: Carnegie Art Award 2000. Til 6. maí. Gerðuberg: Drasl 2000. Til 29. apr. Gula húsið, Lindargötu: Fílapensillinn. Til 13. maí. Hafnarborg: Jón Gunnarsson. Jean Posocco. Til 14. maí. Hallgrímskirkja: Kristín Geirsdóttir. Til 20. maí. Handverk og hönnun: Borðleggjandi. Til 20. maí. i8, Klapparstíg 23: Karin Sander. Til 29. apr. Íslensk grafík, Hafnarhúsinu: Ljós- myndaætingar. Til 29. apr. Listasafn Akureyrar: Henri Cartier- Bresson. Til 3. júní. Listasafn ASÍ: Olga Bergmann og Anna Hallin. Til 29. apr. Listasafn Borgarness: Hrefna Harð- ardóttir. Til 4. maí. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laug- ardaga og sunnudaga, kl. 14-17. Listasafn Rvíkur - Ásmundarsafn: Páll Guðmundsson og Ásmundur Sveinsson. Til 6. maí. Listasafn Rvíkur - Hafnarhús: John Isaacs. Til 29. apr. John Baldessari. Til 17. júní. Listasafn Rvíkur - Kjarvalsstaðir: Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Odd Nerdrum. Til 27. maí. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: List Sigurjóns, 1930-1960. Til 1. júní. Listasalurinn Man: Ásdís Kalman. Til 6. maí. Listhús Ófeigs: Berglind Björnsdóttir ljósmyndari. Til 6. maí. Norræna húsið: Ljósmyndir frá Kir- una. Fimm myndlistarmenn frá Sví- þjóð. Til 13. maí. Sjóminjasafn Íslands: Ásgeir Guð- bjartsson. Til 31. maí. Skálholtskirkja: Anna Torfadóttir og Þorgerður Sigurðard. Til 31. des. Stöðlakot: Kristján Jónsson. Til 13. maí. Þjóðarbókhlaða: Elsa E. Guðjónsson. Til 30. apr. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Langholtskirkja: Graduale nobili. Kl. 20. Langholtsk.: Gospelsystur Rvíkur. Páll Rósinkranz. Kl. 14 og 17. Neskirkja: Hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar, Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna. Kl. 16. Ýmir: Árnesingakórinn. Kl. 17. Sunnudagur Háteigskirkja: Kvöldvökukórinn og Kvennakórinn Glæður. Kl. 17. Langholtskirkja: Requiem Szymons Kurans. Kl. 20 og þriðjudag. Þriðjudagur Ýmir: Rannveig Fríða Bragadóttir, Gerrit Schuil og Guðný Guðmunds- dóttir. Kl. 20.30 og miðvikud. Varmárskóli, Mofellsbæ: Karlakórinn Stefnir. Kl. 17. Miðvikudagur Seltjarnarneskirkja: Inga Björg Stef- ánsdóttir, Brynhildur Ásgeirsdóttir og strengjakvartett. Kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Laufin í Toskana, 2. maí. Syngjandi í rigningunni, 3., 4. maí. Blái hnötturinn, 28., 29. apr. Með fulla vasa af grjóti, 28., 29. apr. 2. apr. Já, hamingjan, 28. apr. Borgarleikhúsið: Skáldanótt, 4. maí. Blúndur og blásýra, 28. apr. Móglí, 29. apr. Kontrabassinn, 28., 29. apr. Píku- sögur, 29. apr. 3., 4. maí. Íslenski dansfl: Kraak een, Kraak twee, Pocket Ocean, 29. apr. Loftkastalinn: Sniglaveislan, 29. apr. 4. maí. Á sama tíma..., 28. apr. Iðnó: Feðgar á ferð, 28., 29. apr. Íslenska óp.: Fífl í hófi, 28. apr. Kaffileikhúsið: Eva, 3. maí. Hafnarfjarðarleikhúsið: Platanof, 28. apr. 2., 3. maí. Leikfélag Akureyrar: Ball í Gúttó, 28. apr. Sígaunabaróninn, 3 maí. Kl. 20.30. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U GRANNUR maður með mjúkantrefil berst með vindum inn á ís-lenskt kaffihús, eitt af þeim. Hanná jakkaföt, bæði gráleit, brún og yrjótt en þennan dag er hann í peysu, ósköp látlausri. Maðurinn finnur sér fljótt borð og stól og í huga hans býr eitthvað sem verður kannski. Seinna lesum við þetta af ljóðabók eða sjáum í leikriti, jafnvel kvikmynd. Nema ef vera skyldi í skáldsögu, svokölluðum prósa, því að maðurinn með trefilinn kveðst ungur hafa skrifað slíkan órímaðan texta og hann hefur nýlega játað þá dýrðlegu synd að vera fremur ungur ævinlega. Sagt er að hann sé til hálfrar aldar skúffuskáld prósa, en vitað er um ljóðabækur mannsins, leikrit og nýlegar skáldsögur reyndar líka. Sigurður Pálsson er höfundur úr íslenskri sveit og úr Reykjavík ekki síður og þeirri heimsins menningu sem til dæmis blómstrar í París í Frakklandi. Hann mun svara spurn- ingum um höfundarverkið, ævistarfið hingað til og sjálfan sig í því, núna í dag í menning- armiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti. Þar verður stefnumót listamanns við lesendur, sem sumir eru líka starfsfélagar hans. Hinir sem koma og eru ekki í þeim hópi skipta ekkert minna máli, því að skrif eru skrif og lestur er að Sigurðar sögn í sjálfu sér sköp- un. Á ritþingi Sigurðar Pálssonar, sem hefst klukkan hálftvö og stendur til fjögur, lesa leikararnir Edda Heiðrún Backman og Benedikt Erlingsson og Sigurð spyrja rit- höfundarnir Vigdís Grímsdóttir og Kristján Þórður Hrafnsson ásamt Jóni Yngva Jó- hannssyni bókmenntafræðingi, stjórnanda þingsins. Þangað eru allir velkomnir sem vilja hitta Sigurð, heyra úr verkum hans og spyrja út í þau og þann mann sem hefur skrifað. Það var lengi í litlar minnisbækur, ötula félaga á göngu um götur, en skáldið kveðst nú um nokkurra ára skeið vera laus frá vasabók og síkvikum penna. Honum finnst léttir að því að láta auðnu ráða fram- vindu hughrifa. En kveðst þó drífa í því að hripa niður minnispunkta þegar brýnt sé og svo safnar hann slíkum nótum saman í tölv- unni, sem orðin er allra vinur eða næstum því. Samt notar skáldið tölvu ekki í fyrsta kasti nema við þýðingar, hann er áfram háð- ur penna og blaði og þau líkast til honum. Því hér er enginn nýgræðingur lengur á ferð, þótt hugur hans sé ef til vill ungur hef- ur Sigurður lifað árin og jafnvel tugina með orðinu og æði þess. Leiklestur og söngur Ferill hans og verk verða rifjuð upp í Gerðubergi í dag. Þau mótast meðal annars af þessu þrennu: bernskuslóðum á Skinna- stað í Axarfirði, Parísarárum við nám í leik- húsfræðum, Reykjavík, ó borg hans borg, líkt og Haukur söng. Því mörgum þykir skáldið bera kyndil Tómasar Guðmundsson- ar með kvæðum um þessa höfuðborg, við- kvæmri sýn á mannlífið nálægt heimskauts- baug og huga líka við þá heimsins menningu sem ýmist er forn eða vestræn eða til fyrir hvert okkar í sjálfri sér. Sigurður er annars nýkominn úr annarri borg, Tallin í Eistlandi, þar sem hann var á vegum Norðurlandaráðs ásamt fleiri höf- undum og las ljóð sín í þjóðarbókhlöðunni og borgarleikhúsinu. Þetta var ein vegtylla af mörgum, sumum meiri í hefðbundnum skiln- ingi. Hann var eitt af listaskáldunum vondu 1976. Formaður Rithöfundasambandsins 1984-88. Riddari af franskri orðu lista og bókmennta 1990. Borgarlistamaður Reykja- víkur 1987-90. Handhafi bókmenntaverð- launa Útvarpsins í hitteðfyrra. Þessi vinur ljóðsins segist hafa hætt að teikna fimmtán ára, slík dilla að spyrja hann um myndlist sé ekki út í bláinn. Hann hafi barnungur ætlað að leggja þá listgrein fyrir sig auk skrifa og smíði eðalmálma. Ritlistin hafi svo orðið ofan á og hann fái sína útrás fyrir hið sjónræna með orðum, aðallega í ljóðum. Og þegar þrengt er að segir Sig- urður að hann hafi nú á vinnuborði ljóðabók og raunar skáldsögu jafnframt, þetta séu verk sem verði að koma á daginn, með haustinu kannski eða þar næsta. Gamla hug- myndin um gullsmíði virðist ganga upp því að Sigurður Pálsson hefur visst víravirki í verkum sínum og væntanlega karakter. Jafnan óvænt orð og íhugulan svip. Ef vel er, lítið bros í augunum, bros heimsmanns af Íslandi, manns sem selur orð eins norður- ljós. Ekkert svindl er í gangi, hvorki svik né prettir frekar en hjá öðrum skáldum. Íbyggni maðurinn með trefilinn stendur fyr- ir sínu. Norðurljós Sigurðar eru til manns komin úr hans eina og sanna hugarheimi; fallvötn, ár og lygnir pollar, ljóð sem vega salt og menn. ÍBYGGNA SKÁLDIÐ SEM ÆTLAÐI SÉR Í GULLSMÍÐI Þetta verður spuni, segir Sigurður Pálsson um ritþing sitt, sem hefst klukkan hálftvö í dag í Gerðubergi. Þangað eru allir velkomnir en með Sigurði sitja Vigdís Grímsdóttir, Kristján Þórður Hrafnsson og Jón Yngvi Jóhannsson. Til að forvitnast um stefnumótið fór ÞÓRUNN ÞÓRSDÓTTIR í menningarmiðstöðina. Morgunblaðið/Jim Smart Vigdís Grímsdóttir, Sigurður Pálsson, Jón Yngvi Jóhannsson og Kristján Þórður Hrafnsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.